Ísafold - 20.06.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.06.1900, Blaðsíða 3
155 eða síðar. Getur vel hafa geymst í húsunum á Kalmansbjöra frá því er Lónakotspilturinn lá þar í sóttinni, og hver veit hverjir íleiri. Er það brap- alleg yfirsjón, að kotið það var ekki sótthreinsað eftir. Sunnud. 17. þ. m. fór héraðsl. Guðm. Björnsson suður að Lónakoti, við 5. mann úr Hafnarfirði, til þess að sótt- hreinsa þar eftir veikina og leysa heimamenn úr sóttvarnarhaldi, hjónin og 3 börn þeirra; fleira er það ekki. Hann treystist ekki tii að sótthreinsa til hlítar bœarkofann, aumlegt mold- argreni, vegna fúa og sagga, og lét því brenna hann til ösku, að áður fengnu samþykki landshöfðingja, gegn 200 kr. skaðabótum; sótthreinsaði síðan fötin af fólkinu og laugaði það sjálft; hafði með sér ný föt handa því að fara í; lét því næst rífa skemmukofa og refta úr viðunum og þókja yfir heytóft til bráðabirgðaskýlis fyrir fólkið, meðan verið er að koma upp nýum bæarkofa. Ekkert vottar fýrir, að sóttín hafi neitt dreifst út frá þessum tveim bæ- um í Garðaprestakalli, Lónakoti og Hliðsnesi, sem er vitanlega því að þakka, að þar var röggsamlega að gengið í tíma af héraðslækni með sótt- kvíun og sótthreinsun á eftir. Nema hvað hann komst ekki hjá að fá hana sjálfur. J>að er fróðlegt þess að geta, að ekki hafði innflúenza-veikin borist að Lóna- koti, þótt gengið hafi á bæunum alt í kring, og er það órækur vottur þeas, að sóttkvíunin þar hefir verið örugg og prettalaus, og eins hins, að vel má og verjast þeirri veiki með einangrun. Embættisprófi við prestaskólann luku 18. þ. m.: Bink. Stig Sigurbjörn Á. Gfslason . 1 95 Ólafur V. Briem ... I 82 Friðrik Friðriksson . . II 74 Böðvar Bjarnason ... II 66 Jónmundur J. Halldórsson II 64 Verkefni í skriflega prófinu: Skýring nýa testamentisins: Rómv 8, 18—25. Trúfrœði; Að framsetja í höfuðat- riðum lærdóminn um »Communicatio idiomatum« í hinni lútersku trúfræði eldri tíma, og Býna fram á, í hverju honum sé ábótavant. Siðfrceði: í hvaða tilliti er Kristur vor fyriimynd oghversu á eftirbreytni vorri eftir honum að vera háttað? Kirkjusaga: Að rekja rætur »píetis- mans«, segja sögu hans og dæma um kosti hans. Prédikunartextar: Matt. 13, 44— 46. Matt. 21, 28—31. Lúk. 6, 20— 26. Jóh. 3, 16—18. Jóh. 7, 14—18. Nál. 180 vesturfarar sigldu í gær með póstskipinu, að börnum meðtöldum. Eru þo nokkrir eftir hér enn ófarnir og verða að bíða þangað til Ceres kemur. póstskipinu »Laura«, kapt. Christiansen, sigldu í gær enn- fremur til Khafnar lector þórh. Bjarn- arson, Morten Hansen skólastj. og Halldór þórðarson prentsmiðjueigandi; 8ömul. frú Caroline Jónassen amt- mannsekkja, frk. Jurgensen yfirhjúkr- unarkona við Laugarnesspítala (snöggva ferð) og frk. Guðlaug Arason. Til Englands fóru aftur fjárkaupamennirn- ir, sem komu um daginn. Sigling- Kaupfar kom frá Hamborg f fyrri nótt, seglskip, er Surprise heitir (53, Ostmann) með ýmsar nauðsynjavörur til Björns kaupmanns Kristjánssonar. Herskipið 8ellona, enska strandgæzluskipið, kom í gær aftur, af Austfjörðum. Einmunatíð hefir verið nú um hríð, hitar mikl- ir og blíðviðri. Aflabrögð eru mikið góð hér um slóðir um þessar mundir og hafa verið undan- farið. Fiskur inn um öll sund jafn- vel. En örfáar fleytur við það. Botn- verpingar stundaðir miklu meir. |>yk- ir ómaksminna og skemtilegra. Inflúenza er eun að stinga sér niður hér: maður og maður á stangli enn að veikjast, þótt nú sé 5—6 vikur síðan hún kom nér fyrst. Og sumir að fá hana aftur, er eitthvað hafa á sig reynt eða ekki farið nógu varlega. Um afturhaldsmálgragnið segir svo í bréfi frá merkum manni vestanlands til kunningja hans hér í bænum, dags. 12. þ. m.: »Hann hefir rétt fyrir sér, kunningi sá, sem ritar þér, að raargir, sem ann- ars hefðu greitt atkvæði móti valtýsk- unni, verði nú annaðhvort með hvor- ugum eða greiði atkvæði með henni, sökum þess, hve herfilega málgagn benedizkunnar hefir brugðist mönnum í aðaláhugamálum allra, sem eitthvað vilja áfram. | Hláturinn að barnaskap og illindum »þjóðólfs« er algerlega drepandi ekki að eins fyrir blaðið, heldur einnig fyrir þá, sem eru svo óhepnir, að hann hefir í óleyfi allra gert sig að málgagni þeirra«.| Mannalát Hinn 15. þ. m. andaðist að heimili sínu, Engey, merkis- og sómakonan Guðrún Pétursdóttir, ekkja Kristins bónda Magnússonar, sem þar bjó lengi, orðlagður dugnaðar- og sæmdar- maður. Hún var rúmlega 82 ára gömul. Jarðarför hennar fer fram mánudaginn 25. þ. m. Athugasemd við Eimreiðina- i. I VI. ári »Eimreiðar« setur mag. Bene- dikt Grröndal svo látandi »fagurfræði« neð- anmáls (á bls. 66) við hús Benedikts nafna síns sótara: »Nýlega hefir og komið fram í tveimur blöðum sú uppástunga, að af- nema stuðla og höfuðstafi úr íslenzkuiu kvæðum, því þetta sé á eftir tímanum, sé ,sóbl tizkunnar1 — þá ætti lika að af- nema alt rim og hendingar, því þær eru ,á eftir timanum1 — það væri þá líka á eftir timanum að tala og lifa. Svo er dauðadómur yfir »kenningarnar«, eins og þegar Sunnanfari er tala um, að »berja saman sin berlingsfley«, en svo lítur út, að þessir »fagurfræðingar« þekki engan skáldskap annan en islenzkan (eins og þeir þekkja hann!) og viti ekki, að i öllum skáldskap eru kenningar, nema menn fari að, eins og nú er títt, að hægja öllu á hurtu nema daglegu baðstofuhjali, og kalla það skáldskap«. Ekki er nú sjálfsálitíð! . Litillætið og hæverskan, sem lýsir sér i þessari klansu, samsvarar hér um hil upp á hár þeirri þekkingu, vitsmunum og á- reiðanleik, sem hún grundvallast af. Af þessum tveim hlöðum, sem gefið er í skyn að stungið hafi npp á »að afnema stuðla og höfuðstafi úr íslenzkumkvæðum«, er að eins annað nefnt, og er það Snnn- anfari, og þess þó ekki getið, hvar þau sé að finna i þvi hlaði. Þó má sjá, að B. G. muni eiga við grein i II. ári blaðs- ins á hls. 28—29; en sá galli er á, aðþar er ekki eitt einasta orð um þetta efni. Ætla eg og að óhætt sé að fortaka það, að slik uppástnnga hafi nokkurs staðar bomið fram í þvi blaði. Eru því þessar fréttir^sem hr. B. G. fer hér með, svo á- nægjanleg markleysa, sem þörf er á. II. Þá ætlar hinn sami spekingur enn á bls. 83 i »EimreiÖ« að sýna yfirbúrði þekking- ar sinnar og vizku, og fer svona að þvi: »Jórgensen var aldrei nefndur »Jörundur« og aldrei »hnndadagakóngnr«, svo nokkuð yrði algengt; hvorki Jón EspóMn né Finn- ur Magnússon (i Sagnahlöðum) nefna hann svo, en ætíð »Jörgensen«, en Jörundarnafn- ið og hitt er upp íundið af hinum yngri íslendingum, og eiga þau nöfn engan rétt á sér«. Þar kom sá, sem vissi. og vald hafði til að dæma, hvað ætti og ætti ekki rétt á sér! En ekki stendur þó þekkingin hér dýpra en annarsstaðar hjá sama vitringi. Það stóð aldiei til, að Finnur Magnús- son nefndi Jörgensen »Jörund hundadaga- kong« í Sagnablöðnnum, af þeirri einföldu ástæðu, að hann hefir ekkert þar um Jör- und ritað. Það stendur með skýrum orðum aftan við sögu Jörundar í Sagnahlöðum 1817 hls 54, hverjir hana hafi samið, og á þessa leið: »Framanskrifað hafa samantek- ið Arni Helgason og B(jarni) Thor- steinsson«. Ætti það að eiga heldur lítinn rétt á sér að vaða elginn athugaiaust á hunda- vaði hirðutitillar hroðvirkni, þegar menn viija leiðrétta orð annara. En til hins mega gagnast næg vitni, að Jörgensen var kallaður »Jörundur« hér af mörgum strax i öndverðu, sem hert er af hréfum manna frá þeim tíma, er Gröndal vitanlega veit ekkert um, og er nafnið því miklu eldra en hann sjálfur, og mundi því hafa álika mikinn rétt á sér og Gröndals nafnið. Þar með kveður og Mála-Davíð svo 1809: Engir syrgja »Jörund« jarl; ég má biðja einsamall, hann hausnum héldi«. Gundadagakóngs-nafnið hugsa eg að kom- ið sé sæmilega til ára sinna, þvi að bókfært er það orðið á prenti 1864, og 1809 kveð- ur Þorsteinn tól svo: Mánuð jaga dirfðist drengi, dýr sem klagar landsmúginn; með háðung dragast hlaut frá mengi » Hundadagalcóngurinn «. Mjög ungir eru þeir Islendingar þvi ekki, sem hafa »uppfundið« þetta, því að þeir eru fyrir nær allra þeirra manna minni, sem nú lifa. Þykist eg því vítalaus, þótt ekki spyrði eg B G. leyfis, áður en eg setti það á Jörundar sögu. III. I þriðja máta stendur svo látandi klausa á 106. bls. i »Eimreið« eftir velnefndan og fyrgreindan meistara: »Myndin af Signrði (Breiðfjörð) i Sunnanfara er alveg ólík honum og ekkert aðmarkahana. Eg hafði teiknað mynd af Sigurði eftir minni og lánaði hana, en fekk hana aldrei aftur. Hún var langt um svipaðri honum, en varð náttúrlega ekki brúkuð. Þeir þóttust vita það betur. (Fleiri myndir þar eru alveg ónýtar: Magnús Grímsson, Þorleifur Jóus- son, Kristinn i Engey, Bjarni rektor; allar fráleitar)«. Þetta, sem vantar litið á að sé gaspur, minnir mann eitthvað á það, sem sami maður (B. G.) sagði hér á árnn- um um mynd Jóns Thoroddsens, sem prent- uð er með kvæðum hans. Hún var ekki einungis alveg ólík Jóni, heldur var hún miklu »líkari dýri en manni«. Eg skal láta ósagt, hversu góð sú mynd er, en hins er vert að minnast, að engum öðrum en Benedikt Gröndal hefir, svo menn viti, hlandast hugur um, að það væri manns- mynd, en ekki dýrs. Kynni þetta að benda á, að Gröndal hafi heldur lítið vit á and- litsmyndum, þótt hann sé drátthagur mað- ur annars kostar. Að hinu sama hnígur það og, að mynd sú af Sigurði Breiðfjörð, er Gröndal segist gert hafa og mér harst einu sinni í hendur, þótti þeim mönnum, er vit hafa á (málarar og »xylografar«), mikln lakar gerð en teikning sira Helga Sigurðssonar. Þar með sagði og þá gam- alt íslenzkt fólk í Kanpmannahöfn, er mnndi Sigurð, að mynd síra Belga væri miklu líkari, og þvi hugði eg vitaminna að fylgja henni en Gröndalsmyndinni. Að öðru leyti var aldrei ætlast til, að sú mynd gilti annað né meira en hún er. Um myndirnar af sira Magnúsi Grimssyni, Þorleifi Jónssyni, Kristni í Engey og Bjarna rektor er þess að geta, að þær eru nákvæmlega gerðar eftir Ijósmyndum, og myndin af sira Magnúsi og Kristni eru »electrotypíur«, þar Bem ekki getur skeikað um hársbreidd frá frummyndinni. Þó að Gröndal kunni að vera minnisgóður, þá trúi eg þó betur ljósmyndum en minni hans einu um myndir fyrri manna. Sé Reykjavíkur-grein Gröndals í »Eim- reiðinni« öll á borð við það, sem hér er talið, þá er ekki of mikið vit í henni. Og ráð er það hverjuin manni, semgutl- ar í mörgu, en veit eiginlega ekki neitt i neinu, að varast framhleypni og hlutsemi. Rvík 11. júni 1900. Jón Þorkelsson. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. »Og þér ætlið að hætta við lífsstarf yðar vegna kirkjulegrar kreddu?« seg- ir hann stamandi. »Fyrir annað, sem meira er um vert. Eg geri það vegna hamingju minnar, vegna ástar minnar. Hatur mitt hafði bölvun í för með sér — nú elska eg og er orðin að lánsmanneskju!« Um leið og hún segir þetta, sér greifinn svip á andliti stúlkunnar, sem hann hefir aldrei séð áður, og honum verð- ur ilt fyrir hjartanu. »þ>ér elskið einhvern ?« segir hanu stamandi. »Já!« »f>að getur ekki verið. Enginn mað- ur á jarðríki getur aðstoðað yður eins vel í lífsstarfi yðar einB og eg. f>essi — þessi maður sættir sig ekki við, að þræla fyrir hatur yðar og hefnd, eins og eg hefi gert - honum þykir al- drei nógu vænt um yður til þess«. »Nei, guði sé lof, það skal hann ekki heldur þurfa að gera !« »Ó — hann er þá hugsunarlaus ráð- ríkisseggur, sem hygst að gera yður að ambátt sinni. Hann tignar yður ekki né tilbiður, eins og Danella —eg, sem hef séð yður vaxa upp og verða að þeirri fríðleiksmey, sem þér eruð orðin ! Miskunnið mér! Eg á engan annan að enyður!« Hann fellur henni til fóta, vætir hendur hennar í tárum og þurkar þau af henni með kossum. »f>ér hafið venð mér mjög, mjög góð ur allamína ævi«, segir hún vingjarn- lega; því að hún kemst við aförvænt- ing hans. »0 — svo loksins fer yður að ranka við því! Já, þegar þér grétuð f barn- æsku og báðuð um leikföng, hver út- vegaði yður þau? — Mússó! |>egar þér voruð orðin fullorðin og ákölluðuð drottin um hefnd, hver afsalaði sér þá ánægjulegu makindalífi í París og flæktist um hálfa veröldina til þess að þér skylduð geta fengið vilja yðar framgengt ? — Danella ! Hann, sem þér fyrirlítið nú fyrir annan mann, ókunnugan yður — hann, sem elskar yður út af lífinu ! Eg skal segja yð- ur, hvern þér eigið að drepa, og þá mun yður fara aðþykja væntummig!* »Nei, segið þér það ekki! í guðs bænum — segið þér það ekki!« Hún horfir drykklanga stund fast framan í hann og og segir svo með leiftrandi augum: »Eg banna yður það! Eg hata yður, ef þér dirfist að segja mér það! Sjáið þér auða vegginn þarna? par hékk myndin af bróður mínum; nú er hún farin! Hafi eg getað gleymt honum af ást til þessa manns, þá getið þér nærri, hvort eg muni taka yður til greina*. Danella stendur upp í hægðum sín- um og starir á hana Btundarkorn. Svo tautar hann með rámri raust: »Er yður farið að þykja svq vænt um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.