Ísafold - 23.05.1900, Page 2

Ísafold - 23.05.1900, Page 2
122 an helming til jarðabótarinnar úr sjálfs síns vasa. Sumum kann að virðast þetta of stórt stökk. Varla þarf samt að gera ráð fyrir, að almenningur ryki þegar upp til handa og fóta að gjöra jarða- bætur, þótt þetta kæmist í lög. Fyrstu árin mundu varla aðrir gera stór- mikið að jarðabótum en þeir, sem þegar hefðu lagt stund á þær, og gætu því landsdrotnar þeirra huggað sig við, að þeir væru búnir að vinna talsvert fyrir ekki neitt. |>á mega og landsdrotnar eigi gleyma því, að verði ekkert gert til að stöðva fólksfiutningana til sjávarins — og Ameríku — er enginn vafi á, að jarð- irnar þeirra ýmist hætta að byggjast eða þá fyrir mun minna eftirgjald en nú er af þeim tekið. |>að er hverju orði sannara, sem oft er látið klingja, að framfarirnar eru hægfara hjá okkur bændunum. f>annig uámu þúfnasléttur 1896 tæp- um 4 dagsverkum á hvern búanda, og aðrar jarðabætur tiltölulega miklu minni. En er ástæða til að vænta annars, við önnur eins ólög og þorri bænda á að búa? Fyrir mitt leyti finst mér miklu fremur furðu gegna, að jarðabæturnar skuli þó hafa verið þetta, og get eg ekki annað en dáðst að þeim kjarki og því framfaraþreki, sem knúið hefir suma leiguliða til að stórbæta ábýli sín — um leið og landsdrotnar sumir hverjir hafa sett upp afgjaldið, en aðrir ekki einu sinni lofað þeim að njóta landssjóðsstyrksins fyrir þær. Að minm hyggju eru jarðabæturn- ar veglegasta vinnan bændanna. Ekk- ert sýnir þeim betur en jarðabæturn- ar, að þeir eru nýtir borgarar, sem gera betur en hafa í sig og á; ekkert vekur sjálfstraustið og eykur mann- gildið eins og þær; ekkert annað starf knýr eins áfram dug og dáð; og í einu orði — ekkert vekur eins fram- kvæmdarsama föðurlandsást eins og jarðabæturnar. Og fái framfaraviðleitni leiguliða að njóta þess styrks af hendi landsdrotna, sem hún á rétt á, munu eflaust bundn- ir kraftar leysast, og þá er engin á- stæða til að kvíða; því það mun sannast, að aukinni grasrækt munu verða samfara framfarir í öllum öðr- um greinum landbúnaðarins. Myndasýning dálitla hefir hr. Stefán Eiríksson tréskeri haldið þessa dagana í Glas- gow. |>að eru aðallega uppdrættir eftir lærisveina hans og nokkrir tré- skurðargripir eftir hann sjálfan, mjög haglega geiðir. Alt ber það vott um .mikla elju og ástundun af hálfu þess vel færa listamanns, og er töluverður framfaravísir, ekki sízt fyrir smiði vora, sem þar eiga kost á að læra að gera fyrir fram vandaða uppdrætti af því, sem þeir eiga að gera, hvort held- ur eru heil hús eða annað, og verður þá fyrst veruleg mynd á því, en ekki tómt handahóf. J>eir hafa hagnýtt sér sumír þá góðu tilsögn, sem hér stendur þeim til boða; en ættu að gera það miklu fleiri. Inflúenza-landfarsóttín er nú að smátína upp húsin hér í bænum. Fremur væg yfirleitt, sem er sjálfsagt meðfram að þakka nokk- urn veginn blíðri veðráttu. Latínuskól- anum lokað algerlega þessa viku henn- ar vegna. Ein fiskiskúta héðan (Har- aldur, G. Z.) kom aftur fyrir fám dög- um eftir örstutta útivist með 3 menn veika af sóttinni. En vonandi er og heldur líkindi til, að þorri þilskip- anna komist hjá veikinni. þau voru flest farin, er á henni fór að brydda hér, og þurfa alls ekki að hafa sam- göngar við land fram eftir sumri. Hernaður eftirleiðis — Og horfur í Búa-ófriöinum. Maður er nefndur Johann Bloch, mikils háttar rithöfundur og stjórnvitr- ingur, þýzkur að kyni, en þegn Bússa- keisara og vinur hans mikill og ráðu- nautur. Hann er og ríkisráð að nafn- bót. Hann blés Nikulási keisara í brjóst friðarþingshugmyndinni. Hann skrásetti fyrir fám árum fyrir hans tilmæli, keisarans, mikið rit, í 12 bindum stórum, »um hernað eftirleiðis«, þ. e. um styrjaldir, eins og þær mundu verða eftirleiðis, með nýum hergögn- um og nýrri hernaðaraðferð að ýmsu leyti, reyklausu púðri, afar-langdræg- um skotvopnum og þar fram eftir götunum. Yar tilgangur ritsins sá meðfram eða aðallega, að sýna fram á, að styrjaldir yrðu enn meira böl mannkyninu eftirleiðis en undanfarið. því Bloch er ákafur friðarvinur. Hann er maður vellauðugur og hefir varið ógrynni fjár til að berjast fyrirafnámi hernaðar. Hann ferðast land úr landi og flytur fríðarboðskap sinn fyrir þjóðhöfðingjum og öðru stór- menni. I París hefir hann látið reisa núna á undan sýningunni sérstaka sýningarhöll undir »verksummerki styrjalda«, er hann svo kallar, og má þar líta ma'rga voðasjón og hrelling- ar. Fyrnefnt rit Blochs þessa þykir nú afarmerkilegt fyrir það, að kenn- ingar hans þar um hernaðaraðferð eftirleiðis hafa sýnílega rætst yand- lega í ófriðinum, er nú er háður í Suðurafríku. Oddviti vinstrimanna á þingi Breta, Campbell-Bannermann, vakti athygli á því þar á þinginu fyrir skemstu. Bloch hafði meðal annars komið með í riti sínu þessar kenningar: 1. Eftirleiðis verður hernaður aðal- Iega fólginn í umsátum og víggirðing- um. 2. Áhlaup að öndverðum fylkingum verða ófær vegna geysilegs mannfalls og munu því vegendur forðast þau í lengstu lög. 3. Styrjaldir verða miklu langvinn- ari en áður gerðist, ef vegendur eru jafn-vígir. 4. Fullnaðarsigur verður mjög tor- sóttur, með því að þeir, sem lægra hlut bera, búast fyrir í nýum vígjum, er gerð hafa verið fyrir fram í því skyni. 5. Framskotssveitir láta meira til sín taka en áður; þær fara með stór- skotaliðið með því að skjóta fyrir því hestana (sem draga fallbyssurnar). 6. Njósnum verður ekki við komið, svo að liði verði — hvar fjandmanna- liðið heldur sig, vitnast ekki á öðru en skotunum frá því, og þó ekki meira en svo, með því að púðrið er reykjarlaust. 7. Virkin, sem liðið hefir til að hlífa sér við skotum, eru ósýnileg. 8. Fyrirliðunum verður miklu bætt- ara en áður. 9. Af því, að byssur eru dú orðnar svo langdrægar, lenda hjúkrunarsveit- ir »rauða krossins* innan skotmáls — þaðan stafa kvartanirnar um, að níðst hafi verið á merki srauða krossins«. (»Bauði krossinn« er allsherjar-líknar- félag, er tekið hefir að sér að bjarga sárum mönnum af vígvelli, græða þá og hjúkra þeim. það dregur nafn af merki því, er líknarsveitir þessar bera, en það er hvít blæa með rauðum krossi í miðju. Sá er griðníðingur að allsherjar-lögum, er eigi þyrmir merki því og öllum þeim, er undir þvíganga. Jafnt líkna sveitir þessar hvorum- tveggju vegöndum). þetta þykir alt rætst hafa nú í þessum ófriði og finst mönnum mikið um. Blaðamaður nokkur hitti Bloch að máli 1 vetur, er hann var á ferð í Berlín, og har undir hann ýmislegt um ófriðinn, er honum var forvitni að heyra hans skoðanir um. »Hernaðarráðaneytið brezka hefir litið helzt til léttbrýnum augum á alt það mál«, mælti hann. »það hefir ekki athugað viðbrigðin, sem reyk- lausa púðrið gerir, né hina nýu gerð á fallbyssum og handbyssum, né virkjalagið nýa eða aðra nýbreytni f herstjórnarlist, en það hafa Búar alt numið, smátt og stórt. Hershöfðingj- arnir ensku töldu hinu vel tamda liði sínu hvarvetna svo vísan sigur á lítt tömdu sjálfboðaliði, að þeir hirtu jafnvel ekki um að kynna sór fyrir fram landslagið þar, sem þeir áttu að berjast, þeir gleymdu og því, að víggirðingalistin, eins og hún er nú orðin, lætur umsetið lið standa míklu betur að vígi en áður gerðist; það getur murkað niður sóknarherinn og sakað hvergi. Mununnn er svo mikill og svo óskeikull, að hann má nákvæmum tölum telja, eins ogí töl- vísisdæmi; hann er eins og 8 á móti 1. Auk þess er umsetna liðið miklu happskeytara; því er kunnug vega- lengdin, er skjóta skal. það þarf og eigi að eyða tíma í áhlaup, er sá • ókostur fylgir og, að þar er óhægt að koma við skotum. Búar kunna mætavel til varnar- og hlaupvíga. Hún má rara sig á því, herstjórnin enska, að hún þarf ekki að ímynda sér, að Búar sæki nokkurn tíma á. það varast þeir vel. þeir róa að því öllum árum, að Bretum sé einn kostur nauðugur að sækja þá, þar sem þeir hafa fyrirbú- ist í traustum virkjum, en það er ekki hægt nema með áhlaupum. það- an stafar hið geysimikla manntjón Breta í samanburði við Búa. Eins og vopn og hergögn eru nú orðin, getur lítil hérsveit í umsát var- ist lengi tvöfalt eða þrefalt liðfleiri sóknarher. þetta hefir sannast nú í þýzkum hertamningum, og muu sjald- an bregðast. Búar umkringja fjand- menn sína, þreyta þá í smáorustum og hagnýta sér landslagið eftir beztu föngum«. þcssi ummæli Blochs eru frá því í febrúar í vetur; og er merkilegt, hve vel þau hafa rætst síðan, í viðureign Búa við Breta, síðan er leikvöllurinn færðist inn í Óraníuríki og Bretar hafa orðið að halda þar kyrru fyrir mánuðum saman með meginher sinn í sjálfri höfuðborginni; ekki getað hreyft sig hót að kalla fyrir Búum, er hafa orðið þeim í meira lagi skeinu- hættir, hafi þeir ætlað eitthvað að aðhafast. »þá er og þess að gæta«, mælti Bloch ennfremur, »að Búar eru þaul- vanir og reyndir í þeirri hernaðarlist, er á við landslag þar syðra, en hinir- ekki. þeir kunna og öll hin nýustu leikbrögð í hernaði, t. d. meðal ann- ars að hefta för sóknarhersins með margfjötruðum vírgirðingum af járni; hann tefst fyrir það, en hinir óseinir að hagnýta sér töfina og skjóta á fjandmenn sína úr ósýnilegum stað með reyklausu púðri, 15 skotum á mínútu úr hverri byssu, þar til er þeir leggja á flótta«. Bloch vill að vegendur leggi mál sitt í gerð. því mundi mjög fagnað um heim allan. Bretar eigi engri frægðarvon fyrir að fara; enginn mað- ur muni telja þei'm nokkurn frama í því, þótt þeir vinni bug á Búum einhvern tíma seint og síðar meir; og Búar þurfi eigi heldur að búast við, að til skarar skríði, svo að þeir eigi fullnaðarsigri að hrósa. ískyggilegar verkafólkshorfur. Ómeingað almenningsálit. Eftirfarandi einkennilegur pistill barst Í8afold núna á helginni með bæarpóstinum, nafnlaus og með engri vísbendingu um höfundinn eða höf- undana. Vér látum hann halda sér óhaggaðan að öllum frágangi. Mun þá og enginn rengja, að hann sé rótt feðraður —• »frá verkamannaflokk hér bænum« — og þeirra ómeingað al- menningsálit; enda mentuðu lesendun- um engin vorkunn að gera sér hann að góðu og lesa í málið, þótt ekki sé uppstrokinn og snurfussaður á lærðra manna vísu, eða eins og vandi er til og ritstj. telur aldrei á sig, er likt stendur á, svo sem oft ber við. Búningurinn er eitchvað svo nota- lega látlaus, að oss fanst eftir- sjá í, ef nokkuð hefði verið átt við að sníða hann upp. Auk þess er hann mesta þing fyrir þá hávísindalega staf- fræðis-stórlaxa vora, er rita vilja eftir framburði. — Hinsvegarfer þvífjarri, að þetta só gert pistilshöf. til nokkurs vansa; hann getur vel verið mikið nýtur maður í mannfélaginu, þótt ekki hafi lagc meiri stund á staffræðí en greinin með sér ber. Hann hefir senni- laga haft annað að gera, eins þarft og nytsamt í sjálfu sér eða á sinn hátt: — að bjarga sér og sínum með handafla sínum. Sízt er þó að for- taka, að hann kunni að hafa notið barnaskólakenslu; og væri þá dæmi þetta meðfram hugvekja fyrir þá, er að henni standa, um endingargóðan ávöxt af þeirri mentunarviðleitni á stundum. Annars er pistillinn að efni til full- greindarlegur; og skal ritstj. leyfa sér að taka það sérstaklega fram, að vinnuveitendum mundi yfirieitt enginn vansi í því, að taka »hann Ástgeir« sér til fyrirmyndar, þeir sem þess eru megnugir, og óvíst, að þeir hefðu ravnar mikinn óhag af því, er til lengdar lætur. Sömuleiðis hitc, að »dömurnar« mundu yfirleitt óskemdar af því, þótt »innanbúðarfuglarnir« létu þær bíða svo sem 1—2 mínútur, með- an þeir væru að afgreiða fátæka verka- menn, er unnið hafa fyrir þá eða hús- bændur þeirra stritvinnu liðlangan. daginn. / »Reykjavik 20 Maí 1900 Herra Retstjori veð beiðjom eðar so vel gjöra og gefa eptir filgjandí greín rúm í eðar heiðraða blaði ferír sugn greinar ínn- ar er Iskiggilegar verkafólks borfur Utaf samtalí nokkora verka manna hjer í bænum útaf meður sann gjarnrí vínnu borgun fólks enn þar á motí strangri enn köllun á opin berum gjöldum er tiðast er hótað lögtaki . ef ekkí eru greid l tafar löst í peningum þessí lög lega krafa álitst nú rjett að vera enn spurs mál okkar er það kvörnínn þettað getí átt sjer stað þegar flestír vennuveítendur vílja belst ekki borga 1 eínasta eírír í peníngum að undann skíldum 1 köpmanní sim borgar alla eyr- arvínnu í peningum sim er Astgeír segurds- son og borgar altaf 2 ö ora um timann og það án þess að menu þorfi að standa fleírrí kiukku tima til að bíða ettir að maður sje afgreíddur eins og oft kimur ferir bjá henum köpmonn unum eða sjer staklega ef 2 eða 3 stulkur af fínna tæinu kínnu að koma enn í búðena á sumu stundenni og það þó þær þörfi öngvann hraða á sjer að bafa tel að vinna ferir sinu dag líga broðí eins og veð verðum oft að hafa ef vel a að fara þá fara þeir blessaðir enn- ann búðar föglarnir að losa búuna eða hattinn veð ufuðið tel að taka ofann firir þessum dumum og hleipa þeim það fista enn fírir borðið sína þeim i kvörja befiu og í kvonn kassa og kirnu þettað geingur máski koll af kollí enn veð meígum bíða á meðann ettir þí sím veð erum búnír að vinna fírir og lítur þettað so út eins og menn sjeu að spreinga út lán og gangi tregt að fá það þettað verður vinnu lið-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.