Ísafold - 13.06.1900, Síða 1

Ísafold - 13.06.1900, Síða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/» do)l.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austunttrœti 8. XXVII. árg. Keykjavík miðvikudaginn 13. júní 1900. 37. blað. 1. 0. 0. F. 826159. +_+___________ JForngripasafnid opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl D—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Af Búa-ófriðmum. Pretoría á valdi Breta. Vörn Búa á þrotum Oraniuriki innlimað i Bretaveldi. Bnn af nýu flytur ísafold að eins viku-gamlar fréttir sunnan úr Trans- vaal. |>að var ósatt, símskeytið, sem ensk blöð fluttu 31. f. mán., að Pretoría væri unnin og Krtiger flúinn. |>að var Johannesburg, er upp gafst fyrir Bretum þann dag, 31. maí, eða gekk réttara sagt þeim á vald orustulaust. Bn fám dögum síðar, eða fyrra þriðjudag, 5. júní, fór eins um Pre- toríu. Meginherinn enski, undir forustu Róberts marskálks, var kominn kveld- ið áður í námunda við borgina, og hafði stökt áður Búum af höndum sér, þar sem þeir veittu eitthvert viðnám. Um nóttina snemma komu 2 fyrir- liðar úr föruneyti Botha Búahers- höfðingja út f herbúðir Breta með bréf frá honum til Eoberts marskálks, þar sem hann fór fram á vopnahlé, með- an þeir semji um skilmála fyrir upp- gjöf höfuðborgarinnar. En Eóberts krafðist skilmálalausrar uppgjafar og vildi fá svar þegar í stað; kvaðst hafa lagt fyrir herinn að leggja að borginni í dögun. Botha svaraði, að hann hefði afráðið að verja ekki bæinn og kvaðst treysta Þvfi að Bretar béldu verndarhendi yfir börnum, konum og eignum manna. Bretar lögðu upp snemma morguns; komu þá í móti 3 helztu embættis- menn bæarins og báru griðamerki. Samdægurs, stundu fyrir nón, héldu þeir Eóberts og hans menn innreið sína í borgina. Var þá Botha og herinn Bú- anna allur á brott, en Krtiger forseti farinn áður og fært stjórnarsetrið norður í l&nd. Konur þeirra beggja, Krtigers og Botha, voru kyrrar í borginni. f>að munu þeir láta enn í veðri vaka, höfðingjar Búa, að vörn muni uppi haldið af þeirrahendi þrátt fyrfr þetta, enda allmiklu liði á að skipa enn; þeir hafa varast að hætta því til muna, sízt í neina stórorustu. En fáir munu treysta þeim til þess, úr því sem komið er, að ekkert varð um vörn í Pretoríu, svo digurmannlega sem þeir hófðu látið um hana áður. Fögnuður ákafur heima á Englandi yfir þessum tíðindum, og þar talið engum efa bundið, að þar með sé ó- friðnum lokið eða sama sem lokið. Afmælisdag Viktoríu drotningar, 24. maí, var Óraníuríki hátíðlega innlim- að í Bretaveldi, og breytt um leið nafni þess — skírt Óraníufljóts-nýlenda. Pretyman heitir hershöfðingi sá, er þar var skipaður landshöfðingi. Farsöttir í Reykjayík. I. Inilúenza. Hún kom hingað með strandbátun- um litlu fyrir miðjan maímánuð. Lögðust 14. maí tvær manneskjur, er komið höfðu með Skálholti af Vest- urlandi. Næsta dag sá egenganívið- bót, en 16. maí sá eg 3 nýa sjúklinga, og úr þvf fjölgaði dag frá degi þeim, sem mín var vítjað til, svosemsjámá þessu yfirliti: Mai 14. 2 Maí 27. 49 — 15. 0 — 28. 57 — 16. 3 — 29. 34 — 17. 4 — 30. 25 — 18. 7 — 31. 13 — 19. 11 Júní 1. 14 — 20. 18 — 2. 10 — 21. 39 3. 4 — 22. 36 — 4. 14 — 23. 44 — 5. 8 — 24. 36 — 6. 2 — 25. 28 — 7. 2 — 26. 43 — 8. 1 Síðan 8. júní hefir engiun mér vitan- lega tekið sóttina. Alls hefi eg því séð 5 0 2 sjúklinga; af þeim hafa 20 verið börn yngri en eins árs, 33 á aldrinum 1—5 ára, 91 á aldrinum 5—15 ára, 345 á aldrinum 15—65 ára, og 13 gamalmenni eldri en 65 ára. Hér eru ekki taldir þeir, sem aðrir læknar hafa vitjað, og ekki þeir, sem einskis læknis hafa leitað, en eg hygg nærri sanni, að hér um bil 90°/» af bæ- arbúum hafi fengið sóttina. Af þeim 502 sjúklingum, sem eg hefi séð, hafa 32 fengið lungnabólgu og hafa 7 dáið; af þessum 7 voru 5 veikir undir af öðrum sjúkdómum. Auk þess hafa 3 manneskjur dáið án þess að lungnabólgu hafi verið um að kenna. Hafa því dáið 10 af þeim 502 sjúklingum, sem eg hefi séð, = 2% Kunnugt er mér, að fleiri hafa dáið en hér er getið, en ekki veit eg tölu á þeim. Ekki virðist nein þörf á að lýsa því, hvernig veikin hefir hagað sér — allir þekkja hana. þess skal að eins getið, að allmargir sjúklingar hafa fengið rauða flekki á kroppinn hingað og þangað og fáeinir jafnvel á allan líkamann. þetta rauða útþot hefir stundum líkst mislingaroða, stundum skarlatsroða, en jafnan hefir fylgt því kláði; oft hefir hörundið hreistrað lítils háttar á eftir. Menn hafa hér í bæ gefið þessu mikinn gaum — margir haldið að þeir hefðu skarlatssótt. í öðrum löndum hafa læknar oft tekið eftir þessum roða og Begja, að hann sé stundum algengur fylgifiskur inflúenz- unnar. þegar von var á strandb. snemma í maím., var mikið umtal meðal manna um það, hvort eigi mundi vinnandi verk, að verja bæinn fyrir sóttinm. Slíkt hefði auðvitað aldrei lánast. f>eg- ar bátarnirkomu hingað, var inflúenz- an komin landveg vestur í Húnavatns- sýslu og hefði haldið áfram óstöðvandi hingað eins fyrir því, þótt bátarnir hefðu verið brendir hér á höfninni með öllu kviku og dauðu, sem í þeim kom. Annað mál er það, að aðalatvinnuveg- ur bæarins, þilskipaútgerðin, hefir beð- ið svo mikið tjón af inflúenzunni, að sjálfsagt nemur mörgum tugum þús- unda. f>au voru hér öll inni þilskip- in, þegar bátarnir komu. Ef bátunum hefði verið scíað frá landi vikutíma, meðan þilskipin voru að búa sig á stað eftir lokin, þá hefði þessu tjóni verið afstýrt. Nú hefir frétst að vest- an, aðsóttin hafi komið upp í flestum skipunum, eftir að þau voru lögð út. f>ví miður var engin lögheimild til þess að króa strandbátana, eins og á stóð — veikin á næstu grösum á landi. Inflúenzan kemur jafnan frá útlönd- um. Hún á ekki fast heimili hér á landi, eins og aðrar kvefsóttir. Htin kemur ávalt sjóveg til landsins. |>ess vegna æ 11 i oft að vera hægt að verja landið fyrir henni með því að hefta útlend skip, ef grunur leikur á, að þau flytji með sór inflúenzu. Nái hún landgöngu, þá er erfiðara við hana að fást, ekki útlit fyrir að unt sé að hefta för hennar úr einu héra>i í annað, nema stórir þröskuld- ar séuí milli, eins og Skeiðarársandur sunnanlands og Mývatnsöræfi að norð- an. f>að er víst, að inflúenzan hefir Undanfarin ár komið á Austfirði og stöðvast — bér um bil af sjálfsdáðum — við þessa þröskulda. En á sumr- um fara strandskipin í kring um þá. Læknar eru ofc spurðir að því, er farsóttir ganga, hvort ekki sé hægt að fá einhverja »inntöku« til þess að verja sig. Eg hefi orðið þess var, að sumir ætl uðu að verjast inflúenzunni með kam- fóru; aðrir töldu konjak óyggjandi varn- armeðal; en hvorirtveggju féllu f val- inn, bæði konjakskarlarnir og kamfóru- konurnar. f>að er algeng hjátrú í Dan- mörku, að áfengir drykkir séu varnar- lyf gegn farsóttum, og hefir sú trú lengi verið boðuð hér á landi, margir látið skírast. Sannleikurinn er sá, að áfengismönnum er yfirleitt meiri hætta búin af öllum farsóttum en bindindis- mönnum. Ymsir hafa þrifið til þess, að taka inn kínín (Sulfas chinicus — 30 til 50 centigrömm á dag) til þess að verja sig inflúenzunni. Mér er nær að halda, að í því sé einhver vörn. Nokkurir útlendir læknar hafa og þá skoðun. En enginn ætti að neyta þessabragðs án þess að tala við lækni. Inflúenzan er ekki eins meinlaus kvilli og margur hyggur. Hún er ein af þeim farsóttum, sem skilur fáa eftir. Fólkið legst hrönnum. f>á dagana, sem mest bar á henni hér í bænum, var svo fátt manna á ferli, að ekki sáust fleiri úti um hádegi en ella um lágnætti. Nokkrir deya, margir missa heilsuna. Mjög er það algengt, að menn leggjast tvisvar eða þrisvar, og seinni legan er jafnan verri hinni fyrri. Allur þorri manna er lengi eftir sig, ná sér ekki margir fyr en að nokkur- um vikum liðnum. Óll þessi illu af- drif eru aðallega því að kenna, að menn fara ekki nógu varlega með sig fyrst framan af, meðan á veikinni stendur. Inflúenzan kemur aftur — það má telja víst — áður en mjög langt líður og ættu því aþir að festa sér í minni þessar meginreglur um meðferð sjúk- dómsins : 1. Sjúklingarnir eiga að vera í rúminu, þangað til a 11 u r h i t i (feber) er horfinn. 2. f>eir eiga ekki að fara undirbertloft, fyrenhósti er horfinn. 3. Enginnmáveraskemur, innien 8 daga, hversu létt sem veikin legst á hann. fæssar reglur hefi eg sett þeim, sem til min hafa leitað og allir þeir, sem hafa getað og viljað hlýða þeim og verið heilbrigðir undir, hafa sloppið vel og náð sér furðufljótt. — Er enginn efi á því, að þessi varúð er yfirleitt miklu meira virði en öll þau meðul, sem alment eru notuð. — f>ar með er engan veginn sagt, að meðul séu gagnslaus. Farsóttirnar koma hart niður á læknunum, þó að þeir veikist ekki. Síðan inflúenzan byrjaði, hefi eg ekki átt marga næðis-stund; sjálfur hefi eg komist undan henni. Menn hafa á hverjum degi margir saman spurt mig að því, hvort eg væri ekki upp- gefinn af þreytu, viljað vita hvernig á því stæði, að eg kæmist yfir svo mik- ið annríki og léti ekki á sjá. fæssum spurningum hefi eg aldrei svarað, af því að eg hefi ekki viljað gera fólki gramt í geði, meðan það var veikt; en nú eru veikindin að mestu um garð gengin og svarið er þetta : f>að er orðið al-kunnugt og viður- kent um allan heim, að þeir, sem leggja á sig þunga þraut, svo sem kappleiki, kappgöngu eða kappróður, klifra upp á jökla eða leita uppi heimsskautið o. s. frv., endast þá lang-bezt, reynast bæði röskvastir og þolnastir, ef þeir gæta þess, að hafa holla og kjarngóða fæðu og neyta alls engra áfengra drykkja. þessum reglum fylgi eg, og ræð öðrum til að reyna þetta, þeim er annríkt eiga. f>etta er allur leyndardómurinn. Maturinn er mannsins megin; áfeng- ið ómegin. II. Skarlatssótt. Síðan 5. maí (sbr. Isafold 9. maí) hefir ekkert orðið vart við þessa far- sótt, þar til er mín í gærkveldi var vitjað til unglingspilts á Efri- Vegamótum hér í bænum. Hann hafði veikst deginum áður, og er enginn efi á því, að hann hefir skarlatssótt. — Mér er ekki unt enn að gera grein

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.