Ísafold


Ísafold - 04.08.1900, Qupperneq 4

Ísafold - 04.08.1900, Qupperneq 4
196 Kosningafylgisgrobbið. Afturhaldsrnálgagnið, sem berst af öllum mætti fyrir því, að þjóSin sendi sem mest af afturhaldsmönnum á þing, og það með þeirn vopnum, sem því eru tömust, beitir nú síðast þeirri blekking- artilraun til kjörfylgis bankastjóranum bér, að hann hafi átt eða eigi alveg vísa kosningu í sína fyrra kjördæmi, Árness/slu, en vilji gera það fyrir bæna- stað kjósenda hér og þeim til hjálp- ræðis, að vera lieldur þeirra fulltrúi á alþingi næsta kjörtímabil heldur en Árnesinga. Við ekkert hórað landsins, að næstu sveitum fráskildum, höfum vór jafn- tíðar og miklar samgöngur eins og Ár- nessýslu. Og enginn maður þafan segir öðru vísi frá nó hefir sagt oss vitanlega í alt vor um kjörfylgi bankastjórans þar en á þá leið, að það muni vera á að gizka 3—4 fjórir vandamenn hans þar og alúðarvinir, sem ætli sér að kjósa hann. Allir aðrir undantekningarlaust lúki upp einum rnunni um það, að h a n n (Tr. G.) vilji þeir alls ekki hafa á þingi lengur; þeim líki svo illa fram- koma hans á síðasta þingi eða þingum. Jafnvel Símon á Fossi, sá mikli þing- inálagarpur og kosningahöfðingi, nefni hann varla á nafn. En svo bæta þeir við: »Það er reyudar ekki gott að segja, hvað verða kann, ef hann (Tr. G.) lætur kjósendur sjá framan í sig á kjörfundi þar eystra; því margur skuldar bankan- u m«. Sé þá svarað á þá leið, að ekki komi það kosningum við og só hvorki kjós- endum nó bankastjóranum til virðingar, að gera ráð fyrir nokkuru áhrifasam- bandi þar í milli, þá er viðkvæðið vanalega líkt ög hjá reykvisku smalan- um, sem minst var á síðast: »Það er nú svona, að hvað bindur annað«. Þetta er nú sannleikurinn um kjörgengi bankastjórans í Árnessýslu, og um leið lykillinn að kjósendasmöl- uninni fyrir hann hér í bænum Stúdentaleiðangurinn danski. Sú breyting hefir orðið á komutíma Botníu með stúdentana, að hann er ráð- gerður ekki á morgun, heldur á mártu- daginn síðdegis. Þá fer strandferðabát- urirtn Hólar á móti gufuskipinu hér út í flóann með íslenzkan stúdentahóp, að fagna gestunum og fylgja þeim inn á höfnina; kapt. Ost-Jacobsen lánar Hóla til þess ókeypis. Botnía fer jafnharðan vestur á Isa- fjörð, en gestirnir nátta sig hór í bæn- um; þeim hefir verið skift niður á bæj- armenn ýmsa. Morguninn eftir, þriðjudagsmorgun- inn 7. ágúst, stendur til að gestirnir skreppi inn að Laugarnesi, að skoða holdsveikraspítalann, og svo laugarnar. Sumir verða fluttir á bátum frá her- skipinu Heimdalli; en að öðru leýti er vonast eftir, að þeir, sem þá hýsa, setji undir þá hesta, þeir sem hægt eiga með það, eða vagna, þeir sem þá hafa. Um miðjan daginn er búist við, að gestirnir skoði Forngripasafnið, Alþing- ishúsið, Dómkirkjuna, Landsbókasafnið o. fl. En kl. 5 síðdegis verður þeim haldin veizla í Iðnaðarmannahúsinu og dansað á eftir. Næsta dag, miðvikudag 8. ágúst, verður lagt á stað til Þingvalla og Geysis. Þótt svo fari, sem hugsast getur, að Botnía komi á morguri eigi að síður, þá bi'eytist ekkert í þessari fyrirætlun, og fer þá mánudagurinn ti) minni háttar útreiða m. m. Heiðu rssamsæti var þeim Pdli skáldi Ólafssyni og konu hans haldið hór l bænum í fyrra kveld. af 40—50 bæjarmönnum, körlum og konum, mést lærðum mönnum. Þar var amtmaður J. Havsteen, dr. Finnur Jónsson háskólakennari, yfirkennari Steingr. Thorsteinsson og aðrir kennar- ar frá skólunum hér, bankastjóri Tr. Gunnarsson og fleira virðingarmanna. Björn Jónsson ritstjóri mælti fyrir minni heiðursgestsins, og Einar Hjör- leifsson ritstjóri fyrir minni konu hans. Bróðir heiðursgestsins, Jón ritstjóri O- lafsson, þakkaði fyrir minnið, með þeirri gamanorðsending frá bróður sínum, að það væri orðið svo langt síðan, er hann sat á alþingi, að honum væri ótamt orðið að flytja snjallar ræður í marg- menni. Aukreitis mintist bankagjaldkeri Hall- dór Jónsson viðstaddra skálda, annara en heiðursgestsins, og mælti sérstaklega fyrir minni þjóðskáldsins Stgr. Thor- steinssons. Enn mælti dr. Finnur Jóns son fyrir minni íslands, en B. J. ritstj. fyrir minni hans aftur. Nokkrir töl- uðu aðrir, og var samsætið fjörugt og skemtilegt. Páll Ólafsson og þau hjón, er dvalið hafa hér nokkrar vikur, fara heim aft- ur með strandferðaskipinu í næstu viku. Hann hefir nú þrjá um sjötugt, er nokk- uð bilaður á heyrn og sjón, og heldur fóthrumur, en með fullu fjöri og heilsn að öðru leyti. Nýjustu flebunarbrögðin. Eitt af því, er óskammfeilnustu at- kvæðasmalar bankastjórans reyna að telja kjósendum trú um þessa dagana, er sú botnleysa, að það hafi verið Jón^ Jenssyni yfirdómara að kenna, aðhluta. félagsbankamálið hafi verið felt á sið- asta þingi. Nú er sannleikurinn sá, að því fór svo fjarri, að hlutafólagsbankamálið væri felt á síðasta þingi, að frumvarpið um það var samþykt í neðri deild, en málið afgreitt með þingsályktun til stjórnar- innar í báðum deildum með að kalla má öllum atkvæðum — þar á meðal atkvæði Jóns Jenssouar. Ónnur flugan, sem reynt er að láta kjósendur gína við og Þjóðólfur hefir gleyptísinni nafntoguðu einfeldni, ersú,að það hafi verið Jóni Jenssyni að kenna, að batteríissölufrumvarpið var samþykt á síðasta þingi. Hann á sem sé að hafa borið y>ól'iglega upp í deildinni annað tilboð um hærri borgun fyrir Batteríið«, sem þingið á svo ekki að hafa getað gongið að. Sannleikurinn erauðvitað sá, að Jón Jensson bar aldrei upp í deildirmi, hvorki löglega né ólöglega, nokkurt tilboð um borgun fyrir Batteríið. Nokkurir bæ- armenn sendu alþingi tilboð um að kaupa Batteríið fyrir nærri því þrefalt verð á við það, er þeim Yídalínshjónum var ætlað að fá það fyrir. En það tilboð kom of seint til þess, að það gæti haft aðra verkun en þá, að gefa þinginu bending um það, að ekkert vit væri í, að selja blettinn fyrir það verð, er boðið hafði verið. Og auðvitað var það aldrei borið upp í deildinni, hvorki af J. J. né öðrum. Gífurlegasta flekunarbragðsins er getið á óðrum stað hór í blaðinu — tilraun- arinnar til þess að telja kjósendum trú um, að bankastjórinn só hinn eindregn- asti forvígismaður hlutafólagsbankans. Ekki leynir sér, hverja trú þeir menn hafa á málstað sínum, er ekki treysta sór til þess að berjast fyrir honum með sæmilegri ráðum — að vér nú ekki minnumst á traustið á þekkingu og vits- murtumkjósendanna, og virðinguna fyrir þeim og sannleikanum! Skarlatssóttin er nú í 7 húsum alls hór í bænum; en 1 þeirra losnar úr sótthaldi nú um holgina, eftir 7—8 vikur. Af hinum 6 er að eins 1 fyrir vestan aðalbæinn (á Ólafsbakka í Ánanaustum), en 5 við Laugaveg eða þar nálægt. Sjúklingar alls í þessum 6 húsum 9, alt börn, nema 1 'stúlka um tvítugt. En í Fram- farafélagshúsinu sóttkvíaða eru 11 sjúk- lingar alls, alt börn, nema 2 ungmenni. Af þessum 11 eru 4 utanbæjar: 3 af Álftanesi og 1 sunnan úr Hraunum. Tvent af þessu fólki í Framfarafélags- húsinu útskrifast 1 næstu viku. Héraðslœknirinn vill brýna fyrir al- menningi i banum, að þyrpast ekki saman hér við bryggjurnar, er stúdent- arnir dönsku koma, og sérstaklega að láta ekki börn hópa sig eða troðast par að. Tiðarfar. Bagalegir óþurkar um túnasláttinn, en töður þó náðst yfirleitt þessa vikuna, og sumstaðar fyr. Nú lagstur f rign- ingar aftur. Strandferðab. Hólar kapt. Öst-Jakobsen, kom í gærmorg- un hingað austan um land með fáeina farþega. Hér á ferð hafa verið í þessari viku Magnús 83%lum. Torfason í Árbæ með fr ú sinni Torfi skólastjóri Bjarnason í Ólafsdal frú'E. Nielsen á Eyrarbakka, Jón Páls- son organisti þar o. fl., síra Magnús Þorsteinsson á Bergþórshvoli, Grímur Thorarensen frá Kirkjubæ, Sigurður Guðmundsson í Helli í Holtum. Fundarlaun. Konungur Svía og Norðmanna hefir gefið dreng þeim, er í fyrra vor fann við Kollafjörð fiothylki rekið úr heim- skautsleiðangri Andrées, 25 krónur. Jafnframt hefir konungur Svía og Norðmanna látið birta loforð um verð- laun öllum þeim til haada, er hér eftír kunna að finna eitthvað úr Andrées- leiðangrinum og halda því til skila. B A U Ð hryssa í óskilum, mark : fjöður f. h. biti a. v. klipt k á lendina, eigandi gefi sig fram og borgi áfallinn kostnað Guðm. Ingimundarson Bergstöðum. Tapast hefir snemma í sumar jarpur foli 5 vetra, dekkri á fax og tagl, ójárnaður, mark: stýft hægra og að mig minnir gagnbitað hægra. Finn- andi er vinsamlegast beðinn að gjöra mér aem fyrst viðvart. Ási við Hafnarfjörð 1. ágúst 1900. Sigurðnr Jónsson. Brúnn graðhestur 2 vetra, mark: gagnbitað hægra (fremri bitinn fláandi) er í vörzlum hreppsnefndarinnar í Mos- fellshreppi, samkvæmt kynbótasam- þyktinni, og verður seldur eftir 14 daga, ef eigandi ekki vitjar hans fyrir þann tíma og borgar áfallinn kostnað. Varmá, 2. ágúst 1900. Björn Þorláksson. Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Binar Hjörlelfsson. Isafol darprentsmiðja. Tapast hefir steinhringur hjá Sel- vatni fyrir ofan Miðdal. Finnandi skili í afgreiðslu ísaf. Athugið. Jörðin Álftanes í Mýrasýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja má við Svein Níelsson á Lambastöðum. Eg hefi mörg ár þjáðst af tauga- veiklun og slæmri meltingu, og hefi eg reynt ýms ráð við því, en ekki komið að notum. En eftir að eg hefinúeitt ár brúkað hinn heimsfræga Kínalífsel- ixír, er hr. Waldemar Petersen í Frið- rikshöfn býr til, er mér ánægja að geta vottað, að Kfnalífselixír er hið bezta og öruggasta meðal við alls kon- ar taugaveiklun og við slæmri ímelt- ingu, og tek eg því eftirleiðis þenna fyrirtaksbitter fram yfir alla aðra bitt- era. Reykjum. Rósa Stefánsdóttir Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-líís-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á Að Hvammi í Kjós er í óskilum rauðblesóttur hestur 4 vetra, með mark. blaðstýft (illa gert) aftan, biti fr. hægra; sneitt aft., biti fr. vinstra; ógeltur. Hestur þessi verður seldur eftir 14 daga frá útkomu þessarar aug- lýsingar, með tilliti til kynbótasam- þyktar fyrir Kjósar- og Gullbringusýslu, verði eigandi þá ekki búinn að gefa sig fram og borga úfallinn kostnað. Neðra-Hálsi, 31. júlí 1900. pórður Guðmundsson. JARPUR hestar, stór, 6 vetra, dökkur á tagl og fax, hefur tapast frá Þingvöllum. Mark fjööur aftan vinstra. Finnandi beð- mn að skila að Þingvöllum eða til Daníels Bernhöfts bakara i Rvik. Hesturinn er í vor keyptur austan úr Flóa. Hinn 1. desember 1898 varð úti hér í sýslu Guðmundur nokkur Guðmunds- son, heimilislaus maður, ættaður að norðan. Mér hefir eigi tekist að spyrja til erfingja hans allra, og er því hér með, samkv. 17. gr. skiftalaganna frál2. apríl 1878, skorað á alla þá, er arf kunna að eiga eftir hann, að segja til nafns síns, aldurs og hsimilis innan 15. dags nóvbr. þ. á., en þann dag verður skiftafundur haldinn í búinu. Skiftaráðandinn í SnæfellsnesB- og Hnappadalss. Stykkish. 2C. júlf 1900. Lárus H. Bjarnason. Uppboðsauglýsing Laugardaganna 18. ágúst, 1. og 15. september verða opinber uppboð hald- in á Norðurfirði á timburhúsi tilheyr- andi dánarbúi M. S. Árnasonar kaup- manns. Húsið var ætlað bæði til verzlunar og íbúðar — ekki fullgert, en þó virt á 1600 krónur. Hin fyrri tvö uppboðin fara fram hér á skrifstofunni á hádegi; hið 3. og síðasta verður haldið í sjálfu húsinu kl. 10 f. h. Söluskilmálar verða birtir á öllum uppboðunum. Skrifstofu Strandasýslu, 20. júlí 1900. Marino Hafstein. 'ingtUIS'BlQQS UOSSIJJOri 'Ilflui •gg níoSanjso^ p nSt9[ jij jsijj So JBiihbuij TAPAÐUB úr Hafnarfirði mó- brúnn hestur með miklu faxi aljárn- aður, mark: gat hægra blaðstýft fr. vinstra aðfaranótt 30. f. m. Skilvís finnandi skili til Jóns Ólafssonar á Bústöðum eða Einars Finnssonar Bók- hlöðustíg 8 Eeykjavík. T a p a s t hefir rauð hryssa úr Skild- inganeshögum, illa afrökuð, með hvít- um blett á milli nasanna, mark: sneitt aftan hægra, sneiðrifað aftan vinstra, aljárnuð með sexboruðum skeifum. Finnandi er vinsamlega baðinn að skila henni til Hinriks Gíslasonar í Grænu- borg.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.