Ísafold - 13.06.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.06.1900, Blaðsíða 3
147 Um sóttkvíunina í Framfarafélagshúsinu, á skarlats- sóttarsjúkl. ásamt hjúkrunarkonu, gengur mikið skraf hér í bænum, að hún muni ekki dyggilega haldin; full yrt, að hjúkrunarkonan, Guðný Her- mannsdóttir, er numið hefir þá iðju í Khöfn með ágætum vitnisburði; hafi gert sig seka í því stórkostlega broti, að fara nær allra sinna ferða burt úr húsinu út um allan bæ. Sem betur fer,þáer þessi heimskulegi og ógóðgjarn- legi áburður á stúlku þessa alveg á- tyllulaus, eftir því sem héraðslækni hefir komist næst, og hefir hann rann- sakað það mál mjög rækilega. Tilefnið er það, að Guðný þessi á hér systur, sem er henni mjög lík, og auk þess eins búin — hefir gengið meira að segja með sjal af Guðnýu. Hefir það orðið til þess, að ýmsir hafa vilst á þeim tilsýndar, og bumir þótst svo ugglausir um það, að þeir hafa ávarpað hana með nafni systur hennar og látið í ljósi undran sína og misþóknan á því, að hún skyldi vera á gangi úti og svíkjast svona um það, sem henni hafi verið trúað fyrir! Álmenningur ætti því miklu fremur að fyrirverða sig fyrir tortrygni sína en að ala lengur með sér nokkurn sviksemisgrun í þessu atriði. Slgling. þessi kaupför hafa hingað komið það sem af er mánuðinum: 5. Kagnheiður (73, Bönnelykke) frá Troon með kol til W. Christensens. 8. Progres (135, Andersen) frá Dysart með kol til W. Christensens. — 11. Askur gufuskip (240, T. Randulff) frá Mandal með viðarfarm til Björns Guðmundssonar. 8. d. Ingeborg (124, N. R. Svane) frá Frederiksstad með timbur til Magnúsar Benjam. o. fl. 12. August (80, Dreja) með alls konar vörur frá Kaupmannahöfn til H. Th. A. Thomsens. Mannalát. Hinn 3. þ. m. andaðist að Melum í Hrútafirði Jón Jónsson, jarðar- eigandi og um langan aldur bóndi þar á staðnum. Jón sál var faeddur 25. des. 1824. Foreldrar hans voru hinn orðlagði vits- muna- og ráðdeildarmaður Jón Jónsson, kammerráð og sýslumaður í Strauda- sýslu, og frændkona hans Sigríður Sig- urðardóttir. Hann ólst upp hjá föður sínum á Melum og naut hins mesta ástríkis, einnig af stjúpu sinni, er fór með hann að öllu sem eigið barn henn- ar væri. Árið 1848 reisti hann bú á Melum, og höfðu þá gömlu hjónin, faðir hans og stjúpa, gefið honum stór- mannlega gjöl í fasteign og lausafé, og sama ár, hinn 27., sept. giftist hann eftirlifandi ekkju sinni, Sigurlaugu Jónsdóttur bónda og dbrm. Ólafsson- ar á Helgavatni í Vatnsdal. Bjuggu þau á Melum öllum í 30 ár, hinu mesta rausnarbúi. Efnin voru jafnan mikil, búinu stýrt með reglusemi og atorku, og sérlega sómasamlega staðið í götu hinna mörgu ferðamanna, er jafnan sækja að Melum, sem standa í einhverri hinni fjölförnustu þjóðbraut landsins. Síðustu rúm 20 ár voru þau hjón ýmist í húsmensku eða búandi á jarðarparti, og voru síðast að mestu hjá syni þeirra, sem núbýr á Melum. Jon sál. var mjög merkur maður. Hann hafði góða greind, en var allra manna frásneiddastur þvi, að láta mik- ið á sér bera eða halda sér fram; var fáorður jafnan og fremur fálátur í marg- menni, en við vini og kunningja ræð- inn og skemtilegur, þegar svo bar und- ir. Hann var mjög reglusamur mað- ur, áreiðanlegur í öllum viðskifturu og manna tryggastur og staðfastastur, trú- maður og guðrækinn, háttprúður og siðavandur. Sem bóndi var hann stjórn- samur og útsjónarmaður og sveitar- stoð að því leyti, að hann bar jafnan einhverja þyngstu byrði af bændum í sveitarfélaginu. A fé sínu var hann talinn fastur maður, en sóma síns gætti hann ætíð fyllilega, og það var ekkihaft í hámælum á Melum, þótt einhverjum væri rétt hjálparhönd, en kunnugir vita, að það var bæði oft gert og verulega. Jón sál. var mesti lánsmaður. I upp- vextinum var hann undir hendi hins bezta föður og fóstru. Með gifting- unni eignaðisti hann förunaut, sem honum reyndist yfir 50 ár hinn holl- asti og hentugasti, alþekta ágætiskonu, sem allir kunnugir bera virðingu fyrir. Hjónaband þeirra var líka farsælt, og er óbætt að telja það að einu og öllu sanna fyrirmynd. Börn sín mannaði hann vel og naut þeirraánægju, að sjáþau, sem upp komust,vel metin í félaginuogí flokki merkustu manna. Alla sína daga hafði hann mjög hrausta heiisu; mun aldrei hafa Iegið veikur, nema síðasta sólarhringinn, sem hann lifði. Börn þeirra hjóna eru: Jón prófast- ur í Stafafelli; Ingunn, kona Björus alþingismanns Sigfússonar á Kornsá; Guðlaug, kona Guðmundar Ólafssonar á Lundum í Stafholtstungum; Jósep, bóndi á Melum; og Finnur borgari í Vinnipeg. þrjú dóu kornung, og 2 upp- komin: Sigríður, fyrri kona þórðar Jónssonar á Laugabóli 1888, og Run- ólfur Magnús 1883, að eins þrítugur, nýorðinn bóndi á Melum, hinn efnileg- asti maður. Með Jóni sál. er horfinn einn af landsins elztu og beztu bændum, still- ingar-, ráðdeildar- og staðfestumaður, er í öllu mátti treysta, góður heimilis- faðir og yfir höfuð að tala sá maður, er hverju félagi er bæði gagn og sómi að eiga. Einn aý vinum hins látna. Hinn 28. marz síðastl. andaðist að Kirkjuvogi í Höfnum ágætis-konan pórunn Brynjólfsdóttir, 86 ára gömul, ekkja hins nafnkunna bændahöfðingja Vilhjálms Kr. Hákonarsonar dbrm., hreppstjóra og stórbónda í Kirkjuvogi. Eftir 30 ára fyrirmyndar-hjónasambúö og rausnar-búskap í Kirkjuvogi andað- ist hann 1871; en síðan bjó hún þar sem ekkja með sömu rausn og sæmd í 15 ár; 1886 lét hun af búskap og var síðan til dauðadags hjá dóttur sinni, ekkjufrú Steinunni Sivertsen. Þórunn sál. var dóttir síra Brynjólfs Sivertsen, ér síðast var prestur að Utskálum, og konu hans Steinunnar Helgadóttur, og var þannig alsystir síra Sigurðar ridd. af dbr. á Utskálum og hálfsystir Helga biskups. Þórunn var kona sannmentuð bóklega og verklega, vitur og vel að sór gjör; hjá henni var dugnaður og skörungsskapur svo fagurlega sameinað- ur hógværð, lijartagæzku og göfuglyndi, að allir undantekningarlaust, er henni kyntust nokkuð verulega, urðu að elska hana og virða. Hjarta hennar var gagn- tekið af kærleika Krists, og var líferni honnar fagurt dæmi upp á sannan, lif- andi og starfandi kristindóm. Líknar- starfsemi hermar og góðgirni var frá- bær; aumum og bágstöddum var hún jafnan og án manngreinarálits eins og ástúðleg móðir; mörgum börnum, er ým- ist ekki þótti kennandi fyrir tornæmis sakir eður höfðu verið vanrækt í þeirri groin, kendi hún ókeypis til fermingar. Starfsamur, veglyndur, hógvær og þol- inmóður kærleiki var hennar lífseiukenni; og trúræknari konu hefi eg ekki þekt. Börn hennar eru: Anna, kona síra O. Y. Gíslasonar í Nýa-íslandi, og Steinunn, ekkja þeirra bræðra síra Sigurðar og Helga hreppstjóra Sigurðarsonar ■ Sivert- sen frá Útskálum. J. P. Ýmislegt utan úr heimi. Meira en 5J milj. manna hefi Breta- stjórn orðið að leggja lífsviðurværi í vetur á Indlandi vegna hallærisins, og mun þó hafa skamt hrokkið. lýsi eg því hór með yfir, að eg hafði alls engin mök eða viðskifti við áð- urnefnda meun, hvorki keypti af þeim skepnur, né lánaði þeim þeim sparisjóðs- bók eða péninga á annan hátt. Hvanneyri 25. mai' 1900. Hjörtur Snorrason- þann beyg hafa Bretar fengið af fjandsamlegum ummælum annara Norðurálfuþjóða í þeirra garð í vetur út af Búaófriðinum, að nú eru þeir farnir að hugsa um að gera rammleg vígi kringum Lundúnaborg, og eins að gera virki við Temsármynni og auka um helming og bæca strandvirki sín. Manntjón 1 hernaði Stafar oft minst af mannfalli í orustum. Bretar mistu að meðaltali 6 af hundraði á ári af hermönnum sínum þau 20J styrjaldar- ár, er kend eru við Napóleon mikla; en þar af voru ekki nærri því 1 af hundraði, sem féllu í orustum eða.lét- ust af sárum; hinir urðu sóttdauðir eða létust af slysum. Parísarsýningin. Kringum 320,000 kr. varð prentari sá, er fekk að gefa út og selja sýningarskrána, látinn greiða í sýningarsjóð fyrir þau hlunn- indi. Fyrir einkarétt til að lána þeim stóla að hvíla sig, er á sýninguna kæmu, galt annar maður um 140,000 kr. í sýningarsjóðinn. Má af því marka, hvert smáræði þar er um að tefla, eða hitt þó heldur. Veðurathuganlr í Reykjavik eftir landlækni Dr. J.Jónas- sen. *c8 ® Hiti (á Celaius) j Loftvog | (miliimet.) 1 Veðurátt. nóttu. |umhd| árd. siðd. í árd. slðd. 26. + 5 + « 151.8 751.8 Sa h d Sa h b 27. + 6 + 11 751.8 754.4 Sa h d o b 28. + 7 +12 756.9 762.0 o b o b 29. + 9 + 10 762.0 762.0 Sah d Sv b b 30. + 4 +11 762.0 761.1 o b e d 31. + 5 +10 767.1 762 0 Sa h d S h d 1. + 8 +10 762.0 762.0 S h d S h d 2. + 7 + 8 756.9 762.0 S sv d Sv h d 3. + 5 + 8 762.0 764.5 Sv h d S h d 4. + 5 +10 764.5 764.5 S h b S h b 5. + 4 +11 762.0 759.5 Sa h d S h d 6. + 8 + 13 759 5 759.5 o d o d 7. + 8 +13 759.5 759.5 o d o d 8. + 7 |+ 9 759.5 759.5 o d o d Undanfarið mesta veðurhægð með úr- komu við og við; oftast við suðrið. Meðalhiti í maí á nóttu + 30 á hád. -þ 8.1 Með því að enn hefir eigi verið settur steinn eða neitt minningar- mark á leiði konsúls W G- Spen- cer Patersons Í Reykjavíkur-kirliju- garði, og eigi lítur út fyrir að frænd- ur hans erlendis ætli að gera neina ráðstöfun í þá átt, viljum vér undir- skrifaðir leyfa oss að skora á vini hans og kunningja, að leggja fram eitthvert peningatillag til þess, að sæmilegt minningarmark verði sett á gröf hans. Meðundirskrifaður Ásgeir Sigurðsson veitir væntanlegum sam- skotum viðtöku, og mun opinber grein verða gjörð fyrir þeim á eftir. Reykjavík, 11. júní 1900. Asgeir Sigurðsson Kristján Jónsson kaupmaður. yfirdómari. Kr. Jónasarson Pike Ward verzlunarmaður. kaupmaður. Þar eð eg hefi heyrt það liaft eftir þeim félögum Kristgeir Jónssyni frá Bakkakoti í Skorradal og Guðmundi Narfasyni frá Gullberastöðum, sem fóru til Ameríku í síðastliðnum apríl, að eg hafi keypt af þeim hokkuð af skepnum þeirra og í tilefni af því fengið þeim sparisjóðsbók, sem eg hafi átt, og sem þeir hafi haft í höndum í Reykjavík, þá t Þ. 9. þ. m. andaðist Sigríður Magn- úsdóttir Waage, eftir sex vikna legu á heimili sínu hér i bænum. Jarðarföriu fer fram föstud. 15. þ. m. kl. 12 á hádegi. Tapast hetir frá Þing-nesi i Borgarfiiði rauðblesóttur hestur stór og vakur aljárn- aður með mark: sýlt hæði. Finnandi er beðinn að koma honum á leið fyiir vestan- eða norðanpóstanna sem ganga frá Reykja- vik. Hans Hannesson, póstur. Til leigu frá 1. októher 3—4 rúmgóð herbergi, eidhús og geymslupláss í húsi Steingr. Guðmundssonar snikkara Lauga- veg nr. 23. Drengjaföt^toS komu nú með »Laura« í verzlun Jóns þórðarsonar, verð frá 6—11 kr. Karl- manns sumarföt frá 15—30 kr. Gjörið svo vel að koina og skoða áður en þið kaup- ið annarstaðar. Hálstau og höfuðföt af öllum sortum er nýkomið í verzlun Jóns þórðarsonar. íslenzkt snyör fæst nú í verzlun Jóns pórðarsouar fyrir 60 aura pundið; afsláttur ef mikið er keypt. Notið nú tækifærið! Cement, Þakpappi og allskonar farfayörur ódýrast gegn peningaborgun í verzlun G. Zoega Kartöflur Laukur og Grulrófufræ í verzlun G- Zoega- Til heimalitunar viljum vérsér- staklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðum og litarfeg- urð. Sérhver sem, notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessilit- ur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvís- ir á íslenzku fylgir hverjum pakka.—- Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi. Buchs Farvefabrik CRAWFORDS ljúffenga BISCUITS (smakökur) tilbúið af CRAWFORDS & Son Edinborg og London Stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar : F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn. The Edinburgh Roperie & Sailcloth Company Liimited, stofnað 1750. Verksmiðjur í Leith og Glasgow. Búa til færi, strengi, kaðla og segl- dúka. Vörur verksmiðjanna fást hjá kaupmönnum um alt land. Umboðsmenn fyrir Island og Færeyjar. F. Hjort & Co. Kaupmh. K. Munið eftir að í verzlun Jóns þórðarsonar er tekin öll íslenzk vara.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.