Ísafold - 02.06.1900, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.06.1900, Blaðsíða 4
Vendetta. Eftir Arehibald Clavering Gunter, Hann fekk brátt vitneskju um, að Charles Manion Phillipa hafði verið fiuttur til lndlands, að George Fell- ows Arthur hafði fallið við Egiptaland í ófriðinum á »Hafgúunni« og það vissi hann áður, að hr. Anstruther var í herþjónustu á skjpi því, sem nýlega var komið til Nizza. Barnes hafði, þegar hanu var farinn að fá ást á systur Anstruthers, alt í einu farið að gera sér svo títt um eið Marínu, að hann leitaði hennar, fann hana að máli og reyndi, með því að færa henni skilaboðin frá bróður hennar deyandi, til að fá hana til að hætta við að eltast við að ná í manninn, sem drep- ið hafði brójur hennar. Áður hafði hann ekkert skift sér af þvímáli. Og að öllum líkindum hafói hann, áður en hanu fór að láta sig þaó nokkuru varða, fundið þennan unga lautenant í Nizza, og séð þá, að hann var ein- mitt enski liðsforinginn, sem einvígið hafði háð. Af þessum þremur liðsfor- ingjum á *Erninum« bárust böndin bersýnilega einkum að Anstruther. Danella greifi átti því láni að fagna að vera í heimboði á »Hafgúunni«. f>ar hitti hann Anstruther, og þeir urðu brátt kunningjar, næstum því vin- ir; því að Mússó gat verið frámuna- lega ástúðlegur, þegar honum' þótti það við eiga. Edvin borðaði morgun- verð hjá greifanum, og greifinn sat í miðdegisveizlu hjá honum, og þegar Anstruther var á landi, var hann stunduoi heima hjá Danellu á kvöld- in í hótelli hans. En þrátt fyrir allar sínar viðræðugáfur og hæfileika til að vekja traust á sér tókst greifanum al- drei að fá nokkurt orð út úr enska lautinantinum um einvígið á strönd- inni við Ajaccio. Mússó þorði ekki að leggja beiningar spurningar fyrir hann, og neyddist því til að svipast um eftir hinum og öðrum Iíkum, sem af tilviljun kynnu að berast honum í hendur. Enda fekk hann brátt svo mikið af þeim, sem hann gat framast á kosið. Anstruther hafði fengið brottfarar- leyfi og hafði sagt greifanum, að haDn mundi koma á land kvöldinu áður en hann lagði á stað til Nizza og Món- acó. »f>ér flytjið þá farangurinn yðar með yður, Edvin minn góður, býst eg við?« sagði greifinu. »í fyrstu hafði eg hugsað mér, að senda hann með »Hafgúunui« til Eng- lands«, svarar Anstruther; »það hefði mér verið hentugast. En af því að eg á e&ki að fara aftur á gömlu skút- una — hún á ekki lengur í neinum ferðum að vera — og af því að systir mín er vís til að halda mér nokkuð lengi á meginlandinu, þá hefi eg ráð- ið af að flytja farangurinn með mér«. *Við skulum þá fara út á skip nú, og eg hjálpa yður til að koma dótinu £yrir«. »f>akk’ yður kærlega fyrir, Danella; en því lauk eg af áður en eg fór á land«. »Nú, það var gaman, því að fyrir bragðið getið þér verið hér allan dag- inn. Nú sleppi eg yður ekki! Send- ið þér eftir dótinu. Borðið miðdegis- mat með mér og verið hér í hótellinu í nótt. Svo fylgi eg yður á járnbraut- arstöðina í fyrramálið#. »Mér þykir fyrir því að hafna þessu boði, en eg verð að kveðja Harrison við stórskotaliðið og McDermot við flotann; það eru gamlir vinir mínir; þetta er síðasti leiðangurinn, sem eg verð í, og vel getur verið, að eg komi aldrei framar til Gibraltar*. »f>ér skuluð gera hvorttveggja, vin- ur minn«, segir greifiDn. Mc Demont og Harrison skulu líka borða miðdegis- verð hjá mér og síðasta kvöldið, sem þér eruð í herþjónustunni, skal verða gleðikvöld«. Anstruther sendi eftir farangri sín um. Danella bauð honum og vinum hans til miðdegisverðar, sem ekki hefði getað ágætari verið, þó að hann hefði verið búinn til á Caýé Amjlais f París — því að MÚ8SÓ greifi hafði fyrirtaks- gott vit á öllu, sem að mat og drykk laut. Og með því að spænsku vínin eru alláfeng, hafði lautinant Edvin Gerard Anstruther við brezka flotann töluvert í^rollinum, þegar hann fór að hátta, og 8ofoaði svefni réttlátra. Morguninn eftir leggur hann á stað til Frakklands. f>egar greifinn kveður hann, starir hann einkennilega lengi á tösku eina í farangri Edvins og segir : »Eg hitti yður sjálfsagt í Nizza eða Monte Carló. Og verið þér nú sælir!« Meðan Danella er að renna hugan- um yfir alt þetta, hefir alvörusvipur komið á andlitið á honum og hann tautar fyrir munni sér: »f>að er illa farið með jafnskemtilegan mann, en — alt gerir maður fyrir ástina! Nú hefi eg efnt loforð mitt, svo litla diif- an getur ekki lengur sýnt mér misk- unnarleysi. En hvernig á eg að binda enda á þetta alt? — Ekki verða nein vandræði úr því — við flytjum okkur aftur til Korsíku. Allir Euglendingar eru íþróttamenn. Eg býð honum á steingeitaveiðar — Marína miðar á steingeit og svo! —« Sundmaga kaupir hæstu verði fyrir p e n i n g a Ásgeip Sigupðsson. Herðasjölin skrautlegu og skó- fatnaðnr fyrir yngn og eldri kom nú með »Vesta«. Svuntutauin skrautlegu úr alull komu með »Laura«. Bjorn Kristjánsson Dekkbdtur til sölu. Semja má við Kristján jÞorgriir.sson. Eikar-kommóða, spónlögð selst með lágu verði i Suðurgötu 10, uppi. Nú þegar er til leigu mjög lientugt ber- bergi fyrir einhieypa eða litla fjölskildu. Ritstjóri vísar á. Ársfundur búnaðarfjelags Islands verður haldinn laugardaginn 30. d. þessa mánaðar kl. ð eptir hádegi í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Reykjavík, 1. júnímánaðar 1900. H. Kr. Friðribsson. Takiö vel eftir. Allir þeir sem leið eiga að leifum skipsins »Moss« er liggja við Effersey, aðvarast hér með um að spilla ekki grasinu á eynni með því að ganga um hana o. s. frv. Reykjavík 2. júní 1900. Jón Þórðarson, Jóns Þórðapsonar. prentsmiðju í alla vega bandi. 3 kr., 3 kr. 50 a., 4 kr.; í skrautbandi 6—7 kr. B e z t a fermíngjargjöf. 10—20 liesta á aldrinum 6 til 9 vetra kaupir und- irritaður nú þegar. Mig verður að hitta í Suðurgötu nr. 10 til 6. þ. m. Rvík 2 júní 1900. Þorst. Davíðsson. Utanáskrift : Pósthólf nr. 23 B. 1 KALDA“ fást eins og að undanförnu verzlun C. ZIMSENS í Reykja-. ^vík. ILímónaði og Sí- ®trónsódavatn (ný teg.^ góð) i o aura. Sodavatn, (betra en nokkru sinni áður)" 7 a u r a. Vatnið úr Kaldár-lind er sam-' f fkvcemt efnafrœðislegum rannsókn-^g ium svo lireint og tært aðA ekki þarf að sía það ▼ Veiðibann. Hér með er öllum bannað, að veiða lax og silung í Andakílsárfossi og þeim hluta árinnar niður til Hrafnagils, sem Plvanneyri á veiðirétt í. Hvanneyri 14. maí 1900. Hjörtur Snorrason. Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir peninga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Styrktarsjóður W.Fischers. þeir, sem vilja sækja um styrk úr þessum sjóði, geta fengið sér afhent eyðublöð í verzlun W. Fischers 1 Reykjavík. Styrkurinn er ætlaður ekkjum og börnum, er mist hafa for- sjármenn sína 1 sjóinn, og ungum Is- lendingum, er hafa í tvö ár verið í förum á verzlunar- eða fiskiskipum, sýnt iðni og reglusemi, og eru verðir þess, að þeim sé kend sjómannafræði og þurfa styrk til þess. Um ekkjur er það haft í skilyrði fyrir styrkveit- ingu, að þær hafi verið búsettar 2 síðustu árin í Rvík eða Gullbringu- sýslu, og um sjómenn og börn að vera fæddir og að nokkuru leyti upp aldir þar. Bónarbréf þarf að vera kornm til stjórnenda sjóðsins (landshöfðingja eða forstöðumanns Fischers-verzlunar í Reykjavík) fyrir 16. júlí þ. á. Tannlæknir O. St. Stefánsson ferfasc kring um land miðsumars. Býðst þá einstakt tækifæri til að fá nýar tennur með hægu móti og vægu verði; nýar tennur eru mörgum ó- missandi heilsubót og andlitsprýði. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar munu innan skamms geta fengist hjá héraðslæknum í kaupstöðunum. Uppboösauglýsing. Eftir kröfu sparisjóðsins á ísafirði og að undangengnu fjárnámi verður 1-J hdr. f. m. í jörðinni Hesteyri í Sléttuhreppi, tilheyrandi Guðmundi Jónssyni á Hesteyri, selt við 3 opin- ber uppboð, sem haldin verða mánu- dagana 12. júní, 25. júní og 9. júlí næstkomandi, tvö hin fyrri á skrif- stofu sýslunnar kl. 11 f. h., en hið síðasta að afloknu manntalsþingi í Sléttuhreppi. Söluskilmálarnir verða fram lagðir við öll uppboðin. Skrifst. ísafjarðarsýslu, 25. maí 1900. H. Hafstein. Eg hefi nú þjáðst á annað ár af sárum brjóstþyngslum og taugaveiklun og hefi eg allan þennan tíma tekið mestu kynstur af meðulum en alt ár- angurslaust. Eg fór því að reyna Kínalífs-elixír frá Waldemar Petersen og þegar eg hafði tekið inn úr 1| glasi fór mér að batna til muna, og get eg engu öðru þakkað það en þessu heilsnlyfi. Arnarholti á íslandi Guðbjörg Jónsdóttir Kínaiífs-elixínnn fæst hjá fiest- um kaupmönnum á Islandi. Til þe83 að vera viss ura', að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að VÁ-' Btandi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn, Danmark Trélistar mjög miklar birgðir, úr ágætu, gufu- þurkuðu efm, heflaðir gólfplank- ar 2 þuml., gólfborð, rustik, þilju- borð, langbönd, rapnings-listar m. m. svo og compo-boards fúst hjá hlutafélaginu Fredriksstad Listeiabrik. Umsóknir um skóla fyrir næsta vetur (1900—1901) verða að vera komnar til undirskrifaðs fyrir ágústmánaðarlok í sumar. þeim, sem ganga í kennaradedd skólans, er ætlaður kenslustyrkur, 50 kr. hverjum (upp að 10). þeir sem óska að fá heimavi-t (íbúð 1 skólahúsinu með sameiginlegu mötuneyti og þjón- ustu) verða að láta þess við getið í umsóknarbréfum sfnum. Flensborg 17. maí 1900. Jón Þórainsson Stýrimannaskólinn. þeir nýsveinar, sem ætla sér að ganga á Stýrimannaskólann næstkom- andi skólaár, verða að vera búnir að senda skriflega umsókn um það til. mín, 8tílaða til stiftsyfirvaldanna, fyr- ir 15. ágúst þ. á. Aríðandi er að umsóknum fylgi áreiðanleg vottorð um þau atriði, sem gerð eru að skilyrði fyrir iuntöku í skólann. þessi skil- yrði má sjá í Reglugjörð fyrir Stýri- mannaskólann í B-deíld Stjórnartíð- anna 30. nóvember 1898. Sömuleiðis gerist þeim lærísveinum, sem síðast sóttu skólann, viðvart um, að láta mig vita munnlega fyrir ofan- greindan tíma, hvort þeir ætli að halda námi sínu áfram næsta skólaár. Reykjavík 24. maí 1900. M. F. Bjarnason. U M B 0 1) Undirskrifaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. p. .1. Thorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgadc 34 Kjöbenhavn K Swidinagar vel verkaðir verða keyptir fýris pen- inga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík Asgeir Sigurðsson. Sundmaga fyrir peninga kaupir hæsta verði W. Christensens-verzlun Ritstjórar: Björn .Tónsson(útg.og áhm.jog Elnar Hjörleifsson. ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.