Ísafold - 30.05.1900, Síða 1

Ísafold - 30.05.1900, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXYII. árg. Beykjavík miðvikudaginn 30. maí 1900. 83. blað. Forngripaxafnið opið md, mvd. og ld. 11—12.' Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl it—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. ■og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Póstar fara: norður og vestur föstud. 1. jnní, austur md. 4- júní. Botnvörpu- eimskipaútgerð Breta. Lesa má í nýustu fiskiveiða-árs- skýrslu Drechsels kapteins í Khöfn mikið fróðlega ritgerð um botnvörpu- útgerð Breta, eftir fiskimálafulltrúa Dana í Hull, A. Sölling. |>eir byrjuðu ekki fyr en 1880 á að nota gufuskip til fiskiveiða. Settu gufuvél í seglskútu, er Se(]uel hét, og létu fara með botnvörpur frá Hull það sumar. Höfðu ímyndað sér áður, að skarkalinn úr skrúfunni mundi fæla fiskinn. Tveimur árum síðar var fyrsta botnvörpuskip smfðað í Grimsby. Síðan var viðkoman þetta 1, 2, 4, 5, 6—8 fyrstu árin 8, og 10 árið 1889, en 23 árið 1890 og 55 næsta ár (1891); þá kringum 20 á ári næstu árin þar á eftir. Um árslok 1899 áttu 340 botnvörpuskip heima í Hull. Viðlík var viðkoman í Grimsby. þ>ar voru smíðuð flest 44 slík skip á ári (1891) og flotinn allur orðinn 370 í árslok 1899; þó veiða sum þeirra að eins með lóðum og hafa brunn til að flytja í fiskinn lifandi. — Tala gufuskipa til fiskiveiða alls um 1200 á Englandi og Skotlandi. Alveg hætt við seglskip til fiski- veiða í Hull og Grimby; — það eru langmestu fiskiveiðabæirnir á Englandi, standa báðir við Humrumynni, Hull að norðan og ofar, en Grimsby að sunnan og miklu nær sjó, Englands- hafi. Seglskúturnar hafa verið seldar til Danmerkur, Íslands og Færeya, og eru nú þá og þegar á þrotum, með því ekki eru smíðaðar neinar nýar. Enda þser fáu sem eftir eru farnar að verða dýrar. En í Lowestoft, Yarmouth og Sund- bæunum (sunnantil á Engl.) halda Englendingar enn trygð við seglskút- urnar. þær eru fengminni, en lfka margfalt kostnaðarminni. • Rimbotnverpingar eru mjög dýr fiskitóln, segir höf., »og það þarf mjög mikla atorku og hyggindi til þess að láta þau svara kostnaði. Slíkt skíp kostar þetta frá 90,000 til 130,000 kr«. Um meðalafla á slíkt skip um árið segist hann hafa komist það næst, að hann nemi rúmum 60,000 kr. þar af fararúm 14,000 kr. í kaup handa skips- höfmnm og nokkuð á 4. þúsund í vistir. |>að verða nær 18,000 kr. handa skipshöfninni eingöngu. Af kolum eyðist nær 1500 smál. eða nær 10,000 skpd. um árið; það verða nær 22,000 kr., með því verði sem nú er á kolum. Skipin fara sem sé 30— 35 fiskiferðir á ári og eyða að meðal- tali í kringum 300 skpd. í hverri ferð. |>á fara í reiðabönd, stálreipi og net rúmar 6,000 kr á ári og um 4,500 kr. fyrir ís. Nú bætist þar á ofan vá- trygging, viðhald, slit og hafnargjöld; og þá verður ekki rnikið eftir af þess- um 60,000 kr. #Síðustu árin einkanlega hefir alt, sem notað er til eimbotnverpinga, hækkað mjög í verði, en jafnframt hefir og fiskurinn hækkað til muna í verði«. »Vegna þess mikla annmarka á seglskipum, að ekki er hægt að kom- ast nógu fljótt til lands með aflann í logni, eru Bretar nú teknir til að hafa smágufuskip til síldarveiða, og gefst mætavel; eru slík smágufuskip smíðuð eingöngu til að veiða síld og makríli«. »Áður voru dráttar-gufuskip látin fylgja síldarskútunum skozku, sem veiði stunduðu út undan ánni Tyne; fylgdi 1 gufuskip hverjum 5 síldar- skútum. Gufuskipið dró skúturnar út á miðin á kvöldin, var þar á vakki hjá þeim um nóttina og dró þær svo aftur til lands daginn eftir með afl- ann; miðin sum 15 mílur danskar undan landi, og hefði ekki verið gam- an að eiga að komast það í logni«. Höf. segir, að útgerðarmenn beri sig illa út af landhelgisbrots-sektunum, sem skip þeirra fái við ísland og Fær- eyar. Skipstjórarnir þykist alt af geta svarið, að þeir hafi verið utan landhelgi, »og er þó alls enginn þeirra fær um að tiltaka, hve langt þeir séu frá Iandi«. þeir kvarta mest undan því, hve lögin séu ógegndarlega ströng við þá, útgerðarmennina; sekt og upptekt veiðarfæra komi eingöngu niður á þeim, en hinum seku, skip- stjórunum, sé ekkert gert. J>eim kemur því ósjálfrátt í hug, að þetta sé eingöngu gert til þess að hafa fé út úr Englendingum, og álykta þeir, að ef skipstjórum væri hegnt líka, annaðhvort með fangelsi eða sektum, þá mundi brátt taka fyrir öll land- helgisbrot. »Eftir skozkum lögum frá 1890 má dæma skipstjóra á botnvörpueimskipi í 100 pd. sekt fyrir að veiða í land- helgi eða 60 daga fangelsi, ef sektin er eigi greidd tafarlaust*. »Fyrir hér um bil 6 árum var ensk- ur eimbotnverpingur með dönsk- um skipstjóra tekinn við f>ýzka- lands strendur og sakaður um land- helgisbrot, farið með hann til Bremer- hafen og öll veiðarfæri tekin frá honum; skipstjóra var snarað í fangelsi, en stýrimaður látinn fara með skipið til Englands. Skipstjóra var fyrst haldið í varðhaldi 1 mánuð og síðan dæmdur í 3 mánaða fang- elsi við takmarkað fangaviðurværi. Síðan hefir aldrei nokkur enskur eimbotnverpingur hitst í landhelgi við |>ýzkaland«. »það er eitt til marks um, hve mikilsvert og arðsamt er talið á Eng- landi að stunda veiði við Island, að áður bönnuðu ábyrgðarfólögin eim- botnverpingum að fara þangað mán- uðina nóvember, desember, janúar og febrúar, en hafa nú í vetur að eins bannað þeim íslandsferðir miðsvetrar- mánuðina tvo, desember og janúar; og líklegast fer svo bráðlega, að þeim verður leyft að vera þar árið um kring, með því að aflinn í Englands- hafi er alt af að verða rýrari og rýr- ari, einkum á vetrum, bæði að tölu og stærð fisksins*. Verð á heilagfiski frá íslandi var sumarið sem leið 3 sh. 9 d. — 1 sh. 6 d. fyrir 12£ pd. danskt (= 27—11 a. pd.) og fyrir kola 26—10 a., en í vetur hafa kolar komist upp í 75 a. pundið (10£ sh. fyrir 12£ pd.), þar sem verðið á enskum kola (úr Eng- andshafi) er annars þetta frá 28—42 a. pundið. Vanaverð á heilagfiski á vetrum er 50—72 a. pd., en kemst stundum upp í 83 og 108 aura (12 og 15 sh. pr. stone). Vanalegt er að selja smærra heilagfiski en 50—60 pd. eftir þyngd, en stærra hins vegar svo og svo rnikið fyrir hverja spröku. Sumarverðið á þeim er 9—22i kr. Kaupfélagsskapur Tor. Eftir Civis. IV. Hingað til hefi eg gert ráð fyrir, að þeir Zöllner & Co. væru umboðsmenn í vanalegum skilningi hér^á landi, nefnilega þjónar kaupfélaganha, alveg að sínu leyti eins og deildarstjórar þeirra og afhendiugarmeun. í raun og veru mun þó eigi svo vera. Eg get nefnilega ekki séð annað en að þeir séu það sem Danir kalla »Commissionærer«: sjálfstæðir menn, sem hafa þá atvinnu, að kaupa og selja fyrir hvern sem vill og gjöra það í sínu nafní. Um þesskonar umboðs- menn gilda töluvert aðrar reglur en umboðsmenn í þrengri merkingu, og miða allar í þá átt, að mínka á- byrgð hans gegn umbjóðandanum, sérstaklega ef hann verður gjaldþrota, og stendur þetta í sambandi við, að hann er álitinn að táka talsvert af verzlunararðinum. |>etta eitt, svo eg sleppi öllu öðru, að umboðsmaðurinn selur og kaupir í sínu nafni, er mjög mikilsvert atriði. þar af leiðir sem sé, að hans nafn á- vinnur vörunni traust og álit, en eigi umbjóðandans, og gæti því þetta orðið kaupfélögunum til stórhnekkis, undir eins og þau skiftu um umboðsmenn. Reynsla vor Islendinga sýnir og, að þess konar verzlunarumboðsmenn eru gallagripir. það má tína til mörg dæmi þess, að þeir hafa haft sérstakt lag á að gera íslenzka kaupmenn gjaldþrota að raunalausu, sérstaklega þá, sem vantað hefir verzlunarkunn- áttu, og jafnvel hina líka. f>eir hafa fyrst fest þá á skuldaklafann og svo haldi.ð þeim bundDum við hann alla tíð. Alveg sama aðferðin og kaupfé- lagsmennirnir segja að kaupmenn beiti við sína viðskiftamenn. Dæmin eru þess líka deginum ljós- ari, að þeir hafa ýmist tapað svo tug- um þúsunda skiftir í þrotabúum ís- lenzkra kaupmanna eða gefið þeim upp annað eins. Bendir þetta á, að þeir muni hafa meira upp úr umboð- inu en hina venjulegu 2%; því eggjöri ekki ráð fyrir, að neinum heilvita manni detti í hug, að þeirmuni fleygja þúsundum króna úr eigin vasa til íslenzkra kaupmanna, af eintómri hjartagæzku! En, kunna menn að segja, það er engin ástæða til að ætla þeim Zölln- er & Co. slíkt. Á annað bendir samt samkepni þeirra við kaupfélögin, sem áður er lýst, og það, að óreglan í vörusending- unum hefir verið svo mikil upp á -síð- kastið, að slíkt mun einsdæmi; og veit eg ekki til, að neinn umboðsmað- ur kaupmanna hafi leyft sér annað eins. í fyrra sumar komu engin ljáblöð og brýni til neins af kaupfélögunum fyr en seint í ágústm. Um sama leyti kom líka þakjárn til Stokkseyrarfélagsins. Engin lúka af salti né kolum kom til þess félags, og að eins lítill hluti af steinolíu. Eg átti einu sinni tal við einn af okkar fremstu kaupmönnum um verzl- unarumboðsmennina. Meðal anuars sagði hann mér frá, að þeir væru al- mentálitnirsamasem kaupmenn, af því þeir tækju vitanlega talsvert af verzl- unararðinum, og hefðu vanalega meira gjaldtraust, því bæði væri verzlunar- magnið stærra hjá þeim og áhættan minni; en ekki væri umboðsmenskan álitin »fín forretning«. þetta hygg eg eigi fullkomlega við þá félaga; og er þá komið aðþví, sem eg benti á í upphafi greinar minnar: að kaupfélögin eru orðin selstöðuverzl- un þeirra félaga, og það engu síðuren smákaupmennirnir íslenzku. Munur- inn er að eins sá, að þau standa ver að vígi en kaupmaðurinn, afþvíverzl- unarkunnáttan er þar enn minni og gjaldþolið meira, en þar af leiðir, að þeir herrar verða miklu ófyrírleitnari við þau. Samkvæmt öllu þessu, sem nú hefir verið sagt, get eg fullkomlega tekið undir með almenningsálitinu, en það er, að kaupfélögin séu algjörlega í »vasa Vídalíns«. V. það er vonandi, að öllum sé nú ljóst, að kaupfélagsskapurinn, þetta álitlega blóm hinnar vaknandi þjóðmenningar vorrar, er á mjög ísjárverðum glapstig. En því miður er hér ekki ein báran stök. |>að hefir einhversstaðar verið sagt, að kalla mætti verzlunina blóðrás þjóðlíkamans; og er það hverju orði sannara. Nú vitum vér allir, að sjúkt blóð gjörir líkaman sjúkan og læsir sig um hann allan. Svo er og um verzlunina; þegar ólag hefir verið á henni, hefir andlegt og líkamlegt líf þjóðarinnar verið í niðurlægingu; og má hér minna á einokunaröldina. Eins er því farið um þá Zöllner & jCo. Frá þeim er runnin ólyfjan inn í alþjóðarlíf vort, svo að þjóðin hefir glatað virðingunni og trúnni á marga af sínum beztumönnum; og má þá bú- ast við, að þess verði eigi langt að bíða, sem stórkvartað er um í Ame- ríku, að margir góðir drengir og stór- nýtir menn forðist eins og heitan eld- inn að koma nærri landsmálum. Eg þarf ekki að lýsa því, hverjum óhug hefir slegið á þjóðina síðan er hún varð þess vör, hver áhrif annar margnefndra umboðsmanna og nokk-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.