Ísafold - 04.08.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.08.1900, Blaðsíða 2
193 tíma á dag, svo að menn fái að sjá, hvernig með þeim er unnið. Hreyfi- vélarnar eru sumar knúðar af gufu, sumar af steinolíu, sumar af vindi. þann tíma dagsins er því á sýningar- svæðinu hávaði og garg sem í fugla- bjargi og reykur sem í iðnaðarborg. Sem dæmi þess, hve vélasýningin er mikilfengleg, skal eg geta þess, að eitt verzlunarfélag í Kaupmaunahöfn sýnir vélar, er kosta meira en 100,000 kr. fætta sýnir ljóslega, hve mikið vélarn- ar eru notaðar við danskan landbún- að, því ekki mundu vélasalarnir leggja út í þann afarkostnað, er slíkt befir í för með sér, ef salan væri ekki mikil. Flestir danskir bændur hafa þegar fyr- ir löngu aflað sér allra áhalda, sem þörf er á við landbúnað, og kaupa stöðugt ný og með betri gerð, eftir því sem vélagerðinni miðar áfram; það er sem sé skilyrði fyrir að geta ræktað vel sína jörð, með því að handaflið er hér svo aíardýrt. Fátækari bændur kaupa þó oft hinar dýrari vélar í fé- lagi og skiftast svo á að nota þær. Beri maður nú þetta saman við á- standið heima hjá oss, verður annað uppi á teningnum. f>ar er eins og við- leitnin fari í gagnstæða átt, þá, að spara svo mikið sem unt er dýra- og náttúruöflin, en nota mannsafiið næst- um því til alls. f>essu til söununar þarf ekki annað en benda á það, að hávaðinn af vorum beztu bændum — hvað þá hinir — nota enn spaða og hnáll í staðin fyrir plóg og herfi; og kláfa, torfkróka, hrip o. s. frv. í staðinn fyrir kerrur og vagna, þrátt fyrir það, að sumir af vorum beztu mönnum hafa meira en 20 ár reynt að færa mönnum heim sanninn um það, að vinnan verði 4—6 sinnum ödýrari með umræddum áhöldum, auk þess sem hún verður venjulega miklu betri. f>að er sárt að heyrá stöðugt kvein- ið og kvartanirnar heima um fátækt- ina og vandrteðin þar og sjá fólk flytja hópum saman til Ameríku, en vita með vissu, að ísland getur átt mikla fram- tíð fyrir höndum. Vonandi lærist þjóðinni með vaxandi mentun og mettning að hagnýta sér hin miklu gæði, er lahdið hefir að bjóða. A ferðalögum meðal bænda erlendis leynir það sér ekki, að þeir hafa þurft á mörgum örðugleikum bug að vinna, alveg eins og bændur á Islandi, og það oft þeim, sem íslenzkir bændnr hafa enga hugmynd um. Og víst er um það, að norskur og danskur vinnu- lýður gengur sjaldnar en vér með hendur í vösum. V. Landbúnaðarsögu-sýningin. Eftir að hafa gengið sig þreyttan um vélasýninguna og furðað sig á þeim aragrúa af vélum og áhöldum, sem bugvitsmenn nútímans hafa búið til, bregður manni í brún við að koma inn í steinhúsið mikla, sem troðfylt er innan- og utanhúss áhöldum, sem sum eru meira en 100 ára gömul. f>ar eru meira en 400 númer af land- búnaðaráhöldum og innanhússmunum, flestum frá þessari öld, ásamt ágætum uppdráttum og litmyndum til skýring- ar. Á slíkri sýning sjá menn betur en á nokkurn hátt annan, hve afarmiklum breytingum landbúnaður Dana hefir tekið á síðustu 100 árum. Til dæm- is má nefna plóg frá byrjun aldarinn- ar, mjög luralegan og nær því eingöngu úr tré. Sex hesta (eða uxa) þurfti til þess að draga plóginn og 3 menn til að stýra honum, og má geta nærri, hvernig plægingin hefir orðið með öðru eins verkfæri. Fjöldi af innanhúss- munum frá miðri öldinni er líkur því, sem húsgögn vor gerast. Bankastjórinn og kosningabrall hans. Bankastjórinn, þingmannsefni Reyk- víkinga og Árnesinga, hefir beðið ísa- fold fyrir svolátandi athugasemd: f>að lítur bvo út, sem ritstjórum ísafoldar sé mjög ant um, að eg sitji eigi á þingi næsta ár, þar sem þeir í 5 kapítölum í sama tölublaðinu tína saman meira og minna niðrandi ósann- indi um mig og þá menn, sem þeir halda, að séu mér meðmæltir. Sumu þessu mun eg svara síðar, en í þetta sinn vil eg að eins lýsa því yfir, að það eru tilhæfulaus ósannindi, að eg hafi beðið nokkurn mann hér í kjördæminu um atkvæði til þingkosn- inga, og því síður hefi eg sent nokk- urn mann til »atkvæðasmölunar«. Mér hefir ekki verið neitt kappsmál að komast á þing, það er ekki svo skemtilegt að vera þar, éins og blaða- menskan er nú hér á landi eg hef auk heldur til þessa verið á báðum áttum hvort eg ætti að gefa kost á mér til þingmensku. Mér ér því að öllu levti óviðkom- andi ummæli þau, um bankamál og annað, sem ritstjórarnir hafa eftir þeim mönnum sem þeir kalla satkvæða- smala« og efa mjög að orðin eftir þeim séu rétt hermd. Flugufóturinn fyrir þessu uppþoti mun vera sá, að í vetur og vor hafa menn úr Árnessýslu og hér úr Reykja- vík spurt mig að því, hvort eg mundi vera fáanlegur til að gefa kost mér til þingsetu og hefi eg ætíð svarað, að þegar eg að eins Iiti til sjálfs míns, þá vildi eg hætta við þingsetu, en þegar eg liti á málefni þau, sem nú eru mest umræðuefni, þá mundi lík- lega fara svo, að eg afréði að draga mig ekki í hlé, ef það væri almennur vilji kjósendanna, í þeirri von að eg gæti gert þjóð minni eitthvert gagn, ef eg held heilsu. Hægðarleikur var fyrir ritstjórana að komast hjá því, að flytja ósannindi í blaði sínu, hefðu þeir talað við mig, sem bý fáa faðma frá þeim, og marg- ir munu þeir, sem álíta, að það hefði verið réttara gjört, og borið betri vott um sannleiksást. Flestir vita, að ritstjórar ísafoldar hafa leynt og ljóst »agiterað« fyrir sínum áhugamálum; hafa hinir, sem eru á gagnstæðri skoðun, þá eigi sama rétt til að »agitera« fyrir sínum skoð- unum 1 Eg get eigi betur séð, en að báðir flokkarnir séu jafn réttháir 1 því efni, og um aðferðina þarf hvor- ugur að ásaka hinn, því sagt var í dag, þegar ísafold var borin út, að þá hefðu 3 eða 5 sendisveinar ritstj. ver- ið á ferðinni. Eg óska að orð þessi séu tekin í næsta tölublað ísafoldar. Reykjavík 1. ágúst 1900. Teyggvx Gunnaksson. Framanprentaða greín hefði banka- stjórinn ekki átt að láta frá sér fara. Hvergi er heil brú í henni. Og frá- leitt verður hún til að auka kosninga- fylgi hans. Hann ber Isaíold það á brýn, að hún hafi tínt samán um sig »meiraog minna niðrandi ósannindi«. Einu ó- sannindin, er hann til færir eru þau: að hann »hafi beðið nokkurn mann hér í kjördæminu um atkvæði til þing- mensku«, og að hann hafi »sent nokk- urn maiiD til atkvæðasmölunar«. Gallinn á mótmælum bankastjórans er sá, að Isafold hefir aldrei sagt það, sem hann er aðmót- m æ 1 a . Svo reiður hefir haun sýnilega orð- ið út af dularlausri, frjálsmannlegri mótspyrnu ísafoldar gegn viðleitni hans við að bola af þingi jafn-merkum þing- manni og Reykjavík hefir auðnast að fá, Jóni yfirdómara Jenssyni, að hann veit ekki einu sinni, hvað blaðið hef- ir tim haun sagt. Og hvernig er þá þessari mótspyrnu ísafoldar farið, að því er bankastjórann sjálfan snertir. Hún hefir borið á hann hól, mikið hól, alt það hól, sem Isafold og aðrirvita, að hann á skilið, miklu meira en sum- ir kannast við að hann eigi skilið. Og hún hefir ekkert sagt annað en lof um hann, að því undanteknu, er hixn minnist á framkomu hans á síðustu þingum, samkv. skýlausri skyldu sinni við lesendur blaðsins yfirleitt og sér- staklegri kjósendaskyldu ritstjóranna. það er skylda, sem sjálfsagt var að rækja, hvað sem líður gamalli og góðri viuáttu þeirra í milli, ábyrgðarmanns- ins og bankastjórans, og svo miklar mætur sem ritstjórar Isafoldar hafa á honum, ekki síður en aðrir, fyrir hans iniklu og góðu mannkosti. Að láta vináttuna afnema þá skyldu, væii ber- sýnileg óhæfa. |>að er þ e 11 a, sem bankastjórinnhef- ir orðið svona vondur út af, og er það alveg ótrúlegt. Of gamall ætti hann þó að vera til annarar eins bernsku og þeirrar, að vilja láta framkomu sína á þingi alveg óumtalaða, þegar verið er að íhuga, hvort kjósa skuli hann á þing eða ekki. Fráleitt hefir nokkurt þingmanns- efni nokkursstaðar í nokkuru landi farið fram á annað eins. Fyr má nú vera að líta niður á kjósendur sína en að vilja loka á þeim munninum um afskifti af landsmálum, bannaþeim að minnast á framkomu þingmanns- efnis í þingmálum einmitt þá dagana, sem þingmannsefnið er á boðstólum — varast fyrst að gera kjósendum koat á að gera það á almennum mannfundi, og svo, þegar það er gert á prenti, að verða stórreiður og rita um það sem einhverja stórhneykslanlega blaða- mensku-óhæfu! Fyr má nú ætlast til einurðarleysis af kjósendum og roluháttar en svona sé! Eins og áður er bent á, hefir ísa- fold aldrei sagt nokkurt orð um það, er bankastjórinn mótmælir. En ann- ars eru þau atriði svo óveruleg, að það er hrein furða, að maðurinn skuli vera að hreyfa við þeim. Hvað ætli það geri til, hvort hann hefir beðið nokkurn mann um atkvæði? Hitt getur þó ekki verið ueitt vafa- mál, að hann villná kosningu h é r. Og fyrir það þrætir hann þó vonandi ekki, að hann hefir f æ r t í tal við menn, hvort þeir munduvilja kjósa sig. Lengra eru þingmannseíni ekki vön að fara í afskiftum sínum af einstökum kjósendum. Og hyers er vert um annað eins at- riði og það, hvort hann hafi s e n t nokk- urn mann til atkvæðasmölunar, þar sem hún fer fram með hans vilja og vit- und? Svo kunnugan tjáir hann sig henni sjálfur, að hann treystir sér til að væna ísafold ósanninda, þar sem hann minnist á ummæli hennar um aðfarir atkvæðasmalanna. Eftir því ætti hann að hafa verið viðstaddur í hvert sinn, sem þeir töluðu við ein- hverja hór í bænum. S v o mikil af- skifti hefir hann nú auðvitað ekki get- að haft af smöluninni, sem hann gefur sjálfur i skyn. En geta má nærri, hvort hann er henni mjög ókunnugur, þar sem menn þeir, sem beinlínis etu í hans þjónustu, eða þeirra stofnana, sem hann veitir forstöðu, eru framar- lega í flokki þeirra, sem atkvæðum safna handa houum. f>essar mótmæla-vífilengjur hans eru allsendis einskis-verðar. Sé smalað fyrir hann atkvæðum á n hans vilja og vitundar, þá er bezt fyrir hann að segja frá því. f>á er smalamenskan á á- byrgð smalanna einna. Fari hún þar á móti fram m e ð vilja hans og vit- und, sem húu vitanlega gerir, þá hefir hann undan engu að kvarta og getur engu mótmælt, sem ísafold hefir um hann sagt. ' Skringilegusí í grein bankastjórans er þó bendingin um það, að ísafold hefði átt að fá hjá h o n u m vitneskju um atkvæðasmölunina — þessa smöl- un, sem hann þykist í öðru orðinu ekkert vera við riðinn! Já — það hefðu víst orðið fróðlegar fregnir af því, er til stæði, sem ísafold hefði feng- ið hjá bankastjóranum. Enda hefði það ekki verið von. Eins og 8möluninni fyrir hann er háttað, v e r ð u r hún að fara fram í pukri. Annars væri hún einskis-virði. Eng- inn maður hefir þáóskammfeilni til að bera, að hann beiti öðru vísi en í pukri við menn jafn-blygðunarlausum blekkingar-ósannindum, eins og Bumir atkvæðasmalar bankastjórans ausa yf- ir þá, er þeir halda að séu nógu fá- fróðir til að reuna öllu niður. Til dæmis að taka hefir einn þeirra RÍðustu dagana haldið því að mönnum með mikilli mælsku, að bankastjórinn sé gallharður stuðningsmaður hlutafé- lagsbankans! — Lengra verður ekki komist. Og við hverju er líka að búast af sumum af þeim mönnum, sem í þeim leiðangri eru fyrir bankastjórann ? Sjálfur gat hann fyrir fram farið jafn- nærri um það eins og nokkur annar, og hann hefði átt að vita það mjög vel, hve mikið það bandalag mundi auka virðing sína. það er aðfarir þær, er beitt hefir verið af hálfu fylgismanna bankastjór- ans, sem Isafold hefir vítt — pukrið ósannindin, ógnanirnar o. s. frv. —, en ekki það, að þeir »agitera» fyrir hon- um, sem endilega vilja koma honum á þing. þess vegna koma átolur ísa- foldar ekkert við þeirri viðleitni, sem nú er höfð í frammi af vinum stjórn- árbótarinnar og annara framfaramála vorra til að verjast árásum á kosninga- horfur Jóns yfirdómara Jenssonar. Oss vitanlega er í þeirri viðleitni engu beitt öðru en sannleikanum — fram- komu þingmannaefnanna í þingmálum, — enda engin ástæða til að beita neinu öðru. Og engum manni hefir verið launung á því starfi, eins og auð- sæjast er á því, að ísafold hefir fyrir mörgum vikum talið Jón Jensson sjálf- sagt þingmannsefni þessa bæjar, þar sem því aftur á móti var leynt svo lengi sem auðið var, að bankastjórinn hygði á kosningu hér í bænum. þettá ætti nú bankastjórinn alt að athuga með stillingu og reiðilaust. Gæti hann hugsað um málið á þann veg, mundi hann ekki heldur furða sig lengur á því, að ísafold »sé mjög ant um, að hann sitji eigi á þingi næsta ár«. Hvers vegna í ósköpunum ætti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.