Ísafold


Ísafold - 09.06.1900, Qupperneq 1

Ísafold - 09.06.1900, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/s doll.; korgist fyrir miðjan jiilí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. Reykjavík langardaginn 9. júní 1900. I--------------------------------- . XXYII. árg. Forngripasafnið opið md, mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl x*—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Strandferðabátar fara: austur (Hólar) mánudag 11. þ. m., vestur (Skálholt) þrd. 12. þ. mán. Hvernig banki má ekki haga sér. VI. (Niðurlag). Bankastörfin hafa verið hjáverk. Að backaatörfin hafi verið hjáverk, sýnir næsti kafli á undan nægilega; en af því getur æðimargt misjafnt hlotist, þegar svo hagar til, sem hér. Er þá fyrst að gæta þess, að bankastjórinn er einvaldur eða sama sem einvaldur að því er snertir að veita lán og synja um þau. Slíkt einveldi hefir enginn annar embættismaður á þessu Iandi. |>að má áfrýa gjörðum allra embættis- manna nema bankastjórans að þessu leyti. Hin siðferðislega ábyrgð banka- stjórans er því mjög mikil, og þarf bankastjóri, hver sem hann er, að hafa sterk bein og sérstaka vaikárni til þess, að geta farið vel með þetta vald, sem ekkert eftirlit fylgir. Ef næg trygging á að nást fyrir því, að bankastjórinn fari sæmilega vel með vald þetta, er alveg nauðsynlegt fyrir hann, að gefa sig við sem fæstu öðru en bankastjórninni. Nálega hvers konar störf, sem hann hefir með höndum aukreitis, hljóta annaðhvort að gera hann of hlyntan sumum mönnum, eða koma honum til að hafa ímugust á öðrum, og sérstaklega þar sem svo stendur á eins og hér, að landið er fáment og kalla má að hver þekki annan. Ef t. d. bankastjórinn rekur verzl- un fyrir sjálfan sig, hvort heldur er stóra eða smáa, þá kemBt hann ekki hjá að gerast keppinautur viðskifta- manna bankans, og að vera þeim að meira eða minna leyti óheill. Hafi bankastjórinn atvinnurekstur, — eg tala dú ekki um, ef hann rekur sjáv- arútveg að nokkurum mun, — þá hlýt- ur hann að verða í mörgum greinum keppinautur útgerðarmanna, og að lenda í meira eða minna vafsi, jafnvel við bankann sjálfan fyrir milligöngu annara manna, sem hann verður þá háður. Fiskiskipaútgerð er mjögfyrir- hafnar-mikil og kostnaðarsöm, og hafa útgerðarmenn venjulega allar klær í frammi til þess að ná því, sem til út- gerðarinnar þarf, með sem beztum kjörum, t. d. á stranduppboðum. Er ekki laust við, að hryllingur komi í mann að sjá bankastjórann sjálfan vera á slíkum uppboðum og kapp- bjóða í t. d. fiskilóðir, olíufatnað, kað- alstubba og jafnvel botnvörpurifrildi á móti viðskiftamönnum bankans. Ef bankastjórinn gefur sig við lands- stjórnarmálum, getur hann ekki kom- ist hjá því að lenda í einhverjum flokki, og að verða fyrir óþægilegum og spillandi áhrifum úr ýmsum áttum. þetta geta bankastjórar í öðrum lönd- um gert, ef þeir vilja, þar sem mann- mergðin er næg, og svo að kalla eng- inn þekkir annan, og ef til vill fleiri en einum bankastjóra er á að skipa við sama banka, og þar sem banka- stjórar eru upp aldir frá barnæsku við það, að láta hin misjöfu áhrif, er fram koma, skella á réttri hlið tilfinning- anna, þeirri hlið, þar sem þau vinna ekkert á. þurfa því bankastjórar að vera ekki einungis valinkunnir menn, heldur og djúpsæir og vel mentaðir menn, til þess að- geta látið misjöfn áhrif fara þessa leið. Islendingar eru svo fámennir, að nálega þekkir hver annau. Er þjóðin því þrasgjörn og tortryggin. Af mann- fæðinui og vanþroska landsmanna leiðir og það, að vér höfum ekki mörg- um mönnum á aðskipa í bankastjórn, sem eru jafn-vel mentaðir, prúðir og mikilhæfir menn eins og bankastjórar eru í öðrum löndum. þess vegna get- ur verið mjög háskalegt fyrir viðskifta- menn bankans, að leyfa bankastjóran- um, hver sem hann svo er, að gefa sig við landstjórnarmálum, og yfir höfuð öðrum störfum en bankastjórn- inni. Og, eins og eg hef bent á að framan, er engar skorður hægt að reisa við viðsjálum afleiðingum af vafsi bankastjóra í annarlegum störfum. það gerir hans einveldi. Meðal ann- ars er miður hyggilegt að leyfabanka- stjóranum f þessu landi að vera á þingi, ekki sízt meðan bankinn er að eins einn til í landinu. Mætti eigi t. d. hugsa sér, að þing- menn, sem margir munu njótahjálpar bankans, kinnokuðu sér við að gerast nægilega harðir eftirlitsmenn gjörða bankans, þegar þeir ættu að vera í samvinnu við bankastjórann á þinginu? f>að væri mjög eðlilegt. Ef bankastjórinn er í stjórn ábyrgð- arfélags, þar sem ágreiningur getur risið út af því, hvort bæta eigi skaða eða ekki, þá getur hann ekki komist hjá því, sérstaklega ef hann er ráðrík- ur og vill láta mikið á sér bera, að lenda í flokkadráttum í félaginu sjálfu og ef til vill á móti þeira, sem fyrir skaðanum hefir orðið; og getur sá maður verið bezti viðskiftavinur bank- ans. það hlýtur að vera siðferðisleg skylda hvers bankastjóra í þessu landi, að forðast afskifti af öllu, sem getur gert hann öðrum háðan sem bankastjóra. það er fullkunnugt, að þótt menn vilji ekki sýna neina hlutdrægni, þá getur það alveg ósjálfrátt haft nokkur áhrif á skoðun miður þroskaðia manna um eitthvert málefni, ef t. d. óvinir þeirra eiga í hlut; getur hlut- drægnin þvf komið fram án þess maður viti af því. Eg segi, að það sé siðferðisleg skylda bankastjóra hér, að forðast af- skifti af öðrum stöfum en bankastjóra- starfinu. En sömu skyldu hefir og þjóðin. f>að er einnig siðferðisleg skylda hennar, að velja ekki banka- stjóra tíl slíkra starfa, er eg hef nefnt, eða til annara líkra starfa, þótt banka- stjórinn kunni að vera svo óvarkár og skammsýnn, að sjá ekki hættuna sjálf- ur, sem af því kann að leiða, að vera við margt riðinn. Ef bankastjórinn hefir meiri þekk- ingu en aðrir á einhverju málefni, getur hann komið fram sem leiðbein- andi og ráðunautur þeirra, sem hans vilja leita. Með þeim hætti geta af- skifti hans verið bagalaus; og ef hann fer þá leið, getur hann komið mörgu góðu til leiðar, ef aðrir bera maklegt traust til hans. það er kunnugra 9n frá þurfi að segja, að bankastjórinn, sem nú er, hefir komist inn á þessa hættulegu braut, að gefa sig við of mörgu. Og kenni eg honum ekki sjálfum um, fremur en þjóðinni og þeim, sem yfir hann eru settir. Stafar þetta eðli- lega af því, að maðurinn er mjög starfsamur, en hefir of lítið að gera sem bankastjóri. En það getur verið jafn-skaðlegt eins fyrir því. Ef vér hefðum banka með nægilegu starfsfé, þá mundi bankastjórinn una við bankastörfin ein og hafa nægilegt að gera í bankanum. f>á yrðu við- skiftamenn bankans fleiri, og þá mundi sá ótti hverfa, að bankinn gerði upp á milli viðskiftamanna sinna. Eg skal og taka það fram að lok- um, að vér getum alls ekki búist við, eins og hér hagar til, að einn banki í landinu geti orðið oss holl stofnun, nema hann hafi að jafnaði svo mikið veltufé, að hann þurfi að gera sér jafnmikið far um að koma vöru sinni út, eins og kaupmaður sinni vöru. . það eitt getur útrýmt öllum göllun- um, sem eg hef bent á. Kaupmaður verður jafnfeginn að selja vöru sína til óvina sinna, sem vina, þiggur gróðann eins frá þeim, og það mundi banki með nægu veltufé þá einnig gera, sérstaklega væri hann hlutafélags- banki. Meecatob. 30. blað. Um vegi og brýr. Aðalatriðin í grein minni í 18. tbl. Isafoldar eru þessi: 1. Véreigum að láta reynsluna kenna oss, hvernig vér eigum að baga vegum vorum eftirleiðis, svo að haldi komi. 2. Leiðin upp úr Reykjavík hefði átt koma austur með sjónum, inn yfir þver- ar mýrar, skamt frá laugunum o. s. frv. 3. Hafa verður meira eftirlit með of- aníburði í vegi, vanda meira val og leitun á honum, og fastákveða, á hvaða tíma árs eigi að bera ofan f. Enn frem- ur er það mikilsvert atriði, hvernig ofaní- burðinum er komið fyrir. 4. Viöhald og eftirlit á vegunum þarf að vera betra en það er. 5. Halda þarf við vörðum á gömlu leiöinni yfir Hellisheiöi. 6. Ef vagnflutningarnir eiga að kom- ast á austur um sveitir, þarf að leita að annari hægari leið niður Kamba en nú er. 7. A leiðinni yfir Olfus eru óþarfa- krókar. Gljúfurá og Bakkaholtsá má brúa án mikils kostnaðar. 8. Framhald vegarins sem lagður er þarf að koma þannig, að stefnan só tek- in fyrir sunnan Köguðarhól, beinustu leið á Olfusárbrúna. Leiðinni meðfram Ingólfsfjalli og spottanum frá fjallinu niður að brúnni á ekki að halda við sem aðalleið að henni. 9. Olfusárbrúin er svo falleg og dyr, að eftirlit hennar þarf að vera fullkomn- um reglum bundið. Ef eitthvaö þarf að gjöra frekar en það, sem reglugjörö- in fyrirskipar, þarf að leita álits verk- fræðingsins eins fljótt og auöið er. Al- veg sama er að segja um Þjórsárbrúna og aðrar stærri brýr. Sýslumenn eru ekki færir um að semja þessar reglu- gjörðir nema með ráði verkfræöings. 10. Á Flóaveginum eru óþarfa-krók- ar. Púkklagningunni erekki rétt fyrir- komið. Með því að þar vottar áþreif- anlega fyrir holklaka meira og minna í öllum Flóaveginum, þarf að athuga frek- ar eðli þess jarðvegs eftirleiðis, sem ber nafniö liolklakajörð, og hvað gjöra megi til þess að varast holklaka. Við hverja rennu er lægð í veginum. Næst Ölfusá vantar fráræsluskurði. Vegaskurðir hafa á einum stað verið stíflaðir. Uppgrefti úr skurðum hefir verið kastað of nálægt skurðarbörmunum. 11. Vestri stöplinum við Þjórsárbrúna þarf að veita eftirtekt. Fráræsluskurð- inn Holta-megin þarf að lengja. 12. Vegaval Holtamanna og fram- kvæmdir því samfara eru að mörgu leyti til fyrirmyndar. Þar þarf að gera nýar tilraunir með sandofaníburð á eystri kaflanum. Yfirlitsatriði: I. Vegagjörð í Ölfusi er í bútum. II. Vegarkaflar yfir mýrar halda sór vel og þurfa lítinn viðhaldskostn- að. III. Holklakajarðlag í sambandi við vegagjörðir þarf frekar aö athuga. Ýmislegt af ofangreindum atriðum, hefði eg getað skýrt frekar, t. a. m. hvernig púkklagningu eigi að koma fyrir, hvernig brúa megi Gljúfurá og Bakkarholtsá með litlum kostnaði, hvar reyna mætti að komast niður Kamba, þegar til vagnflutninga kæmi; en eg

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.