Ísafold - 07.07.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.07.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/» doll.; borgist fyrir miðjan júii (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYII. árg. Reykjavík laugardaginn 7. júlí 1900. 44. blað. I. 0. 0. F. 827139. Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11-12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstnd. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjnd. bvers mánaðar fcl. 11-1. Ókeypis tanniækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Auglýsing. Með því einhverjir óhlutvandir og stráklyndir menn hafa nú gjört landi °g þjóð þá skömm, að skemma stein- stöpla og önnnr mannvirki bæði hér við Skólavörðuna og sér í lagi á Suð- nrnesi, sem hin topografiska deild herliðsstjórnarinnar dönsku hefir sett niður og notar við mælingar sínar í grend við Eeykjavík, vil eg hér með endurtaka aðvörun mína. sem áður hefir birst hér í blaðinu, og brýna fyrir mönnum, að láta í friði stein- stöpla, bendingarverkfæri, merki og önnur mannvirki, sem notuð eru við mælingarnar, en þeir, sem uppvísir verða að broti í þessu tilliti, mega búast við að sæta málssókn og hegn- ingu samkvæmt 100. og 296. gr. hegn- ingarlaganna, og greiða fullar skaða- bætur. það er skylda hvers heiðarlegs manns, að stuðla að því, að þessar mælingar, sem eru mjög þýðingarmikl- ar og hafa mikinn kostnað í för með sér, fram fari í friði, en sá sem getur nppljóstað þeim brotum, sem getið er um að framan, má vitja hjá mér 10 kr. þóknunar fyrir. Suður- og Vesturömtin, Reykjavík 5. júlf 1900. J. Havsteen. Rangár-fundurinn. Oþolinmóðir hafa stjórnarbótarmenn- irnir stundum verið síðan á þingi 1897. þeim finst málstaður sinn svo auðsær og óbrotinn, að þjóðinni ætti að vera vorkunnarlaust að átta sig á honum án mjög mikillar rekistefnu. Getum vér ekki náð allri töðunni inn sama daginn, þá hirðum vér þá flekk- ina, sem þurrir eru orðnir. þetta er og hefir ávalt verið mergurinn máls- ins hjá þeim flokki manna, sem að- hylst hefir stjórnartilboðið frá 1897, og er það enn. Og sumum hefir svo virzt, sem íslenzkir bændur ættu að geta skilið slíkt tafarlaust. Kn hvað sem nú kann að mega segja um það, hvort of mikið hafi stundum verið af mönnum heimtað f þessu máli, þá leynir það sér alls ekki, að nú eru menn óðum að átta sig. Úr ■öllum áttum berast fregnir um það, að góðir og mikilsmetnir menn hafi nú látið sannfærast um það til fulls, að ekki sé nokkurt ráð í því, að vera að berja höfðinu við steininn og heimta það, sem er með öllu ófáanlegt, né heldur í hinu, að halda öllu í sama horfinu, jafn-brýna þörf og þjóð vor nefir á þvf, einmitt um þessar mund- ir, að einskis sé Iátið ófreistað til þess að glæða trú hennar á ættjörð sinni og sjáifri sér og koma henni úr kröggunum. Ein af þeSRum fregnum er frá þing- málafundinum, er Norðmýlingar héldu að Eangá í Tungu 26. f. m. til undir- búnings undir kosningarnar í haust. »Bjarki« skýrir svo frá, að fyrir ýmiskonar vorannir, fráfærur o. fl. hafi fundurinn verið miður sóttur en skyldi. f>ó komu þangað 30—40 manns, þar af 24 kjósendur og »flestir þeirra, sem helzt hafa tekið þátt i pólitík og landsmálum hér f sýslu«. Fyrsta verk fundarins var að kveða niður benedizkuna. Skafti Jósepsson ritstjóri var með hana — tillögu um áskorun til kjósenda f Norðurmúla- sýslu um »að kjósa þá eina til alþing- is, er fylgja stjórnarskrárfrumvarpinu frá 1894«. En ekki fekk hann nema sjálfan sig, son sinn og einn þriðja mann til þess að greiða atkvæði með þeirri tillögu. í stað hennar var eftirfarandi til- laga samþykt með 18 atkv. gegn 3: y>Fundurinn lýsir yHr því, að hann vill, að stjórnarskrárfrv. verði samþykt á næsta þingi, er bygt verði á sama grundvelli sem lagður var 1897, pó því að eins, að breytt sé 28. gr. stjórnar- skrárinnar á þá leið, að fundur t þing- deildum sé lögmœtur, er um fjárlög er að rœða, ef helmingur þingmanna mœt- ir, og í sameinuðu þingi, ef helmingur úr hvorri deild mœtir<(. Auk þess voru samþyktar í stjórn- arskrármálinu yfirlýsingar um það, að 61. gr. stjórnarskrárinnar vildi fundur- innar láta standa óbreytta, að kosn- ingarrétt vildi hann fá rýmkaðan, einkum að því er snertir kaupstaðar- borgaia og þurrabúðarmenn, og að einskis vildi hann láta ófreistað um frekari umbætur á stjórnarsliránni, bar á meðal lenging þingtímans. — En ekkert pessara atriða vildi hann gera að skilyrði fyrir því að stjórnar- bótartilboðið yrði þegið. Umræður um málið hafa oss ekki alkr borist í hendur enn. Af því, sem vér höfum séð, má þó sjá það, að þær hafa verið all-merkilegar fyrir þá sök, hve ákveðin hafa verið ummæli jafn- vel gamalla mótstöðumanna stjórnar- tilboðsins á þingi, í þá átt að þiggja tilboðið, ef þeim viðauka fengist fram- gengt, sem áður er áminst. Meðal annars fórust Jóni alþingis- manni Jónssyni á Sleðbrjót þannig orð: »Eg hefi alt af talið valtýskuna fremur stig áfram en aftur á bak, og það t. d. mikinn hag, að ráðgjafinn sitji á þingi, en að eg hefi þó ekki getað fylgt henni algerlega hingað til, er einkum af því, að eg vildi tryggja betur en hún gerir rétt þingsins gagn- vart ráðgjafanum og fá þá ýmislegt meira með, ef auðið er. Nú þætti mér það einna bezt tryggja vald þings- in3 og fá þvf bezt vopn í hendur, ef fjárráðin yrðu því fulltrygð, og það mætti gera með því, að aðeins helft hvorrar deildar þyrfti að koma í sam- einað þing, til þess að þar verði lög- mætur fundur, því þá gætu allir þeir konungkjörnu gengið með ráðgjafan- um af þingi og fjárlögin samt komist alla sina leið. Sérstaklega með þessu atriði vildi eg mæla til samkomulags, og vildu Valtýingar ganga að því, mundi eg hiklaust gefa valtýskunni atkvæði mitt og mun kjósa þann, sem undir það skilyrði skrifar, því þá tel eg valtýskuna mikilsverða stjórnar- bót, og það svo góða, að þó hún feng- ist ekki á næsta þingi, þá væri þetta eina atriði þess vert, að hefja fyrir það nýa stjórnarbótarbaráttu, því þessi róttarbót er að mínu áliti engan veg- inn ofborguð þó hún kostaði oss nokk- ur þing«. Einar Jónsson, prófastur og alþing- ismaður, sagði meðal annars: »það er »opinbert launungarmáU nú og hefir komið fram bæði í ræðum og blöðum, að fleiri merkir þingmenn á síðasta þingi vildu ganga að þeirri stjórnarskrárbreytingu, sem kend er við dr. Valtý Guðmundsson, ef þetta fylgdi með«. — »Hinni svo kölluðu valtýsku með þessum viðauka, vil eg fúslega fylgja, því þá álít eg, að stig- ið sé ákaflega þýðingarmikið stig á framfarabraut vorri«. Jðn Jónsson, alþingismaður, frá Múla komst meðal annars svo að orði: •Valtýskunni, með þessari viðbót, mundi eg hafa fylgt á þingi, ekkieinu sinni dottið í hug að bjóða mig fram á annað prógramm*. Umskiftin sem orðið hafa á hug þessara manna frá því á þingi í fyrra leyna sér ekki. Af hálfu stjórnarbótarflokksins stóð þá meðal annars til boða þetta miðl- unaratriði, sem þeir gera nú að eina skil- yrðinu fyrir þvíaðfylgjastjórnarbótartil- boðinu fast fram. Entveir af þingmönn- unum, sem tóku þátt í umræðunum að Rangá (E. J. og J. J. frá Múla), greiddu þá atkvæði móti því að sinna því tilboði á nokkurn hátt, og það ör- stuttri stund eftir, að landshöfðingi hafði lýst yfir því, að allar stjórnar- bótarkröfur vorar væri stjórnin nú orðin fús á að semja um, að þeim und- anteknum, er röskuðu stöðu Islands í ríkinu. Og þriðji þingmaðurinn (J. J. frá Sleðbrjót) greiddi atkvæði gegn málinu í efri deild, jafnvel þótt honum væri fullkunnugt um, að miðlunarat- riði mundi koma fram í neðri deild. Óneitanlega hefði verið viðkunnan- legra, að þessir þingmenn hefðu talað eins á þingi í fyrra, eins og þeir töl- uðu á Eangárfundinum í sumar, og ekki léð fylgi sitt til þess að hleypa stjórnarbótarmáli voru í slíkan voða, sem stofnað var til í fyrra sumar. En »betra er seint en aldrew. Eangárfundurinn er sannarlega gleði- legt merki þess, að þótt eyða hafi þurft fleiri orðum en búist var við í fyrstu til þess að greiða götu stjórn- bótarinnar, þá er jafn-áreiðanlegt að hún kemur á eftir stjórnarfars-óöld- inni eins og aðsumarið kemur á eftir vetrinum. Stutt búnaðarnám. Bréf frá Norvegl. Hér er mikið gert til að auka fjör og framtakssemi í búnaði og búnaðar- málefnum. Hér eru sí og æ teknar upp meiri og margvíslegri umbætur á landbúnaði; fundnar upp nýar og ný- ar aðferðir til að vekja athygli og á- huga bænda á búskap; menn eru kostaðir af landssjóði eða amtssjóð- um til að ferðast um bæi og bygðir, og leiðbeina búendum, halda fyrirlestra og framkvæma hitt og þetta, sem ó- fróðum er ofvaxið, svo sem landmæl- ingar og aðrar jarðabótarannsóknir. þrátt fyrir allan þann fróðleik og hjálp, sem bændum veitist með þessu móti, þykir mörgum framfaramönnum mikiðá vanta, að jarðrækt og búskap- ur bænda sé í svo góðu lagi, sem vera ætti; leita þeir því allra bragða til að finna ný og öflugri ráð, ergeti læknað þær hinar illu meinsemdir, fávísinaog framtaksleysið. Elestir munu á sama máli um það, að búnaðarskólar séu hér í góðu lagi, og að þekking sú, sem frá þeim dreif- ist út um landið, hafi góð og mikil á- hrif á búnaðinn. Eigi að síðurvirðist fjöldi manna fara varhluta af þekk- ingu þessari. Annaðhvort nær hún ekki til þeirra, eða þeir ekki til henn- ar. þetta sjá margir framgjarnir menn, og vilja ráða bót á því, að svo miklu leyti, sem við verður komið. Enda hefir nú á síðustu árum verið gert mikið til bóta, er miðar í þessa átt, t. d. hefir í því skyni verið kom- ið á fót ýmsum skólum með örstutt- um námstímum (korte Kursus). Eru þeir aðallega ætlaðir handa þeim, er ekki hafa efni eða ástæður til að ganga á aðra stærri skóla. Búist er við, að með þessu móti fáist almenn- ari þekking, og þá um leið meiri á- hugi á því, sem nytsamast er í bú- skapnum. Flestir þessir skólar veita tilsögn í að eins einni grein landbún- aðarins, t. d. í garðyrkju einni saraan, eða í hirðingu búpenings o. s. frv. Aft- ur eru aðrir skólar, sem veita leið- beiningu í landbúskap yfir höfuð. f>ó er lögð mest áherzla á að fræða menn um meðferð á skepnum, meðferð áburð- ar, og í reikningshaldi, og svo eru haldnir fyrirlestrar um ýms önnur búnaðar-málefni. Námstíminn er ekki nema 12—14 dagar, og kostar hvern nemanda 25 krónur. þessir skólar eru hafóir í sambandi við búnaðarskólana. Eins og gefur að skilja, getur nám þetta eigi orðið yfirgripsmikið, þegar tíminn er ekki lengri; enda er aðaltil- gangurinn með því sá, að glæða áhuga og eftirtekt ungra manna á búskap, eins og áður er sagt. Ætli það væri spo mikið óráð, að koma á fót líkum skólum heima á íslandi? Mér sýnist þeirra að minsta kosti full þörf. Slíkt nám, þó stutt sé, mundi koma mörgum ískilningum nauðsyn þá, að nota margt það, sem ella yrði, ef til vill, ekki veitt nein at-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.