Ísafold - 20.06.1900, Page 4

Ísafold - 20.06.1900, Page 4
156 baan ?« |>að er eins og hann hafi elzt töluvert, naeðan hann lá þarna á hnjánum. »Mér þykir svo vænt um hann, að hans vegna ætla egað hætta við hefnd mína; mér þykir nógu vænt um hann til þess, að hans vegna ætla eg að reyna að lifa svo, að hatm hafi sóma af mér«. »J>að getur ekki verið!« •Getur það ekki verið ? Bg ætla að giftast honum áður en þessi vika er liðin«. •Ætlið þér að gifta yður ? þér gleymið því, að eg er fjárhaldsmaður yðar. þér eruð ekki komin yfir tvít- ugt. Eftir lögum Frakklands verðið þér að fá mitt samþykki. Og eg synja yður um það«. »|>að hefi eg nú fyrirfram hugsað mér. En maðuiinn, sem eg ætla að eiga, er ekki franskur maður, og við gift- umst þar, sem frönsk lög hafa ekkert gildi. þ>ér dirfist ekki að flytja mig aftur til Frakklands — og eg býð yð- ur byrginn !« Danella sér, að áform hennar er ó- bifanlegt. Ofurlitla stund afmyndast andlitið á honum af sársauka örvænt- ingarinnar; en svo breytist svipurinn, eins og hann sé í þungum hugsunum og hann leggur fyrir hana þessa spurn- ingu : •Segið þér mér — er maðurinn, sem þér elskið, vandaður maður og dreng- ur góður ?« •Hvort hann er !« »þ>á er eg ekki í neinum vanda stadd- ur. Eg þarf þá ekki annað en fara til þessa dæmalaust góða manns og segja honum, að þér hafið alt síðasta árið verið að elta mann eins og hann væri villidýr, í því skyni að myrða hanu; og sé hann eins og þér látið af honum, þá fer hann víst ekki að ganga að eiga tigrisdýr frá Korsíku*. »Já, segið þér honum það! Vitið þér, hverju hann svarar yður ? Að þér sé- uð lygari«, segir Marina. »Eg skal sanna þá lygi og reka hann svo í gegn með daggarðinum mínum!« segir Danella og hlær við m ann vonzkulega. »J>ér að reka hann í gegn — þér?« segir hann hlæjandi. *Hann mundi merja sundur litla apalíkamann á yð- ur, eins og þér væruð mýfluga, sem hefði stungið hann. þ>ér ætlið að sanna honum, að eg beri morðingja- hug í brjósti? Eg, sem fyrir einu ári sat eins og heilög konavið sóttarsæng hans. Farið þér með öll yðar sann- indi, og hann drepur yður fyrirómak- ið einB og hund. Hérna er nafnspjald- ið hans — farið þér til hans!« Og Marína tekur nafnspjald úr körfu á borðinu og réttir Danellu það. Framan af, meðan Marína lætur dæluna ganga, stendur Mússó Dan- ella og titrar af reiði. En svo breyt- ist reiðin í undrun og þegar honum veiður nú litið á nafnið, liggur við að hann æpi upp yfir sig af illgirnisfögn- uði. Honum tekst þó með afarmikilli áreynslu að hafa taumhald á gleði sinni og tautar fyrir munni sér með óviðfeldnum glampa í dökku aug- unum: »Edvin Gerard Anstruther — er það hann?« »Já«, segir Marína. Hún er nú far- in að skammast sín fyrir, að hún skuli hafa verið svo harðyrt við mann, sem ekkert hafði annað fyrir sér gert en að elska hana svo innilega. *f>ér haf- ið séð hann; þér vitið, hvað góður maður hann er. Fyrirgefið mér, að mér þykir svo vænt um hann!« »Eg skal hugsa um það«, segirDan- ella í hálfum hljóðum. »|>ér skuluð fá svar mitt — í dag. f>ér skuluð iðrast þessara ómildu orða, Marína!« »Eg er nú þegar farin að iðrast þeirra !< kallar Marína á eftir honum. En hann heyrir ekki til hennar. Og þó að hann hefði heyrt til hennar, mundi honum hafa veitt örðugt að gera sér grein fyrir því, er í þeim lá. Yoðaleg barátta er auðsæ á andliti hans, og það er afmyndað af djöful- legu glotti. Hann nístir saman tönn- unum og þó kemur hlátur út á milli þeirra. Tuttugasti kapítuli. Ferðapokinn, merktur G. A. Nokkurum klukkustundum síðar rétti Tómassó Marínu bréf. I því stóð það, er nú skal greina: Mónacó 21. maí 1883. Kæri skjóhtæðingur minn ! f>ér hafið beðið um samþykki mitt til þess að þér giftist Edvin Gerard Anstruther, lautinant við enska flotann. Sem fjárhaldsmaður yðar gef eg hér með samþykki mitt skriflega, eins og frönsk lög heimta. Eg vona, að þér trúið mér, þegar eg segi, að eg tel mannsefni yðar jpfngóðan mann og ástúðlegan eins og hamingjan er hon- um hliðholl. Færið honum heillaósk mína og segið honum, að eg muni leyfa mér að finna hann í kvöld til að undirbúa gifting yðar á þann hátt, sem þörf er á og lög mæla fyrir. Eg er nú eins og ávalt — yðar einlægur MÚ8SÓ Danella«. Hún sýnir Edvin þetta með mesta gleðibragði; því að nú er rutt úr vegi síðasta örðugleikanum, sem á nokkurn hátt getur orðið hamingju hennar til fyrirstöðu, og hún gerir sér f hugar- lund, að nú hafi Danella greifi ráðið af að sætta sig við orðinn hlut, af því að ha-nn hafi séð, að hún hafi gefið öðrum manni ást sína alla og óskifta. Enid er viðstödd, lítur á bréfið og segir: »Greifinn er víst ekki mikið gefinn fyrir viðhafnar-siðareglur ?« »Jú, hann er einmitt mjög eftir- gangssamur í þeim efnum«, segir Kor- síkustúlkan. »Ekki er svo að sjá á þessu bréfi. Fjárhaldsmaðurinn býðst til að heim- sækja biðilinn. f>að er mjög mikill heiður fyrir þig, Edvin«. *Við Mússó urðum svo góðir vinir í Gibraltar. Eg býst við, að hann hugsi til að verða samvistum við mig enn eitt kvöld á þann hátt, sem einhleyp- um mönnum er títt, og nú á eg ekki svo mörg eftir af þeim kvöldum#, seg- ir Anbtruther. Að kveldi þess sama dags kemur Danella greifi inn í herbergi Edvins eftir miðdegisverðinn, og segir einstak- lega hjartanlega og hispurslaust: An- struther, mon ami, eg óska yður til hamingju. |>á hittumst við aftur í Monte Carló! Við skulum nú tala um peningamál, en ekki eins og peninga- menn — því að við erum vinir«. f>að liggur við að hispursleysið í látbragði greifans sé öllu meira en svo, að það sé eðlilegt. Eanst prestakall. Hvammur í Laxárdal í Skagafjarð- arprófastsdæmi (Hvammur og Ketu- sóknir). 600 kr. jarðabótalán hvílir á prestakallinu, er endurborgast með jöfnum afborgunum á 15 árum frá 1904 (Stj.tíð. 1898 B. bls. 92). Mat 937,17 kr. Augl. 19. júní. Veitist frá næstu fardögum. The Edinburgh Roperie & Sailcloth Company Lilmlted, stofnað 1750. Verksmiðjur í Leith og Glasgow. Búa til færi, strengi, kaðla og segl- dúka. Vörur verksmiðjanna fást hjá kaupmönnum um alt land. Umboðsmenn fyrir Island og Færeyjar F. Hjort & Co. Kaupmb. K. Eitstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Binar Hjörleifsson. ísafoldarprentsmiðja. Sundmaga fyrir peninga kaupir hæsta verði W. Christensens-verzlun Sundmagar vel verkaðir verða keyptir fyris pen inga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík Asgeir Sigurðsson. hér í bænum. Ritstj. visar á. óskast nú þegar til að stunda veik- an kvenmann í búsi Munió eftir tombólunni í Ártúnum á laugardag- inn kemur (23. þ. m.) Opnuð kl. 4—5 e. m. Félagsstjórnin. Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir peninga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Chartreuse Og Benedictiner-Pulver á 1 kr. pakkinn sem búa má til úr líkör, alveg einsog þann ekta. Brödr Berg Amagertorv 14. Köbenhavn. Samkvæmt skýrslu sýslumannsins í f>ingeyarsýslu hefir á síðastliðnu hausti, rekið bát með færeysku lagi á svokölluðum Svalbarðsreka í fústils- firði. Bátur þessi er nýlegur að sjá, 10 ál. á lengd milli stafna og alveg merkja: og einkennalaus. Önnur hlið hans er talsvert brotin og í hinni hlið- inm hefir eitt borðið rifnað á löngum parti. A eiganda vogreks þessa er hérmeð skorað að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar og sanna fyrir undirrit- uðum amtmanni heimildir sínar til andvirðis vogreks þessa, að frádregn- um kostnaði og bjarglaunum. íslands Norður og Austuramt. Akureyri 1. júní 1900. Páll Briem. Verzlunarhús til solu á Eyrarbakka. Upplýsingar gefur Matth. Matthíasson verzlunar- stjóri. Nýkomið í verzl. ,EDINBORG‘ frá nýrri verksmiðju: 55 tegundir af mjög1 vönduðum Karlmannsfatnaðarefnum. Þar á með- al margar tegundir af svörtum fata- efnum t. d. í brúðgumaföt o. s. frv. Enn fremur er nýkomið: Vetraryfirhafnaefni fl. teg. Frakkafóð- ur. Sumaryfirhafnaefni fl. teg. Chevi- ot blátt og svart fl. teg. Hálfklæði í mörgum litum. Ullarklæði, Ensk vaðmál, Kvenn- yfirhafnaefni, Astrachan 2 br. Sjöl, Herðasjöl, Jerseyliv, Prjónuð nærföt, Borðdúkar misl., Gardínu- tau, fl. teg. Regnkápur karla og kvenna, Regnslög, Rúmteppi, hv. og misl. Ullarteppi hv. og misl. Líf- stykki, fl. teg. Ullarband, Tehitarar, Veggjamyndir, Stólar, Gólfdúk- ar fl. teg. Gólfmottur, Skammel, Gluggatjöld, Rúllugardínuefni, Stólasetur, Sólhlífar, Regnhlífar, Göngu- stafir, Skeljakassar. Milliskyrtur, Manschetskyrtur, Sportskyrtur o. fl. Sundmaga kaupir hæstu verði fyrir p e n i n g a Ásgeir Sigurðsson. Stranduppboð. Laugardaginn hinn 23. þ. m. verð- ur opinbert uppboð haldið að Staf- nesi í Miðneshreppi, og þar selt hið strandaða fiskiskip »Sirius« frá Calais, ásamt öllu því, er bjargað hefir verið frá skipinu, sem er, auk segla, kaðla og annars skipinu tilheyrandi, talsvert af saltfiski, salti, kolum, brauði, veið- arfærum o. fl. Uppboðið byrjar kl. 11 f. h. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. júní 1900. Páll Einarsson. Prentun Þingtíðindanna 1901. Samkvæmt ályktunum beggja deilda alþingis 1899 ber okkur milli þinga að gjöra sammng um prentum næstu þingtíðinda (1901), og geta þeir, sem hugsa til að taka að sér það verk, snúið sér til meðundirritaðs forseta efri deildar til að fá upplýsingar um skilmálana. Fresturinn til að bjóða í prentun næstu þingtíðinda er settur til 16. september næstk. Forsetar efri og neðri deildar 1899. Reykjavík 19. júní 1900. iA. Thorsteinson. Þórh. Bjarnarson Jarðræktarfélag Rvíkur. Félagsmenn snúi sér til bankagjald- kera Halldórs Jónssonar i fjarveru minni í sumar. Reykjavík 19. júnf 1900. 3?órh- Bjarnarson, Vöxtum til Búnaðarfélags íslands veitir bankagjaldkeri Halldór Jónsson viðtöku i fjarveru minni í sumar. Reykjavík 19. júní 1900. Þórh Bjarnarson, Öllum þeim nær og fjær, sem í gær fylgdu til grafar elskulegri konuminni jþórunni Jónsdóttur, og á annan hátt hafa látið í ljósi hluttekning sína með sorg minni og barna minna, votta eg innilegustu þakkir. Ráðagerði 19. júní 1900. f>órður Jónsson. Með því eg vík af landi burt, bið eg að mar séu ekki send blöð eða bréf fyr en eg auglýsi verustað ininn. Sæm. Björnsson frá Firði. Brúkaður oín og eldavél * fæst með góðu verði hjá B. H Bjarnason. Brúkuð eldavél (helzt á fótum) óskast til kaups. Ritstj. ávísar. Til heimalitunar viljum vérsér- staklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðum og litarfeg- urð. Sérhver sem, notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessilit- ur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvís- ir á íslenzku fylgir hverjum pakka.— Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi. Buchs Parvefabrik

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.