Ísafold - 07.07.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.07.1900, Blaðsíða 2
174 hygli. Og sjálfsagt væri að haga kenslunni þannig, að sem mest yrði vakin eftirtekt manna á því, er mestu þykir varða, og mest munar um í bá- skapnum, svo sem á kynbótum og með- ferð á skepnum, jarðabótum, meðferð áburðar, notkuu verkfæra og lítið eitt af reikningi (einfalt flatarmál og ten- ingsmál), ef við verður komið. Kensl- an yrði að vera mestmegnis munnleg- ar skýringar og fyrirlestrar; þeim tím- um, sem afgangs eru, ætti að verja til bóklesturs. Eg hefi hugsað mér fyrirkomulag á skólum þessum svo, fyrir utan tilhög- un þá á kenslunni, sem áður er tekin fram, að námstíminn sé minst einn mánuður, og að námið fari fram þelzt á þeim bæ, þar sem búskapur væri í góðu lagi (fyrirmyndarbá), svo að nemendur sæju fyrir sér góða umgengni í verkum jafnframt hinum munnlegu leiðbeiningum. Kennarinn yrði að vera báfræðing- ur, sem þektur væri að áhuga á bánaði. Kaup og fæði kennara og annar til- kostnaður við skólahaldið, sem ekki gæti orðið mikill, yrði að borgast af sýslusjóði, ef ekki fæst styrkur af öðru almannafé (ár landssjóði). Nemend- urnir ættu að borga hver fyrir sig fæði og hásnæði. Tilkostnaðúrinn yrði með þessu fyrirkomulagi ekkí svo mjög tilfinnanlegur, hvorki fyrir hvern einstakan nemanda eða fyrir sýslusjóð, ef gert er ráð fyrir að eins einum slíkum námstíma (o: skólatíma) á ári í sýslu hverri. Ekki er gott að til taka, á hvaða tíma árs námið ætti fram að fara. f>að yrði svo mikið komið undir stað- bundnum kringumstæðum eða fyrir- mælum sýslunefnda o. s. frv. En hyggilegast tel eg, að hafa það að vorinu fyrir margra hluta sakir, því þá mætti leiðbeina meira í verklegu jafnframt, t. d. í garðrækt og ýmsum jarðabótastörfum. En þá yrði náms- tíminn að líkindum að vera lítið eitt lengri. Eg býst við, að mér verði svarað, að þetta nám sé vanhugsað — verði ekki nema »kák«, sem komi hvorki að heilum eða hálfum notum. J>að má lengi þrátta um það og á marga vegu. En gæta verður að því, að hér er ekki að ræða um neinn skólalærdóm í vanalegri merkingu, heldur að eins leiðbeiningu í ýmsu, er að bánaði lýtur, til að vekja athygli ungra manna á hinu og þessu, sem ná er því miður lítið skeytt um. Og það er mín sannfæring, að þá er ungir menn hefðu notið þessara mikilsverðu leiðbeininga, mundu margir af þeim — þó ekki væru allir — verða miklum mun framtakssamari, heldur en ef þeir hefðu aldrei fengið neina leiðbeimngu og setið heima í föður- garði sem fávís kolbítur. Vér siáum það á sögum vorum, að ekki þurfti nema örfá frýu-orð til að vekja hug og manndáð í þeim, sem legið höfðu öll sín uppvaxtarár í ösku- stó og ekki aðhafst, og urðu þó hinir vöskustu menn í öllum mannraunum. Ekki þarf langa leit að gera til að finna slíka kolbíta vor á meðal ná á tímum, sem gætu þó orðið hinir nýt- ustu menn, ef þeir væru hvattir til framtakssemi meir en gert er, og komið í skilning um nauðsyn þá, að fylgjast með í tímanum. Og það tel eg að yrði aðal-kostur við nám þetta, ef kenslunni væri ekki því meira ábótavant, að margir þeir, sem þess nytu, vöknuðu til meðvit- undar um, hversu skaðlegt er fyrir landbánað vorn það afturhald og ár- tölur, Bem eru um alt of ríkjandi meðal þjóðar vorrar, þegar gjöra skal breytingar eftir kröfum tímans. Og geti maður áunnið eitthvað f þessa átt til bóta með slíkum leið- beiningum, þá finst mér vel kostandi til þess lítilli upphæð á ári. Ætli það verði ekki nógir afturhaldssamir þverhausar til að þrátta við eigi að síður, þótt eitthvað sé lagt í sölurnar til að fækka flokki þeirra?. Búnaðarskólanum í Asi 16. júní 1900. Jóh. Magnússon. ------ ■ ■ ■ ----- J arðarför Markúsar F. Bjarnasonar stýri- mannaskólastjóra í gær var fjölmenn og viðhafnarmikil, með láðrahljóm o. s. frv., ems og sómdi þeim mikilhæfa og mjög svo þjóðnýta merkismanni. Landshöfðingi og amtmaður voru meðal þeirra er fylgdu. Prestaskólakandídat Friðrik Eriðriksson flutti háskveðju, en dómkirkjupr. Jóhann próf. |>or- kelsson ræðu í kirkjunni. Aukakenn- arar stýrimannaskólans báru líkið át þaðan, en Útgerðarmannafélagsmenn inn í kirkjuna og Oddfellowar át þaðan, með því hinn framliðni var í því félagi. Kórinn í dómkirkjunni hafði Útgerðarmannafélagið látið tjalda svörtu og prýða ljósum. Kistan al- þakin blómsveigum, bæði frá félögum og einstökum mönnum. Ort hafði kand. Fr. Fr. átfararsálm, er sunginn var í heimahásum eftir háskveðjuna, svo látandi fyrri versin 4: Hór hvílir þú rótt, sem vildir vel Og vanst þínu landi’ í haginn; Þinn hugur var stór og starfið djarft Og stjórn var þér einkar-lagin. En nú er þitt hjarta hætt að slá, Svo hrygð fer um land og æginn. Þú komst hingað ungur, auga þitt Sá út yfir fagran sæinn, Þar iðaði’ í djúpi fiska fjöld, En flota vantaði bæinn. Þá stórræði guð þér blós í brjóst, Að byrja þitt stríð við æginn. Og flotinn hann kom, og hugur hló. En hver skyldi fást að st/ra? Þá leiddir þú fram hið frækna lið Með funandi eld um hlýra; Þú kendir þvi íþrótt, efldir fjör, Svo auðgaðist landið dýra. Þú valdir þér svið á sjónarhól, Að sjá mættir vítt um æginn. Nú lokað er augað ljúfa þitt, Þótt langt væri’ ei sótt á daginn. Því drúpir nú öld við aldarkvóld Og andvarp berst þungt um sæinn. Einhver ónefndur hafði og ort •Kveðju frá Seltirningum*, sem þetta er upphaf að: Nú hættu hvítu’ að falda og hljóðna, marar alda! Grát vænsta vininn þinn. Yor ættjörð er í sárum, en okkar bygð í tárum * og grætur óska-soninn sinn. >Kosningavaldboð. »|>jóðólfur« lýsir yfir því, að hann ætli að fara nokkurum orðum um kosningarnar \ hverri sýslu, en hann muni alls ekki auðkenna nöfn ein- stakra manna, því að það sé kosninga- valdboð að prenta nöfn með breyttu letri. En »þess konar valdboð«, segir blað- ið, teinkum ef það kemur jrá mísjafnt kyntu fólki, gerir sjaldnast annað en spilla fyrir og hleypa kergju í menn, er ekki látasér lynda, að talað sé við þá sem ómyndug börn eða sannfæring- arlausar heybrækur*. Af þessum ástæður telur »þjólfur« óráðlegt fyrir sig að vora nokkuð að fást við »kosningava!dboð«. Höndladir botnverpingar. Af Eskifirði er ísafold skrifað 30. f. mán.: »Hinn 9. þ. mán. kom Heimdallur hingað með tvo botnverpinga, annan þyzkan, Dueren að nafni, frá BremCn, (B. B. 20), en hinn enskan »Admiral« frá Grimsby (G. Y. 1168); hann átti ekki eftir nema ]/a stund til að fylla sig upp á þilfar; en hinn hafði fiskað lítið. Þeir voru sektaðir um 1000 kr. hvor, og afli og veiðarfæri upptæk. — Síðan var þeim lagt sínum við hvora bryggju, hjá C. D. Tulinius konsúl og Jóni kaupm. Magnússyni, til að afferma þá. Það var á laugardag síðdegis 9. júní. Um miðjan dag á sunnudaginn var þýzki botnverpingurinn ferðbúinn, en hinn kl. 3 nóttina eftir. Þótti það vasklega að verið, enda eru járnbrautir upp eftir báðum bryggjunum. Aflinn var seldur á mánudaginn, komst í 600 krón., en veiðarfærin (vörpurnar) geymd. Lagarfljótsbrúin. Skrifað er að austan, að efnið í Lag- arfljótsbrúna sé komið á Eskifjörð og hefir konsúll C. D. Tulinius tekið að sér flutning á því upp á Hérað, um Fagradal; hann ætlar að aka því gegn um dalinn og hefir látið ryðja veg í því skyni, akbraut, eftir honum öllum. Við riðum hann nokkrir 29. maí — segir sá sem þetta skrifar — og var hann þá allur runninn; en ekki sást um það leyti nema á hæstu vörðu á Fjarðarheiði (Seyðisfjarðar), og 16. júní var ekki komin þar upp nema stöku varða. Hán verður líklegast runnin seint í næsta mánuði (jání), af því að ná er steypirigning dag hvern. Slysfarir. Maður druknaði í f. mán. á Búðum í Fáskrúðsfirði, Elís þórðarson að nafni, smiður þar hjá Tulinius, hálf-fertugur að aldri. Hann var að gera við festar- smugu á geymsluskipi, er lá þar við bryggju mannlaust, og haldið að hann hafi dottið í sjóinn, þegar hann ætlaði að stíga upp í skipið frá fjöl þeirri, er hann sat á við aðgerðina; en enginn maður nærri staddur og hanu ósyndur. »Hann var mesti reglumaður og þjóð- hagasmiður, elskaður og virtur af öllum, sem þektu hann. Hann hafði flutt sig til Fáskrúðsfjarðar í vor frá Vattarnesi við Reyðarfjörð. Hann lætur eftir sig konu og 3 börn og gamla foreldra á lífi«. JónsmeBsumorgun fanst örendur á Berufjarðarskarði Lárus Guðmundsson, fyrrum bóndi í Papey; hafði lagst þar til svefns og vaknaði eigi aftur. Hann var um sextugt og lætur eftir sig ekkju; auðugur maður, sem kallað er. Skemtiskipið ameríska, Niagara, lagði á stað aftur í morgun; ætlaði að koma við í Vestmanneyum eða á Djúpavog, en halda þá til Nor- vegs og þaðan til Danmerkur, þá norður Eystrasalt til Finnlands, en þaðan beint heim aftur til New York. það brá sér til þingvalla í fyrra dag, fyrirfólkið á skipinu, Mr. H. Gould og kona haus, vinafólk þeirra Mr. Stone og hans kona, læknir þeirra og einn maður enn, kunningi þeirra, auk 2 þjóna. J>að fór ríðandi alt saman. Aðalfylgdarmaður var Jón Stefánsson Filippseyakappi. |>ví gekk ferðin all- vel, þótt óvant væri að ríða alt nema kona Mr. Goulds. Var þó mjög eftir sig fyrri daginn, en reið í gær hingað á 6 klukkustundum, auk hvílda. f>ví leizt mætavel á sig á þingvöllum, fanst mjög um Almannagjá og Lögberg svo kallað, og þótti þingvallavatn fag- urt. Eáðgerði Mr. Gould að koma aftur að sumri og standa þá Iengur við, fara til Geysis og Gullfoss, og liggja jafnvel við þingvallavatn um tíma til veiða. Mr. Howard Gould er yfirlætislaus maður, heldur smár vexti, sem faðir hans hafði verið, nál. hálffertugur að aldri. Hann er yngstur bræðra sinua, en þeir eru 3 alls. Hinir heita Ge- orge og Eddie. Hafi þei'r viðlíka tekjur og faðir þeirra síðustu árin, sem hana lifði, eða 6 milj. kr. hver í árstekjur, þá befir Mr. Howard Gould 16—17,000 kr. á dag á að lifa eða 1000 kr. hverja klukkustund, sem hann er vak- andi í sólarhringnum — sé gert rúð fyrir venjulegum svefntíma. Kjarnyrtar röksemdir. Hr. ritstjóri! Einu sinni seint í vetur tók eg mig til og tíndi saman, til stvrkingar stjórn- málasannfæringu minni, nokkur af þeim kjarnyrðum, sem mér þóttu til komumest í einu þjóðólfs-blaði, sem mér auðnaðist að lesa þá. Mér finst þau þess verð, að þeim sé á lofti haldið, ef vera mætti, að þið ísafoldarmennirnir og aðrir, sem við blaðamensku fást hér á landi, gætu af þeim lært, hvernig á að fara að þvl að sannfæra þjóðina. En af því að mér virtust þessi gáfu- legu kjarnyrði verða nokkuð þurr, ef þau væru prentuð alveg sundurlaus, þú hefi eg leitast við að skipa þeim í eðlilega röð; en þó auðvitað reynt að láta orðasambandið verða engu síður þjóðólfskt en orðin sjálf, sem ár þessu eina blaði eru tekin og auðkend hér með tilvitnunarmerki. þessi runa, sem eg vona að sann færi menn engu síður en »|>jóðólfs«- greinarnar sjálfar, hefir þá orðið svona hjá mér: Það þarf að Giamra niður« *þjóðmála- skúmana«, þessa »ramstöðu, þráu Jrauga«, með alt þeirra »langlokustagl«, »afkára- lega þvogl«, »sauðþráa« og »skamma- þvætting«, sem »liggja á því lúalagi« að »stagast« alt af á stjórnarbót, »gína« yfir öllum óþjóðlegum flugum, hafa þjóðina að »leiksoppi« og »flensa« kring um málin eins og »köttur í kring um heitan graut«., Það þarf að »koma fyrir kattarnef« »vand- ræða yfirklóri« þessara »kollhúfulegu« »lognhettna«, þvi að alt af »grillir í ó- hroðann« og »smjaðursfulla ólyfjan« hjá þessum »viðrinislegu draugum«, þegar þeir eru með sitt »jórtur« um »Hafnarstjórnar- vanskapninginn$ til þess að leggja »haftið duglega að fótum vorum« og festa á oss »tjóðurband« með »margstögluðu« »von- leysis-vili« og hringja »sauðarbjöllunum« á Þjóðólfi, til þess að sanna með þvi sinn »hringlanda«, »þolleysi« og »staðfestuleysi«, sem »drepur alt«, en ei u þó »dottandi« með »stírur« og »sofa í tjóðrinu« við »klafann«,, jafnframt því sem þeir hringja sínum »veiðibjöllum«, »garga« sitt »hankahneyksli« og eru með sitt »fréttaþráðar-flónskuhamp«. 65—35. Útlent auðvald og hlutafélagsbankinn. |>eir, sem ekki vilja með nokkuru móti fá inn í landið þá peninga, sem vér þörfnumst, eru stöðugt að ógna oss með átlendu auðvaldi. Hlutafé- lagsbankinn á, eftir þeirra kenningu, að koma oss í hendurnar á útlendum auðmönnum, af því að peningarnir koma frá átlöndum. Agnáinn á þessari kenningu er sá, að hán er sannleikanum gersamlega gagnstæð. Eitt aðalhlutverk bankans verður það að losa oss undan át- lendu auðvaldi — leysa íslenzka bændur ár kaupstaðar- og hlutafélags-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.