Ísafold - 28.07.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.07.1900, Blaðsíða 2
186 Embættispróf í lögum við Khafnarháskóla tók í f. mán. Páll Vídalín Bjarnason (sýslumanns Magnús8onar) með fyrirtaksgóðri fyrstu einkunn. Heimskuiegur heiiaspuni. Vegna marg-endurtekinna tilrauna >Þjóðólfs« til að koma mönnum til að trúa því, að við höfum yerið sendir til íslands á síðastliðnu sumri til að vinna að útflutningum frá íslandi til Canada, finnum við okkur knúða til að gjöra þá yfirlýsing, að sú ferð var gjörð af okk- ur báðum eingöngu fyrir sjálfa okkur og engan annan, án þess nokkur stjórn eða nokkur agent fyrir hennar hönd hafi nokkurn tíma svo mikið sem með einu orði beðið okkur að fara sínum erindum. Þar átti enginn hlut að máli, nema sjálfir við, upptökin og fiamkvæmdin var algerlega okkar eigin, og enginn mað- ur hefir hvorki fyrr nó síðar farið þess á leit við okkur, hvorki beinlínis nó ó- beinlínis, að við færum þar að hlynna að útflutning. Allur samsetningurinn um, að við höfum verið fengnir til að að hafa áhrif á íslenzkan útflutning, hvort heldur bein eða óbein, er því heimskulegur heilaspuni, augsynilega gjörður í þeim miður góðgjarna tilgangi, að skaprauna þeim mönnum, sem tóku okkur vel, og skaða sjálfa okkur. Enda skírskotum við þessu málitil allra þeirra, sem við áttum tal við, hvarvetna þar sem leið okkar lá um landið. Enginn þeirra mun hafa orðið var við, að okk- ur langaði til að hafa liin allra-minstu áhrif á útflutning frá íslandi. Enginn, sem nú flytur frá íslandi, mun láta sér til hugar koma að segja, að hann fari fyrir fortölur okkar eða fyrir nokkur á- hrif frá ökkur í þá átt. Við vonum því, að enginn beilvita maður leggi trúnað á þessar ódrengilegu tilgátur. Þær ættu að verða þeim ein- um til mínkunnar, sem hafa ætlað sér að sverta saklausa menn með þeim. í júni 1900. F. J. Bergmann. Jón Bjarnason. Engin fjárkaup! Önnur eins fagnaðartíðindi hafa ís- lendingum ekki borist um mörg ár eins og þau, er ísafold flutti í önd- verðum síðasta mánuði, að auðugt kaupmannafélag í Liverpool, Parker & Fraser, ætlaði að kaupa sauðfé hér á landi og jafnframt nokkuð af hross- um, byrja á þeirri verzlun f haust, en færa sig svo upp á skaftið á næstu árum. Sfðan er þjóðin fekk þessa frétt, hefir hún gert sér öruggar vonir um, að nú mundi af létta því einokunar- fargi, er hún hefir átt við að búa, að því er snertir útflutning lifandi pen- ings héðan af landi. Og nú verða allar þessar vonir að engu! f>ví að bréf er komið hÍDgað frá ferstjóra þessa kaupmannafélags í Liverpool, Mr. Fraser, þess efnis, að þeir ætli að hætta við þessi fjárkaup hér. Ástæður tilfærir hann engar, aðrar en þær, að þegar hann hafi far- ið að íhuga málíð betur, hafi hann komist að þeirri niðurstöðu, að óhag- ur gæti orðið á fyrirtækinu síðar, þó að útlitið sé gott í ár, sem hann kann- ast við, að það só. Svo ramt hefir þá Vídalíns-valdið reynst enn einu sinni! Vitanlega verður nú reynt og er þegar farið að reyna að blekkja menn, telja mönnum trú um, að þeir herrar Zöllner og Vídalín séu saklausir eius og nýfædd börn af því að hafa verið valdir að þessum afturkipp, sem hnykkir þjóðinni aftur inn undir ein- okunar-fargið. Vídalín kvað jafnvel hafa til sýnis bróf frá Zöllner, þar sem hann lætur í ljós, að sér þyki illa farið, að þessar skuli hafa orðið mála- lyktirnar. Já, þeir taka þær víst nærri sér, þeir félagar! f>eir munubíða hallann! Eða hvað halda menn? Engan sérlegan skarpleik þarf til að skilja til fulls, hvernig í málinu ligg- ur. f>að er of einfaJt til þess. Fulltrúar fjársölufélagsins í Liver- pool, sem hingað komu, voru svo á- nægðír með horfurnar hér, sem fram- ast gat verið. Svo staðráðnir voru þeir í því að koma aftur til fjárkaupa að áliðnu sumri, að þeir skilja hér eft- ir nokkuð af dóti sínu, kaupa sér hesta og ráða sér fylgdarmenn. Ekki eru það horfurnar hér heima, sem valdið hafa afturkipnum. Um það er engum blöðum að fletta. En meðan fulltrúarnir eru hér heima, tekur hr. Zöllner í taumana í Liver- pool. Áreiðanleg fregn er um það komin, að hann hafði njósn af ferð þeirra, þegar þeir lögðu á stað hing- að. Svo hefir hann auðvitað brugðið við og fundið forstjóra fjárverzlunar- innar. Árangurinn af fundi þeirra er sýnilegur. Geta má þess til, að hr. Zölluer hafi sagt hinum allmikið af agnúum, sem fjúrkaupum hér væru samfara, og hafi boðist til að færa hon- um fé til Englands fyrir svo lágt verð í þetta sinn, að hinn hafi séð sérhag í að kaupa af honum, í stað þess að leggja út í fjárkaup hér á landi. •Kaupfélögin borga« hvort sem er! Sú tilgáta kemur alveg heim við þau ummæli Zöllners hór um daginn, er hann var hér á íerðinni, að hann væri þegar búinn að selja alt kaupfé- lagasauðféð fyrir næsta haust í Liver- pool. f>egar fulltrúarnir koma svo til Eng- lands héðan, fagnandi út af horfun- um, er alt um garð gengið, félagíð hætt við öll fjárkaup hér. Engin sennileg ástæða verður fyrir afturkipnum færð önnur en sú, að þeir félagar, Zöllner og Vídalín, hafi fengið hina til að hætta. Jafn-góðar og horf- urnar voru í augum sendimanna þeirra Parker3 og Frasers, eru engin líkindi til þess að hætt hefði verið við fyrir- tækið nema fyrir fortölur og jafnvel samninga, erfjárkaupamönnunum hefðu verið gróðavænJegir. Og engir menn höfðu hag af að spilla fyrir þeBSum fjárkaupum aðrir en þeir Zöllner og Vídalín — einu mennirnir, sem við útflutning sauðfjár fást á landinu, og að kalla má líka einu mennirnir, sem flytja nokkurt hross út. þessi framtakssemi þeirra í að af- stýra fjárkaupum hér á landi er auð- vitað ekkert annað en áframhald af undangenginni einokunar-viðleitni mannanna — viðleitni, sem frá þeirra sjónarmiði er ofur-eðlileg, en sannar- legur voði fyrir íslenzku þjóðina. Hvernig fóru þeir ekki með sauð- fjármarkaðinn í Belgíu? Fjárkaupa- menn þar búnir að lofa að koma hingað og kaupa fé. Zöllner fær að vita, hverjir mennirnir séu, og fær þá til að hætta við fjárkaup hér, en kaupa í þess stað af þeim félögum — svo notadrjúg sem þau viðskifti urðu Jíka, eða hitt þó heldur, þar sem Belgíu- markaðurinn var gjörónýttur fyrir ís- lendingum með hinui verstu meðferð á fénu, í fyrsta sinn sem þeir reyndu að hafa gagn af honum. Hvernig fór ekki með hrossamark- aðinn á Jótlandi, sem P. Nielsen ætl- aði að nota? J>eir kaupfólagahöfðingj- arnir fá vitneskju um það fyrirtæki, verða fyrri til, senda hross til Jótlands og selja þau svo ódýrt, að ekki var nokkurt viðlitáeftir þangaðað fara með nokkurn hest. Og þá er víst flestum í fersku minni, hvert kapp sömu mennirnir lögðu á að koma útflutningi Björns Kristjáns- sonar á lifandi peningi fyrir kattar- nef. í raun og veru er þetta ólán, sem nú hefir hent íslendiuga, ekkert annað en við mátti búast. J>ó að félagið Park- er & Fraser sé vitanlega stórauðugt, þá má auðvitað bjóða mönnunum svo góð boð, að þeir hætti við áform sln. Og svo arðsamir hafa íslendingar orð- ið þeim Zöllner og Vídalín, að nóg eru efnin fyrir hendi, hvenær sem á því liggur, að stemma stigu fyrir fram- faramálum, hjóðarinnar. Amtsráðsfundur 1 V esturamtinu. Hann stóð hór lítið á annan dag, 18.— 19. þ. m. Auk forseta, amtmanns Jul. Havsteen, voru þessir á fundi: fyrir Mýrasýslu Asgeir Bjarnason í Knar- arnesi; fyrir Dalasýslu Björn sýslum. Bjarnarson á Sauðafelli; fyrir Austur- Barðastrandarsýslu Snæbjörn hreppstj. Kristjánsson í Hergilsey (varamaður); fyrir Vestur-ísaijarðarsýslu síra Krist- inn Daníelsson á Söndum; fyrir Norð- ur-Jsafjarðarsýslu slra Sigurður Stef- ánsson í Vigur. Enginn fyrir Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu (Lárus H. Bjarnason sýslum.) og enginn fyrir Vestur-Barðastr.sýslu (David Schewing Thorsteinsson læknir). Forseti (amtmaður) hafði samið frum- varp til reglugerðar um útbýting á á helmingnum af gjaldinu til alþýðu- styrktarsjóðanna og hálfum vöxtum þeirra samkvæmt lögum 18. desbr. 1897, eftir að amtsráð suðuramtsins hafði gert við það nokkrar smábreytingar, og sam- þykti amtsráð vesturamtsins frumvarp þstta ásamt fyrirmynd fyrir ársreikning- um sýslumanna yfir tekjur og gjöld sjóð- anna og skýrslum hreppsnefuda um gjaldþegna til þeirra. Um kláðamálið gaf amtmaður sömu skýrslu eins og hinu amtsráðinu (sjá ísafold 23. júní) og samþyktí amts- ráðið sömu ráðstafanir eftirleiðis og í Suðuramtinu. Um hlutdeild vesturamtsins í Lands- búnaðarfélaginu félst amtsráðið á þar að lútandi frumvarp, þ. e. lög félags- ins, og tiltók 250 kr. tillag til félags- ins frá Vesturamtinu, er greiða skyldi af 200 kr. úr búnaðarsjóði amtsíns, en hitt (50 kr.) úr jafnaðarsjóði þess. Síðari fundardaginn, eftir að einn amtsráðsmaður var farinn heim af fundinum (Á. B.), kom bréf frá Lands- búnaðarfélaginu, þar sem það leiðir athygli amtsráðsins að þv/, að inntaka Vesturamtsins í félagið sé bundið 400 kr. árlegri fjárveiting þaðan. En amts- ráðið var þá orðið of fáliðað til þess, J að fullnaðarályktun yrði gerð um þetta atriði. Ennisdalsvegur í Snæfellsnessýslu samþykti amtsráðið að feldur skyldi úr tölu sýsluvega. Samþykt var, að Dalasýsla mætti taka 6000 kr. lán upp á sýslusjóðinn til vegabóta og brúargerða í sýslunni. Til gufubátsferða um ísafjarðardjúp samþykti amtsráðið að verja mætti þetta ár 550 kr. af sýsluvegagjaldi ^ Norður-ísafjarðarsýslu. Til búnaðarskólans í Ólafsdal skyldi mega verja þetta fardagaár (1900— 1901) 3700 kr., sem só 2500 kr. úr landssjóði, 640 kr. úr jafnaðarsjóði, 360 kr. úr búnaðarsjóði og 200 kr. úr búnaðarskólasjóði. J>ar af skyldi mega verja til meðgjafar með 6 piltum í efri deild 900 kr. og 6 í neðri deild 1500 kr.; laun forstöðu- manns 800 kr., aðstoðarkennara 350 kr.; til verkfæra og áhalda 100 og til prófdómenda 50 kr. Eftirleiðis skyldi eigi taka í skólann nema 5 ný- sveina á ári. »Forseti framlagði bréf skólastjóra Torfa Bjarnasonar, dagsett 18. júní þ. á., þar sem hann af þeim ástæðum, er hann tilgreinir, sækir um það til amtsráðsins, til þess að geta haldið áfram í sama horfi og hingað til, að það vildi veita sér frest um næstu 5 ár, að þessu ári meðtöldu, með að greiða afborganir upp í lánið frá 14. nóv. 1896, að upphæð 12000 kr. upp- haflega, en nú komið niður í 10,200, og uppgjöf á tilfallandi vöxtum á sama tímabili. Forseti skýrði jafnframt frá því, að lán það upp á 3000 kr., sem amtsráð- ið tók í þarfir búuaðarskólans í 01- afsdal 1895, yrði nú borgað á kom- anda hausti. Vegna þess, að sú hjálp, sem skólastjóri Torfi Bjarnason hefði beðið um og getið er að framan, mundi eigi, eins og hún liggur fyrir, nægja til þes, að skólanum yrði haldið áfram á sama hátt og áður, og amts- ráðið áleit, að slíkt hefði rneiri kostn- að í för með sér fyrir landssjóð, en góðu hófi gegndi, samþykti það held- ur með 4 atkv. móti 2, þá tillögu forseta, að veita Torfa Bjarnasyni enn 5000 kr. lán gegn veði í Ólafsdal, með öllu því, sem jörðinni fylgir, í viðbót við fyrra lánið, sem á komanda hausti væri komið ofaní 9600 kr., þannig, að Torfi Bjarnason þyrfti eigi að borga afborganír af láninu fyrstu 5 árin og skyldi vera laus við vaxtagreiðslu af því um jafnlangan tíma. Forseta var falið að taka lán í landsbankanum, að fengnu leyfi landshöfðingja, í þessu skyni, með svo vægum kjörum og með svo löngum afborgunarfresti, sem unt væri að fá«. Loks var> samþykt jafnaðarsjbðsá- ætluD um 1900: tekjur eru afborgun frá T. B. í Ólafsdal 1050 kr., jafnað- arsjóðsgjald 3000 kr. og væntanl. eftirst. 1200 kr.; en gjöldin amtsráðskostn. 1000 kr., gjald samkv. lögum % 1898 um breyt. á gjaldheimtu til amtssjóða og sýslusjóðft 640 kr,, afborgun af bankalánum 1775 kr., amtsbókasafnið 400 kr., eftirst. væntanl. 100 kr.; hitt ýmislegt. Sbógræktartilraunirnar. Hr. Flemborg, kandidat í skógrækt- arfræði, sá er getið var hér í blaöinu fyrir skemstu, sigldi meS póstskipinu i gærkveldí. Mikið 6egir hann að háfi dáið af n/græðingunum frá í fyrra á Þingvöllum, en lízt betur á það, sem gróðursett var í vor. Hraunteigsskóg skoðaði hann og Skriðufells, og leizt mik- ið vel á þá staði báða. Segir þar á- gætt skjól fyrir nýgræðing og jarðveg hinn ákiósanlegasta. Aðalatriðið só að verja skóginn gersamlega fyrir skepnum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.