Ísafold - 20.06.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.06.1900, Blaðsíða 2
154 hve nær sum, hverir séu þar húsráð- endur og hafi verið, ef þeirra þykir að einhverju getandi. f>á eru síðast dá- litlir kaflar um túnin í Reykjavík, um kirkjugarðinn og um Reykjavík fyr og nú. f>að, sem eftir er óprentað og von á í næsta hefti, er um götulíf- ið í Reykjavík, mentalífið, málið, fagr- ar listir, söfnin, trú og truarlíf, fram- farir á seinni árum, skemtanir, og þá niðurlag. Greinin er yfirleitt hlýlega rituð, lýst dável náttúrufegurð, og mörgum höfuð8taðarbúum slegnir gullbamrar, lífs og liðnum, en fáum rekin oln- bogaskot og þá oftast græzkulaus, nema ef nefna mætti Good-Templara og aðra bindindismenn; við þeim yglir höf. sig margsinnis, en hýrnar yfir honum að því skapi, hve nær sem hann nefnir einhvern brennivínsdrjóla (frá fyrri tímum). Smáskrítinn er hann innan um og saman við, eins og hann á vanda til, og þarf að bregða sér marga útúrdúra, oftast til þess að votta velþóknun sína eða vanþóknun á hinu og þessu, eða þá að eins til að segja eitthvað skrítíð, t. d. að í •Nýu aálmabókinni* byrji 67 sálmará »Ó« og 18 á »Jeg«. Meðal þess, sem hann hefir vanþóknun á, eru fóður- jurtir, bankalán og hjólhestar eða hjólreiðar. Margt er fróðlegt í greinínni, með því að margs er minst úr ævi höf- uðstaðarins á þessari öld, þótt heldur sé það hraflkent. Skrítlur og stökur innan um, flestar áður kunnar, þótt ekki hafi verið bókfestar fyr sumar, en það er betur gert en ógert látið, sé dálítið í þær varið að einhverju leyti og þær rétt eftir hafðar. En áfátt verður höf. þar stundum. Meðal ann- ars ætlar hann að leiðrétta á einura stað (bls. 106) frásögnina í »Jörundar- sögu hundadagakóngs* (eftir dr. J. þ. yngri) um viðureign Geirs biskups Vídalíns og eins »stríðsmanns« Jörund- ar. Sú saga er eflaust réttari og fyllri, eins og Páll Melsteð kann hana: Sam- son (ekki Jóhann) »stríðsmann« elti einhvern bæarmann eftir Aðalstræti og ætlaði að höndla hann. Geirbisk- up stóð í útidyrum hjá sér (í húsi Helga Zoéga, sem nú er) og studdi höndum í dyrustafi. Maðurinn leitaði sér þar athvarfs og skauzt inn undir handarknka biskups, og ætlaði Samson á eftir sömu leið að ná manninum. |>á kreppir biskup að sér handlegginn utan um *stríðsmanninn«, hrindir hon- um út og segir: »Par þú til helvítis, hundurinn þinn, og svei þér«. — Stór- menskudæmið af þórði í Skildinga- nesi, föður Einars prentara, að hann hafi komið til bæarins á skósíðum kalmúksfrakka með beinhörðum spesí- um í hnappa stað, raun vera skáld- skapur. Páll Melsteð þekti vel til f>órðar og sá hann þrásinnis, en veit ekkert til þessa um hann. Ymsar skekkjur eru f greininni um uppruna sumra húsa í bænum og því um líkt, eða þá villandi ónákvæmni. Rangt er t. d. að Baago kaupmað- ur hafi bygt Melsteðshús við Lækjar- torg. f>að gerði Gísli kaupm. Símon- arson, skömmu eftir aldamótin; en Jakobæus kaupmaður 1 Keflavík keypti það síðan og gaf Ebbesen kaupmanni tengdasyni sínum, en síðar eignaðist Sigurður Melsteð það. Rangt er og, að ísleifur etazráð hafi smíða látið Hákonsenshús í Aðalstræti (nú Breiðfjörðs) handa systur sinni, konu Einars Hákonarsonar hattara. Einar var systursonur ísleifs, og kona Einars, Guðrún, var systir f>orleifs Guðmundssonar Repps. 8á sem reisa lét »apótekið«, var Oddur Thorarensen lyfsali, 1834, og flutti sig þangað það ár frá Nesi um leið og landlæknir, dr. Jón Thorstein- son í Doktorshúsið. En í Eimr. seg- ir, að Möller lyfsali hafi fyrstur búið 1 því húsi. Aldrei hafði Thorgrimsen landfógeti átt heima í húsi Sig. E. Waage, sem nú er. Hann var í húsi því í Aðal- stræti, er Jón Guðmundsson átti síð- ar og hús H. Andersens er nú risið upp úr; og þar andaðist hann. Ekki eru leifar »Gamla klúbbsins* neinar eftir við hliðina áHerkastalanum, heldur var hann torfbær, sem nú er löngu horfinn og það hús reist á rúst- um hans. f>etta hús, Kastalinn, var að jafnaði kallað »gildaskáli«, áður en það varð spítali, að minsta kosti í þjóðólfi, sbr. »Gleðileikir á Gildaskál- anum« o. 8. frv. f>að var Carl Franz Siemsen, er gaf hús þetta til spítala- eignar. Vera má þó, að P. C. Knudt- zon hafi átt eitthvað í því með hon- um. Sami C. F. Siemsen bygði upp- haflega húsið nr. 4 í Thorvaldsens- stræti, en ekki Edv. Siemsen, eins og segir í Eimr. Um dómkirkjuna er ógreinilega frá sagt og villandi. Reykjavíkurkirkja stóð í gamla kirkjugarðinum fyrrum, og mun þá ef til vill hafa veriðsíðast úr timbri, seint á 18. öld; en vitleysa hlýtur það að vera, að »sú kirkja sé nú vöruhús það hið mikla, er stendur í garðinum á bak við »Hotel Alex- andra««. f>ar sem nú stendur dóm- kirkjan, var hún fyrst reist nokkuru fyrir aldamót — grundvöllurinn lagð- ur 1787, — úr íslenzku grjóti, og hefir aldrei verið rifin síðan og endurreist, heldur var aukið við hana 1846 (ekki 1847) bæði kór og forkirkju, og auk þess hækkuð mikið. Viðbótin öll úr múrsteini (tigulsteini). Yfirsmiður hét Scbytte. Með honum var Nielsen nokkur, er varð síðar »stads-arkitekt« í Landscrona. Vitleysa er það, að Laugarnesstofa hafi kostað 60,000 kr. Hún kostaði upphaflega rúm 30,000 kr. (16—17 þús. rd.), og viðgerð á henni rúmum 20 árum síðar 6,000 kr. f>á kostaði og ekki alþingishúsið 150,000 kr., eins og höf. segir, heldur að eins rúmar 120,000 kr. Höf. segir töluvert frá Skólavörð- unni, en lætur þess ógetið, að eins og hún er nú eigum vér hana mikið að þakka J. Coghill heitnum hrossa- kaupmanni; hann hresti hana alla við fyrir nokkurum árum, setti lóft í hana og stiga, og þak yfir, að hálfu á kostn- að bæarsjóðs en hitt með samskotum. Um mylnuna við Bankastræti hefði mátt geta þess, að hún var ekki reist hér að upphafi, heldur hingað flutt frá Vestmanneyum, en þar reisti hana og átti Jens Benediktsen kaupmaður. f>ar sem nefnd er Brydes-búð gamla, er Káetu-Pétur svo nefndur átti forð- um, hefði verið fróðlegt að geta þess,að það hús var þar á undan nefnt Fálka- hús, frá Róngs-verzlunartíðinni, og að vestan á því var gapastokkur Reykjavik- ur. Káetu-Pétur sat í Khöfn á vetr- um og barst mikið á. Um hann orti Jónas Hallgrímsson þessa stöku: Kólgubólgið kálfaljón Kreikar á Austurgötu. Rær á gæru gamli Jón Og getur ei etið skötu. »Gamli Jón« var faðir Péturs og þá meðgjafar-ómagi í Kjós, á vist með Lofti á Hálsi. •Frönsku húsin« svo nefnd við Aust- urvöll norðanverðan eru svo alræmd sem bæar-óprýði, að vel hefði mátt geta um uppruna þeirra, ekki síður en ýmissa húsa annara, með því og að hann er all-sögulegur. Annað þeirra, hið vestara, er hér um bi! sjötugt að aldri, en hitt ekki nema fertugt. f>að var P. C. Knudtzon gamli, sem reisti eldra húsið og það í þeim ein- kennilega tilgangi, að spilla útsjón fyrir keppinaut sínum einum, kaup- manni þeim, er þá átti heima í húsi skamt vestur þaðan og G. Lambert- sen átti heimá í síðar, en nú er Isa- foldar-prentsm. risin upp úr. Sá mað- ur hét Christian Magdalus Thestrup Cold Leigh, danskur maður ungur og mikill oflátungur. f>að var viðkvæði hans, er hann þurfti að fullyrða eitt- hvað: *Det siger jeg og Bardenfleth«, þ. e. Bardenfl. stiftamtmaður; hnýtti honum aftaní sig. Hann hafði búð í austurenda hússins og voru gluggar á gaflinum, erblöstu viðlesta- mönnum, sem komuniður á Austurvöll, er þá náði austur að læk og var þar alt óbygt að kalla. Knudtzon sá of- sjónum yfir því og reisti því geymslu- hús þversum fyrir gluggunum hjá Leigh. f>ví skírði f>órður Jónasson, er síðar varð háyfirdómari, geymslu- hús þetta Drillenborg, en aðrir köll- uðu það f>verspyrnu; og má það vel teljast réttnefni enn. Á undan Leigh var í áminstu húsi kaupmaður sá, er Gunnlaugur hét, og kallaður var Lér- efta-Laugi. Um hús Péturs biskups (Aust- urstr. 16) segir höf., að þar hafi áður verið »Möller nokkur, kaupmað- ur«. f>að smíðaði danskur maður, er Paulsen hét, sumarið 1831, fyrir Hans Möller, er síðar átti Guðnýu, »madm. Guðnýu Möller«, sem lifði mann sinn nál. hálfa öld og bjó í litla húsinu beint á móti hinum megin við Póst- hússtræti. Hans Möller var bróðir þeirra Krístjáns M. og Óla M. kaup- manna og Jóhanns M. lyfsala, en systir þeirra var frú M. Finsen, móðir Ó. Fin- sens póstmeÍ8tara og þeirra systkina. Faðir þeirra var Ole Möller kaupmað- ur i Rvík. »Ullarstofa« hafði og heitið húsið efzt í Aðalstræti, er Magnús Arnason á nú; það var frá verksmiðju-tíðinni. Davíð Helgason sá, er höf. nefnir að þar hafi átt heima um 1836, kallaði sig Davíð Bergmann og varbróðurson Bjarnar umboðsmanns Ólsens á f>ing- eyrum, en móðurbróðir Jóhanns Heil- manns, sem enn lifir. Mestalt þetta, sem hér hefir sagt verið frá fyrri tímum höfuðstaðarins, er haft eftir Páli Melsteð, sem al- kunnugt er um, að mjög er bæði minn- ugur og réttorður. Rangnefnd er hjá höf. ein gatan í bænum, Mjósund fyrir Mjóstræti. Og rangnefndir tveir húseigendur, sem nú lifa: Einar J. Pálsson (Einarssonar í Sogni), kallaður Einar Helgason; og f>órður Guðmundsson frá Görðunum, síðar í Glasgow, kallaður f>órður Jóns- son. Á landsuppdrætti bæarins eftir höf. sjálfan er Vonarstræti sett svo við Suðurgötu, að engum dettur í hug, að það liggi, eins og það gerir, alla leið milli hennar og lækjarins, beina stefnu milli Iðuaðarmannahússins að sunnan og G.-T.-hússins að norðan. Höf. er með skringilegar ágizkanir um, hvernig á því nafni standi. En gatan var blátt áfram skírð þetta vegna þess, að hún var þá að mestu og er enn að nokkuru leyti vonargripur, þ. e. ó- orðin til upp úr Tjörninni. Annars er töluvert varið í þann uppdrátt eða verður síðar meir til samanburðar. f>ó hefði þurft að geta þess einhvers- staðar, að þó að markað sé þar fyrir ýmsum húsum, auk þeirra, er nefnd eru sérstaklega, þá er það ekki nema hrafl að handahófi og lítið sem ekkert að marka lögun þeirra þar eða stærðar-hlutfall, sem varla er heldur von á jafn-litlum uppdrætti. Misskiln- ingur mun það og vera hjá höf., að »Batteríið« hafi nokkurn tíma verið kallað Arnarhóll. Fléstir munu kalía svo aðalhæðina í landshöfðingja-tún- inu. Höf. hefir alveg rétt fyrir sér, er hann telur það lýti á Alþingishúsinu, hve það er þunglamalegt og nær því eins og sokkið í jörðu, af því ekkert þrep er undir því. En geta hefði átt þess, hvernig á því stendur, og að það er ekki að kenna húsagerðarmeistaran- um, Meldal etazráði. Hann ætlaðist til að væri hátt þrep undir því. En Hilmar Finsen landshófðingi fekk F. A. Bald, yfirsmiðiun, til að sleppa því, og gekk það til, að hann vildi vinna upp með þeim sparnaði kostnað þann, er fylgt hafði undirstöðugrefti undir hús ið uppi í Arnarhólstúni við Bankastræti og öðrum undirbúningi þar, en honum, H. F., var alt af illa við að hafahús- ið þar og fekk því loks ráðið í síðustu forvöðum, að það \ar sett þar, sem það stendur, niður við Tjörn, og keypt- ur undir það dýrum dómum kálgarð- ur H. Kr. Friðrikssonar. En Meldal reiddist svo Bald fyrir tillátsemi hans eða meinleysi, að hann vildi ekki sjá hann eða veita viðtal á eftir, erhann kom til Khafnar; þótti hann hafa spilt svo fyrir sér útliti hússins, að aldrei biði þess bætur. Fáir munu höf. samdóma um, að Laugarnesspítali sé Ijótur útlits, en Stýrimannaskólinn snotur. Hann virð- ist hafa þar beint hausavíxl á réttu og röngu. Mikið fróðlegur er uppdráttur sá af Reykjavík frá árinu 1800, er greininni fylgir, eftir þá Ohlsen og Aanum landmælingamenn. Sömuleiðis er gam- an að uppdrættmum frá 1715, úr Árna-Magnússonar-8afni, af Reykja- vík með Seltjarnarnesi mestöllu og Hólminum (Örfirisey), þar sem kaup- staðurinn var þá; grandarnirbáðir, út í Hólminn og Akurey, þá langt upp úr sjó um flæði. J>á var Reykjavík ekki annað en bóndabær og kirkjustaður. þáeru þará eftir ýmsar smágreinar: tvö sönglög eftir Jón nokkurn Frið- finnsson; tvær stökur eftir Y. G.; Afl- ið í bæarlæknum, eftir ritstj. (V. G.), þörf grein um reglur fyrir mæling vatnsafls; því næst Ritsjá eftir ýmsa höf. um nokkurar fsl. bækur, þar á meðal ein eftir danskt skáld, Olaf Hansen, um Sverð og bagal; ogsíðast íslenzk hringsjá (um ísland ogíslenzk- ar bókmentir erlendis). Skarlatssóttin. Ekki fleiri sýkst enn hér f bænum. En ofan úr Borgarfirði komu þau slæmu tíðindi rétt fyrir helgina, að sóttin er þar komin, að Bakkakoti við Hvítá. Bóndinn þar, Jóhann Bjöms- son frá Svarfhóli, hafði róið vetrar- vertíðina suður á Kalmanstjörn, eða réttara sagt stundað þaðan botnverp- inga, en fært sig eftir lok inn á Akra- nes og haldið þar áfram sömu afla- brögðum, með whisky-beitu og öðrum venjulegum tilfæringum; verið stund- um laugdvölum úti í botnverpingum, nótt sem dag, að dæmi ötulustu sam- iðnaðarmanna sinna, er láta vel yfir vistinni þar, gæðarratarhæfi og öðr- um góðgerðum. Kring um hvítasunnu- hátíð kemur hann síðan heim til sín Upp að Bakkakoti, og skömmu síðar fá börnin þar 3 skarlatssótt hvert á fætur öðru, og loks systir hans, þá f ferð niðri f Borgarnesi, í húsi Helga faktors. Hún bafði þó komist heim aftur, og var síðan hús Helga sótt- hreinsað. En Bakkakot sóttkvíað. Maður af vegum Jóhanns hafði og komið beint sunnan frá Kalmanstjörn eigi alls fyrir löngu og gist á Akra- nesi í gistihúsinu þar, en veikst síðar að sögn af skarlatBsótt, er heim kom að Bakkakoti. Alt virðist þetta benda á, að úr botnverpingum sé sóttin komin, fyr

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.