Ísafold


Ísafold - 23.06.1900, Qupperneq 2

Ísafold - 23.06.1900, Qupperneq 2
158 leiðtogaroir sáa ekki fyrir, eru að koma upp, og öfl þau, er þeir vildu að stjórn- in léti afskiftalaus, valda ástandi, er þjóðin getur ekki unað við, jafn-rík og roannúðin er orðin í huguru henn- ar. Sroátt og smátt eru menn komnir að raun um það, að stjórnmálafrelsið eitt, sem frjálslyndi flokkurinn hefir kept að, nægir ekki til þess að vernda lítilmagnann gegn eymdinni í ýmsum myndum. Orbirgðin er ógurleg með- al tiltölulega mikils hluta þjóðarinnar. Stjórnfrelsið hefir ekki gefið lítilmagn- anum það færi, sem við var búist, á því að standa auðmönnunum á sporði. En það hefir að hinu leytinu óbein- línis valdið grimmustu deilum með auðmönnum og verkamönnum, er mesti voði stendur af. jpjóðarviljinn dregur æ meira og meira taum lítilmagnans og hallast æ ákveðnara að því að af- neita afskiftaleysis-kenningunni. Meira að segja — svo fráhverfir eru menn að verða þeirri kenningu, að farið er að bóla á ríkri tilhneiging til að efla lítilmagnann gegn æðri og auðugri stéttunum þannig, að þjóðar- heildin líði halla af. Jafnaðarmennirnir (sósfalistar) eru þar vitaskuld fremstir í flokki. En hitt er merkilegra, hve mikill hluti frjálslynda flokksins virðist meira og meira hallast að kenningum þeirra. Og það markmið, sem fyrir þeim vak- ir, er, í sem fæstum orðum, þetta: að afstýra því, að einstaklingarnir þurfi að heya þá baráttu fyrir lífinu, sem háð hefir verið eigi að eins frá byrj- un manufélagsins, heldur og, í ein- hverri mynd, frá byrjun alls lífs hér á jörðunni. jpessi stefna ríður algerlega bág við framfarasögu mannkynsins. Vitaskuld hefir verið að því kept, að gera lítilmagnanum auðveldara að- stóðu andspænis þeim, sem meiri mátt- ar eru. Og þrátt fyrir alt, sem á vantar, nefir mikið orðið ágengt, miklu meira en menn ávalt gera sér Ijóst. fegar frelsishreyfingarnar hefjast, naut múgurinn meðal Norðurálfuþjóð- anna svo að kalla engra réttinda í fé- lagsefnum og stjórnarefnum. Aragrúi manna svalt heilu hungri, hvenær sem nokkuð bar út af. Hermenskuvaldið var nær því eina lögmálið, sem þjóð- félögin viðurkendu. Og þrælahaldió hafði ekki að eins valdið við að styðj- ast, heldur var og æðsta mentunin, sem þá var til í heiminum, afdráttar- laust hliðholl því. Engin bönd voru lögð á eðlishvatir þær, er koma mönn- um til að hafa hver annan að féþúfu. Ríkin kúguðu hvert annað sér til fjár. Lendir menn rændu nágranna sína, hvenær sem þeir gátu höndunum und- ir komist, svo að styrjaldarhörmung- arnar dundu yfir svo að Kalla hverja sveit alt af öðru hvoru. Ekki nær nokkurri átt að loka aug- unum fyrir eymd alþýðunnar fyr á öldum hér í álfu. Líf hennar var, þegar bezt lét, þrældómur í heldur vægara lagi. Kjörin voru að öllum jafnaði naumast boðleg skynlausum skepnum, fæðan óholl, skorturinn al- mennur. Vafalaust hafa drepsóttirn- ar, sem geisuðu um alla Norðurálfuna langt fram á miðaldir, en nú eru horfnar, staðið í nánu sambandi við eymdarkjörín, sem menn áttu við að búa. Eftir að lénsmannavaldið var brotió á bak aftur, var hagur alþýð- unnar hér um bil samur og jafn eins og áður. Hún var kúguð með alls konar sköttum og öðrum fégreiðslum. Iðnaður, verzlun og landbúnaður voru rúin með afarþungum álögum, sem ekki var létt af mönnum í vesturlönd- um fyr en um síðustu aldamót og á þessari öld. Hagur alþýðunnar hefir ómótmælan] lega batnað að miklum mun á þess- ari öld. Á Englandi hefir snauðum mönnum svo að kalla stöðugt fækkað síðan 1855. I nær því öllum atvinnu- greinum fá menn nú hærra kaup og geta meira keypt t'yrir það fé, er þeim er goldið. Innlög í sparisjóðina fara svo mjög vaxandi, að furðu gegnir. Hýbýlin eru betri og vinnukjörin öll betri. Margfalt meiri gangskör er nú að því gerð en áður að sjá börn- um fyrir uppeldi og fátækum mönnum fyrir skemtunum og hressingu. Sams konar breytingar hafa átt sér stað á Frakklandi. Á síðustu öldum var þar því nær stöðugt hallæri, jafn- frjðsamt land og það er; nú þekkja menn það ekki nema að nafninu. Á 12. öld var þar hallæri meira en 50 sinnum. Á dögum Loðvíks 14. 1663 og 1690, og árið 1790 lá við, að heilar sveitir eyddust af hungn. Fyrir hundr- að árum sultu franskir bændur stöð- ugt. Hveitibrauð þektu þeir ekki; þeim þótti ríkmannlegt að fá að smakka flesk einu sinni eða tvisar á ári, á stórhátíðum. Annars var kál- meti svo að kalla eina fæðan. Nú þarf ekki annað en líta á verkafólk við vinnu sína til þess að sjá, hver breyting er á orðin; nú er fólkið vel klætt, þar sem það gekk áður í verstu görmum. I sumum atvinnugreinum hefir kaupið þrefaldast, fjórfaldast, fimmfaldast, jafnvel tífaldast. Áður gat verkamaður unnið sér inn 1—2 franka á dag og það ekki nema með versta striti; nú fær hann fimm, seks, átta og stundum tíu franka á dag. Mannsævin er að meðaltali orðin lengri, matvælin og hýbýiin betri, klæðnaðurinn hollari og nautn áfengra drykkja minni. Sama er að segja af öðrum menn- ingarþjóðum. En þó að kjör múgsins hafi tekið miklum breytingum, fer því mjög fjarri að dregið hafi úr samkepninni, baráttunni fyrir lífinu, sem jafnaðar- menn hugsa sér að afstýra. Straum- urinn hefir einmitt stefnt f gagnstæða átt. í þeim löndum þar sem um- bótabreytingarnar eru mestar, kveður jafnframt mest að þeirri baráttu. Búnaðarsýning íÓðinsvé. Landbúnaðarfélagið danska, er jafn- an hefir verið oss einstaklega góðvilj- að, ritaði í vor bingað stjórn Lands- búnaðarfólagsins nýa og bauð því að leggja fram úr sínum sjóði 300 kr. styrk handa 3 ungum og efnilegum íslendingum, er fara vildu á landbún- aðarsýning þá, er haldin verður í Óð- insvó á Fjóni dagana 30. júní—9. júlí og tekur yfir alla landbúnaðarmuni í Danmörku, lifandi pening og dauða muni. þar að auki hafði félagið út- vegað þessum 3 íslendingum ókeypis far fram og aftur hjá Gufuskipafélag- inu sameinaða. Lands-búnaðarfólagiðtók þessu kosta- boði vel og þakklátlega, og lagði fram úr sínum sjóði 300 kr. til fararinnar. Hafði þá hver sendimannanna 200 kr. til ferðarinnar, auk ókeypis fars. Félagið kaus í ferð þessa fyrst og fremst dýralækni Magnús Einarsson, og skyldi hann hafa það erindi á hendi sérstaklega, að kynna sér berklaveiki í nautgripum og ráð við henni. Hann fór því á undan hinum, til þess að hafa lengri tíma fyrir sér; lagði á stað héðan 18. f. mán. Hina vildi félagið hafa annan sunn- lenzkan, en hinn norðlenzkan. Norð- lenzka manninn hafði það ekki ráð- rúm til að útvega sjálft og fól það því Páli amtmanni Briem, og er ekki kunnugt, hvern bann hefir tíl kvatt eða fengið. En héðan af Suðurlandi fór Sigurður bóndi Guðmundsson í Helli, höf. »Búreikninga« m. m. Hann sigldi héðan 7. þ. m. f>á hafði í annan stað stjórn Býn- ingarinnar í Óðinsvé boðið stjórnend- um Landsbúnaðarfélagsins^ til sýning- arinnar sem gestum sínum, og fór af þeirra hendi um daginn með póstskip- inu lektor pórhallur Bjarnarson á fé- lagsins kostnað hér. V örn ,ÞjóðóIf s‘-mannsins. Eins og nærri má geta, kann þjóð- ólfs-maðurinn illa ídýfunci, sem hann fekk á miðvikudaginn var fyrir afskifti sín af hlutafélagsbankamálinu á undan síðasta þingi og reynir að klóra í bakkann. »Vörnin« er í þvi fólgin, að þó að hann hafi beðið forgöngumenn fyrir- tækisins að koma með tilboð sitt til þingsins, eins og sannað var í síðustu ísafold, þá hafi hann aldrei lofað að styðja það mál. Dáindis-falleg vörn! Hann veit um málaleitan, sem hann telur — jafnvel eftir að hún hefir tek- ið stórkostlegum breytingum til batn- aðar — landráð, ef framgengt verði, svívirðilegustu féflettinyartilraun gegn landsraönnum, viðleitni við að svíkja landið í hevdur Dönum og þar fram eftir götunum. Hann veit, að málaleitan þessi hefir þegar fengið að minsta kostí einn fylgis- mann á þingi þjóðarinnar, og hann ekki af lakara taginu, ekki að eins einn af leiðtogum þingsins, heldur og leiðtoga þjóðólfs sjálfs — svo að því fer fjarri, að hún sé hættulaus, ef hún er ann- ars ísjárverð í sjálfu sér. Og svo biður hann um það með undirskrift sinni, ættjarðarvinurinn, að þessi landráða-tilraun komist fyrir hvern mun inn á löggjafarþing vort! Og þegar svo forgöngumenn fynr- tækisins verða við beiðni þjóðólfs- mannsins og alt þincjið tekur þessari málaleitan vel, þó að það komi mál- inu í heillavænlegra horf fyrir landið en það var f, þegar þjóðólfs-maður- inn var að biðja um það — þá gerir hann öll þessi landráð að ofsóknar- efni gegn ísafold! það er hreinn óþarfi að fjólyrða frekar um þetta hátterni og þessa *vörn«. Hver sjáandi og skynjandi maður hlýtur að eiga auðvelt með að átta sig á hvorutveggja. Póstvagnaferðirnar austur í Rangárvallasýslu hófust uúna í byrjun vikunnar. þær annast hr. þorsteinn Davíðsson, skýlisvörður á jpingvöllum. Hann var 5 dægur í ferðinni alls austur að Odda; vagn- braut ekki lengra en að Ægissíðu. Torfærur reyndust engar á leiðinni, nema í Flóanum; ofaníburður horfinn þar á löngum kafla nokkuð: Vagninn einn að eins, með 2 hestum fyrir, en stór nokkuð, flytur 6—800 pd. Von á miklu stærra vagni, frá Amerfku, og þó ekki þyngri til dráttar. Hegningarlagavöndimi • er hann að panta á sig núna í síð- ustu blöðunum tveimur, afturhalds- málgagnsscjórinn, út af hinni snjöllu og skorinorðu lýsingu »alþýðumanns- ins« á málgagninu því um daginn í ísafold. Vísast, að honum verði veitt sú velgerð áður langt um líður. Hann sér um það vel og vandlega, að þau ein skifti hér um bil sé mætum mönnum við hann hafandi. Annað leyfir sjaldn- ast orðbragð hans og önnur framkoma. Blindur dæmir um lit. Motto.* »Séð hef eg köttinn syngja á bók«. Séð hefi eg nú stundum ráðgjafa-brotið- okkar danska flónska sig, en sjaldan hefir því betur tekist að gera sig að athlægi en núna í vetur i Stjórnartiðindununi. Þar stendur á 1. bls. i B-deildinni þ. á., að ráðgjafa-brotið hafi skipað landshöfðingj- anum »að Jeiða athygli að eftirnefndum (!»efternævnte«) kenslubókum sem vel l'ög- uðum til notkunar við barnakenslu í skólum og lieimahúsum á Islandi. Bæk- urnar eru: Barnabækur alþýðu, 1. bók. Stafrofskver, samið af J. J. (með skrifletri og myndum). Kaupm.höfn 1899, á kostnað Bókasafns alþýðu. Barnabækur alþýðu, 2. bók. Nýasta barnagullið Kaupm höfn 1899, kostnaðarmaður Oddur Björnsson<i. Þegar eg las þetta, rak eg upp hlátur, langan og hollan — reglulegan heilsubót- ar-hlátur! Það er til islenzkur málsháttur um köttinn og sjöstjörnuna; hann gefur í skyn, að kötturinn muni ekki hafa mikið vit á sjöstjörnunni. En fjarstæðulaust er það, að meira vit hefir ekki ráðgjafa-brot- ið okkar á islenzkum barnabókum heldur en kötturinn á sjöstjörnunni eða hlindur maður á lit. Eg skal hé.r sem minst um kvergrey þaa tala, sem hér er verið að mæla með. Stafrófskverið og Barnagullið eru bæði prentuð á góðan og gljáan pappir og í þeim eru allmargar myndir, surnar mjög laglegar, en í stafrófskverinu fæstar að vísu i neinu sambandi við efnið. Kverin eru fögur á að líta, falleg útlits, vel prent- uð — og eru þá allir þeir kostir upp taldir, sem þeim verða með nokkuru móti eignaðir. Þessir eru þeir einu kostir, sem stafrófskverið hefir fram yfir þau stafrófs- kver, sem tíðkuðust hér fyrir þriðjungi aldar, nema ef telja skal þessu kveri það til kosta, að höf. þess hefir reynt að hnupla þeim endurbótum, sem stafrófskver mitt og stafrófskver síra Eiriks Briems hafa til að bera fram yfir eldri kver; en eigi hefir það farið sem höndulegast. Eg byrjaði á því i minu kveri fyrir 38 árum að kenna börnum að þekkja stafina í annari röð heldur en stafrófsröðinni. Eg raðaði saman þeim stöfum, sem líkastir voru að mynd, og endurtók þá svo i ýmsri röð, svo að auga barnsins skyldi ósjálf- rátt skerpast og venjast við að greina sundur sviplíka stafi. Var þetta hygt á þeirri reynslu, að þegar hörn lærðu á eldri kverum, þá lærðu þau stafrófið utan að og þektu stafinn aí þvi, hvar hann stóð i stafrófinu; þó að þau því gætu nefnt staf- ina reiprennandi, þegar á þá var bent í stafrófinu, þá voru þau alls ekki viss i þeim, þegar þeir komu fyrir í atkvæðun- um fyrst í stað; hætti við að blanda sam- an t. a. m. b og d, p og þ, t, f og i, or ó og ö o. s. frv. Stóru stafina (upphafs- stafi) sér barnið ekki i minu kveri fyrri en það hefir lært að kveða að og hefir farið yfir öll atkvæðin Eg valdi svo atkvæði í mínu kveri, að hvert atkvæði er sjálf- Btætt orð, hve stutt sem það er; þar koma engin atkvæði fyrir, sem eru þýðingarlaus; atkvæði eins og öt pú he o. s. frv. eru þýðingarlaus hljómur og óþörf. Eg flokk- aði nokkuð stafa-samböndin og lét börnin venjast fyrst við að kveða að samstöfum, þar sem stafirnir nöfðu veuju-h!jóð sitt; en síðar voru börnin smávanin við breytt hljóð stafanna. Eg valdi þegar frá hyrjun at- kvæðin svo, að tvö eða fleiri atkvæði i röð mynduðu setningu, létta og auðskilda fyrir barnið. Hefi eg endurbætt atkvæða- kaflana jafnan i hverri nýrri útgáfu, sem eg hefi séð um. Þó er það vafalaust, að enn yrði kver mitt munum bætt, ef það væri stækkað nokknð og auknir atkvæða- kaflarnir, og þeim þá flokkað nokkuð meira en nú er. Stafrófs-kver mitt var þegar frá byrjun með nokkrum myndum, en þær hefðu þó helzt átt að vera fleiri. Sira Eiríkur gerði þá nýlundu í sínu kveri, að láta hörnin nema hljóðstafina i þrem skömtum, en samhljóðendurna ekki nema einn og einn i senn, og kenna að kveða að með hverjum þeirra að nokkru leyti. áður en barnið lærði næsta staf. Það má vel vera, að þetta sé endurbót; eg skai ekki um það segja; eg befi ekkireynt kver hans við kenslu. Það er sýnilega skynsamleg hugsun, að ofhlaða ekki minni barnsins með of mörgum myndum i einu. En aldrei hefi eg orðið þess var, að örð-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.