Ísafold - 07.07.1900, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.07.1900, Blaðsíða 4
176 IJ AJLéR með auglý'sist að stjórn Landsbankans hefir hækkað ársvexti frá i. þ. m. af sparisjóðsinnlögum upp í 3 kr. 60 a. af 100 kr., svo og árs- vexti af lánum gegn veði í fasteign upp i 4 kr. 50 a. af 100 kr., frá 1. októbr. þ. á., að reikna. Veðdeild Landsbankans, sem stofnuð er með lögum dags. 12. jan. þ. á. tekur til starfa 14. þ. m. Reglugjörð Veðdeildarinnar verður send öllum sýslumönnum og öllum hreppstjórum landsins með strandferðabátunum í þessum mánuði, svo að mönnum gefist kostur á, að kynnast þeim reglum, sem þar eru settar. Sér- staklega skal leiða athygli almennings að 8. gr. reglugjörðarinnar um virð- ingagjörðir. Landsbankinn 5. júlí igoo. Tryggvi Gunnarsson. Fargjald og flutningskaup með póstyagninum. Fargjald: Milli Reykjavikur og Selfoss aðra leið kr. 3,50, báðar ieiðir kr. 5,00 — — — - Þjórsárbrúar — — - 4,25, — — - 6,00 — — — - Ægisíða — — - 5,00, — — - 7,00 — — — - Þingvalla — — - 3,00, — — 4,00 Ath. 1. Fyrir allan farangnr sinn verða farþegar að borga sérstaklega. 2. Farþegar anstan yfir Hellisheiði verða að ganga upp Kambana. 3. Fargjaldið greiðist jafnan um leið 0g stigið er í vagninn. Flutningskaup: Milli Reykjavíkur og Kotstrandar fyrir pundið 2*/» eyrir — - Selfoss — — 3 a. — - Þjórsárbrúar — — 4 - — ,---- . Ægisiðu — — 5 — - Þingvalla — — 2' /* eyri Ath. 1. Allar sendingar með vagninutn verða að vera yfir 5 pd. að þyngd. 2. Engin þungavara, svo sem kornmatur, járnvara, salt og kol, verður tekin til flutnings með póstvagninum; en bjóðist mikill flutningur, verður hann fluttur á sérstökum flutningsvögnum, ef um semur 0g ástæður leyfa. 3. Hver sending sé greinilega merkt, með nafni og heimili viðtakanda; skal og til- tekið, á hvaða póststöð sendingunni skal skilað, og er hún úr ábyrgð vagnstjóra eftir að þangað er komið. 4. Flatningskaup greiðist um leið og sendingunni er veitt viðtaka. 5. Samkvæmt prentaðri áætlun um póstvagnferðir leggur vagninn á stað frá Reykja- vik á hverjum mánudegi kl. 6 síðdegis, og kemur aftur nœsta föstudag á eftir. En til Þingvalla fer vagninn á timabiiinu frá 1. júlí til 1. september á hverjum laugardagsmorgni kl. 8, og snýr þaðan aftur daginn eftir. 6. Komi þær tálmanir fyrir, að vagninnm ekki verði unt að fylgja áætlun, skal það tekið fram, að vagnstjóri ber enga ábyrgð gagnvart farþegum, þótt för þeiria tefjist; en hann mun gera sér far nm áð ferðirnar gangi svo fljótt og vel, sem frekast verður auðið. Reykjavik, 2. júlí 1900. Þorst. J. Davidson. U M B O Ð. Undirskrifaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. P. J. Thorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgade 34. Kjöbenhavn K Smátt te 1 kr. 60 a. pundið Smátt te, sem br. Bernhard Phil- ipsen hefir verzlaö með meiia en 20 ár, er síað úr fí nustu tetegundum og fæst nú með sömu fyrirtaksgæðum hjá Brödr- Berg Amagertorv 14 Köbenhavn. Proclama. Með því að bú Gests Guðmunds- sonar, sem síðastliðið ár bjó í Kúskerpi í Engihlíðarhreppi, og sem hinn 10. þ. m. strauk til Ameríku, er tekið til skiftameðferðar sem þrotabú eftir kröfu skuldaheimtumanna hans samkvæmt lögum 13. apríl 1894, þá er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá nefndum Gesti Guðmöndssyni, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftarráð- anda Húnavatnssýslu áður en 6 mán- uðir eru liðnirfrá síðustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Húnavatnssýslu, 25. júní 1900. Gísli ísloifsson. Awglýsing. Sýslanin sem prestur holdsveikra- spítalans í Laugarnési, sem fylgir 200 kr. þóknun á ári, er laus, og sendast umsóknir um sýslun þessa, stílaðar til stjórnarnefndar höldsveikraspítalanB, amtmanninum yfir Suður- og Vestur- ömtunum fyrir31. ágúst næstkomandi. Reykjavík, 5. júlí 1900. Fyrir hönd stjórnarnefndarinnar J. Havsteen. Freðin síld og ís fæst keypt hjá kaupmanni J. G. Möll er á Blönduósi. TAPAST hafa úr Fossvogi 27. júní 2 hestar, ranður og jarpur, affextir, með mark: heilrifað og lögg aftan bæði. Hver, sem hitta kynni, er beðinn að gera mér viðvart hið allra fyrsta. p. t. Rvík 5. júlí 1900. Ólafur Finnsson. Kennsla í yíirsetufræði byrjar aftur 1. októ- ber næstkomandi. J. Jónassen. ffleð Botuíu nú hef eg fengið stórt og mikið ÚRVAL af FATAEFNUM alla vega litum og vönduðum, t. d. einkennisbúningsklæði, svart klæði í spariföt, svart, móleitt og blátt kam- garn, efni í sumar- og vetraryfirfrakka, buxnaefní, nýtízkuefni í skemtí- gönguföt, hversdagsföt og sportsföt. Meira en 100 stykki, stór og smá. Af því að eg keypti nú mikið í einu og hefi mörg ár verzlað við þetta sama »firma« í Berlín, þá hefi eg feng- ið sama verð og áður, þrátt fyrir alla verðhækkun þar, og vona því, að eg geti selt fataefnin eins ódýrt og nokk- ur annar hér á staðnum. H. Andersen 16 Aðalstr. 16. F u n d i s t hefir dömu-úr með festi. Vitja skal til Markúsar þorsteinsson- ar Laugaveg 47 mót fundarlaunum og borga þessa auglýsingu. I. Paul Llebeks Saprradavín og Maltextrakt með kínín og járni hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leyndarlyf (arcana), þurfa þau því ekki að brúkast í blindni, þar sem samsetning þess- ara lyfja er ákveðin og yitanleg. Sagrada- vínið hefir reynst mér ágætlega við ýms- um magasjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra óþæginda, og er líka eitt- hvað hið óskaðlegasta lyf. Maltextraktin með kína og járni er hið bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi mag- ans 0. 8. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörgum með bezta árangri 0g sjálfur hefi eg brúkað Sagradavínið til heilsubóta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavík 28. nóv. 1899. L. Pdlsson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sag- radavíni og Maltextraktl með kínín og járni fyrir Island [hefir undirskrifaður.| Útsölumenn ern vin- samlega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík nóvember 1899. Björn Kristjánsson- Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. opið bréf 4. jan. 1861, erhérmeð skorað á alla þá, sem til skulda telja í dánarbúi Kristjáns Kristjánssonar frá Gunnarsstöðum (fyrrum í Straumfirði) að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðanda Dalasýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá 3. birtingu auglýsingar þessarar. Skiftafundur verður haldinn í dán arbúi þessu að Blönduhlíð í Hörðu dalshreppi miðvikudaginn 29. ágúst næstk. um hádegisbil. Skrifstofu Dalasýslu 22. júní 1900. Bjðrn Bjarnarson Konan mín hefir í mörg ár þjáðst af taugaveiklun og meltingarleysi; hún hefir leitað margra lækna til að fá bót á þessum kvillum, en alt árangurslaust. Eg tók því það ráð, að láta hana reyna hinn heimsfræga Kínalífs-elixí frá herra Waldemar Petersen 1 Frið- rikshöfn, enda batnaði henni til muna þegar hún hafði tekið inn úr 5 glös- um. Hún hefir nú tekið inn úr 7 glösum og er orðin allur annar maður; þó er eg sannfærður um, að hún má 9igi án lyfsins vera fyrst um sinn. þetta votta eg eftir beztu samvizku og vil því ráða hverjum þeim manni, er þjáður er af sams konar kvillum og konan mín, að nota þetta alþekta heilsulyf. Einar Árnason í Norðurgarði. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að v~ standi á fiöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn, Danmark Þegar þér biðjið um Skandinavisk Ex- portkaffi-Surrogat, gætið þá þess, rð vöru- marki vort og undirskrift sé á pökkunum. Khavn K. F. Hjorth & Co. Brunabótafélag fyrir hús, varning og aðra lausafjár- muni, búpening og hey o. s. frv., var stofnað í Kaupmannahöfn 1798. Fyrir það félag tekur bæði undirskrifaður beina leið og þeir herrar Jón Laxdal faktor á ísafirði, Ármann Bjarnason faktor í Stykk- ishólmi og F. R. Wendel faktor á Dýra- firði við brunaábyrgðarbeiðnum úr ísa- fjarðarsýslu, Barðastrandarsýslu, Dala- sýslu, og Snæfellsn,- og Hnappadalssýslu, og veita vitneskju um iðgjöld o. s. frv. Bæir eru einnig teknir í ábyrgð. Khöfn, Havneg. 35. T.fínrih. Tang. Fundur verðurhaldinn í Ke n na r af é 1 aginu mánudaginn 9. þ. m. í barnaskólahús- inu í Reykjavík kl. 5 e. h. Verður þar lagður fram endurskoðaður reikningur félagsins fyrir síðastliðið ár, og rædd önnur félagsmál, sem upp kunna að verða borin. Flensborg 5. júlí 1900. Jón Þórarinsson p. t. forseti. Takið eftir! Undirbúníngsfundur fyrir næstu al- þingiskosningar verður haldinn sunnu- daginn 22. þ. m. kl. 3e.h. í Kolla- f i r ð i. EJliðakoti 6. júlí 1900. Guðm. Magnússon. FRÁ 1. september fást leigðar 3 stofur með eldhúsi og einnig kjallara- pláss í Vesturgötu nr. 40. Öllum þeim, er sýndu okkur hluttekningu og samhug i hinni þungu sorg við missi okk- ar elskulega eiginmannsog föður, skólastjóra Markúsar F. Bjarnasonar, og heiðruðu jarð- arför hans með návist sinni og annari hluttöku, vottum við hér með okkar innileg- asta þakklæti. Rvik 6. júli 1900. Björg Jónsdóttir. Sigurjón Markússon. Þegar við á siðastliðnum vetri stóðum uppi ásamt skylduliði okkar því nær nak- in og allslaus, þá urðu margir til að rétta okkur hjálparbönd, með þvi að veita okk- ur alla aðhjúkrun, er hægt var, ennfremur gefa okkur föt eða andvirði til að kaupa það er okkur lá mest á, en þar sem okkur eru hulin nöfn margra gefendanna og þess- vegna getum ekki nafngreint þá, en getum þó ekki látið hjálíða að nefna Þ. J. Thor- oddsen, er stundaði mig veikan og barn okk- ar með þeirri alúð, er honum er svo lagin, án nokkurs endurgjalds og Eiríks Torfason- ar i Bakkakoti og konu hans, er undirhéldu hið veika barn okkar i 14 vikur með þeirri nákvæmni, er fágset mun vera, án þess að taka nokkra borgun fyrir. Öllum þessum gefendum færum við okk- ar fylsta þakklæti og biðjum guð að launa hverjum þeirra, þá þeim mest á riður. Meiðastöðum 6. júlí 1900. Þorsteinn Gíslas. Kristin Þorláksdóttir. Peningabudda hefir tapast i Bankastræti eða Skólavörðu- stíg. Skila má i afgreiðslu ísafoldar. STEINHRINGURfundinn. Ritstj. visará. Kolapöutunarfélagið. Fyrsti farmurinn, um 1500 skp., er á leiðinni; verðið kr. 4,60. Félagsmenn geri svo vel að sækja til mín ávísun til viktarmannsins og taka á móti kolunum á bæarbryggj- unni, þegar skjjýð kemur. Menn eru enn þá velkomnir í félag- ið. M. Johannessen. Herbergi til leigu í Kirkjustræti 4. Skandinavisk export- kafji- surrogat, sem vér höfum húið til undanfarin ár, er nú viðurkent að hafa ágæta eiginlegleika. Kobenhavn K. F, Hjorth & Co. Suudmaga kaupir hæstu verði fyrir peninga Ásgeir Sigurðsson. Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Einar Hjðrleifsson. ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.