Ísafold - 02.06.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.06.1900, Blaðsíða 1
Ke.mur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 .*/» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Auxturst.rœti 8. XXVII. ársr. Reykjavík langardaginn 2. júni 1900. 34. blað. Forngripasafnið opið md, mvd. og ld. 41—12.' Landitbanhinn opinn Uvern virkan dag kl .'—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Lanasbokasafn opið bvern virkau dag kl. 12-2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og Id. til útlána. Okeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. bvers mánaðar kl. 11-1- Ókeypis tannlækning i Hafnarstræt.i lb 1. og 3. manud. hvers mán. kl. 11 — 1. Póstur fer austnr md. 4. þ. m Hjaiteyrar-fundurinn. Lítið atkvæðamagn stjórnarbótarfjanda. Ein flekunartilraunin enn. Einkennileg heimastjórnar-þingmannaefni. Eyfirðingar héldu þingmálafund að Hjalteyri 21. apríl þ- á. Futidurinn fásóttur — einir 25 kjósendur á fundi — með fram vegna influenzunnar að sögn. Einkennilegt tímanna tákn er það, að jafnvel þótt sýslumaður og alþing- ismaður Eyfirðinga, Klemens Jónsson, réði annars lögum og lofum á fundi þessum, fengust ekki nema 10 af þess- um 25 kjósendum, sem fundinn sóttu, til þess að greiða atkvæði gegn stjórn- arbótinni. ]i>að er ein sönnun þess, sem vitanlegt er, að jafnvel þar sem mestur gauragangur er gegn henni fer því mjög fjarri, að mótþróinn sé ein- dreginn, þó að vilji hinna gætnari manna og sjálfstæðari verði að lúta í lægra haldi fyrir ríki skrifstofu- og kaupfélagavaldsins. Svo alkunnugt er þetta atriði nú orðið, að ef fundur þessi hefði ekki verið að neinu öðru leyti athugaverð- ur, væri naumast ástæða til að minn- ast á hann. Flekunartilraunin nýa, sem þar kom fram, er margfalt merkilegri. Klemens sýslumaður Jónsson lýsti sem sé yfir því, eftir þvi sem »Bjarka« er skrifað, »að hann hefðs í vetur, á- samt nokkurum öðrura ónefndum þing- mönnum, gjört mann á ráðgjafafund til þess að spyrjast fyrir um það, hvort scjórnin væri ófús á að ganga að nokkurum viðbótarákvæðum við Valtýs-frumvarpið, er gerðu fjárráð þingsins og ráðgjafaábyrgðina tryggi- legri. Hefðu þeir bent ráðgjafanum á, að þetta mætti gera með tvennu móti, annaðhvort með því að fækka þeim konungkjörnu um eða með því að breyta 28. gr. stjórnarskrárinnar þann- ig, að ekki þyrfti nema helmingur úr hvorri deild að taka þ4tt { atkvæða- greiðslunni í sameinuðu þingi til þess að fullnaðarályktun yrði garðj { stað þess að nú þarf f«. Eins og nærri má geta, neitaði ráð- gjafinn algerlega þessari málaleitan. Hún kemur frá mönnum, sem afsagt höfðu á síðasta þingi að semja minstu vitund við stjórnina um stjórnarskrár- málið — engu svarað öðru þeirri ný- stárlegu yfirlýsing landshöfðingja, að frá stjórnarinnar hálfu væru öll atriði stjórnarskrármálsins samningsatriði, að þeim einum undanskildum, er snertu 8töðu Islands í ríkinu. Káðgjafanum var því fullkunnugt um, hver alvara og tinlægni mundi vera í þessari mála- leitan. Hann var ekki svo skyni skroppínn, að hann sæi ekki í hendi sér, að tæki hann henni vel, mundu þessir menn, sem svo áþreifanlega höfðu sýnt á síðasta þingi, að þeir vilja afstýra allri stjórnarbót, nota þær undirtektir til þess að færa sig æ meira og meira upp á skaftið og tefja með því framgang málsins um hver veit hve mörg ár enn. Honum gat ekki dulist það, að þessir menn mundu þá segja sem svo við þjóðina: »þetta höfum við nú fengið stjórn- artilboðið rýmkað, ekki liprari en við höfum verið í samningunum. þ>á má geta nærri, hve ruiklu meiru alt al- þingi mundi fá áorkað.« f>eir eru engin börn, Klemens sýslu- maður og félagar hans, þó að lands- höfðingi teldi atferli þeirra á síðasta þingi barnaskap. þeir vissu mjög vel, að ráðgjafinn gat ekki svarað mála- leitan þeirra nema á einn veg. Og þeir hafa sýnilega búist við því, að sér yrði nokkur hagur að því að fá þetta nei frá ráðgjafanum, sem var alveg sjálfsagt. Annars hefðu þeir naumast gripið tii þess úrræðis, að fara að leita sarnn- inga við stjornina á bak við þingið, sem þeir hafa mest vitt dr. Valtý Guðmundsson fyrir — munurinn sá einn, að dr. V. G. leitar samninga við stjórnina í því skyni að koma á samkomulagi milli hennar og þingsins, Kl. J. og hans félagar hefja málaleit- an við stjórnina í því skyni að afstýra því samkomulagi. Annað mál er það, hvort stjórnar- bótarfjöndunum heör ekki skjátlast í þetta sinn, eins og svo oft endranær — hvort þeir hafa ekd enn sem fyr treyst um of á sljóskygni íslendinga, þegar þeir voru að taka ráð sín sam- an um þessa flekunartilraun. Klemens sýslumaður dró á Hjalt- eyrarfundinum þá ályktun út af þess- ari sjálfsögðu neitun stjórnarinnar, að nú væri það ráð eitfc fyrir hendi að leggja enn út í baráttuna fyrir alinnlendri stjórn, benedizkunni svo nefndu. Hann virðist ætlast til að íslending- ar aðhyllist þá röksemdafærslu, að fyrst ráðgjafinn hafi verið ófáanlegur til þess að gefa mótstöðumönnum stjórn^rbótarinnar þann höggstað á sér, er ef til vill kynni að ríða málinu að fullu, þá séu líkindi tíl að stjórnin verði fáanleg til að gera þær breyting- ar á stjórnarfarinu, sem hún hefur af- sagt jafnt og þétt síðan stjórnarskrár- baráttan hófst! f>ví að sé engin von, engin likindi til þess að vér fáum kröf- um vorum framgengt, hvers vegna ættum vér þá að vera að eyða stórfé og spilla tíma þingsins með því að halda þeim fram? — Enn er eitt atriði einkennilegt í fréttunum frá Hjalteyrarfundinum: Jón A. Hjaltalín skólastjóri lýsir yfir því, að hann muni leita kosningar þar. Allir vita, að sá maður er mótfall- inn allri baráttu fyrir breytingum á stjórnarskránni. Og á þessum fundi, sem samþykkir það, að vér getum ekki gert oss ánægða með neitt minna en algerða heimastjórn, gerir hann það heyrum kunnugt, að hann telji sig vel fallinn til fulltrúa fyrir kjör- dæmið. Hann skilur bersýnilega kjós- endurna svo, sem heimastjórnar-reki- stefnan sé yfirvarp eitt; hitt sé aðal- atriðið, og eina atriðið að koma stjórn- arbótinni fyrir kattarnef—alveg eins og síra Arnljótur Olafsson, annar stjórn- málamaðurinn, sem aðhyllist þá stjórn- arbót eina að auka landshöfðingja- valdið, skilur.aðsögn, þingeyska roðann á þann hátt, sem hann muni sjálfur eiga þar fylgis að vænta með sínar skoðanir við kosningarnar í haust. |>eir eru ekki sjónlausir, karlarnir, þótt aldurhnignir séu — fara ofboð nærri um það, sem býr undir háværu kiöfunum frá skrifstofuvaldinu og kaupfélagaliðinu um frekari stjórnar- bót en hugsanlegt er að vér g’etum fengið framgengt. Og allir skynberandi menn á land- inu fara líka nærri um það. Hvernig banki má e k k i haga sér. . Eins og hér er ástatt, hefir lands- bankinn svo lftið veltufé, og mun hafa svo lítið, þó veðdeildiu bætist við, að hætt er við, að hann hljóti að hafa mjög skaðleg áhrif á viðskiftalífið í landinu,' eins og hann hefir haft síð- ustu árin undanfarin, síðan mönnum fór að lærast að taka peningalán, en draga úr búðarláuum. Hin skaðlegu áhrif bankans hafa að mestu leyti verið því að kenna, að fjármagn hans hefir 8Íðari árin ekki staðið 1 nsinu viðunanlegu hlutfalli við lán-þörfina. Leiðir þær, sem bankinn hefir orð- ið að fara fyrir skort á veltufé síðustu árin, eru sumar stórskaðlegar fyrir viðskiftalífið og mundu ekki teknar í mál af banka, sem hefði nægt starfs- fó. Ég bendi hér að eins á þessar þrjár leiðir: I. Bankinn hefir gert sér það að meginreglu síðustu árin, að lána mönn- um minna fé en þeir hafa beðið um og þurft á að halda. II. Bankinn hefir veitt mönnum lánin um skemmri tíma en þeir báðu um og þörfnuðust. III. Bankinn hefir lánað fé sitt fremur til þess að firra menn vand- ræðum í svip, heldur en til verulegra og arðvænlegra fyrirtækja. Alt þetta hátterni bankans er af því sprottið, að hann skortir veltufé til að fullnœgja peningaþörfinni. Og alt er það stór-skaðlegt fyrir viðskiftalífið og menningu þjóðarinnar. Vil eg nú leitast við að skýra þessi atriði lið fyrir íið með fáum orðum. I. Afleiðingin af því, að bankinn hefir haft þá reglu, að lána mönnum minna en þeir þurftu og báðu um, hlýtur nálega ávalt að hafa verið sú, að lán- takandi hafi ekki haft full not af lán- inu. Sá, er peningaláns beiðist, hlýt- ur annaðhvort að þarfnast þess til þe8s að greiða tiltekið gjald, tiltekna skuld, eða að hann ætlar að ráðast í eitthvað það, sem tiltekna fúlgu þarf til. J>að er ekki líklegt, að menn biðji að jafnaði um meiri lán en þeir þurfa, sízt peningalán. Sé nú þörf á láninu, sem venjulega mun vera, hvort sem það fer heldur til þess að standa í skilum við aðra, eða til þess að koma einhverju áleið- is, er lántakandinn telur sér arðsvon að, þá má lántakandi til að verða annaðhvort meiri eða minni svikari, eða þá að þróttur hans til nývirkja veíklast meir en bankinn getur ef til vill gert sér í hugarlund. Féð á ef til vill að vera máttarstoð einhvers nytjafyrirtækis. |>ess vegna er alt af réttara af lánveitanda, hvort heldur hann heitir banki eða kaupmaður, að lána lánbeiðanda annaðhvort það, er hann þarfnast, sé lánið nægilega trygt, eða þá að lána honum alls ekki neitt. því að eins getur lánið komið að full- um notum, en annars ekki. II. jpá hefir það ekki síður skaðleg á- hrif, er bankinn veitir mönnum lán, ekki sízt skyndilán, um skemmri tíma en lánbeiðandi þarfnast. Lán- beiðanda hlýtur jafnan að vera kunn- ugast um, hv8 nær hann getur borgað, en bankanum ekki. þegar bankinn skuldbindur mann til að borga fyr en hann treystir sór til, þá hlýtur lán- þegi að taka lánið með þeim huga, að láta greiðsluna reka á reiðanum nokkurn tíma fram yfir gjalddaga. f>að freistar hans til að hirða ekki um ákveðinn gjalddaga og treysta því, að bankinn líði sig dálítið lengur, ef hann ber upp á sker. Hann borgar svo lánið á endanum; en fær síðan aftur lán, og hirðir þá enn minna um að borga á réttum tíma. Gengur þetta svo koll af kolli. Loks verður lán- þegi svo innrættur, að honum finst hann standa í góðum skilum, ef hann veit með sjálfum sér, að bankinn fái einhvern tíma peninga sína með vöxt- um. jpetta hefir afar-skaðleg áhrif á við- skiftalífið, og getur bankinn ekki með þessum hætti komist hjá að ala upp óskilvísa viðskiftamenn, en þar af leið- ir aftur, að bankanum verður ókleift að gera sennilega áætlun um hag sinn á þeim og þeim tíma. Stœrð lánsins og lánsfresturinn verð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.