Ísafold - 07.07.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.07.1900, Blaðsíða 3
175 skuldaáþjáninni og gera efnalitlum ís- lenzkum kaupmönnum kost á að kaupa sínar vörur hvar sem bezt eru kjörin á heimsmarkaðinum. Bitt af vorum mestu meinum nú e r einmitt það, að útlent auðvald þjakar oss og þjáir. Ekkert hugsanlegt ráð er til þess að komast úr þeirri kreppu annað en það að fá peninga inn í landið. þ>ess vegna eru menn að berjast fyrir hlutafélagsbankanum. Og þess vegna eru líka þeir, sem móti því fyrirtæki berjast, að vinna að því að halda íslenzku þjóðinni undir því auðvaldi, sem þeír eru að ógna henni með. Kynleg meinloka. f>að er kynleg meinloka, sem stund- um gerir vart við sig jafnvel hjá skynsömum mönnum og alveg nýlega hefir sést á prenti, að reyndar sé það spor í áttina til þingrœðis að þiggja tilboð stjórnarinnar í stjórnarskrár- málinu, en jafnframt dragi það valdið á t úr landinu. Annaðhvort lilýtur að vera rangt. Hve nær sem stigið er spor í áttina til þingræðis, þá er verið að færa valdið inn í landið, í hendur sjálfrar þjóðarinnar. Hve nær sem verið er að færa valdið út úr landinu, þá eru menn að fjarlægjast þingræðið. Nú er enginn vafi áþví, enda hafa þess sést óræk merki, að öllum þorra mótstöðumanna vorra er farið að skilj- ast það, að með því að þiggja stjórn- arbótartilboðið séum vér nær þing- ræðinu (o: því að þingið ráði) en ef vér höfnum þvf tilboði. Mönnum er áreiðanlega farið að verða það ljóst, að þinginu verði auðveldara að koma sínum vilja fram hjá ráðgjafanum, ef þingmenn geta talað við hann um öll raálefni þjóðarinnar, alveg eins og þeir tala um þau sfn á milli, heldur en ef ráðgjafinn er alt af úti í löndum og sér svo að kalla aldrei nokkurn Is- lending. Og jafnframt eru menn farn- ir að sjá það, að þingið hefir fjölda af ráðum til þess að losna við óhæfan ráðgjafa, ef það þiggur tilboðið, en ekkert ráð ella. En þegar skilningurinn er svo bless- unarlega langt ko minn hjá mönnum þá gegnir furðu, að sömu mennirnir skuli enn vera að dragast með þá grillu, að valdið færist út úr landinu, ef stjórnarbótartilboðið er þegið. Srandf.toátur Hólar. kapt. Öst-Jakobsen, kom í fyrra dag austan um land. Hafði komið á allar hafnir nema Hornafjörð. Far- þegar hingað: Páll Olafsson skáld frá Nesi í Loðmundarfirði með konu og dóttur, Bíra þorsteinn Benediktsson í Bjarnanesi, þorleifur hreppstjóri Jónsson í Hólum í Hornaf., Sigurður bóndi Einarsson á Sævarenda í Loð- mundarfirði, o. fl. Hrossaskip kom hér í vikunni frá þeim Zöllner og Vídalín og fór aftur í fyrra kveld með um 600 hesta, er gefnar höfðu verið fyrir 40—65 kr., í ,Árnessýslu og JRangárvallasýslu mest. Málaferlaprófasturinn situr ekki um kyrt. Af Vesturslótt' unni er skrifað á þessa leið 24. júní (Jónsm.d.): í>Eigi er Halldór okkar frá Presthólum og hans fólk alveg aðgjörða- laust enn þá; bviið að narra alla Austur- sléttungu og nokkra af Vestursléttung- um til að stofna fríkirkju, og fara þau hamförum um Sléttuna, Jóhann bóndi á Rifi og Guðrún systir síra Halldórs með undirskriftaskjölin, og þora þar fáir í móti að mæla að skrifa undir skjölin, því flest meðul eru notuð — — —«. Annar maður skrifar sama dag: »Hall- dór prestslausi messar á Asmundaistöð- um í dag, og ætlar að ferma börn, sem bæði síra Arnljótur og síra Páll á Sval- barði hafa vikið frá fermingu; ennfrem- ur tekur hann fólk til altaris. Skyldi hann hafa biskupsleyfi til að gera þessi verk? — — —«. Svo hagar til, að bændur í þeim hluta safnaðarius, sem fjarlægastur er Prest- hólum, reistu þessa kirkju á Ásmund- arstöðum af eigiti efnum fyrir 30—40 árum og hefir hún verið annexía frá Prest- hólum síðan. Þessa kirkju ætla nú Austursléttungar að nota fyrir fríkirkju og Halldór sinn elskulegan fyrir sálu- sorgara, og dettur ekki annað í hug en að yfirvöldin segi já og amen við því! Mælingatólaskemdirnar. f>að er ekki of ríkt að orði kveðið, er amtmaður segir í auglýsingu sinni hér í blaðinu landi og þjóð gerða skömm með því, að láta ekki í friði mælingamannvirkin hér í kring um bæinn. f>að er mesta raun að vita til annars eins, og ætti hver mætur maður að láta sér vera bæði Ijúft og skylt að reyna bæði að afstýra slíkum ósóma og að koma brotunum upp, ef auðið er. þetta er frámunalegur strákskap- ur, og vitanlega mjög illa vandir strákar einir að því valdir, en ekki fullorðnir menn með heilbrigðri skyn- semi. Nýr fjármarkaöur. Beztu horfur um nyan fjármarkaö fyrir íslenzkt fó og hann mjög góðan, á Frakklandi; eftir því sem konsúll Dana í Diinkerque, helztu innflutningshöfninni á Norðurfrakklandi, hefir skrifað nylega ráðgjafanum fyrir Island. Þar hefir bannað verið í vor aðflutningur á fé á fæti frá Argentína í Suðurameríku, vegna munn- og klaufaveiki, er þar i gengur, og segir konsúllinn, að fyrir því hafi hækkað verð á fó á skömmu bragði um 40°/0, svo að gott útlit sé þar fyrir sölu á fó frá Islandi og Noregi. Segir að 11—12 fjórðunga sauðir á fætiseljist á 60 franka, sama sem 42—43 kr. Toll- ur mun vera á aðfluttu sauðfó til Frakk- lands, líklega nál. 10 kr.; en aldrei mundi annar kostnaður verða svo hár, að ekki fengist heldur yfir en undir 20 kr. fyrir væna sauði að kostnaði öllum frádregnum. Mega nú íslenzkir bændur biðja fyrir sór, að þeir Zöllner og Vídalín sölsi ekki þegar undir sig þessi viðskifti, og fari eins með og þeir gerðu við Belgíu- markaðinn hór um árið. Krítarstillinn. Þess hefði mátt geta um daginn, — þótt ganga mætti raunar að því vísu —, a^ stiftsyfirvöldin hafa gert sitt til, að efnt yrði loforð þeirra við þingið í fyrra, með því að skrifa rektor 27. sept. f. á. á þessa leið, honum »til leiðbein- ingar«: í tilefni af umræðum og tillögum á alþingi því, sem háð var á þessu sumri, og með skírskotun til ákvæðanna í R eglugjörð fyrir lærða skólann dags. 12. júlí 1877, 3. gr. 2. c. vilja stifts- yfirvöldin þjónustusamlega leggja svo fyrir, að piltar þeir, sem reyndir verða eftirleiðis til inntöku í 1. bekk lærða skólans, verði ekki latnir gjöra latínskan stíl við nefnt inntökupróf, heldur verði prófið í latínu að eins munnlegt. Jay Gould. i. þess var getið í síðasta bl., að Mr. Howard Gould þessi, er hór kom um daginn á skemtiskipi sínu Niagara, væri sonur hias nafntogaða auðmanns, Jay Gould heitin3 í New York. Hann var einn í tölu hinna miklu miljónamæringa í Ameríku og einhver hinn frægasti þeirra, annar en þeir Vanderbilts-feðgarnir. þeir eiga og áttu hinir enn meiri ógrynni fjár en hann; en eru þó ekki eins nafntogaðir. Eigur hans námu 15 milj. pd. sterling, er hann lézt, fyrir 7^ ári. það er sama sem 270 milj. kr. En 18 milj. kr. voru árstekjur hans sagð- ar síðustu árin, sem hann lifði; svo vel kunni hann að halda á reytunum. Hann hafði átta um fimtugt, er hann dó. En tæplega tvítugur kom hann fyrst til New York, árið 1853, með fjalakött, er hann hafði hugsað upp og ætlaði að selja þar og græða á; það var aleiga hans þá. Haun lagði frá sér fjalaköttinn og fór að horfa á eitthvert stórhýsi. jþá kemur götusláui og stelur þessum kjörgrip hans. Gould elti þjófinn, náði af hon- um gildrunni, og ætlaði að sleppa honum. En þá skarst lögregla í leik- inn og dró þá báða fyrir dóm. Atvik þetta komst í blöð. Fyrirsögnin var: »Hvernig fjalaköttur höndlaði þjóf*. f>að var fyrsta skifti, sem Goulds var getið á prenti. En þegar hann dó, nær 40 árum síðar, var erfingjum hans boðið til kaups safn af greinum um hann úr öllum heimsins blöðum, og voru dálkarnir samtals, límdir sam- an á endunum, 6 mílur enskar eða meira en 5000 faðmar. Ekki er þess getið, að fjalakötturinn yrði honum að féþúfu. En skömmu síðar er hann á flakki lengst vestur í landi og fæst þá við landmælingar og gerir uppdrætti af. Hann reyndist þá þegar bæði ötull og framúrskarandi vandvirkur, og varð honum þetta að góðri atvinnu. þá komst hann í kynni við efnað- an sútara, er Pratt hét, í Prattville, og gerðist félagi hans. Græddist þeim vel fé, fyrir framsýni og atorku Goulds. Varð þetta brátt stærsta sútaraiðn í landinu. En þá dundi yfir peninga- óáranið mikla 1857 og lauk svo, að Gould varð öreigi. f>á fór hann aftur til New York. Kom þar alveg félaus. Hafði orðið að fá til láns fyrir farinu þangað. En heppinn var hann að vanda, og hlaut innan skamms efnaðan ráða- hag, dóttur auðugs kaupmanns. Hjóna- band þeirra varð mjög farsælt. Tengda- faðir hans kom honum í stjórn járu- brautarfélags, sem lá við gjaldþroti, en Gould rétti svo vel við, að það varð bezta gróðafyrirtæki. f>að var atorku hans að þakka og framsýni; og kom framsýnin ekki hvað sízt fram í því, að Gould keypti hlutabréfin í félaginu fyrir lítilræði, meðan þau voru í óáliti, eitthvað l/20 verðs; Vanderbilt einum varð hann að borga meira, nál. verðs. f>etta var fyrsti stórgróða- hnykkurinn hans, og lék hann hvern á fætur öðrum þvl líkan, þar til hann var orðinn vellauðugur maður, á fám árum. Er svo sagt, að hann hafi árið áð- ui en dó, gert sonum sínum þá grein fyrir gróðahepni sinni um dagana, að hann hefði jafnan haft það lag, að kaupa járnbrautarhlutabréf, er voru í óáliti og því með mjög lágu verði, taka því næst að sér járnbrautina til stjórnar og umsjónar og koma henni í sem bezt gengi — hann var snill- ingur við það starf —, þenja þar með upp verðið á hlutabréfunum sem mest mátti verða og selja þau þá. Skýrði hann þetta fyrir þeim með Ijósum dæmum og brýndi fyrir þeim, að hafa sama lagið, halda trygð við þá gróða- aðferð föður síns og vinna sér jafn- framt til ágætis með því, að efla fram- farir landsins með sem beztum sam- göngufærum, þar sem þess væri hvað helzt þörf. f>að væri leiðin til að halda uppi frægð og gengi ættarinnar mann fram af manni. Misjöfnum ráðum þótti Jay Gould beita oft og tíðum til þess að þenja upp verð á járnbrautarhlutabréfum, er hann hafði eignast fyrir lítið sem ekki neitt, og hrundu þau vanalega niður úr öllu valdi aftur óðara en uppvíst varð, að hann hefði fargað þeim aft- ur. Hann fór svo kænlega að því, að almenningur vissi ekki af fyr en um seinan, og rúðustmenninn að skyrtunni fyrir bragðið. Gerðust þeir, sem fyr- ir því tjóni urðu, mestu fjandmenn hans margir hverjir, og námu að tölu tugura þúsunda. Fyrir þaðvarð hann manna óviusælastur af almenningi, og hefir naumast nokkurum auðmanni verið borin ver sagan, fyr eða síðar. Höfðu menn þrásinnis í heitingum við hann, og var svo komið síðustu árin, sem hann lifði, að hann þurfti að hafa eigi færri en 50 leynilögreglur sér til verndar. Einu sinni sýndi hann kunningja sínum svo látandi bréf, er hann hafði fengið: »Jay Gould! ý>ann dag, sem börnin mín eru félaus, skulu börnin þín verða föðurlaus«. Tvisvar var ráðist á hann með handalögmáli, en sakaði hvergi nema í annað skiftið. |>á mætir honum maður á förnum vegi, í aðalstrætinu í New York, Broadway, rekur honum rothögg í andlitið, tekur hann síðan og fleygir honum yfir pallgrindur nál. tvær mannhæðir, svo að hann stór- meiddist. þetta var 1877, og hét mað- urinn Selovér. Hann kvaðst hafa gert þetta vegua þess, að Gould hefði gert sig sekan í svikura, lygum og falsi. Eftirfarandi skrítla er og til marks um orð það, er af Jay Gould fór í hóp óvildarmanna hans. Ein þeirra, Mr. Travers, var stadd- ur í búð sinni við eina helztu götuna í New York og fjöldí manna inni, kunmngjar hans og skiftavinir. Alt í einu hleypur hann út að gluggannm, lítur út og hrópar upp, eins og mikið væri um að vera: »Komið þið, piltar, og lítið á, lítið á!« Allir þustu fram að glugganum og ætluðu að troða hver annan undir. þeir litu út og sáu ekki annað en Jay Gould standa hinum megin í götunni og vera að hvísla einhverju að einum miðlaranum sínum. »Hvað, hvað er þetta?« segja þeir við húsbóndann; »því læturðu svona? Hér er ekkert að sjá! Ertu að gera gabb að okkur?«. »Sjáið þið það ekki?« anzar Travers; •sjáið þið ekki hann Jay Gould með höndurnar í vösunum á sjálfum sér?« THE NORTH BRITISH ROPEWORK C o m p a n y Kirkcaldy á Skotlandi Contractors to H. M. Government . búa til rússneskar og ttalskar fiskilínur og; færi, Manilla-og rússneska kaðla, alt sórlega vandaö og ódýrt eftir gæðum. Einkaumboðsmaður fyrir Danmörk, ís- land og Færeyar: Jakoto Gunnlögsson. Kabenhavn K.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.