Ísafold - 02.06.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.06.1900, Blaðsíða 2
134 ur að vera á valdi lántakanda, en bankans er, að ganga að eða frá við- skiftunum. Eg þekki matm, sem' bað einu sirmi um 800 kr. víxillan í 6 rnánuði. Að ábyrgðarmanninum var ekkert fundið; en bankastjórinn sagði þó, að hann vildi ekki veita lánið nema um 4 mán- uði, og ekki meira en 500 kr. Lán- beiðandi sá fram á, að hann gat ekki haft not af peningunum; honum fanst það og vera fyrir utan verkahring bankastjórans, að tiltaka lánsþörfina og gjalddagann. Hann þáði því ekki lánið. þegar bankastjórinn sá, að hann vildi ekki þiggja þetta 500 kr. lán, þótt honum sér misboðið, og spurði, hvort lánbeiðandi ætlaði að setja bankanum stólinn fyrir dyrnar. III. Bankalánum er oftast varið til ein- hvers af þessu þrennu: 1., til þess að losa menn við fjár- þröng í svip, skuldir eða annað: 2., til þess að styðja miður arðvœn- leg fyrirtæki; o^ 3., til þess að styðja arðvcenlej fyr- tæki. Með arðvænlegum fyrirtækjum tel eg fiskiveiðar, verzlun og annan atvinnu- rekstur; en miður arðvænleg fyrirtæki tel eg húsagerð í kauptúnum og þess háttar, sem veitir seinan og lítinn arð. Nú hefir fé bankans farið að mikl- um mun til húsagerða, einkum í Beykjavík, og í annan stað til þess, að firra menn algerðum vandræðum í svip, en sízt til framleiðslu- og at- vinuu-fyrirtækja, nema að því Ieyti, sem hann studdi menn um tíma nokk- uð til þilskipakaupa hér við Faxaflóa með ábyrgðarlánum. Hitt var og er hvorttveggja nauðsynlegt og hefir gert töluvert gagn. Til dæmis mundi Beykjavík miklu minni en hún er nú orðin, ef engin lán hefðu fengist út á hús þar. En það eru ekki húsin ein, sem einstaklingarnir lifa á, heldur atvinnan. Bankinn hefir með öðrum orðum orðið að töluverðu liði að því er miður arðvænleg fyrirtæki snertir; en hann hefir vantað fé til þess að styrkja menn til að komast út fyrir húsdyrnar til þess að sækja það, sem gerir þeim kleift að eiga húsið og að haldast við í því. En þetta á eðli- lega rót sína 1 því, að bankinn hefir svo lítið starfsfé, að hann verður að forðast að veita lán til verulegra at vinnu- og verzlunar-fyrirtækja, sem þarfnast langt um meira fó en smá- hokurs-viðskifti þau, er hann fæstvíð. Einhver hin bráðnauðsynlegustu arð- vænleg atvinnulán eru lán til þilskipa- kaupa, og hefir þingið hvað eftir ann- að lýst þilskip veðhæf handa lands- sjóði, séu þau löglega virt og vátrygð hér. En í staðinn fyrir að lána fé út á þau, hefir bankinn lánað í kyrþey hjá landssjóði á hlaupareikning það, sem hann (landssjóður) hefir getað mist eða meira en það, gegn l°ý(?) vöxtum. Og er almenn skoðun manna hér, að landssjóður hafi einmitt fyrir þá sök ekki haft fé til þess að lána út á þil- skip og til fleira, þeim til óbærilegs baga og vonbrigða, er höfðu hugsað til að auka og bæta atvinnu fyrir sig og aðra með miklum þilskipakaupum þetta ár. Meðan bankinn fær að gripa til peningabirgóa landssjóðs, getur hann borið sig mannalega og látið almenn- ing ímynda sér í svip, að ekki sé þörf á banka með meira veltufé en hann hefir. Til þess að sanna, að þetta bræðra- band sé á. milli landssjóðs og bank- ans, vil eg benda á, að bsnkagjald- kerinn lýsti yfir því á almennum fundi hér í fyrra, að landssjóður hefði þá lánað bankanum meira en 200 þús. krónur. Hitt er merkilegt, að þessa láns sést þó hvergi getið í bankareikn- ingnum síðasta. Bankamennirnir munu ef til vill bera það fyrii sig, að bankalögin frá 18. sept. 1885 geri ekki ráð fyrir, að lánað sé út á þilskip. En það er ekki beldur bannað þar, auk þess sem þá voru svo að kalla engin þilskip til hér og ekkert hérlent ábyrgðarfélag. Og gagnstætt tilgangi bankalaganna hefði það ekki verið, að lána fé gegn veði í þilskipum. því að í 1. grein þeirra segir svo: •Tilgangur hans (bankans) er að greiða fyrir peningaviðskiftum í land- inu og styðja að framförum atvinnu- veganna*. Og innan handar hefði auk þess ver- ið fyrir bankastjórnina, að fá heimild hjá þinginu til þess að mega veita lán út á þilskip, ef nún hefði verið í nokk-, urum vafa og getað það fyrir veltu- fjárskorti; svo langt er síðan þilskipa- ábyrgðarsjóðurinn komst á stofn. Svo er að sjá, sem andstæðingar áflmeiri banka en vér höfum nú hafi þá skoðuD, að nóg sé að hafa banka handa þeim, sem sízt eru færir um að hjálpa sér sjáltir, svo að þeir geti fengið lán, þegar hægt er að veita það, til þess að þeir lendi ekki beint í snörunni fyrir skuldir, og að þeir geti hróflað upp kofum yfir sig, sem næst- ir erubankanum, þóct þeir veiti nauða- lítinn arð. Með öðrum orðum: þeir virðast hugsa sér banka nokkurs kon- ar ölmusustofnun og annað ekki. Að veita einstaklingum lán til þess að þeir geti grœtt á pví, geti lifað á lán- inu, — til þess líta þeir svo á sem bankinn þurfi ekki eða eigi ekki að hafa neitt fé. Meðmælendur hlutafélagsbankans vilja á hinn bóginn hafa banka, sem fær sé um ekkí einungis að veita þeim mönnum fé að láni, sem miður geta hagnýtt sér það til verulegs arðs, held- ur að hann sé einnig fær um að lána þeim fé, og það að mun, sem mátt hafa og kunnáttu til að hagnýta banka- lán sjálfum sér og öðrum til ábata. jpetta er það, sem þá greinir á um, meðmælendur og andmælendur hluta- félagsbankans, að því leyti sem þeir geta talist með málsmetandi og skynj- andi mönnum. — Eg á ekki við ó- sköpin hin, sem ekki bera annað á borð í röksemda stað en hrakmæli og íllkvitnis-getsakir, og enginn mætur maður getur þvi fengið sig til að eiga nokkurn orðastað við. Mercator. Róðrarvél hefir Guðbrandur porkelsson í Ólafs- vík (bróðir dr. Jóns, Eyólfs gullsmiðs og þeirra systkina) hugsað upp. Sveit- ungar hans gera sér beztu vonir um að hún muni verða að stórmiklu gagni og hafa lofað að skjóta saman nokk- uru fé til þess að hjálpa hugvitsmanni þessum til að búa til sýnishorn af vélinni. Sýslunefnd Snæfellsnessýslu hefir og heitið nokkuru til hins sama. Við hafís hefir vart orðið nýlega fyrir Vest- fjörðum. Bak|hroða inn á Onundar- fjörð og Dýrafjörð fyrir tæpum hálfum mánuði og fylti Súgandafjörð. En Djúpið íslaust. Utan úr heimi. Með gufuskipinu Moss hafa nýlega borist blöð til 23. f. m. jpar er það að frétta af viðureign B ú a o g B r e t a, að Búar voru yf- irleitt á undanhaldi norður að ánni Vaal, er ræður landamærum Óraníu- ríkis og Transvaak. Meðal annars hafði Buller hershöfðingja tekist að stökkva þeim burt úr fjallskörðunum fyrir norðan Ladysmith, þar er þeir höfðu lengst haldist við, og hélt svo rakleiðis norður eftir. jpá höfðu Búar í annan stað orðið að létta umsátinni um Mafeking, vest- ur af TraDSvaal, er þeir höfðu haldið í herkví frá því í haust, og héldu full- tingissveitir Breta innreið sína í þá borg 16. f. m., orustulaust, 3200 liðs- manna, og fyrir þeim Mahon ofursti. Segja sum símskeyti, að töluvert Búa- lið hafi gefist upp fyrir honum þar utan borgar, en önnur bera það aftur. Loks segja síðustu símskeyti sunnan að, að Bretar hafi náð á sitt vald eða höndum tekið hinn nýa yfirhershöfð- ingja Búa, er Botha heitir, og eitthvert lið með honum. það á að hafa gerst 17. f. mán., 6—7 mílur danskar út- norður frá Kroonstad í Óraníu. En eigi var þetta þó sannfrétt talið. Enn er ein fréttin þess efnis, að einn Búahershöfðinginn í Oraníuríki, de Wett, hafi ritað Bóberts marskálki og boðist að ganga hoDum á hönd með sitt lið, 1000 manna, ef því yrði leyft að fara 1 friði hverjum til sinna heim- kynna. En Bóberts vildi ekki heyra annað nefnt en skilmálalausa uppgjof. Lengra var ekki þeirri sögu komið. þá á og Kriiger forseti að hafa ritað Bóberts bréf þess efnis, að ef Bretar léttu nú eigi þegar hernaðiuum og gæfu grið Búum þeim í Natal og Kapnýlendu, er veitt hefðu frændum sínum norður frá í ófriði þessum, mundi hann láta sprengja námurnar hjá Johannesburg í Transvaal; en þær eru geysi-auðugar og mikið af þeim eign brezkra manna, sem eru þar fjöl mennastir (í Johannesb.); mundi að líkindum mikið af borginni þá fara sömu leið. Eigi var búist við að Ró- berts mundi hirða neitt um þær hót- anir. Loks á Krúger að hafa sent Salis- bury lávarði símskeyti, þar sem leitað er hófa um frið, og tilnefndir friðar- kostir; en lengra eigi komió því máli. Haft er eftir frönskum mannvirkja- fræðing, er Leon heitir, og nýkominn var sunnan frá Transvaal, að Bretar muni vera búnir að missa alls kring um 40,000 manna frá því í haust, en Búar að eins 6000, — og ekki nema 600 af þeim fallnir; þeim er ótrúlega sýnt um að komast hjá miklu mann- falli. Hann fullyrðir og, að ekki muni Bretum' veita neitt af 150,000 setuliðs í löndunum báðum, Transvaal og Ó- raníu, er þeir séu búnir að vinna þau undir sig, til þess að halda þeim í skefjum. Hann segir Búa alráðna í að gefast ekki upp, þótt Bretar vinni Pretoríu, höfuðborgina í Transvaal, sem eigi mun reynast þeim áhlaupa- verk, með því hún er ramlega víggirt. |>á hugsi þeir sér, Búar, að leita sér hælis í ógengum fjöllum norðan til í landinu, og þar muni Bretar aldrei fá unnið þá. Hún var komin til Washington, sendinefndin frá Búum, er leita skyldi fyrir sér um milligöngu bæði hér í álfu og þar vestra. En forseti og ráðgjafar hans kváðust eigi fá frekar aðgert; stjórnin enslca hefði vísað harð- lega á bug í vetur hvers konar mála- leitun í þá átt. Hins vegar fögnuðu þingmenn og alþýða manna nefndinni forkunnarvel; fullyrti einn þingmaður í etri deild, að níu tíundu hlutir alls landslýðsins í Bandaríkjunum væri Bú- um sinnandi af alhug, og höfðu sumir í bótunum að kúga stjórnina til að lið- sinna þeim. Oeirðir á Spáni um iniðjan f. mán. Uppreisnartilraunir gegn stjórn- inni í nokkurum borgum, út af þungum álögum vegna ófriðarins síðasta við BandameDn og öðrum ólestri. Hroðalegur glæpur urminn í f. mán. í Svíþjóð. ]par voru gufu- skip á ferð á Leginum hjá Stokkhólmi sem vandi er til, með farþega að skemta sér, og er því veitt eftirtekt, að eitt þeirra er mannlaust orðið til að sjá. það heitir Prins Carl. Legg- ur annað skip að því, að grenslast eft- ir, hvað um væri að vera, Kemur þá maður þar í ljósmál með marghleypu í hendi og lætgr sem hann ætli að skjóta á skipstjóra á aðkomuskipinu. En hann hirti eigi um það, helduríer yfir í Prins Carl. Hraðar þá marg- hleypumaður sér á brott á bát og stefnir til lands. En á Prins Carl finst skipstjóri þess myrtur og tveir menn aðrir, en stýrimaður sár og nokkurir hásetarnir, sumir tilólífis, og lokaðir niðri í lest; en farþegar lokað- ir inni þar, sem þeir höfðust við. Marghleypumaður náðist skömmu síð- ar á járnbrautar8töð; var á strokleið af landi burt. Hann játaði þegar á sig manndráp þessi og illvirki, og var hróðugur af. Kvaðst hafa myrt skip- stjóra til fjár, og tekið af honum dauðum 800 kr. í peningum. Hann heitir Johann Filippus Nordlund og hafði verið slept nýlega úr tugthúsi í Stokkhólmi að aflokinni hegningu þar fyrir brennur og manndráp. Oscar Svíakonungur var á ferð á Englandi og þar fagnað með miklum virktum. Háskólinn í Cambridge gerði hann að dr. í lögum. Viktoría drotning heim komin fyrir nokkru úr írlandsför sinni. Sendi Dýflinnarbúum fagra kveðju og 1000 pd. sterl. til glaðnings fátækum mönn- um í borginni. Láta Irar vel yfir, sem líklegt er. Mannalát. þessir merkismenn nýlega látnir: í Wien Munkaczy, mál-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.