Ísafold - 20.06.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.06.1900, Blaðsíða 1
Kemur út vmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l>/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXVII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 20. ]úní 1900. 39. blað. H. 0. 0. F. 826159. + +_____________ Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11—12. handsbankinn opinn hvern virkan dag ,t— 2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Jjanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12-2 og einni stundu lengur (til k). 3) md., civd. og ld. til útlána. Okeypis lsekning á spítalanum á þriðjud. 0g föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-L Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti lb I. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. SUNNANFARI VIII 4 er út kom 15. þ. m., hefir inni aS halda: Tveir íslandsráögjafar: C. S. Klein og C. Goos, m y n d i r þeirra og æviágrip. Flugan, saga eftir E. H., frh. Frá hirð Friðriks konungs sjöunda, frh. M y nd af Búum, er biðjast fyrir á und- ,an orustu, og önnur af Flugumyrar- kirkju innan, ásamt grein um þær myndir. Gaman og alvara. Sunnanfari kostar 2 kr. 50 a. árg. (12 arkir) hór á landi ; en 1 dollar í Ameríku. Verndin. Afturhaldaliðið hefir tekið sér fyr- ir hendur að vernda oss íslendinga — vernda oss fyrir allsherjar-nauðsynja- vöru hins siðaða heims. Vernda oss fyrir peningum! það gengur að því vísu, að engu sé kostaudi upp 4 ættjörð vora, meiru en nú er S61^- Ekkert skip hafi neitt út á ajóinn að gera umfram þau, sem nú er haldið. Enginn blettur sé ræktandi umfram þessa smábletti, sem •nú er,;verið að bera á. Engin vara, gem vér þurfum að kaupa, geti orðið ódýrari, hvernig sem verzilunarskilyrð- in eru. Allur vor hagur hljóbi að vera í sömu niðurlægingunni eins og þann er nú. Og það gengur að þvf vísu, aftur- haldsliðið, að ver ísleudingar séum ekki annað en skrælingjar. Eignumst vér peninga, þá eyðum vér þeim í ekkert annað en einbera vitleysu. Enda er svo sem auðvitað, að vér get- um ekki eytt þeim 1 neitt annað, ef landið okkar er slíkt afhrak allra landa, sem afturhaldspostularnir auð- sjáanlega og ómótmælanlega gera Bér 1 hugarlund. Peningar verða oss þá hefndargjöf að eins. f>ejr hafa þá engin önnur áhrif á oss en sökkva oss æ dýpra og dýpra í sknldafenið. Að lokum hljóta þeir að setja oss algerlega á höfuðið. Og jafnframt koma þeir landinu í hendur þeirra útlendinga, sem lána os8 alla peningana. Enda leikurinn til þess gerður af slægvitrum útlend- ingum og illgjörnum íslendingum, að Bvíkja landið 1 hendur dönskum Gyð- ingum! Vér látum ósagt, eftir hverju þessir útlendingar eiga að vera að slægjast — hvað þeim getur gengið til að vera að ásælast þetta land, annað einB af- hrak alla landa eins og það er eftir allri rökfærslu atturhaldspostulanna. Vera má, að það vaki eitthvað óljóst fyrir þessum hagfræðingum vorum, að landið sé vitanlega notandi, ef Gyð- ingarnir eigi með það að fara, þó að íslenzkir skrælingjar geti ekki með nokkuru móti gert það lífvænlegt og ekkert fremur fyrir það, þó að þeir eigi kost á nægum peningum. í þessu efni virðist rökfærslan nokkuð óljós hjá afturhaldsiiðinu, sem kann að stafa af því, að það á ekki sem pennafær- ustum mönnum á að skipa. En hvað sem því líður, er enginn vafi á, hvern greiða mennirnir þykjast ætla að gera þjóð sinni. |>eir vilja vernda hana gegn peningunum. f>eir geta ekki hugsað Sér, að pening- ar eigi neitt annað erindi hingað til Iands en að koma mönnum í skuldir. Og gegn þessari skuldahættu vilja þeir vernda þjóðina. Óþarfi er að taka það fram, að vér mótmælum þessari kenning afturhalds- liðsins svo afdráttarlaust sem framast er unt. Oss dylst það ekki, að með henni er afneitað öllum framförum þessarar þjóðar á ókomnum tímum. Eða réttara sagt allri framtíð hennar hér á landi. f>ví að ekki þarf nema heilbrigða skynsemi til að sjá og skilja jafn-einfalt mál og það, að séum vér með öllu óhæfir til að byggja þetta land sómasamlega með nœgum pening- nm, þá er með öllu vonlaust um að 088 gangi það betur með tvær hendur tómar. f>jóð vor getur þá ekki átt aðra framtíð í vændum en útflutning- inn. Og ætfcjörð vor hlýtur þá ann- aðhvort að verða að eyðiskeri eða byggjast af útlendingum — líklegast aí þessum dönBku Gýðingum, sem aft- urhaldsmálgagnið hefir nú fengið mest- an beiginn af, þó að ritstóri þess hafi sjálfur átt þátt í að fá þá hingað til lands með tilboð sitt og hafi sótt það mál með slíku kappi, að hann vildi vinna til að leggja með lögum veð- band á allar jarðeignir landsmanna! (sbr. síðustu ísafold). f>essi kenning afturhaldsliðsins er því jafn-mikill voði fyrir þjóð vora eins og hún er mikil smán fyrir hana. Hún er ekki annað en seyðið af öllu vonleysinu, framkvæmdarleysinu, vol- inu og vílinu, sem hér hefir svo lengi legið í landi. Óhollari og ógeðslegri súpu getur ekki. En hvað um það — þetta er nú kenning afturhaldsliðsins. Og þetta er meira að segja eina kenningin, sem það flytur þjóð vorri. f>ví að allar hugmyndir þess um nauðsynjamál vor eru á eina bókina lærðar. Stjórnar- bófc megum vér ekki fá, af því að vér erum þeir skrælingjar, að vér erum með engu móti færir um að tala við ráðgjafa. Ritsíma megum vér ekki fá, af því að vér getum ekki mannast svo mikið að færa oss hann í nyt eins og aðrar þjóðir. Peninga megum vér ekki fá, af því að þá komumst vér í skuldir. En vilji nú afturhaldsliðið sýna nokkurn lit á að vera sjálfu sér sam- kvæmt, þá hlýtur það að halda miklu lengra út á þá braut, sem það nú telur einu leiðina til að bjarga þjóð vorri. það hygst að forða íslendingum frá bankaskuldum með því að afstýra því að peningar verði á boðstólum — nema svo sem \ hluti þess, sem lands- menn þarfnast. Nú eru peningar ekkert annað en ein af nauðsynjavörum manna. Og bankaskuldirnar eru sannarlega ekki einu skuldirnar, sem landsmenn geta lent í. Allir þekkja kaupstaðarskuld- irnar. Ekki eru þær betri, heldur snöggum mun verri en bankaskuld- irnar. Engar skuldir sljóvga meir til- finning landsmanna fyrir áreiðanleik og vönduðum viðskiftum. Og þær hafa spilt svo allri verzlun hér á landi, að íslendingar fá ekki undir risið. Sé nokkurt vit í að gera varnarráð- stafanir gegn bankaskuldum, þá er sýnilega sjálfsagt að taka kaupstaðar- skuldirnar til greina á sama hátt. Nái það nokkurri átt að verja menn bankaskuldum á þann hátt, sem aft- urhaldsliðið hygst að gera það, með því að afstýra því að nauðsynjavara sú, er peningar nefnist, sé flutt inn í landið, þá hlýtur það ómócmælan- lega að vera Dráðnauðsynlegt að girða fyrir kaupstaðarskuldirnar með því að hefta aðflutning af þeim nauðsynja- vörum, sem í kaupstöðunum fást. það er fráleitt neitt smáræði, sem kornflutningarnir hingað til lands hafa aukið verzlunarskuldirnar. Skulda- hættan hlyti að verða miklu minni; ef afturhaldsliðið sæi um, að ekki væri flutt hingað nema J hluti þess korns, sem landsmenn vilja fá. |>á má svo sem geta því nærri, hvort kolaskorturinn, sem hér hefir verið undanfama vetur, hefir ekki forð- að þeim frá kolaskuldum, sem engin kol hafa getað eignast. Vonandi tek- ur afturhaldsliðið þá mikilsverðu reynslu til greina og reynir að draga til stórra muna úr aðflutningi þeirrar vörutegundar. Ekki væri heldur smáræðis vernd gegn skuldum í því að hefta sykur- flutningana hingað. Að vér nú ekki nefnum kaffið, sem margir telja ekki einu sinni nauðsynjavöru. Afturhaldsliðinu kann að þykja þetta nýstárleg kenning. En vér get- um ekki að því gert. f>að stafar eingöngu af því, að það hefir ekki nægilega þroskaða vitsmuni til þess að hugsa sínar eigin kenningar út í æsar. þess vegna getur ekki hjá því farið, svo framarlega sem nokkurfc samræmi eigi að vera í framkomu afturhalds- liðsins, að það komi á næsta þing með varnarráðstafanir gegn aðflutningi á öðrum nauðsynjavörum en peningum. Að öðrum kosti verðurþað hverjum manni bersýnilegt, að barátta þess gegn peningunum er alveg gripin úr lausu lofti. því að hvers ættu peningar að gjalda fremur öðrum nauðsynjavörum? Bimreiðin VI 1-2 það er fyrri helmingur þ. á. af því tímariti og er með álitlegra móti, mik- ið myndarlegt rit og fjölbreytileg, og nú með miklum myndum. Veigamesta greinin er hin fremsfca f heftinu, um kosningar, eftirPál amt- mann Briem, samanburður á kosning- arlögunum í ýmsum ríkjum, og gerð góð grein fyrir, eftir hverjum megin- reglum þau eigi að vera sniðin, svo að réttlæti sé sómi sýndur. Telur höf. kosningarlögum vorum til alþingis allmjög áfátt í þeirri grein. þau ríði í bága við þrjár áríðandi meginreglur: 1, að kjósendum sé vel auðið og hér um bil jafn-auðvelt að neyta kosning- arréttar síns; 2, að þeir geti kosið framboða eftir sannfæring sinni; 3, að atkvæði hvers kjósanda hafi fult hlut- fallslegt gildi. Til þess að gera skil fyrstu meginreglunni vill höf. hafa kjörstað í hverjum hreppi og jafnvel tvo í stórum hreppum; annari með hulinni atkvæðagreiðslu, aðdæmi flestra Norðurálfuríkja; og hinni þriðju með því að afnema kjördæmaskiftingu og meiri hluta kosningu, heldur sé land- ið alt eitfc kjördæmi og kjósi hver kjósandi einn fulltrúa af öllum þeim, er gefa kost á sér, 'en fullfcrúar séu misgildir á þingi eftir atkvæðafjölda þeim, er þeir bafa fengið. það er mikið mál, sem við er hreyft með grein þessari, og varhugavert að ýmsu leyti — nóg umtalsefni í margar blaðagreinar. j?á koma nokkur kvæði eftir þá Stgr. Thorsteinsson og Matth. Joc- humsson, er óhætt mun að segja það til lofs, að þau séu höfundunum samboó- in. Svo er lagleg smásaga eftir Guðm. Friðjónsson: Dóttir mín. f>á er nýtt s ö n g 1 a g eftir Svb. Sveinbjörns- son, við kvæðið: »Hvar eru fuglar, sem á sumri sungu«. f>ví næst hefir Helgi Pétursson nátt- úrufræðingur gert stutta grein fyrir nýungum í jarðfræði íslands, er vera munu all-merkilegar, svo sem að móbergið sé ekki eldfjalla-aska, heldur fornar jökulurðir, en það breyt- ir mjög eldri kenningum um það, hve/n- ig landið hefir til orðið. Hefir höf. gert hinar merkilegu rannsóknir sínar þar að lútandi með fjárstyrk bæði úr háskólasjóði Dana og frá kirkju- og kenslumálastjórn þeirra. Langlengsta ritgerðin í þessu hefti eða hátt upp í helming þess er Reykjavík um aldamótin 1900 eftir mag. Ben. Gröndal, 4r/4 örk, og er þó ekki nema fyrri kaflinn, með 14 all-góðum myndum af ýmsum hlutum bæarins eða einstök- um húsum, auk 3 landsuppdrátta af kaupstaðnum, er hver er frá sínum aldamótum, 1700, 1800 og 1900. — þar er fyrsti kaflinn um landnám Reykjavíkur og þá um útsýni frá Skólavörðunni, en því næst farið yfir bæinn f köflum og lýst götum og hús- um flestum, hver þau hafi smíðað og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.