Ísafold - 09.05.1900, Blaðsíða 2
7. Flotamálaráðherra C. G. Middel-
boe kommandör.
8. Kirkju- og kenslumálaráðherra
J. J. K. Bierre prófastur.
9. Iunanríkisráðherra Ludvig Bram-
sen stórkaupmaður.
f>eir Schnack og Bramsen voru í
Hörrings-ráðaneytinu frá því í ágúst-
mánuði í fyrra. Enginn hinna hefir
nokkurn tíma verið ráðgjafi áður, nema
Goos nokkur ár hjá Estrup. Hann
var áður lengi háskólakennari í lög-
vísi.
Mannvirkjaráðherraembættið er ný-
stofnað, sama dag sem ráðgjafaskiftin
urðu; það er klofningur úr innanríkis-
ráðgjafaembættinu.
Hinir nýu ráðgjafar eru allir ramm-
ir hægri menn, eins og lög gera ráð
fyrir. Ejórir þeirra eru landsþingis-
menn (1., 2., 3. og 8.). Dr. Scharling
var lengi fólksþingismaður.
Flotamálaráðherrann, Middelboe, er
hinn sami sem var yfirforingi hór á
herskipinu Heimdalli í hitt eð fyrra.
Svipfríð þjóðrækni.
ii.
Eitstj. pjóðólfs hefir 23. f. m. enn
aent mér kveðju sína út af vörn minni
í ísafold fyrir árásum hans gegn mér.
Kveðjan er alveg einsog við var að
búast úr þeirri átt, mestalt þvætting-
ur um barnaskap minn og mínkun þá,
sem sg hafi gert mér með svari mínu.
Eg kannast samt fúslega við það, að
það er hyggilegra og heíðarlegra að
fyrirlíta þvaður ritstjórans en svara
því, enda tók eg það skýrt fram í
svari mínu, að eg tæki þetta óþokka-
verk að mér að eins fyrir bænastað
annara.
í þessari nýu ricsmíð sinni gerir
ritstj. enga minstu tilraun til að
hrekja það, sem eg hefi sagt í svari
mínu, sízt með neinum ástæðum.
Hann biður menn að vísu að trúa ekki
þeirri óhæfu um sig og konu sína, að
þeim hafi nokkuru sinni komið sú vit-
leysa í hug, að flytja í sveit; hann
kallar þessa sögu mína, sem eg ann-
ars hefi ellgóðar heimildir fyrir, á-
reitni við heimili sitt, atferli sem van-
séð sé, að hann láti átölulaust. Hverju
skyldi þetta varða? En beri maður
nú þessi ummæli ritstj. saman við
kenningar hans um vesturfarir og þá
skömm, sem hann álítur að sveita-
menn geri sér nieð því, að flýa úr
íslenzku sveitasælunni til Vesturheims,
fæ eg ekki betur séð, en að annhvort
komi hér fram ein af hinum hrapal-
legu meinlokum eða mótsögnum, Bem
ritstj. er svo sorglega kyntur að, eða
að hann álíti það í alla staði boðlegt
löndum sínum yfirleitt, sem hann
telur óhæfu að dreifa sér og sínum
við.
Hitt getur að vísu líka verið mein-
ingin, að hann búist við almennri
lands-sorg, ef hann hætti ritstjórn
þjóðólfs, hætti að leiða menn í allan
sannleika með sinni alþektu mannúð,
lipurð og skörpu rökleiðslu. J>essi á-
stæða finst mér sverja síg enn betur i
ættina, þótt báðar séu góðar. En eg
þori samt að fullvissa ritstj. um, að
hann í þessu tilliti þarf engu að kvíða
og engar ábyggjur að hafa. Eg tel
víst, að hans yrði alls ekki saknað,
þótt hann flytti sig í einhvern íslenzka
afdalinn.
Eitt af hinu einkennilega við at-
ferli ritstj. í þessu máli er það, að
meðan hann hefir ekkert áreiðanlegt
fyrir sér um skoðun mína á vestur-
förum og ekkert annað en lauslegau
hvolpaburð, sem fáir aðrir en ritstj.
mundu leyfa sér að taka mark á, ber
hann opinberlega á mig ýmsan óhróð-
ur, sem eg hefði fulla ástæðu til að
biðja hann að sanna eða taka aftur.
En þegar eg svo lýsi opinberlega yfir
áliti mínu á vesturförum og fer alls
ekki dult með það, að eg í mörgu til-
liti sé þeim hlyntur og álíti þær rétt-
ar, þá staðhæfir ritstj., að eg sé hætt-
ur að halda með þeim, hafi teki sinna-
skiftum. — En hvað þetta sver sig í
ættina!
Hið eina, sem mér finst gott við þetta
svar ritstj., er það, að hann, aldrei
þessu vanur, kastar dularhamnum,
meðgengur, að í fyrri grein sinni sé
átt við mig og Guðna bónda Tómas-
son í Austur-Ey.
Fyrir mig hefi eg svarað, og þar
sem það er alveg óhrakið af ritstj.,
orðlengi eg ekki um það hér. þvætt-
ingnum um Guðna er líka svarað að
miklu leyti. En fyrst ritstj. nú hefir
meðgengið, skal eg bæta því við, að
Guðni er að maklegleikum talinn með
hygnustu og beztu bændum þessar-
ar sveitar. Hann hefir gjört miklar
jarða-,og húsabætur á leigujörð sinni,
borið þyngri byrðar í félags þarfir en
allur fjöldinn og staðið yfirleitt sóma-
samlega í stöðu sinni. Og þegar nú
þessi maður fær þann óþverra- vitn-
isburð, sem kunnur er orðinn af þjóð-
ólfi, hvers skyldu hinir þá mega vænta,
sem ekki ná þangað með tærnar,
sem Guðni hefir hælana? En ritstj.
er nú til með að hefja þá til skýanna,
ef honum ræður svo við að horfa, en
fyrir hvað er eftir að vita.
En þessi hreinskilni ritstj. kom eins
og við mátti búast, ekki til af góðu;
hann þurfti á henni að halda til þess
að geta dróttað að mér því mjög ó-
heiðarlega atferli, að hafa narrað
Guðna til vesturfarar að eins til þess
að ná sjálfur í ábúðarjörð hans. En
með þessu vinnur ritstj. það eitt, að
sýna enn með ljósu dæmi, hve óvandur
hann er að meðulum. Sagan er svona
rétt sögð.
Guðni sagði ábúð sinni lausri milli
jóla og nýárs og bjóst því við að verða
að hafa ábyrgð á jörðinni næsta far-
dagaár.
Fyrst falar jörðina ónefndur ungur
maður ogbýður Guðnaumleið að kaupa
eitthvað til muna af honum, en Guðni
þorði ekkert við þann mann að eiga
og var því máli svo lokið. Litlu síð-
ar föluðu þeir Grímur bóndi Eiríks-
son í Skálholti og Páll bóndi Guð-
mundsson á Spóastöðum; en þótt
Guðni bæri gott traust til þeirra
beggja, mælti hann af sérstökum á-
stæðum með Páli. Klemens Egilsson
í Minni-Vogum, umráðamaður jarðar-
arinnar, gaf svo Guðna umboð til að
byggja öðrum hvorum, en þeir hikuðu
báðir af eðlilegum ástæðum. Eg falaði
fyrst jörðina löngu eftir að báðir hin-
ir voru frágengnir.
Eitstj. hefði annars ekki átt að
minnast á þetta, því mjög miklar lík-
ur eru til, að allur þvættingurinn, sem
spunnist hefir út af þessu litla efni í
blaði hans, eigi rót sína að rekja til
þess, að Guðni vildi ekki sinna fyrsta
tilboðinu; vildi heldur, þótt vont væri,
hafa sjálfur ábyrgð á jörðinni. Fyrir
fljótfærni og hranaskap hefir ritst. því
orðið verkfæri til mjög ódrengilegrar
árásar á saklausa menn, sem hann
þekti lítið eða ekkert. En sem betur
fer, hefir þetta gjörsamlega mistekist.
í viðureign sinni við mig hefir ritstj.
að því leyti tekið upp nýan sið, að
hann kryddar fúkyrða-þvættinginn með
einstöku rúsínu, en á þeim vita allir
að hann er spar.
Kunnugir menn hafa gizkað á, að
þetta komi til af því, að ritst. sé að
hugsa nm að bjóða sig hér fram á
næsta hausti til þingmensku og vilji
þá hafa gamla Mosfells-prestinn frem-
ur með sér en móti, þótt barnalegur
sé orðinn. En til þess að venja ritst.
af slíkum smáskömtum, sem tæplega
eru vel meintir og því gjöra sjálfan
hann hlægilegan, skal eg í allri hrein-
skilni láta hann vita, að, þótt eg —-
að því leyti sem eg hugsa um stjórn-
mál — kunni að ýmsu leyti að hafa
nokkuð svipaðar skoðanir honum á
stjórnarskrármálinu, er eg meiri föð-
urlandsvinur en svo, að mér hafi
nokkuru sinni komið í hug að gefa
honum atkvæði mitt til þingmensku,
og svo ætla eg að fieiri Arnesingar
séu.
En þóknist ritst. að fara til Vest-
urheiras, vildi eg fúslega styðja þá
happaferð í orði og verki.
Eitað í apríl 1900.
St. Stephenscn.
Þjóðólfur hefnir sín.
þjóðólfur síðasti er í meira lagi
raunamæddur út af því, að Dalamenn
skuli ekki að eins hafa skrifað undir
áskorun til síra Jens Pálssonar um
að gefa kost á sér til þingmensku við
næstu kosningar, heldur og gert þefta
án þess að spyrja þá minstu vitund
leyfis, sem eru þessum þingmanni
andvígir.
Og þetta gera Dalamenn þrátt fyr-
ir það, að ritstjórinn var orðinn sann-
færður um, »að sira Jens mundi alls
ekki kosinn þar aftur, enda mundi
hann alls ekki gefa kost á sér«.
Út yfir tekur þó það, að fregnriti
þjóðólfs sjálfs telur allsendis óvíst,
að unt verði að afstýra því, að síra
Jens verði kosinn.
Enginn láir víst þjóðólfi, þó að
hann sé í hefndarhug. Enda gerir
hann ráð fyrir að hefna sín grimmi-
lega.
Hann hótar því sem sé, að koma í
hámæli öllum sams konar áskorunum,
er menn dirfist að senda þeim þing-
mönnum, sem Btjórnarbótinni eru
hlyntir!
J>etta er auðvitað harðneskjulegt af
þjóðólfi. En naumast er við betra
að búast, þegar hann er svona grátt
leikinn.
Landsbankinn-
þessa 1500 kr. sýslan við bankann,
er auglýst var í vetur, hefir banka-
stjórnin veitt í gær Helga Jónssyni
verzlunarstjóra 1 Borgarnesi. Um-
sækjendur fram undir 30, þar á með-
al tveir prestar og einn héraðslæknir.
Danska löggjafarvaldið hefir veitt
bankanum undanþágu frá stimpil-
gjaldi í Danmörku af skuldabréfum
veðdeildarinnar hér í bankanum.
Embætti.
Kennaraembætti við lærða skólann,
þetta sem losnaði í vetur fyrir upp-
gjöf dr. þorvalds Thoroddsens, hefir
konungur veitt 21. f. mán. cand. mag.
Bjarna Sæmundssyni, er þjónað hefir
embættinu nokkara vetur fyrir dr.
þ. Th.
Heiðursfélagi
Biblíufélagsin8 brezka í Lundúnum
er herra biskup Hallgrímur Sveinsson
kjörinn 9. f. mán.
Póstgufuskipið Ceres,
kapt. Eyder, kom sunnudagsmorgun-
inn 6. þ. mán.,beina leið frá Skotlandi,
og með því töluvert af farþegum: frá
Khöfn hingað Sighv. Bjarnason banka-
bókan, Eyólfur þorkelsson gullsmið-
ur, Eggert Eiríksson Briem stúdent
og búfræðingur, fröken Katrín Thor-
steinson (frá Bíldudal), stúdent Matt-
ías Einarsson, — og til Vestfjarða
kaupmennirnir Árni Eiis, Eichard
Eiis og Lárus A. Snorrason. En frá
Skotlandi Arnór Árnason (prófasts
Böðvarssonar), orlofsferð hingað frá
Chicago — hefir verið þar í 9 ár, en
13 alls vestra — ásamt konu og
dóttur ungri.
Gufuskipið Mjölnir,
útgerð Thor E. Tuliniuss, kom
hingað laugard. 5. þ. m. frá Khöfn
og Skotlandi með alls konar vörur til
W. Fischers-verzlunar, Ásgeirs Sigurðs-
sonar o. fl. Með því kom Ásgeir
kaupmaður Sigurðsson, Mr. Copeland
frá Leith og Olafur (þorlákss.) Johu-
son verzlunarm.
Gtufub. Reykjavík,
kapt. Waardahl, kom í fyrra dag
snemma, eftir 5 daga ferð frá Mandal,
og hóf ferðir sínar hér um flóann í
gær samkvæmt áætlun sinni, — upp
í Borgarnes.
yÓhlutdrægni4.
Herra ritstj. ísafoldar er í seinasta (25.)
tölnblaðinu að leitast við að sýna lit á
því að verða við þeirri áskorufi minni, að
benda á nokkurt það atriði, þar sem eg
hafi í orði eða verki sýnt, að eg hafi lsgt
þungan hug á E. F. eða verið hans megn-
asti óvildarmaður, og bendir á tvö atvik,
annað það, að eg hafi, undir eins og eg
hafi frétt um breytinguna á Holtavega-
stefnunni, »rokið gagngert norðan úr Eya-
firði suður Kjöl og ætlað að reka E. F.
frá vinnu hans . . . . og haft við hann
mörg þung orð og hörð«.
Það er satt, að eg brá við og fór suður
Kjöl, þegar eg frétti um breytinguna, til
þess að reyna að koma í veg fyrir að
minni vegarstefnu yrði breytt; en þar sem
hann segir, að eg hafi ætlað að reka E.,
F. frá vinnu, þá þekkir hann þar betur
mínar hugrenningar en eg sjálfur, því að
það var aldrei mín ætlun og hefi heldur
ekki látið það í Ijósi við nokkurn mann.
Að eg hafi »haft við E. F. mörg þung
orð og hörð«, getur enginn borið um nema
E. F. sjálfur, því að við vorum tveir einir,
þegar við ræddnm það mál, og kannast eg
ekki við það, að eg hafi brúkað hörð orð;
eg reyndi að eins að sýna honum fram á,
að slíkt framferði gæti ekki gengið —
enda þekti hann það fra Noregi að þar
þyldist slíkt ekki — að verkstjórarnir settu
sig upp á móti yfirmanni slnum — eða
þeim, sem að réttu lagi ætti að vera yfir-
maður þeirra -• og fara að gera breyting-
ar a því, sem hann hefði mælt. Eg reyndi
með góðu uð fá hann til þess að færa
veginn aftur inn á mína vegarstefnu, og
þegar eg skildi við hann, lézt hann mundu
gera það og geta gert það, af því að
landsböfðingi hefði ekki skipað sér, held-
ur að eins leyft sér að breyta stefnunni
eftir sinni vild.
Annað atvikið, sem ritstj. til færir, er
það, að »eftir það, en ekki fyr, fór hann
að finna að hjá honum þeim giiilnm á
reikningsskilum hans — kvittana-skorti —,
er hann hafði ekki fundið að áður, og
ekki fann heldur að hjá ,öðrum á eftir*.
Þetta eru hrein og bein ósannindi.
Eg hefi alt af fundið að þvi, bæði fyr
og síðar, þegar kvittanir hefir vantað fyr-
ir einhverju á reikningum verkstjóranna,
hver sem í hlut hefir átt. Eg get bent
ritstj. á t. d. seinasta árs reikninga, ef hann
vill snúa sér á landsböíðingjaskrifstofuna;
þar getur hanu séð, að eg hefi gert at-
hugasemdir við kvittana-skort hjá öðrum
verkstjórum en E. F.
Ritstj. verður að leita betur til þess að
finna »áminstum og átöldum orðum(í janú-
arbl. Isaf.) stað«; en eg vil að eins ráða
honum til þess, að nota ekki þann sama
heimildarmann, sem hann hefir haft í þess-
um tveimur nefndu atriðum, ef hann vill
að eins fara með það, sem rétt er og satt.
Reykjavík, 3. maí 1900.
Sig. Thoroddsen.
•Klipt var það — klipt var það!«
segir hr. landsvegfr. enn, og ætlar aér
sjálfsagt að halda því áfram í lengstu
lög.
Oræka vissu um, hvað þeim E. F.
hafi á milli farið um sumarið austur