Ísafold - 28.07.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.07.1900, Blaðsíða 3
187 Vídalín og kosningarnar. Óhugsandi virðist, að þjóðin hafi nú ékki allan vilja á, að komast uDdan Vídalíns-fargÍDu. Of lengi hefir það að henni sorfið. Bn aldrei þó jafn- átakanlega og nú. Nú er sannarlega svo komið, að þjóðinDÍ er sýnilega nauða-Iítil viðreisnar von, svo frarnar- lega sem hún veltir ekki því fargi ofan af sér. Og það fyrsta, sem þjóðin getur nú gert til þess, að halda uppi sjálfstæði sínu, afstýra því, að hælnum verði til fulls stigið ofan á hnakkann á henni, er það, að láta ekki Vídalín ráða kosningunum í haust. J>ótt kynlegt megi virðast um mann eins og hann, sem alls ekkert vit hefir á stjórnmálum, hefir hann veríð lífið og sálin í allri mótspyrnunni gegn stjórnarbótinni á síðustu þingum. í bandalagi hans við skrifstofu-valdið hefir alt verkið lent á honum. f>ví að dansk-íslenzkt skrifstofuvald er of værukært til þess, að hafa nokkurar verulegar framkvæmdir, jafnvel þegar það ætlar að gera ilt af sér. Vídalín hefir ekki talið á sig sporin. Vitanlega hafa honum vitsmuna- meiri vinir hans komið honum í skiln- ing um það, að íslenzka þjóðin yrði örðugri viðfangs og ekki jafn-auðhlaupið að því, að hafa hana að féþúfu, ef henni auðnaðist að fá framkvæmdar- sama stjórn, sem legði alt kapp á, að ráða fram úr vandamálum hennar, reyndi að útvega henni markað og styddi hana í viðleitninni við að gera vörur sínar sem útgengilegastar. Enda hefir framganga hans verið svo kappsamleg, að stjórnarbótin væri nú útrætt og útkljáð mál, ef hann hefði ekki hnekt henni — aftrað skjólstæð- ingum sínum frá að vera henni sinnandi, hvað sárt sem þá hefir til þess langað. f>að virðist að minsta kosti vera ú þjóðarinnar valdi, að hann leiki ekki þann leik til frambúðar. EDgum öðr- um en íslenzkum kjósendum verður nú um kent, ef Vídalíns-einokunin á mörg árin enn stjórn landsins að bak- hjarli. En þá verður þjóði.n líka að sýna rögg af sér og hafna Vídalínsliðinu við kosningarnar í haust. Og jafnframt verður hún að gera sér það fyllilega ljóst, að í Vídalins- liðinu eru allir, undantekningarlaust allir, sem stjórnarbótinni vilja hDekkja — hvort sem þeir kannast við það eða ekki, hvort sem þeir tjá sig bene- dizka, eða þeir vilja láta stjórnar- bótarmálið Ieggjast í dá, eða þeir þykjast vilja þiggja stjórnarbótina með hinum og öðrum ófáanlegum skilyrð- um, fleygum, sem engin von er um, að stjórnin gangi að. Vídalín er sjálfsagt sá maðurinn, sem þjóðin hefir mes^an ímugust á nú. f>ess' vegna verða þeir ekki margir, sem undir hans merki vilja s ý n a sig. En flokkarnir eru ekki nema tveir: afturhaldsflokk- ur, sem er að reyna að hnekkja fram- faramálum þjóðarinnar, og eini sanni foringinn fyrir því liði er Vídalín, þó að flokksmönnunum þyki mínkun að því; og svo framfaraflokkurinn, stjórn- arbótarflokkurinn, sem er að leitast við að gera þjóðina að sjálfstæðum mönnum. Nú sýnir það sig í haust, hve mik- ill dugur er í íslendingum, eða hvort þeir leggja sig sjálfkrafa undir fargið. Þingmenskan í Mýrasýslu. Þess var getið fyrir nokkuru í Isa- fold, að í Mýras/slu gæfi síra Magnús Andrósson á Gilsbakka kost á sér til þingfarar. Vegna síns alkunna yfirlæt- isleysis hefir hann sjálfur lítið látið á því áformi bera við kjósendur, ogaðrir, sem komast vilja þar að og eru stjórn- arbótarfjendur, sumir að minsta kosti, hagnýtt sér það til að skjóta upp þeirri flugu, að hann væri hættur við þing- menskuáformið, með því þeir vita sér vonlaust um fylgi öðru vísi en að hon- um frágengnum. En ekki getur þeim orðið kápan úr því klæðinu. Því þetta er tilhæfulaus uppspuni. Nú fyrir 2 dögum var hann alráðinn og einbeittur að get’a kost á sór tii þingmensku, eftir skeyti, er vór höfum frá honurn fengið, og lét það þá uppi við hvern mann, er vakti máls á því; hann var þá á ferð niðri í Borgarnesi. Frá Kínverjum. Nýustu fréttir [þaðan eru ffrá 18. þ. mán. (enskt bl.). Eftir marga vafninga og missagnir, fram og aftur, þótti þá orðið fullgengið úr skugga um, að allir sendiherr- arnir í Peking hafa verið myrtír 7.þ. mán., ásamt skylduliði sínu og skrif- stofuþjónum, sem og öðrum utanríkis- mönnum í borginni. Nema hvað búið var áður að ráða einn þeirra af dögum, v. Ketteler greifa frá Berlín. Elest Norðurálfuríkin áttu þar sendiherra, nema Danmörk og Svíþjóð og Noreg- ur; enn fremur Bandaríkin í Norður- ameríku og Japanskeisari. Svo voru þar og kristniboðar og læknar, hjúkr- unarsystur m. m. Er ætlað á, að þar muni hafa verið um 1000 manna alls af Norðurálfukyni í vetur er leið; en eitthvað af því getur hafa forðað sér í vor. En hvort sem það hefir verið margt eða fátt, þá er göngið að því vísu, að ekkert maunsbarn þeirra á meðal hafi úr morðingjaklónum kom- ist. Blöðin ensku flytja langa skrá yfir nöfn þessara Evrópumanna, er í Peking voru í vetur, karla og kvenna æðri og lægri, fyrst og fremst sendi- herranna og kvenna þeirra eða barna. J>að átti flest mikið af vandamönnum og vinum hér í álfu, og á því margur pm sárt að binda, en á allan lýð slegið miklum óhug út af þessu hryllilega og fáheyrða níðingsverki. — Sendiherrar eru hvarvetna í griðum öðrum mönnum fremur, og ekki ann- að fjandskaparefni ríkara en að granda þeim. Má því nærri fara um það, að hér muni óvægar hefndir á eftir fara, hvað sem svo verður um þetta elzta og fjölmennasta ríki í heimi. Svo er að heyra, sem þau séu enn á lífi, keisari og ekkjudrotningin, og þykir enginn efi á því leika, að hún hafi ráðið þessum hroðalegu illvirkj- um. Svo segir maður einn úr sendiherra- sveitinni ensku í Peking, er ritar ein- hverjum ættingja sínum á Englandi þaðan 10. júni, að þá hafi ekkjudrotn- ingin komið daginn áður til höfuð- borgarinnar og haft með sér 8000 hermanna. Hún hafi verið í grímmu skapi og lagt svo fyrir, að »hreinsa« skyldi borgina af öllum útlendum mönnum. f>að hafa þá þegnar henn- ar eigi látið undir höfuð leggjast. fá tóku Bretar og aðrir Norðurálfu- menn að búast til varnar í hýbýlum sínum, enda fór borgarskríllinn að sækja að þeim, og hermenn drotn- ÍDgar með von bráðar. Loks leituðu allir hælis í brezku sendiherrahöllinni, með því að hún var traustust, með virkisgarði um hverfis, — bæði sendi- herrar annara ríkja með þeirra fjöl- skyldum og aðrir Norðurálfumenn. |>eir voru býsna-öruggir framan af og bjuggust við herliðinu enska og banda- mönnum þess frá Tíentsín á hverri stundu, undir forustu Seymours að- míráls. En sá leiðangur fór svo, að hann varð að snúa aftur við svo bú- ið á miðri leið, en lét áðut fjölda manna. |>á sáu hinir í tvo heimana, ekki sizt sakir vistaskorts, þar sem fjöldi aðkomu-fólks iagðist á forða þann, er fyrir var. GegDÍr mestu furðu, hve lengi þeir fengu varist, til 7. júlí. f>á rufu Kínverjar virkis- múrinn með fallbyssuskotum, og rudd- ust inn og gengu af hverju mamiB- barni dauðu, sjálfsagt með hinum hroðalegasta aðgangi og pyndingum. Eu margir bauað sér sjálfir áður, sér og nánustu ástvinum sínum. |>au höfðu 15,000 vígra manna hjá Tíentsín, er síðast fréttist, Norðurálfu- stórveldin og bandameDn þeirra frá Ameríku og JapaD, og hafði unnist þar nokkuð á, en eigi vegið enn fulln- aðarsigur. ____ _ SkarJatssóttin. Ekki hefir hún gert víðar vart við sig en áður hér í bæ núna á 1| viku, frá 18. þ. máD. En laugardaginn var, 21. þ. mán., var héraðslæknir (G. B.) sóttur suður í Hraun, að Jónsbúð, nálægt Straumi, til veikrar stúlku þar, á tvítugsaldri, í einhýsi með móður sinni, og reyndist hafa hún skarlatssótt. Var hún flutt hingað í Framfarafélagshúsið og kotið sótthreinsað. Hún hafði veikst 4 dög- um áður., Komið hafði hún skömmu áður, að Ottarstöðum og í Hafnarfjörð en { hvorugum þeim stað gengur skarlatssótt. En að Lónakoti hafði hún ekki komið né neinn þaðan á hennar heimili. Aftur hafði faðir hennar komið heim að Jónshúð rúmri viku áður frá botnvörpuvsiðiskap með Magnúsi Th. S. Blöndahl á fiskiskút- unni Solid og skilið þar eftir föt af sér. Hinn 17. þ. mán. var héraðslækn- isins í Keflavík vitjað suður í Kirkju- vogshveríi, í þurrabúð þar, er nefDÍst Vivatshær. f>ar hafði þá 3 dögum áður veikst eitt barn, af 5 alls á tveim býlum; en móðir þess verið lasin áður nokkra daga af hálsbólgu m. m. — f>etta reyndist vera greinileg skarlats- sótt, og veiktust, hin börniu öll á bænum hvert af öðru á fáum dögum. Var hann þegar einangraður. f>ess er getið, að enginn utansveitarmaður hafði á bæ þennan komið lengi, fyrir utan héraðslækni, nema einn kaupamaður, er verið hafði á ferð hér inni í Keykja- vik og komið að Lónakoti. Hann drakk þar kaffi hjá móður barnsins, sem fyrst veiktist, og kysti hana fyrir 2 kossa. f>á hefir veikin enu komist á einn bæ á Skeiðum, Húsatóftir; 6 börn fengið hana þar. Halda menn sig geta rakið spor hennar þangað úr Reykjavík, húsinu nr. 30 í Vesturgötu, þar sem Kjósarstúlkan lá í vor, m. m. Hádegfismessu í dómkirkjunni á morgun flytur síra Jón Helgason. Alþin gish úsgarðurinn verður opinn fyrir alla á morgun (sunnudag) kl. 1 til e. m. Síldarveiði mikil hefir verið þessa viku í víkinni milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Er skrifað austan aS í fýrra dag, að þá muni vera komiö þar í frystihús nál. 15000 pd., á Eyrarbakka og Stokkseyri. En um 20000 pd. fekk útgerð Lefolii- verzlunar þá um nóttina (aðfn. 26. þ. m.). Þingmálafundur var haldinn aS Kollafiröi á sunnudag- inn var, samkvæmt augl/sing frá Guð- mundi syslunefndarmanni Mágnússyni í Elliðakoti. Fimm þingmannsefni gerðu þar kjósendum Kjósar- og Gullbringu- svslu kost á sér: núverandi þingmenn kjördæmisins báðir, (Þóröur læknir Thor- oddsen og Jón skólastjóri Þórarinsson), Björn kaupm. Kristjánsson, Þóröur hreppstjóri Guömundsson á Hálsi og fundarboöandinn. Oll þ i n g m a n n s e f n i n 1 / s t u yfir afdráttarlausu fylgi sínu viö tilboð stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu. Um nokkur önnur mál greindi þá á, þar á meðal um bankamálið. Núverandi þingmenn kjördæmisins og Björn Krist- jánsson vildu fá hlutafélagshankann fyr- irhugaða, Guðm. Magnússon var honum mótfallinn, en Þóröur á Hálsi kvaðst ekki hafa ihugað það mál svo vandlega, að hann gæti 1/st yfir neinni skoðun á því. Fundinn sóttu um 30 kjósendur og nokkurir aðrir. Þjóðólfur og fjárkaupin. Áður en þau voru fullsett, ummæl- in, sem standa á öðrum stað hér í blaðinu, um það, að allir stjórnarbót- arfjendur séu Vídalíns-liðar, kom »þjóðólfur« með Ijósa bending um, hve ómótmælanlega sönn þau eru. I grein þeirri, er blaðið flytur í gær um fjárkaupa-afturkippinn, er varast eins og heitan eldinn að nefna Vída- lín á nafn, eins og hann hefði ekkert saman við Zöllner að sælda. Og jafn- framt er gerð ekki ólævísleg tilraun til þess að smeygja þeirri ímyndun inn, að Zöilner geti vel verið saklaus af öllum afskiftum af málinu, með því að sannanir vanti fyrir því, er honum og fjárkaupamönnunum í Liverpool hafi á milli fariö. Eins og ekki sé alveg sjálfsagt, að ganga frá öðru eins makki þann veg, að það verði ósannanlegtl »J?jóðólfur« heldur ef til vill, að þeir Vídalín muni hyllast til að spilla fyrir fjárkaupum hér á landi og öðrum markaðsvonum íslendinga á fjölsóttum mannfundum oj gera aDdstæðingum sínum viðvart um, að nú ætli þeir að vinna mikinn sigur fyrir einokunina! Ónei. Svo einfaldur er nú »þ>jóð- ólfur« ekki, þó að synd sé að segja, að hann reiði vitið í þverpokum. En hitt er það, að þessi einokunar- sigur kaupfélagaumboðsmannsins og afturhaldsleiðtogaus getur orðið baga- legur fyrir afturhaldsliðið, þar sem hann kemur svona rétt á undan kosn- ingunum — ekki óhætt við því, að hann geri þjóðinni auðveldara að átta 8ig á því, hve hollir þeir eru henni, kapparnir, sem fyrir þann fyr- irliða berjast, eins og t. d. ritstjóri »f>jóðólf8« gerir manna ósleitilegast. |>að er ekki nema í alla staði eðli- legt, að ritstjóri »|>jóðólfs« haldi skildi fyrir leiðtoga sinn, hr. Vídalín, þar sem þörfin er svo brýn. Um mág sinn Gísla nokkurn Þorbjarnarson búfræð- ing, ætlar nú Þjóðólfsmaðurinn að hjálpa þeim á þing, Kjósar- og Gullbringu- s/slubúum, og dubbar hann um leið upp í »kaupmann«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.