Ísafold - 09.06.1900, Síða 2
142
álít, að það heyri mér ekki til fyrst
um sinn.
l'egar eg ritaði grein mína, hafði eg
enga ákveðna menn í huganum, eg hélt
mér að eins við það, sem fyrir augun
har, án þess að spyrja mig fyrir um,
hver hefði ráðið hverju fyrir sig, með
þvx það var og málinu alveg óviðkom-
andi.
Mér er ómögulegt að skilja það,
hvernig grein mín hefir getað komið
svo mörgum á stað til að svara. —
Eg er mér þess ekki meðvitandi, að
hafa talað óvirðulega um nokkurn mann.
Það var bein skylda allra, að taka
bendingum mínum með þökkum og
reyna að læra af þeim; íslenzk verk-
fræði stendur sannarlega ekki á svo
háu stigi enn.
Að svo stóddu ætla eg ekki að fara
að svara neinum sérstaklega; eg skal
að eins geta þessa:
A austurleiðinni skoðaði eg Olfusár-
brúna vxm miðjan dag í björtu veðri.
Sunnudaginn riæsta skoðaði eg Þjórsár-
brú.
Áður en eg varð kaudídat var eg
tvisvar settur »ingeniör-assistent« í
Odense á Fjóni — 6 mánuði árið 1897
og 2 mánuði 1898 — og var það eftir
tilboði og meðmælum frá prófessor A.
Liitken, kennara í vega- og brúa-
smíði við fjöllistaskólann í Kaupmanna-
höfn. Síðara sumarið hafði eg 200 kr.
í laun á mánuði.
Þeir menn, sem hafa svarað grein
minni, taka að mörgu leyti af mér ó-
makið með því, að þeir svara bæði sér
sjálfum og hver öðrnm — sbr. fráræslu-
skurð næst Ólfusárbrú o. fl. — Þótt eg
hefði aldrei farið um þessá leið og
aldrei skoðað bryrnar, heldur að eins
lesið greinar þessara manna, hefði eg
haft ástæðu til að koma með margar af
bendingum mínum (sbr. grein S. J.j.
Samiðnarmaður minn hefði vel getað
verið kurteisari í greinum sínum; leyfi
til þess að svara á þann hátt, sem
hann gjörir, hefir að eins maður, sem
mikil þrekvirki liggja eftir -— annað-
hvort áður en hann tók próf, eða eftir
að hann byrjaði sjálfstætt starf.
Að síðustu þakka eg þeim mönnum,
sem hafa tekið svari mínu, mér fjarver-
andi og óafvitandi.
p. t. Kaupmannahöfn 20. maírn. 1900.
SlGDBÐUE PliTUKSSON
ingeniör.
Verzlunarfréttir
frá Khöfn eða öðrum löndum með
síðustu ferðum helzt í þá átt, að miklu
minni séu vonir um hátt fiskverð f
sumar en við var búist um hríð. Vor-
vertíðin Norðmanna í Finnmörk mikið
góð, það sem af var þá, og virtist
bæta töluvert upp hitt, hve vetrarver-
tíðin brást. Spáuverjar því ófúsir að
falast eftir fiskkaupum eða bjóða neitt
fyrir fisk fyr en fullséð er um aflann
í Norvegi. þar er og'töluvert óselt
af fiski frá þvf í fyrra, úr öllum átt-
um, frá Labrador, Frakklandi, Norvegi
o. s. frv. og hefir gengið út dræmra
en vant er þar og annarsstaðar í suð-
urlöndum vegna fagnaðarársins; því
fvlgir linun í kjötátsbanni um föstur
m. m. Pestin í Portúgal í fyrra,
nsvarti dauði«, spiiti og aðfiutningum
þangað, beindi þeim annað, einkum til
Genúa með smáfisk, er safnaðist fyrir
þar um of og spilti sölu á vandaðri
fiski og dýrari, svo sem er hinn ís-
lenzki yfirleitt.
Alt þetta styður að því, að mestar
þykja líkur til, að fiskur vor verði
því miður í töluvert lægra verði en í
fyrra, en hins vegar engin ástæða til
að gera sér beint slæmar vonir um
hann.
Alþýða smánuð.
Hr. ritstjóri! Eg varð í meira
lagi léttbrýnn, þegar eg sá þá ósleiti-
legu hirtingu, sem pingmaður veitir
afturhaldsmálgagninu í Isafold 24.
marz síðastl. með greininni nAlþingi
ófrœgU. Mig furðar á því einu, hve
ráðningin hefir dregist lengi.
Eg heyri stundum suma sveitunga
mína vera að stinga saman nefjum
um það, að undarlegt sé, að ísafold
skuli geta fengið af sér að svara »f>jóð-
ólfi« einu orði; að hún skuli ekki
ganga fram hjá honum með þegjandi
fyrirlitning, eins og geltandi rakka.
En m i g furðar nú á hinu, hve litlu
og hve sjaldan þið svarið honum.
Sannast að segja gengur alveg fram
af mér, að þið skulið ekki veita hon-
um andlega húðstroku að minsta kosti
einu sinni í mánuði.
Viku eftir viku er hann að reyna,
lemja það inn í þjóðina, að þið Isa-
foldar-ritstjórarnir séuð hvorki meira
né minna en iandráðamenn. það er
engin smáræðis-ástríða fyrir ykkur, að
vinna ættjörð ykkar mein, eftir því
sem þjóðólfi farast óaflátanlega orð.
Látlaust eigi þið að vera að berjast
við það, að svíkja landið í hendur
Dönum, stundum með því að greiða
götu stjórnarbótarinnar, stundum með
því að gera það sem í ykkar valdi
stendur til þess að útvega þjóðinni
öfluga peningastofnun.
þá eruð þið ekki ófíknari í að setja
þjóðina d höfuðið. Aldrei reynið þið
svo að hrinda áfram nokkuru stórmáli
þjóðar vorrar, sem þið teljið velgengni
hennar að einhverju leyti undirkoma,
að það sé ekki bersýnileg tilraun til
að koma landsmönnum á vonarvöl!
Ekki fer víst heldur fram hjá nein-
um, er »f>jóðólf« les, áfergjan í ykkur í
það að Jleka menn af landi burt. Ekki
minnist þið svo á nokkurt úrræði til
að gera land þetta byggilegt mentaðri
þjóð, að þið séuð ekki með því að
reyna að tæla menn til Vesturheims!
Að eg ekki minnist á hina ógeðs-
legu, látlausu persónulegu áreitni við
ykkur, svo sem glósurnar um trúarlíf
ykkar og þar fram eftir götunum.
Eg veit ekki, hvort víkingsandinn eða
ribbaldahátturinn er meiri í mér en
alment gerist. En mig furðar á at-
ferli ykkar. Eg skil engan skapaðan
hlut í því, að þið skuluð geta stilt
ykkur um, að fara með piltinn
»líkt og þá Grettir Gisla sleit
gjarðirnar dauss og strýkti hann beran«,
í ólíkamlegum skilningi, eins og nærri
má geta.
Eg geri ráð fyrir, að þið þykist of
»fínir« til þess.
Nú, jæa; þið um það. þið ráðið
auðvitað, hve miklu af skömmum um
sjálfa ykkur þið takið með þolinmæði.
þið eigið þar mest í hættunni sjálfir.
En eg fæ ekki með nokkru móti
séð, að alþýða manna sé skyld til að
taka »þjóðólfi« með sömu þolinmæð-
inni, sama meinleysinu.
pingmaðurinn mótmælti ófrægingum
þess blaðs fyrir alþingis hönd.
Eg er ekki alþingismaður, heldur
réttur og sléttur alþýðumaður. Og
fyrir alþýðunnar hönd mótmæli eg
þeirri smán, sem »þjóðólfur« er stöðugt
að gera henni.
Ekki er eg kunnugur blaðamensku
meðal annara þjóða. Eg á því miður
ekki kost á að lesa neitt útlent blað.
En tregur væri eg á að trúa því, að
nokkuri annari þjóð en oss sé boðið
annað eins blað og »tjóðólfur« er;
enda hefi eg ekki heyrt nokkurn mann
halda því fram.
það er andstygð að sjá menn flek-
aða til að kaupa blað, sem ekki styð-
ur nokkurt gott mál.
Og því fer svo fjarri um »f>jóðólf«,
að hann styður ekki nokkurt rnál, gott
nó ilt, þarft né óþarft.
Alt hans skak er í því fólgið, að
reyna að rífa það niður, sem aðrir
menn eru að leitast við að reisa.
Vér þurfum sannarlega ekki á slíku
blaði að halda, íslenzbir alþýðumenn.
f>að er meir en nóg í okkur af deyfð
og vonleysi, tortrygni við aðra og
vantrausti á sjálfum oss, þótt við kaup-
um það ekki dýrum dómum úr höfuð-
staðnum og sannarlega verður nógu
margt til þess, að spilla framfaramál-
um vorum, þó að vér borgum ekki
fyrir það piltum, sem hvorki hafa
hæfileika né menningu til að hafa of-
an af fyrir sér á annan hátt.
Og þó væri þessi viðleitni við að
gera oss tjón sök sér, ef henni væri
ekki svo háttað, að hún verður að
stöðugum löðrungi á þjóðina, sí og æ
óbreyttrí auglýsing ritstjórans um, að
hann telji íslenzka alþýðu skrælingja,
afglapa og flón.
Eg minnist sögunnar, sem stóð í
ísafold í fyrra sumar, um ritstjóranD,
sem kvaðst vísvitandi forðast allar
röksemdir, af því að »fólkið skildi þær
ekki«. Engan mann hefi eg heyrt
vera í minsta vafa um, um hvaða rit-
stjóra sú saga væri.
Svo skilningslaus er íslenzk alþyða
ekki, hvað sem »f>jóðólfur« hyggur, að
hún sjái það ekki ofurvel, hver óvirð-
ing henni er með því gerð, að bjóða
henni látlaust þetta órökstudda stór-
yrðastagl, sem í »f>jóðólfi« stendur.
Að minsta kosti er hún ekki svo, þar
sem eg þekki til.
Hún sér ofurvel, í hverju »f>jóðólfs«-
svörin eru fólgin: »Haltu kjafti! þú
ert landráðamaður! þú vilt koma
okkur á vonarvöl! f>ú ætlar að fleka
okkur til Ameríku! f>ú ert að svíkja
okkur í hendur Dönum!«
þetta eigum við að gleypa! Við
eigum ekki að þurfa neinar sannanir
fyrir þessu, bara trúa því, af því að
»f>jóðólfur« er látinn flytja það út um
landið! Og svo er okkur við og við
bætt ofurlítið í munni með velgjulegu
smjaðri um okkur, til að fleka okkur
til að kaupa sig.
Kjassar okkur annað veifið og með
annari hendinni, meðan hann er að
fara í vasa okkar með hinni.
Eg veit ekki, hvað er að skipaokk-
á bekk með skrœlingjum, ef það er að
láta okkur ekki kunna skil á járnbraut
frá almennum vinnuvélum, eins og
hann gerði í vetur og síra Stefán á
Mosfelli tók ofan í lurginn á honum
fyrir þá.
Eg veit ekki, hvað er að gera okk-
ur að afgbpum, ef það er ekki að ætl-
ast til, að vér köllum það þjóðhylli,
þótt hann leggi stöku heldri menn í
einelti, suma landsins nýtustu menn,
til þess að svala persónulegri óvild
sinni eða öfund, en lætur öðrum þræði
hvern höfðingjann á fætur öðrum gera
sig að skósvein sínum, t. d. rektor í
öllum hlutum, smáum og stórum, þar
á meðal ekki sízt forntungna-áþjáninni;
amtmanninn 1 botnvörpumálinu í fyrra;
ennfremur kaupfélagahöfðingjann al-
kunna og sveitarhöfðingja hans; sömu-
leiðis í ritsímamálinu bæði Reykjavík-
ur-höfðingjana suma, sem er illa við
ritsímann vegna væntanlegs meira ann-
ríkis hans vegna, og selstöðu-stórkaup-
menn vora, sem amast við honum
vegna væntanlegra örðugleika að halda
oss eins einangruðum frá viðskiftalífi
heimsins eins og að undanförnu; eða þá
loks suma landsbankahöfðingjana, sem
einir allra landsmanna hamast í móti
hlutafélagsbankanum fyrirhugaða fyrir
það eitt, að þeir sjá fyrir enda á lán-
veitinga-einveldi sínu, ef hann kemst á».
Og loks veit eg ekki, hvað er að
gera oss að flónum, ef það er ekki að
ætlast til, að vér kjósum heldur hið
ábyrgðarlausa skrifstofu-einveldi yfir
oss en almennilega, þingbundna stjórn,
svo sem oss stendur til boða; því það
sér þó hver beilvita alþýðumaður, að
ekki þýðir það annað, alt skak hans
(þjóðólfsj gegn valtýskunni; enda hefir
hann lengi komið fram sem aðal-mál-
tól skrifstofuvaldsins og þess þjóna, í
smáu og stóru, en hygst geta dregið
dul á það fyrir okkur — eskrælingj-
unum, afglöpunum, flónunum«, — með
því að æpa í sífellu í eyru oss orðið
»stjórnarmálgagn« um annað blað, sem
hefir ávalt sýnt sig jafn-óháð stjórn og
þjóð, viðlátið að segja hvorumtveggja
til syndanna eftir þörfum, en áu þess
að hugsa um að skemta og hossa í-
mynduðum skríl með því að smána
einhvern höfðingja fyrir það eitt, að
hann er í höfðingjatölu, og hefir auk
þess stutt röggsamlega og drengilega
hvern framfaravísi hjá þessari þjóð og
gert sér allra blaða mest far um að
efla velgengni hennar, heiður hennar
og menningarþroska.
Bið eg þá afturhaldsmálgagnið vel
að lifa, ef það bætir ráð sitt, sem
mun vera vonlaust um með þessum rit-
stjóra, en — vel að sdlast að öðrum
kosti, með því að eg fæ ekki betur séð
en að það sé orðið að siðspillandi þjóð-
armínkun.
A Iþ ýðumad u r .
Bökmentafélagið.
Svo fór, sem líklegt var, á aðalfundi
deildarinnar hér í fyrra kveld, að fé-
lagsmenn mótmæltu lögleysu og gjör-
ræði forseta, rektors B.M.Olsens, sem
minst var í síðasta blaði, á þann hátt,
er bezt áttí við og mest munaði um:
höfnuðu honum sem forseta og endur-
kusu Tímaritsnefndina. Hafði þó með-
al annara ósporlatur undirkennari
hans einn verið á erli dagana á und-
an að smala handa honum atkvæðum,
sérstaklega þó, að verið mun hafa,
undirskriftum undir áskorun til hans
um að láta svo lítið að vera formað-
ur deildarinnar áfram. En hafði veiðst
laklega, eða ekki svo vel, að áskorun-
in þætti frambærileg á fundinum. Tek-
ið hafði og forseti sinnaskifti frá því í
vetur; fortók þá í alla staði, að hann
vildi vera við lengur en til sumarfund-
arins, en gaf nú að fyrra bragði og
hiklaust kost á sér, með hinu sama
karlmannlega(!) skilyrði sem fyr: að E.
H. ritstj. yrði ekki í Tímaritsnefnd.
Sjálfstæðum fundarmönnum og óháð-
um fanst sem nærri má geta félaginu
misboðið með slíku, ofan á hina ólög-
legu afsetningu nefndarinnar frá í fyrra,
og kusu forseta Eirik Briem presta-
skólakennara með 20 atkv. (B. M. Ó.
17) og Tímaritsnefndina sömu sem áð-
ur með þorra atkvæða — aðrir mest
6 eða 7 atkv. Er hún því sem fyr skip-
uð þessum 4 mönnum, auk forsetans
nýa: Ein. Hjörl., J. Ólafss., Kristj.
Jónssyni og Stgr. Thorsteinson.
Féhirðir var kjörinn í stað E. Br.
Björn Jensson adjunkt; aðrir embm.
endurkosnir.
Flestir munu una raætavel forseta-
skiftunum; vita sig nú meðal annars
ekki þurfa að kvíða lögleysum, of-
stopa og gjörræði af hinum nýa for-
seta — það er síður en svo —, nó
heldur hóti minni dugnaði af hans
hendi en fyrirrennara hans.