Ísafold - 28.07.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.07.1900, Blaðsíða 1
Kamur út vmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 '/• doll.; borgist fyrir miðjan júlí (eriendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Keykjavík laug'arda^inn 28. júlí 1900. 47. blað. Heiðruðu kaup- endur Isafoldar minnist þess, að gjaldagi á blað- inu*þ- á. er liðinn — var 15. þ. m. l7o. 0. F. 828109. Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11-12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. bvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Bændur og prestar á þingi. Langoftast kveður það við, þegar únst er á þingmannaefni í sveitun- t-m, að batndur vilji menn umfram alt kjósa. Fyrir skömmu var á fundi hór í ná- grenninu gjörð sú grein fyrir þessum hug kjósenda, að bsendur fyndu bezt, hvar skórinn kreppir. Af því að þeir hafi alment ekki við annað að styðj- ast en sína eigin fyrirhyggju og fram- hvaemdarsemi, og séu þar af leiðandi svo illa efnum búnir, þá séu þeir við- kvæmari fyrir öllu, sem móti búnaðin- ^tn blási, hvort sem það séu nú gjöld eða annað, heldur en embættismenn, sem ávalt hafi stoð af miklu öðru en búskapnum, jafnvel þótt þeir séu sum- ir búandi menn. Fyrir þessa sök eigí miklu fremur að kjósa bændur á þing en embættismenn. jpessi rökfærsla mun vera mjög algeng. Um það geta nú ekki orðið skiftar 7A' -mir, að það er í alla staði eðli- h^gt, rétt og sjálfsagt, að bændur kjósi 8téttarbræður sína, að öllu öðru jöfnu. í jölmennasta stétt landsins heldur auðvitað sínum mönnum fram til virð- inga, þegar hún getur það. Bór og öll- um að meinfangalausu. En ekki þarf nema nokkura umhugsun til þess að sjá það, að rök þau, er færð voru á á- minstum fundi fyrir því, að bændur eigi menn um fram alt að kjósa, ná engri átt. Eigi menn að sjálfsögðu að kjósa bændur á þing af þeirri ástæðu, að þeir fyrir efnaskort séu svo viðkvæm- ír fyrir öllu því, er móti búnaðinum blæB, þá hlýtur og að vera sjálfsagt, að kjósa þá eina á þing, sem allra-fá- tækastir eru, en hafna öllu efnamönn- um, hvort sem þeir eru bændur eða ekki. Líklegast gera fæstir sér í hug- arlund, að það mundi vera sórlega vit- urlegt. Sé flokkur manna viltur úti í ó- bygðum í harðviðri, þá er ekkert vit í að kjósa að sjálfsögðu fyrir leiðtoga þann, sem klæðminstur er og þar af leiðandi finnur mest til vosbúðarinnar. þar á móti mundi sá kosinn, sem Iík- legastur þætti til að rata og koma mönnunum til bygða — alveg eins fyrir það, þó að hann væri í skjólbetri fötum en allir hinir. Alveg eins er um landsmál. því fer mjög fjarri, að alt eða mest sé undir því komið, að þeir, sem fram úr þeim eiga að ráða, bíði mestan hall- ann, ef þau fara í ólagi. Um hitt er margfalt meira vert, að þeir menn verði Iátnir ráða fram úr þeim, sem hafa hyggindi til að gera það vel. En til þess þarf allvíðtæka mentun. Enginn mentunarlítill maður verður mikill gagnsemdarmaður á þingi. Mikla mentun þarf til þess að geta fundið upp ráð, er þjóðinni megi að haldi koma. Allmikla mentun þarf til þess að hafa næman skilning á það, eröðr- um mönnum hugkvæmist í þá átt og standa fastur fyrir blekkingarfortölum óviturra eða óhlutvandra manna. Jafn- vel til þess að taka sæmilegan þátt í þingstörfum, — gera áheyrilega grein fyrir skoðunum sínum í jfrþingsalnum og lýtalaust í nefndarálicum — þarf töluverða mentun; og enginn verður á- hrifamikill atkvæðamaður á þingi, ef honum er hvorstveggja þess varriað. Vér höfum átt á þingi stöku bænd- ur, sem þar hafa orðið verulegir at- kvæðamenn, með allrafremstu þing- mönnum. Allir kannast við Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum og Einar Ás- mundsson frá Nesi. En þeir menn höfðu líka fyrirtaksmentun til að bera. Svipað má segja um Pétur Jónsson á Gautlöndum; hann er mjög vel ment- aður maður og nýtur sín fyrir bragðið vel á þingi, væri að sjálfsögðu fyrir- taksþingmaður, ef Vídalíns-tjóðrið mark- aði honum ekki svið. Hins vegar mætti nefna heilan tug af einkar efni- legum bændum á þingi, nýtustu mönn- um í héraði, sem ótrúlega lítið hefir orðið úr, þðgar á þing hefir kotnið, af þessari einu ástæðu, að mentun þeirra hefir ekki verið nándarnærri nógu fjöl- breytt og veigamikil. Auðvitað er nú svo fyrir þakkandi, að til er nokkuð af bændum hér á landi, sem notið hafa þeirrar mentun- ar, er til þess þarf að verða nýtur þingmaður. Og þar sem svo stendur á, er alveg sjálfsagt að leggja kapp á að koma þeim á þing, ef kjósendum gezt þá jafn-vel að skoðunum þeirra og bera traust til þeirra sem vandaðra manna og samvizkusamra. En því miður er svo ástatt í ýms- um kjördæmum hér á landi, að ekki er unt að fá þar góð þingmannsefni úr bændaflokki. Sumpart fyrir þá sök, að þeir bændur eru ekki til, sem hafa næga mentun til þess að skipa þingmannssæti sómasamlega, sumpart vegna hins, að þeir fáu bændur, sem vel væru hæfir til þingmensku, njóta ekki svo mikillar alþýðuhylli, að nokk- ur vegur sé til þess að fá þá kosna, eða þá að þeir mega ekki eða þykj- ast ekki mega með nokkuru móti fara frá beimilum sínum um bjargræðistím- ann og gera því engau kost á sér. þar sem svo hefir verið ástatt, hafa úrræðin langoftast verið þau, að kjósa einhvern prestinn f kjördæminu. Og yfirleitt verður ekki annað sagt en að það hafi verið vel og rétt ráð- ið. Prestar hafa reynst alveg eins þjóðræknir menn á alþingi íslendinga eins og bændur hefðu framast getað verið. Og það er líka eðlilegt. f>ví að all- ur þeirra hagur er samgróinn hag bændastéttarinnar. Hvenær sem bænd- ur verða fyrir hnekki, verða prestar það engu síður. Og hvernig ætti líka ann- að að vera, þar sem mennirnir eru sjálfir bændur, sumir bláfátækir, sum- ir bjargálnamenn, sumir efnaðir, alveg eins og aðrir bændur, og með engu móti unt fyrir þá að komast af, nema búskapur þeirra sé í þolanlegu lagi. |>eir hafa komið fram á þingi ná- kvæmlega eins og bændur mundu hafa gert, að því einu undanskildu, að þeir hafa verið meiri atkvæðamenn en all- ur þorri bænda hefði getað orðið. Oss detta í hug nokkur nöfn: Hall- dór Jónsson, Hannes Stephensen, Ó- lafur Sivertsen, Eiríkur Kúld, Guðm. Einarsson, Sigurður Gunnarsson (Hall- ormsstað), ísleifur Gíslason, Arnljótur Ólafsson, Benedikt Kristjánsson, f>ór- arinn Böðvarsson, f>orkell Bjarnason, Sigurður Gunnarsson (Stykkisbólmi), Sigurður Stefánsson, Magnús Andrés- son, Jens Pálsson. Hverju ætli þjóðin hefði verið bætc- afl, þó að hún hefði sent bændur á þing í staðinn fyrir þessa menn alla ? Vitanlega alls engu. En hún hefði alveg áreiðanlega fengið upp og niður margfalt lélegri þingmenn. f>að væri velgjulegt smjaður, bein óhreinskilni við bændur, að vera að segja annað. f>rátt fyrir þetta er megn andróður gegn því að senda presta á þing — fyrir það eitt, að þeir séu prestar. Sá andróður er ekkert annað en vit- leysa. f>ví að séu prestar þeir, sem á þingi hafa setið, saklausir af nokkurri yfir- sjón, þá eru þeir saklausir af því að hafa notað þingmensku sína til að draga taum stéttar sinnar, svo að það komi niður á bændum. Svo grand- varir hafa þeir verið í því efni, að naumast hefir orðið séð á neinu, að þeir hafi neitt látið sér ant um hag stéttarbræðra sinna — að einum und- anteknum, þeirra er nefndir hafa ver- ið, síra f>órarni Böðvarssyni. Hann lét sér hugarhaldið um það að bæta kjör presta. En ekki kom honum til hugar að leggja neinar nýar byrðar á bændur. Hann vildi fækka prestun- um og fá þeim meira verk í hendur, til þess að þeir skyldu geta átt við sómasamleg kjör að búa — alveg hið sama, sem nú vakir fyrir fríkirkju- mönnum. Bn þá prestalaunalögin frá síðasta þingi! munu menn segja. Eru ekki prestar að reyna að koma sjálfum sér á landssjóð? Og er það ekki hlut- drægni og ágengni? Til þess eru fljót svör. í það mál hefir verið farið með meiri varfærni en í nokkurt annað mál á þinginu — á töluvert annan hátt en þegar verið var að ákveða laun veraldlegu em- bættismannanna hérna um árið — þar sem það er borið undir alla gjaldend- ur á landinu. Og enn er mönnum ó- kunnugt um, hvort breytingin er nokk- uð geðþekkari prestum en bændum. Víst er um það, að ýmsir prestar eru henni algerlega mótfallnir; aðrir láta sér standa á sama; enn öðrum er hún mikið áhugamál. Sama má segja um bændur. Breytingin hefir í sumum sóknura, að því er frézt hefir, verið sótt af kappi af bænda hálfu. í öðr- um sóknum eru þeir henni andvígir. í enn öðrum sóknum er enginn áhugi á málinu, hvorki til né frá. Hitt er með öllu óséð enn, hvort meiri hluti presta eða minni hluti bænda er breyt- ingunni meðmæltur. En eitt er aftur á móti víst og á- reiðanlegt: Verði meiri hluti lands- manna breytingunni mótfallinn, þá dettur engum þingmanni f hug, prest- um né öðrum, að halda henni fram. Og sýni það sig aftur að hinu leytinu, að vilji þjóðarinnar sé með breyting- unni, þá er það sýnileg skylda þings- ins, að samþykkja lög í þá átt. Ann- ars væri þessi atkvæðagreiðsla úti um land alt eintómt gabb, sem hvorki væri samboðið virðingu þingsins né þjóðarinnar. í því efni gæti því naumast neitt gert til, hvort margir eða fáir prestar eru á þingi. Fyrir þeirra hluta sakir er bændum sannarlega hættulaust að senda prest á þing, þar sem svo stend- ur á, að hann er vænlegasta þingmanns- efnið, sem þeir eiga völ á. Og ekki ætti sá óvenjulega ríki á- hugi, sem nú er vaknaður á landbún- aðarmálum, að spilla fyrir þeim. Prestar eru ómótmælanlega bændur, stundum með beztu búhöldunum í sínu kjördæmi. Prestur, sem býr fallega, sýnir með því, að hann hefir eins gott vit á búskap eins og bændur. Og jafn- ant hlýtur honum að vera um alt, er landbúnaðinn styður, eins og öðrum bændum í sveit sinni. f>eir hafa yfirleitt mentunina eina umfram sveitunga sína. Eða dettur nokkurum manni í hug, að þeir nafnarnir á Gilsbakka og Torfa- stöðum muni vera ófærari til þess að skilja, hvað landbúnaðinum megi að haldi koma, en aðrir bændur í Mýra- sýslu og Ásnessýslu? Skemtlsbipið enska Cuzco er hingað var von í fyrradag og getið hefir verið áður í Isafold, kom þá kl. 4 síðdegis, frá Spitzbergen, með 120 farþega, enska flesta, suma (4) frá Japan. Stendur hér við rétta 3 sólarhringa. Nokkuð af farþeg- um fór til fúngvalla í gær. Póstskipið Lanra lagði á stað í gærkveldi til útlanda með scrjáling af farþegum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.