Ísafold - 02.06.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.06.1900, Blaðsíða 3
135 arinn ungverski og heimsfrægi; í Nor- vegi Lars Oftedal prestur og ritstjóri í Stafangri, fyrrum stórþingismaður (kom hér í hitt eð fyrra); í Khöfn John. Carl Chr. Brosböll skáld, er sig nefndi Carit Etlar, á níræðisaldri. »S t j a r n a S u ð u r a f r í k u«. |>að var árið 1869, er Hollendingur einn keypti af þarlendum manni demant fyrir 77,000 kr. Sjálfur fekk hann síð- ar fyrir hann 180,000 kr. Steinn þessi var síðan skírður Stjarna Suður- afríku, og er nú talinn 450,000 kr. virði. Demantsfundur þessi spurðist um allar álfur heims, og flyktust þangaö fjöldi gróðafíkinna glæframanna og annars misindislýðs, er gerðí sér von um að fá þar himin höndum tekið, fullsælu fjár á skömmu bragði. f>eir gengu eins og hrafnar í hestskrokk og rótuðu um jörðinni á öllu svæðinu milli Modderelfar og Vaal. |>eirreistu þar síðan borgina Kimberley, sem lengst varðist Búum í vetur en þar sat þá Cecil Rhodes, hinn afreksmikli Suðurálfu-Napoleon, og réð mestu um stjórn bæarins og vörn. Svo er sagt, að þessi 30 ár, sem liðin eru frá því er demantanám hófst um þœr slóðir, hafi fengist þar í Kim- berley og nágrenni við bæinn 72 milj. pd. sterl. í demöntum. f>að er nál. 1300 milj. í krónum. Englendingar hafa lagt járnbraut þangað bæði sunnan frá Kap og aust- an frá Port Elisabet, en það er óra- vegur hvort um sig, hér um bil 200 og 150 mílur danskar. Kimberley kvað vera séleg borg, með rafmagns- lýstum strætum og veglegum stórhýs- um. Bæarbúar nær 30,000. Mikið af demantsnámunum er undir borg- inni. Liðsendingar Breta. þeir eru drjúgir yfir því, Bretar, hvert af- rek þeir hafa unnið í liðsendingum, og vista og hergagna slíkan óraveg, sem sjóleiðin er frá Englandi suður að Góðvænishöfða, eitthvað um 6000 míl- ur enskar. þeir hyggja enga þjóð aðra mundu hafa leikið það eftir, og sízt jafn-rösklega og myndarlega. það er auðmagnið og skipakosturinn, sem þeir hafa umfram aðrar þjóðir. Tala herliðsins, er þeir hafa sent suður frá því í haust, mun nú vera orðinn nál. 170,000; og þá annað eftir því. þeir höfðu 25,000 hermanna fyrir þar syðra og ímynduðu sér upphaflega, að þeir mundu ekki þurfa að bæta við nema svo sem 15,000. 1 fyrsta flutningsflotanum suður þangað í haust, með að eins eitthvað kringum 20,000 hermanna, en ógrynni hergagna o. fl., voru 143 gufuskip alls um 660,000 smálestir. Hafði stjórnin leigt sér ýms stærstu og beztu flutn- ingaskip hinna voldugustu stórskipafé- laga landsins. Hún fekk t. d. 4 hjá Allan-línunni, er tóku 27,000 smálest., önnur 4 h]á Anchor-línunní (21,000 smál.). 5 hjá Cunard-línu (36,000) og 3 hjá Whifce-Star-línu (23,000). Mest, munaði þð um hrezka og indverska gufuskipafélagið; það lánaði stjórninni ekki færri en 28 skip (meira en 100,- 000 smál.). Floti þessi hefir verið fram undir það helmingi stærri en allur gufuskipa- floti Norðmanna var fyrir 2 árum (380,000 smáh). Transvaal og Oranía. Ríki þessi eru nú nefnd og hafa verið síð- asta missirið nær í hverju blaði, og mun þó almenningur bafa næsta ó- glögga hugmynd um þau. Smáríki eru þau oft kölluð, og eru það raun- ar að fóiksmegni,—örsmá. En lands- megin er ails eigi lítið. Transvaal er rétt þrefalt á stærð við ísland, sem sé um 5700 ferh. míl- ur; það er töluvert stærra en Italía, og lítið eitt minna en Noregur, en fullum helmingi stærra en England. Landsbúar eru sagðir 870,000; þeirra eru rúm 300,000 hvítir menn, en hitt Blámenn. Óraníu-lýðveldi er lítið eitt stærra en ísland eða rúmar 2000 ferh. rnílur og landsbúar rúmar 200,000, meiri hlutinn Blámenn, eins og í Trans- vaal. það er með öðrum orðum samtals í báðum ríkjunum nál. 1 miljón manna. En í Bretaveldi eru jafnmargar milj- ónir og dagar eru í árinu eða 365 miljónir; þar af í heimaríkinu, Bret- landi mikla og írlandi, nál. 30 milj. Fyr má nú vera að ójafnir eigist við en þar sem eru Bretar og Búar. f>ví aðdáanlegra er það, hve vel dvergur- inn stendur jötninum á sporði. Hvalveiöafloti Norðmanna hér við land. Norskt blað (Sjöfart.tid.) flytur ný- lega skýrslu um hvalveiðaútgerð Norð- manna hingað þetta ár. f>að eru 23 gufuskip alls^ sem þeir gera út .hingað þetta ár, 1900, og taka samtals 725 smál., en skipshafnirnar 542 menn, þar á meðal 23 skutlarar. Stærst er útgerð H. Ellefsens á Onundarfirði. Hann hefir 5 hval- veiðabáta, er heita: Nora (28 smál.), Othar (32), Mosvalla (32), Snorri Sturluson (33) og Ingolf (38). L. Berg á Dýrafirði hefir 4: Tord- enskjold (21), Ellida (29), Ingibjörg (30) og Victoria (32). Erik Lindo hefir 3: Leif (39), Egil (39) og Talkna (33). Sömul. A. Bang. þau heita Min- erva (17), Aretic (23) og Immanuel (24). Tvö eru eignuð Thv. Amlie: Isa- fold (33) og Reykjavík (33). Sömul. M. C. Bull tvö: ísland (27) og Falken (26). þá eru enn tvö talin F. Herlofsson: Skallagrímur og Kveldúlfur (34 hvor). Loks eru 2 talin J. Stic.ksrud: Hov- gaard (46) og Nansen(40). það mun vera A. Asgeirssons-útgerðin. þaueru talin eiga heima í Khöfn, en hin skip- in öll á íslandi. þess er getið um leið, að við Finn- mörk stundi hvalaveiðar þetta ár 25 uorskir gufubátar á viðlíkri stærð, og 3 við Færeyar. En 60 skip hafa Norðmenn þ. á. á andarnefjuveiðum í Norðuríshafi, flast seglskip. N. Þingeyarsýslu. (Núpasv.)2.maí. Síðan nm sumarmál hafa verið hér kuld- ar og hríðar, og í dag er austan stórhríð með 10° R. frosti, og óttast menn að ísinn bó nálægur. Inflúenzan að ganga hér um þessar mundir, og hafa margir lagst allþungt í henni, en fáir dáið. Vér Núpsveitungar feuguni þá frétt í sumargjöf, að Presthólar væru lausir, og sá tími nálægðist, að við fengjum annan sálna- hirði. í 14 ár hafa nú málaferlin milli prestsins og safnaðarbarna hans staðið hér. Þau hyrjuðu um haustið 1880, þegar síra Halldór tók við hrauðinu, á þvi, að liann hiifðaði sakamál gegn sóknarbörnum sínum út at' vogreki, sem þau voru sýknuð af bæði fyrir undir- og yfirrétti. Siðan hef- ir aldrei lint málaferlum að kalla má, þangað til að vér nú ioks sjáum rofa til fyrir þeirri friðsemdartíð, sem áður var hér. Mjög sjáum vér eftir því, að missa sira Sig- trygg Gruðlaugsson, sem oss er nú orðinn kunnur og kær, en búumst ekki við að hann sæki. Gerurn ekki ráð fyrir. að mörg- um þyki fýsilegt að taka við staðnum eftir sira Halldór, einkum þar sem Páll bróðir hans nú býr á einni beztu kirkju- jörðinni. Margir er sagt að muni bjóða sig fram til þiugkosninga hér í sumar og þar á meðai sira Arnljótur á Sauðanesi. En á undirbúning kosninga mun eg minnast síðar. Skipsbrniii. Reykvíkingar gátu fátíða sýn að sjá í gærmorgun, er þeir komu á flakk: skip í ljósum loga hér á höfninni. það var gufuskipið Moss (163 sraál., skipstj. B. Eriksen), er lungað var komið í fyrra dag frá Mandal með timburfarm, er fara átti sumt hiugað og sumt til Ólafsvíkur og Hvamms- fjarðar. það ætlaði inn að Kirkjusandi í gær með nokkuð af farminum, tilhöggvið timburhús, fiskgeymsluhús, handa Th. Thorsteinsson konsúl og hafði því verið kynt undir gufukatlinum í fyrri nótt. Hafði milligerð milli eldstóar og kolastíu verið úr tré og hún líklega beldur fornfáleg; það er nú úrelt og bannað í nýrri skipum. Hefir ki>ikn- að þaðan í kolunum. Kvað hafa borið á því einu sinni áður í vor á siglingu, en tókst þá að slökkva. Nú fundu skipverjar eigi fyr en eldurinn var orðinn býsna-magnaður og fengu í sama mund vísbending frá herskipinu Heimdalli, er lá á höfninni, um að forða sér hið bráðasta, vegna hæfctu frá gufukatlinum, ef hann spryngi. |>eir fóru og hröðuðu sér því burt á uppskipunarbát, sumir fá- klæddir, og mistu fatnað sinn og far- angur allan. Gerð var í sama mund tilraun frá Heimdalli að slökkva, með gufuslökkvi- dælu herskipsins, en það varð árang- urslaust. Stóð skipið brátt í björtu báli, ásamt bútum þess og trjáviðnum á þilfarinu. Með því að rnikill bagi hefði að því orðið og skemd á höfninni, ef skipið hefði sokkið þar, sem það lá, fekk bæ- arfógeti Heimdellifaga til að fara og losa um akkerisfcstina. Rak þá skip- ið, eins og til var ætlast, upp að Ör- firiseyarsporði, og staðnæmdist þar, er það kendi niðri. I sama mund gerði yfirmaður á Heimdalli það fyrir orð konsúlsins norska, hr. Th. Thorsteinssons, að hann lét skjóta 4 sprengikúlum á skip- ið, í því skyni að hleypa í það sjó, til þes3 að stilla eldinn, áður en það örynni alt til kaldra kola. Varð að því lítið lið, með því að skipið var úr furu og alt vatnsósa, svo að því var líkast sem kúlurnar kæmu í kvoðu eða njarðarvött. Hvert slíkt skot kostar 30 kr. Vegna sprengingarhræðslunnar var ekkerc átt við að bjarga farminum. Logaði skipið og farmurinn allan dag- inn til kvelds og í alla nótt, og er ekki fullbrunnið enn; töluvert eftir af skrokknum, sem sjórinn hlífir. Skip þetta var smíðað í Moss í Nor- vegi fyrir 28 árum. -Atti nú heima í Stafangri, eigandi Th. S. Falck; en Thor E. Tulinius hafði það nú á leigu nokkra mánuði. Vátrygt var það auð- vitað, bæði skip og farmur, jafnt fyr- ír þessu tjóni sem öðru. Skipverjar 10 og skipstjóri hinn ellefti. Póstgufuskipiö Vesta, kapt. Holm, kom miðvikudagskveld 30. f. m. norðan og vestan um land frá útlöndum. Margt farþega með: frá Khöfn konsúll J. Vídalín með frú sinni; frá Færeyutn þeir Kristján Jón- asarson og Páll Snorrason vörubjóðar; frá Stykkishólmi Sigurður próf. Gunn- arsson með frú sinni og dóttur, og Einar ritstjóri Hjörleifsson, er vestur fór með Skálholti í miðjum f. m. Ennfremur að norðan Brynjólfur bóndi Bjarnason (sýslumanns Magnússonar) frá Litladal, o. fl. Gufuskip Argo, frá Stafangri (249 smál., skipstj. Ole Husebo) kom hingað í nótt frá Liverpool með saltfarm til konsúls Th. Thorsteinssons og G. Zoega.—Með því kemst skipshöfnin af Moss bráðlega heim til Norvegs. Hátíðarmessu flytur síra Jón Helgason á morgun á hádegi í dómkirkjunni, sakir forfalla dómkirkjuprestsins. Altarisgöngu frest- að. Mannalát. Mikið hefir verið um veikindi vestra í vor, við Isafjarðardjúp, og margt fólk dáið þar, nafnkent og ónafnkent. Síra Stefán Pétursson Stephenscn, sonarsonur Stefáns amtmanns áHvít- árvöllum, prestur í Vatnsfirði og fyrr- * um prófastur, lézt 14. f. mán., ekki þó úr landfarssótt, heldur af heila- blóðfalli. Var komin yfir sjötugt, f. 1829, en vígður til prests 1855, að Holti í Onundarfirði; fekk þaðan Vatns- fjörð 1881. ]pá lézt í Hnífsdal 21. s. m. úr lungnabólgu merkisbóndinn Páll Hall- dórsson í Heimabæ. Frá öðrum bæ þar, Búð, hafa látist í vor 3 bræður, allir nýtír menn og mannvænlegir, synir Halldórs heit. Pálssonar og Sig- ríðar Óssurardóttur: Páll, Bjarni og Ossur. Össur dó 2. marz, en hinir báðir í f. mán. Páll var elztur, »öt- ull formaður og dugnaðarmaður í hví- vetna*; hann dó úr taugaveiki á spí- talanum á Isafirði. Móðir þeirra lifir þá, og munu fáar mæður hafa afmeiri ástvinamissi að segja á jafnskömmum tíma. |>á andaðist á lsafirði 15. f. m. hús frú Marta C. Kristjánsdóttir frá Vigur, komin um sextugt, dóttir Kristjáns heit. óðalsbónda í Vigur og Önnu Ebenezersdóttur; átti Sumarliða Sum- arliðason gullsmið í Æðey, er fór til Vesturheims fyrir mörgum árum. Síra Eyólfur Jónsson í Árnesi hefir og mist konu sína í f. mán., Elísabet Björnsdóttur, heit. prests Jónssonar á Stokkseyri. |>eirra sonur er síra Ey- ólfur Kolbeins á Staðarbakka, auk 4 barna annara á lífi; eitt, Böðvar, í skóla. Úr Núpasveit í N.-Jpingeyarsýslu er skrifað lát húsfrúr Margrétar Hálf- dánardótturá Oddstöðumá Sléttu. »Hún var gömul kona, mjög vel metin, og hafði búið þar fullan mannsaldur á föðurleifð sinni rausnarbúi, fyrst m6ð manni sínum, en síðan sonum sínum eftir hans dag. Hún var Ijósmóðir, greind kona og mentuð«. Vikugamlar fréttir af ófriðinum í Suðurafríku komu í nótt með »Argo«, þ. e. frá laugard. 26. f. m. Hafði ekkert sögulegt gerst þá síðusti’ daga. En ósatt reyndist það, að Bretar hafi náð Botha, yfirhers- höfðingja Búa; og þá ber og Krúger forseti á móti því, að hann hafi leitað til um frið við Salisbury lávarð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.