Ísafold - 04.08.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.08.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin via áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. Reykjavík laugardaginn 4. ágúst 1900. 49. blað. Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. fpgr Heiðraðir kaup- endur Isafoldar minnist þess, að gjalddagi á blað- inu þ- á. er íiðinn — var 15. f. m. I. 0. 0. F. 828109. Forngripasafnið opið m dmvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12-2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypís augnlækning á spitalanum fyrst.a og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-L Ókeypis tanniækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Hvers vegna? — Vegna þess. i. Hvers vegna á þjóðin að aðhyllast stjórnarbótina ? 1. Vegna ’pess, að stjórnarfar það, er nú höfum vór, stendur þjóðinni stór- kostlega fyrir þrifum. 2. Vegna þess, að engin von erum, að stjórnarfarið breytist til batnaðar, nema sjórnarbótinni fáist framgengt. 3. Vegna þess, að með stjórnarbót- inni er fengin trygging fyrir því, að stjórnin gangist fyrir nauðsynjamálum þjóðarinnar, leggi af fremsta raegni kapp á að útvega henni markað, láti rannsaka sérhvað það, er líklegt er að atvinnuvegum hennar megi að haldi koma, undirbúi löggjafarstarf þingsins rækilega, o. s. frv. 4. Vegna þess, að lagastaðfestingar- synjanirnar yrðu þá úr sögunni. 5. Vegna þess, að þá fengi alþingi færi á að sannfæra ráðgjafann um nyt- semdarmál þjóðarinnar. 6. Vegna þess, að þá bæri ráðgjaf- inn ábyrgð á allri stjórnarathöfninni og neyddist þar af leiðandi til að hafa alt annað eftirlit en nií með embætt- isrekstri öllum. 7. Vegna þess, að þá gæti aldrei sá maður skipað ráðherrasætið til lang- frama, sem fyrir einhverra hluta sak- ir væri óhæfur til þess. 8. Vegna þess, að þá fengi þjóðvor og land sjálfkjörinn talsmann and- spænis stjórn Dana. 9. Vegna þess að vér afsölum oss engum réttindum með stjórnarbótinni, getum einskis í mist við hana, en all- ar breytingar, sem henni verða sam- fara, hljóta að verða oss í hag. II. Hvers vegna á þjóðin að aðhyll- ast hlutaféiagsbankann ? 1. Vegna þess, að kaupmenn verða nú að leita lána 1 útlöndum og margir hverjir með afarkostum. 2. Vegna þess, að s j á v a r ú t v e g- u r i n n er miklu kostnaðarsamari en hann þyrfti að vera fyrir peningaskort og getur af sömu orsök ekki þróast nándarnærri eins mikið og hann ætti að gera. 3. Vegna þess, að landbúnað- u r i n n á við svo mikið peningaleysi að búa, að langfæstir bændur geta haft nógu mikið af skepnum ájörðum sínum, eins og þær eru nú, því síður bætt jarðirnar eftir þörfum né gert tilraunir til að koma búskapnum í arðvænlegra horf. 4. Vegna þess, að peningaskorturinn liggur eins og martröð á öllum iðnað- armönnum í landinu og girðir fyrir það, að nýr iðnaður geti komið upp og dafnað. 5. Vegna þess, með öðrum orðum, að langt um of litlir peningar eru á boðstólum í landinu. 6. Vegnaþess, að það er ekkert ann- að en helber ímyndun, að vextir af lánum verði of háir í hlutafélagsbank- anum. Bankinn getur ekki gert sjálf- um sér meiri óleik með öðru en því, að setja vextina svo háa, að nokkuð dragi úr eftirsókninni eftir peningum, þar sem hann hefði fyrirliggjandi stór- kostlega seðlafúlgu. Og hann getur að hinu leytinu grætt á lánum, þótt vextir séu lágir, þar sem hann þarf ekki að kosta til að hafa fyrirliggjandi í gulli nema 25°/> af seðlaforðanum. 7. Vegna þess, að það er ekki ann- að en hlægileg vitleysa, að íslenzkar jarðeignir komist fremur í hendur út- lendinga fyrir það, að öflug peninga- stofnun kemur inn í landið. Einmitt fyrir peningaleysið mundi mikill hluti af jarðeignum hér á landi seldur nú, útlendingum, ef þeir vildi kaupa. En væri bændum gerður kostur á peningum, svo þeir geti setið jarðir sínar vel, yrðu þeir margfalt trauðari á að selja þær, enda þá alls ekki til neyddir. 8. Vegna þess að landstjórninni og alþingi er ætlað að hafa töglin og hagld- irnar, að því er stjórn hlutafélags- banbans snertir, þar sem þau skipa meira hlutann í fulltrúaráðinu. 9. Vegna þess, raeð öðrum orðum, að það sem hlutafélagsbankanum hef- ir verið fundið til foráttu, er f öllurn verulegum atriðum reykur einn, enda engin hætta á því, að stjórnin, sem hefir málið til rannsóknar, firri það ekki þeim agnvxum, er á því kynni að vera að áliti fjármálafræðinga þeirra, sem hún að sjálfsögðu ber málið undir. 10. Vegna þess, að engin von er um, að þjóðin geti tekið verulegum fram- förum, nema hún eigi kost á þeim peningum, sem hún þarfnast til þess að reka atvinnuvegi sína. III. Hvers vegna á þjóðin að aðhyll- ast ritsímann ? 1. Vegna þess, að með honum mundi v e r z 1 u n landsmanna batna að stór- um mun og öll einokun hverfa. 2. Vegna þess, að með honum yrði margfalt auðveldara að verja lands- menn gegn næmum s ó 11 u m. 3. Vegna þess, að S'i g 1 i n g a r hér við land yrðu þá miklum mun auð- veldari og áhættuminni. 4. Vegna þess, að fiskiveiðar vorar mundu hafa ómetanlegt gagn af honum. 5. Vegna þess, að með honum yrði að öllum jafnaði girt fyrir matvæla- og fóðurskort í harðindum. 6. Vegna þess, að bagurinn við rit- símann mundi verða margfaldur í sam- anburði við það, sem tíl hans geugi. Laudbúnaðarsamkoman í Óðinsvé 1900. Eftir Guðjón Guðmundsson, oand. agr. II. Loksins rann upp hinn 29. júní árið 1900 yfir Óðinsvé, sem samfleytt 3 ár hefir starfað með kappi að undir- búa hið mikla verk, sem nú í lok nít- jándu aldar á að sýna hinum mörgu gestum, innlendum og titlendum, hvernig landbúnaðurinn danski er nú sem stendur. Bærinn var frá því snemma um morguninn skrýddur fána á hverri stöng, og göturnar, þar sem aðalum- ferðin til sýningarinnar lá í gegnum, voru gerðar að skrautgöngubrautum, prýddar laufbogum, hvítum og rauðum böndum o. s. frv. þegar kom á sýn- ingarsvæðið, mátti fljótt sjá, að Pjón- búar hafa ekki látið sitt eftir liggja til þess að hinum mörgu útlendu gest- 'um gæfist kostur á að sjá, að lof það, er danskir bændur hafa fengið á síð- ari tímum, er ekki um skörfram. |>ó hefir ef til vill ekki vakað síður fyrir þeim kepnin milli landshlutanna, sem oft kemur Ijósast fram við slík tækifæri. Víst er um það, að umrædd samkoma er hin langstærsta Iandbúnaðarsam- koma, sem haldin hefir verið l Dan- mörku, og sjálfsagt þótt víðar væri leitað. Sýningin er höfð á stóru sléttlendi utan við bæinn, nál. 100 dagsláttum að stærð. |>ar standa á víð og dreif 108 hús, mest úr timbri og segldúkar yfir, með því að þau eiga ekki að standa nema 9—12 daga, sem sam- koman er haldin. Sumar eru allstór- ar, t. d. tekur aðalborðstofan í aðal- veitingahúsinu meira en 800 borðgesti. Um dagmálaskeið fyltist dómara- pallurinn af ýmsu stórmenni víðsvegar um land alt, ásamt blaðamönnum og útlendum boðsmönnum. Fjöldinn stóð umhverfis og ljósmyndarar þutu fram og aftur innan um manuþyrpinguna. Eallbyssuskot boðuðu hina hátíðlegu vígslu sýningarinnar og að því búnu steig Simony borgarmeistari fram og fór nokkurum orðum um tildrög og undirbúning samkomunnar, þakkaði slnum samverkamönnum fyrir gott lið- sinni og afhenti síðan sýninguna um- sjón forsetans, greifa Ahlefeldt-Laur- wigen, og mælti að endingu fyrir minni konungs. f>ví næst gerði Ahlefeldt- Laurwigen grein fyrir sýningunni og þakkaði Simony fyrir það mikla og fagraverk, er hér væri af hendi leyst með hans forustu, og mælti að end- ingu fyrir minni Danmerkur. III, Mjólkursýningin. Vér gengum fyrst til smjörhallarinn- ar. Framhlið hennar er 140 álna löng og grunnurinn f úr dagsláttu. Að innau er húsinu skift í þrent. í vinstra arminum er smjörsýningin; 700 kvart- il af smjöri komast þar fyrir, og er þetta að sögn mesta smjörsýningin, er nokkuru sinni hefir átt sér stað. Smjörkvartilin standa í skápum með glerhurð yfir, og frystivélar halda þeim köldum. Fyrir gaflinum standa gips- myndir af Segelcke, prófessor við land- búnaðarháskólann, og Fjord heitnutn, dósent. Báðir hafa þeir, hvor á sinn hátt, verið forkólfar hinnar nýu mjólk- urgerðar, og eru þeir kunnir og mik- ils metnir í öllum löndum, þar sem mjólkurmeðferð er komin í gott horf. Hægra megin í smjörhöllinni er osta- sýningin. |>ar eru um 600 sýnishorn af ostum. Ekki er þó sú deildin nærri því eins mikilfengleg eins og smjör- sýningin, enda hefir dönsk ostagerð aldrei áunnið sér aðra eins hylli manna eins og smjörgerðin, og auk þess er miklu minna við hana fengist. Hægra megin eru, auk ostanna, alls konar á- höld til smjör- og ostagerðar og eins til vísindalegra rannsókna á mjólk og smjöri, olíur o. m. fl. í miðri höllinni eru veitingar; mjólk, smjör, ostur og nýbökuð fransbrauð þar á boðstólum. Fyrir aftan er smjör- gerð, mjólkinni úr þeim 300 mjólkur- kúm, sem á sýningunni eru, breytt í smjör þar. f>ar má sjá hvert hand- tak við smjörgerðiua, frá því er mjólk- in kemur úr kúnum og þangað til mjörinu er drepið niður í kvartilin. IV. Stærst af öllum sýningarhúsunum er þó vélahöllin, og tveir turnar á henni, er gnæfa hátt yfir sýningar- svæðið. þ>ar er fjöldi af innan- og ut- anhúss-áhöldum. Af innanhússáhöld- um skal eg sérstaklega nefna fallega og einkar-eldiviðardrjúga stofuofna með nýrri gerð; reykurinn látinn fara oft upp og niður eftir ofninum, áður en hann kemst út í skorsteininn. Margar tegundir eru þar Iíka af mjög álitlegum eldavélum með nýrri gerð. Af verkfærum til landmælinga og uppdrátta leizt mér sérstaklega vel á Weitzmanns hallamæla og tólahylki, sem eru mjög ódýr. Góður vínanda- hallamælir kostar 25 kr. og kíkÍBhalla- mælir 75 kr, og beztu dráttlistar- áhöld 22 kr., í stað þess sem mörg önnur kosta 30 kr. Umhverfis vélahöllina voru 12—15 dagsláttur alþaktar jarðyrkjuverkfær- um og landbúnaðarvélum, og er flest af því oss ofviða að minni ætlan. Af kerrum og heyvögnum sá eg ekkert, er mér fyndist hentugt fyrir oss. |>ar á móti voru þar nokkurir mjög léttir og laglegir vagnar fyrir 4 menn; ís- lenzku hestunum mundi veita létt að draga þá og þeir væru hentugir á ís- landi, þar sem nokkurir akvegir ann- ars eru. Sérstaklega vil eg þó minnast á ný- ustu »Deerings« sláttuvélarnar, »Deer- ings Ideal«; þegar sláttuvélar voru reyndar í Skærn fyrir skömmu, var þessi vél talin bezt af þeim mörgu teg- undum, er þar voru reyndar, bæði á harðvelli og engi. Minstu »Deerings« hestahrífurnar munu og hentugastar fyrir vora hesta; eru léttar og liðlegar. Ollum stærri vélunum er beitt þrjá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.