Ísafold - 13.06.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.06.1900, Blaðsíða 2
146 fyrir, hvaðan hann hefir fengið veikina. í dag hefir hann verið fluttur í hús það, er leigt var til sóttvarna um daginn (Framfarafélagshúsið). J>ótt nú þetta hafi að borið, þurfa menn ekki að vera úrkula-vonar um, að tekist geti að stemma stigu fyrir veikinni. Stúlkan, sem veiktist ð. maí, er nú albata að kalla má, og verður henni slept út að viku liðinni. Húsið, sem leigt hefir verið, getur tekið 10—12 sjúklinga, og er því hægra að taka á móti veikinni nú en fyrst, þá er vart varð við hana. Búast má við, að fólk út um land verði hrætt við alt, sem kemur frá Beykjavík, þá er þessi fregn berst, og það er engum láandi; en þetta tvent ættu menn að athuga: 1) Hór í Reykjavík verður öllum brögðum beitt til þess, að stemma stigu fyrir veikinni; 2) I Danmörku hefir í vetur verið mikill faraldur af skarlatssótt, langt fram yfir venju; þar í landi sáu lækn- ar í febrúarmánuði rúm þúsund til- felli af veikinni, í marzm. hátt á tí- unda bundrað og í aprílm. aftur ann- að eins. Heyrst hefir, og að skarlats- sótt hafi einnig gert venju fremur vart við sig á Englandi þetta árið. Allir kaupstaðir á landinu mega því vara sig í sumar á útlendum skipum engu síður en þeim skipum, sem koma frá Reykjavík — gera lækni viðvart, ef nokkur grunur leikur á því, að menn á skipum séu skarlatssjúkir (sbr. lýsingu á skarlatssóttinni í ísa- fold, 18. apríl þ. á.). n/6 1900. G. Bjöbnsson. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af »Social Evolution« eftir Ben. Kidd. VII. Flestir munu hugsa sér, að breyt- ingar þær, er orðið bafa á mannfé- lagsskipaninni, séu skynseminni að þakka — að vaxandigáfur og mentun hafi valdið þar mestu. En síðar mun grein fyrir því gerð, að það getur ekki verið. Hér getur ekki verið öðru til að dreifa en mannástinni, sem trúar- brögðin hafa vakið með vestrænu þjóð- unum. Fyrsta stóratriðið í þessari breyt- ingarsögu er afnám þrælahaldsins. það er eitthvert mesta framfarasporið, sem mannkynið hefir nokkurn tíma stigið. þrælahaldið var af numið í Norðurálfunni um byrjun 14. aldar. Hefði það haldið áfram óbreytt frá því, ’sem það var, þegar ríki Róm- verja leið undir lok, þá væri menning nútímans ekki til. Vér værum þá enn í hlekkjum hervaldsins; borgaralegt frelsi og jafnrétti þektum vér þá ekki; verzlun og iðnaður hefðu ekki getað tekið þeim þroska, sem raun hefir á orðið, og á þá fáu menn, sem við slík störf fengjust, væri nú litið smáura augum. Vísindi nútímans væru þá ekki heldur til, né þau not, sem vér höfum af þeim í framkvæmdah'finu. Og þó er þrælahald eitt af hinum eðlilegustu atriðum mannfélagsskipun- arinnar og einkar skynsamlegt frá ýmsum hliðum skoðað. Og það er ekki aukin skynsemi manna, sem hef- ir fengið það afnumið, heldur er af- nám þess alveg vafalaust að þakka þeirri siðgæðismeðvitund, sem er und- irstaðan undir menningu vorri. Tvær eru þær kenningar, sem mest hafa stuðlað að afnámi þrælahaldsins: kenningin um hjálpræði það, er mönn- unum sé ætlað, og sú kenning, að allir menn séu jafnir andspænis guði. En afnám þrælahaldsins var ekki nema fyrsta sporið. Og allar þær miklu breytingar, sem orðið hafa og allar stefna að því, að láta menn eiga sem jafnast aðstöðu í lífsbarátt- unni, alt það, er vér nefnum »fram- farir« einu nafni, stafar frá hinum sömu öflum, sem riðið hafa þrælahald- inu að fullu. Hvergi er jafn-auðvelt að átta sig á því, á hvern hátt breytingarnar hafa orðið, eins og í sögu Breta, vegna þess að þar er ekki um jafn-stór stökk að ræða eins og með öðrum þjóðum; breytingarnar hafa þar þokast áfram jafnt og þétt. Ef vér gefum gætur að tveimur miklu stjórnmálaflokkunum á Eng- landi, sjáum vér, að annar flokkurinn er í raun og veru ekki annað en á- framhald af þeim hluta þjóðfélagsins, er upphaflega hafði haft alt valdið með höndum og önnur gæði lífsins. í hinum flokkinum voru og eru enn yfirleitt þeir sem skör lægra eru settir í þjóð- félaginu. Og saga brezku löggjafar- innar er í stuttu máli frásagan um það, hvernig sá flokkurinn, sem að sjálfsögðu var minni máttar, hefir fengið öflugri flokkinn til að slaka til við sig. í þessa átt hefir stöðugt og undantekningarlaust verið stefnt. Og engum dylst, að eftir þessari braut verður haldið á ókomnum tím- um. Hvernig stendur nú á því, að þessu hefir getað orðið framgengt, svo ó- jafn sem leikurinn virðist vera og svo fátítt sem þetta er í sögu mannkyns- ins? Sumir skýra þetta á þann veg, að í þjóðstjórnarlöndunum séu stjórn- málamennirnir svo fíknir í hylli al- þýðunnar, til þess að fá aukið vald sjálfra sín. En aðrir geta ekki veitt þeim vald en þeir, sem valdið hafa með höndum. Onnur skýringin, sem oft er höfð á takteinum, er sú, að alþýðuflokkinum hafi aukist svo fiskur ujj hrygg í andlegum og líkamlegum efnum, að hinn flokkurinn hafi ekki getað veitt viðnám. En það er ber- sýnilega árangurinn af þeim breyting- um, sem orðið hafa, en ekki orsökin til þeirra. Og svo verða menn ávalt að hafa það hugfast, að sá flokkurinn, sem til hefir slakað, er enn í dag öflugri, og eins hitt, að hvarvetna annarsstaðar en með vestrænu nú- tíðarþjóðunum hefir hann bælt hinn flokkinn undir sig miskunnarlaust. Réttarbætur þær, er aukið hafa frelsi og vald alþýðunnar, hafa ávalt, eða að öllum jafnaði að minsta kosti, verið svo undir komnar, að menn hafa farið að komast við af eymdinni og rangsleitninni og svo hafa þær til- finningar að lokum komið fram í lög- gjöfinni. Svo mjög hefir dregið úr harðneskjunni, einkum í hugum þeirra, sem meiri máttar eru, svo mjög hefir vaxið hæfileiki þeirra til að gera sór grem fyrir böli annara, að þeir eru að verða óhæfir til að veita viðnám gegn kröfum hinna, sem minna mega sín. þegar vér höfum hugfasta þessa breyting, sem orðið hefir á lyndis- einkunn manna, verða skiljanlegar allar þær hreyfingar í félagslífinu, sem framar öðru einkenna nútímann. Af þeim hreyfingum er mest vert um stefnu þá, er verkmannalýðurinn hefir tekið, enda er hún einkennilegust. Hann hefir þegar náð í all-mikið stjórnmálavald og sýnilega er hann á leiðinni til að koma svo ár sinni fyrir borð, að hann eigi við sanngjarnari kjör að búa en að undánförnu. A ýmsan hátt hafa menn skýrt það, hve vel honum hefir orðið ágengt, þakkað það aukinni mentun, auknum gáfum, áhrifum blaðanna, framförum iðnaðar- ins, bættum samgöngufærum og auknu færi á að mynda hvers konar félags- skap. En framar öllu þessu á verk- mannalýðurinn sigurvinningar sínar því að þakka, að mannástin hefir eflst og harðneskjan dvínað í hugum manna. þetta kemur bezt í ljós, þegar verkmannalýðnum lendir saman við auðmennina, einkum þegar um verk- föll er að ræða. þá er það almenn- ingsálitið, sem úrslitum ræður, og á Bretlandi verður almenning3álitið meira og meira á bandi verkmanna, þegar ófriðurinn er háður á heiðar- legan hátt. Væri ekki þessari mannúðartilfinn- ing til að dreifa, og þessari almennu viðkvæmni fyrir bóli og rangsleitni, þá næði þjóðstjórnar-fyrirkomulagið ekki nokkurri átt. Herbert Spencer hefir haldið því fram um ensku og amerísku flokkastjórnina, að ekki só óhætt við því, að út úr heuni spinn- ist harðstjórn einstaks manns eða einstaks flokks. þetta stjórnarfyrir- komulag væri líka eitthvert hlægileg- a3ta stjórnarfyrirkomulagið, sem nokk- cru sinni hefir til verið, ef ekki stæði öðruvísi á nú á tímum en endranær. En sannleikurinn er sá, að það reyn- ist betra en nokkurt annað stjórnar- fyrirkomulag. þó að meiri hlutinn hafi óbundið einveldi á Englandi, eru skoðanir minna hlutans meira virtar en dæmi eru til áður. það er ekki neinum stjórnarskrár-ákvæðum að þakka, heldur þeirri megnu óbeit, sem menn yfirleitt hafa á því, sem rangt er og óheiðarlegt. Vestmanneyum 1. júní. í marzm. var mestur liiti 13.: 7,8°, minst- ur aðfaranótt 17.-^-14°. I april var mest- ur liiti 1. : 9,6°, minstur aðfaranótt 30. -j- 3,9°. í maí var mestur hiti 27. : 13,5°, minstur aðfaranótt 1. 4- 4,4°. Úrkoma var i marz 33 millimetrar, i april 109, í mai 77. Hart kuldakast var frá 15. til 20. marz, og hretið um fyrri mánaðamót var hýsnaslæmt; að öðru leyti var hezti vetur, og vorið fremur gott tii þessa. Vertíðarafli varð fremur rýr. Beztur hlutur um 270 af þorski og hundrað af ýsu. Aftur hefir verið ágætur lönguafli siðan um lok vetrarvertíðar, þó æði-mis- jafn; hæstur hlutur orðinn um270aflöngu auk trosfiskis; en nú er verzlunin saltlaus, og er óþarfi að orðlengja um, hvert tjón af þvi getur orðið. Skepnuhöld mjög góð. Heilbrigði í lakara lagi. Auk ýmsra smærri kvilla var hið illkynjaða maga- og garnakvef að stinga sér niður fram i maí- mánuð, svo og hálsbólga m. fl. Heiðurssamsæti héldu Vatnsdælir og nokkrir fleiri Bene- dikt G. Blöndal umboðsmanni 26. f. m. í minningu þess að hann hefir i ár búið 60 ár rausnarbúi þar í dalnum og vakið sveit- unga sina til framfara og menningar. Ræðu héidu auk heiðursgestsins: Björn Sigfússon alþingismaður og kona hans, húsfrú Ingunn Jónsdóttir, Hjörl. prófastur Einarsson, Magnús Stefánsson búfræðingur á Flögu, Jón Hannesson bóndi i £>órorms- tungu, Jósep Jónsson hóndi á Melum og Björn læknir Blöndal á Blönduósi. Kvæði voru sungin fyrir minni heiðursgestsins eft- ir Ben. Sigfússon söðlasmið á Bakka og Jónas Guðmundsson hónda á Eyólfsstöðum. Heiðursgestinum var afhentur að gjöf vand- aður göngustafur. Benedikt Blöndal er nú blindur orðinn, en að öðru leyti hinn ern- asti og fylgir sveitar- og landsmálum með sama áhuga og nokkuru sinni áður. Barn druknaði í gær hér í bænum, í Skuggahverfi, 6 ára gamalt; hafði dottið út af fiski- bryggju þar. Móðir þess fann það örent við landsteinana. Faðir þess er Björn Guðnason frá Hólmabúð. Uppreisn í Kína þaðan flytja ensk blöð hin nýustu hroðasögur af óeirðum og manndráp- um. Er svo að sjá, sem þar sé kvikn- uð megn uppreisn og almenn, og stefn- ir að því helzt, að gjöreyða öllum út- lendum mönnum í ríkinu, einkum kristniboðum og kristnum mönnum, Og meira að segja grunur á, að ekkju- drotningin, er ríkjum ræður fyrir keis- arans hönd, sé í vitorði um þá óhæfu og ráðgjafar hennar. Hún hefir lengi fjandskapast við allar framfarir í landinu og annað það, er af útlendum toga er spunnið. Borgin Tientsin, hafnarbær höfuðborgarinnar, með um 1 milj. íbúa, mjög svo í uppnámi og búist við uppreisnarhernum þangað á hverri stundu. þar höfðu Bandaríkja- menn gert landgöngu af herskipum, er þar lágu, líklega til að halda verndar- hendi yfir löndum sínum í borginni, og svo að sjá, sem Rússar hafi gert slíkt hið sama. En Bretar sátu enn hjá, og þótti það kynlegt. Er sízt fyrir að segja, til hverra stórtíðinda þetta getur dregið. Hræið mikið og girnilegt átu, en ernirnir á næstn grösum bæði matsólgnir og með stálbryddan gogg og klær. Slys meðal Vestur íslendinga. Tvær islenzkar konur brenna inni. Mikill hluti af smábænum Edinburg í Norður-Dakota brann til kaldra kola 20. apríl síðastl. Eldurinn kom upp um hádag; en þó vildi svo raunalega til, að tvær konur brunnu inni. Onn- ui þeirra hét Helga (Pálmadóttir Hjálmarssonar frá þverárdal í Húna- vatnssýslu), kona Jakobs Lindals frá Miðhópi í Húnavatnssýslu; nafn hinn- ar er ekki nefnt í vestanblöðunum, en nún var kona Júlíusar Björnssonar að Gardar. Konurnar voru komnar út, ætluðu svo að sækja eiuhverja muni inn í eitt húsið, sem var að brenna, og kornust ekki út aftur. íslendingar hafa orðið fyrir allmiklu tjóni af þess- ari brennu, þar á meðal Hermann Hjálmarsson, er átti helming í akur- yrkjuverkfærabúð, er brann. Tveir íslendingar (Anderson & Kelly) áttu lyfjabúð og aðrir tveir (Melsteðs-bræð- ur) almenna búð, er báða'r fórust f brennunni. Blöðin geta ekki um, hvort eiginrnar hafa verið í eldsá- byrgð eða ekki. —---- — I ^ ---- Prestskosning. Að Mælifelli er prestur kosinn sira Sigfús Jónsson í Hvammi í Laxárdal með 24 atkv. Síra Einar Pálsson á Hálsi fekk 6 atkv. Aðrir ekki í kjörL Ferðamenn er allmikið um hér um þessar muud- ir, einkum þá er koma og fara með strandferðaskipunum, sem nú eru tíð- Eörul. Nokkuð af fólki bíður hér og ferðar til Ameríku; þar á meðal er einn Halldór Daníelsson, þingm. Mýra- manna, með sitt fólk. Með Skálholti fór í gærmorgun Sigurður próf. Gunn- arsson og hans fólk *heim aftur til Stykkishólms; gifti hér dóttur sína eldri, Bergljót, 9. þ. m. cand. theol. Haraldi Níelssyni. Með Hólum fór í fyrra dag frú Sigríður Eggerz alfarin austur á Djúpavog, til dóttur sinnar þar (konu Ól. Thorlacius lækni). Skipstrand- Frönsk fiskiskúta, Sirius, frá Calaís, strandaði í fyrra kveld suður á Mið- nesi; rak sig á blindsker nál. 1 mílu frá landi og hleypti síðan upp á þurt, nærri Stafnesi. Veður var blítt og fag- urt, og skipverjum hægt fyrir að bjarga sér. Komu inn eftir hingað í gær.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.