Ísafold - 04.08.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.08.1900, Blaðsíða 3
195 henni ekki að vera ant um það, þar sem hann er andvígur öllu því, er blaðið hyggur að gæti frarnar öðru komið þjóðmni að haldi ? Og þá mundi hann jafnframt átta sig á því, að ísafold hefir minst á kosningabrall hans með miklu meiri kurteisi og góðvild í hans garð en hann hefir nokkurn tíma á ævi sinni við haft, þegar hann hefir ritað um mótstöðumenn sína. Og ekki mundi honum þá síðar skiljast það, að dómur hans um blaða- menskuna sé fremur bygðar á tilfinn- ingum en rökum. Til skamms tíma hefir ísafold í augum hans verið gott blað, af því að hún hefir rætt málin án manngreinarálits — haldið því fram, sem hún hyggur þjóðinni vera fyrir beztu, án þess að hirða um, hvernig það kemur sér fyrir vinihenn- ar eða óvini. Nú telur hann ísafold ilt blað — svo ilt, að því er ráða má af ummælum hans, að hann kinnokar sér vonzku hennar vegna við að fara á þing —, af því að hún heldur stefnu sinni í þessu efni, en svo atvikast jafnframt, að hún er ekki sama meg- inn sem bankastjórinn. þingmenn eins og annara stétta menn, sem kostur kann að vera á. En svo fast niegi ekki kjósendur sækja bænda- þingmensku, að senda heldur á þing lélegan bónda en t. d. nytan prest. Þetta skilur afturhalds-málgagnið • vídalínska svo, sem verið só að bola bændum af þingi af löngun til að gera alþingi að »klerkaþingi«. Og eins og nærri má geta, á það að vera ein af þeim mörgu óhæfum, sem Isafold só svo vítaverð fyrir. í sama tölublaðinu, — því er ut kom í gær — sem flytur þessa ritstjórnar- grein um »klerkaþingið«, stendur önnur ritstjórnargrein um þingkosningarnar næstu. Þar er talað um þingmannaefni í 7 kjördæmum landsins. Nú munu menn ganga að því vísu, að málgagnið se ekki að mæla með prestum í þessum kjördæmum. En svo skemtilega vill nú til, að afturhalds-málgagnið sjálft, Þjóðólfur, leggur til að 5 af þessum 7 kjördæm- um sendi presta á þing ! • Sú samlcvæmni þarfnast engra skýringa 1 augum heilvita manna. Bankamálið í Andyara. kemur með 3 dæmi þvítil sönnunar: 1. Eg hefi að sjálfsögðu lagt til grundvallar fyrir ritgerð minni frumv. það, er í fyrstu kom inn á þingið, því að það er það frumv., sem eftir máls- venju hlýtur að kallast frumv. það, »sem þingið nú hefir haft til meðferð- ar, sbr. þskj. 566 (1899). Eg hefi einn- ig tekið til athugunar »þær breytingar, er neðri deild fyrir sitt leyti gjörði á frumv. þessa. j?að er ekki rétt hjá ritdóm. »að þingið hafi fært stofnféð niður um eina miljón«, slíkt hefir mér aldrei dottið í hug að segja, þvf að það var neðri deild sem gjörði það. jpingið hefir ekkert um það samþykt. En eg hefi sýnt fram á það, að því meira stofnfé, og þar af leiðandi, því meiri notkun seðlaútgáfunnar — því meiri von er um arð af fyrirtækinu fyrir hlutbafa. jpað að minka stofnféð verkar því í öfuga átt við hagsmuni bankans? það skín þvi út úr röksendafærslu minni, að eg álít þessa breyting neðri deildar til hins lakara — einnig skoðað frá sjónarmiði landssjóðs, ef hann er hlut- hafi. Bankinn verður ekki að neinum mun íslenzkari við það eitt, þótt stofn- fé hans sé að eins 5 milj. — nema að því leyti, að hann á erfiðara með að græða mikið. 2. j?að er ógnar-eðlilegt, að eg beri saman stofnfé erlendra banka við stofn- fé hlutafélagsbankans. Hitt hefði ver- ið ósamkvæmni, að bera saman veltu- fé sumra baDka við stofnfé hans, því að enginn skyldi efa, að hlutafólags- bankinn muni geta haft meira veltufé en stofnféð eitt, dregið til sín fé á hlaupareikning og á dálk (Folio) eins og aðrir bankargera. Eg vil alls ekki, eins ogritdóm., gera ráð fyrir því, að kaupmenn og aðrir, er geyma fé sitt hjá bönkum, muni verða svo hræddir við hann, að þeir trúi honum eski til- tölulega eins og öðrum bónkum til þess. Eg hefi betri trú á hlutafélagsbankan- um en ritdóm. 3. Ritdóm. þykir kynlegust óná- kvæmni mín, er eg segi að ísland hafi um 20 þús. kr. árlegan arð af | milj. kr. í seðlum. f>etta finst honum fjar- stæða. Eg vil þó biðja hann að hugsa sig betur um. Getur honum ekki skil- ist, að arður Landsbankans mundi minka um 3—4"/. vexti af \ milj. kr., ef landssjóður tæki einn góðan veður- dag af honum alla seðlana, því að á eftir mundi hann hafa ^ milj. kr. minna fé á vöxtum? Eg hygg að honum muni skiljast þetta. Af því sést, að við það að hafa J milj. kr., þótt í seðlum sé á vöxtum, eykst árlega arður bankans um vextina af þessari £ milj. Og þessi arður er seðlunum að þakka. Til hvers Landsbankinn notar þennan arð, kemur ekkert málinu við. Lands- sjóður hefir t. d. 70—80 þús. kr. árl. arð af því, að tóbak er fiutttil lands- ins, enda þótt hann noti þennan arð til að inna af hendi ýms gjöld, sem á honum hvíla. Væri tóbakstollurinn upphafinn, yrði landssjóður 70—80þús. kr. árl. fátækari. Eg hefi hvergisagt, að landssjóður hafi 20 þús. árl. arð af seðlum sínum, heldur segi eg á bls. 98: »Landssjóður hefir fengið þar af (o: af arðinum) 5000 kr., en hitt hefir bankinn sjálfur fengið. En landssjóð- ur og Landsbankinn eru báðir eign hins opinbera, svo að segja má, að ísland græði nú árl. um 20 þús. kr. við það, að hafa seðlana í veltu; seðla- útgáfan gefi nú Islandi um 20 þús. kr. arð«. Eg segi hvergi: gefi lands- sjóði 20 þús. kr. arð. Árlegur arður íslenzku seðlanna eru vextir þeir, sem þeir gefa, án tillits til þess, til hvers vextir þessir eru notaðir. Ef landssjóður notaði seðl- ana á þann hátt, að leyfa landshöfð- ingja að lána þá út gegn tryggu veði, yrðu vextirnir af þeim útlánum arður fyrir landssjóð einan, um 20 þús. kr. Árlegur arður af atvinnu meðritstjóra ísafoldar og árlegur arður af atvinnu bankagjaldkerans eru laun þau, sem þeir hvor um sig fá fyrir starf sitt árlega — óg arðurinn af atvinnunni, starfinu, minkar ekki lifandi ögn við það, eða » er jafnmikill, hvort sem þeir brúka hann allan árlega til fæðis, klæðis og annara lífsnauðsynja, eða leggja hann allan á kistubotninn. það er auðvitað, að bankinn leggur ekki upp allau arðinn af útlánum seðl- anna, því að á honum hvíla ýms gjöld, er hann þarf að inna af hendi, en hann hefir einnig tekjur af fleiru en seðlunum, svo sem hlaupareikningsfé, sparisjóðsfé o. s. frv., enda er veltufé Landsbankans fjórfalt meira en seðla- fúlgan, eins og ritdóm. getur sannfært sig um af jafnaðarreikningi hans 1899, er prentaður er í 28. tölubl. ísafoldar þ. á., og væri því einnig fjarstæða að gera ráð fyrir því, eins og ritdóm. gerir, að arður seðlanna eigi að borga allan kostnaðinn við bankahaldið. þess vógna er einnig sú kenning rit- dóm. fráleit, að seðlaútgáfurétturinn eigi að borga allan kostnaðinn við hald hlutafólagsbankans — að ísland með seðlaútgáfuréttinum, sem það leggur til, beri allan kostnaðinn en aðrir hluthafar engan; þeir eiga að eins að fá gróðann. (Niðurl. næst). Bréf til að sýna. þe8s var getið nýlega í ísafold, að Mr. Vídalín gengi hér raeð bréf upp á vasann, er hann sýndi hverjum manni, frá félaga sínum hr. Zöllner í Newcastle, þess efnis, að hver maður, sem það les, hlyti að ganga úr skugga um, að þeir félagar væri saklausir eins og nýfædd börn af allri íhlutan við þá Parker & Eraser um fjárkaupa- viðskiftin fyrirhuguðu. Sú viturlega fyrirbyggja, að búa sig út í tíma með slíkt sönnunargagn, jafn-óyggjandi og hver maður sér að það er, hefir ekki fallið í ófrjóvan jarðveg, hvorki beinlínis né óbeinlínis. Fylgiliði Mr. Vídalíns, þjóðólfsmað- urinn, hefir óðara hagnýtt sér hug- myndina, og það með þeim fimleik og því hugviti, sem honum er lagið. Hann befir sezt niður og rítað sendiherra sínum við Olfusbrúna bréf, þar sem hann, þjóðólfsm., lýk- ur lofsorði á ísafold fyrir, hve duglega hún hafi tekið ofan í lurginn á Vídalín! Hvort þetta lof um ísafold muni ekki hafa kostað sjálfsafneitun, munu flestir fara nærri um. En mikið skal til mikils vinna. Bréfið er með ráði gert og samið. það er, þetta bréf, sem Símon geng- ur nú með upp á vasann og sýnir, — það er gert eingöngu til afnota við at- kvæðasmölunina, til þess að sýna kjósendum og sanna fyrir þeim, að þingmannsefni þetta hið glæsilega hafi meðal annars þann fágæta kost til að bera, að vera alls ekki skósveinn Vída- líns. Hefir þefað það, að sú staða hjá kaupfélagajarlinum muni um þessar mundir vera miðlungi vel þokkuð meðal almennings. Þilsbipafloti bæjarins hefir komið hór inn mestall- ur undaufarna viku, með mikið góðan afla, 20—30 þús. yfirleitt, frá því um Jónsmessuleiti, sum minna. Fiskurinn vænn, eins og vant er um þennan tíma árs. Sami arflnn. Innanum mikla gnott af vitsmuna- og prúðmenskuhjali í málgagni sínu í gær um kosningarnar m. m. fer þjóðólfsmaðurinn fram á, að ísafold sanni ágizkun 3Ína um daginn um að havn hafi látið prenta og sent austur áskorunar- og skuldbindingarskjalið um þingmensku hans, hann hafi beðið Símon sinn fyrir að smala á það o. s. frv. það er allajafna sami arfinn, sem sprettur' í heilatúni vitringsins þess, þjóðólfsmannsins. Hann býst við, að til séu þeir græn- ingjar meðal landa sinna og sérstak- lega meðal lesenda málgagnsins síns, að þeir geri ráð fyrir, að hann hafi sent 8kjalið austur í votta viðurvist, talað við Símon sinn eða skrifað hon- um með tilkvöddum vitundarvottum og að þessum vottum hafi enn fremur verið falið sérstaklega á hendur að flytja ritstjórn ísafoldar sem skjótast það, er fram hefir farið við þau tæki- færi. Fullvita mönnum nægir annars yfir- leitt sú sönnun fyrir makkinu þeirra á milli, fyrnefndra félaga, að Símon hefir sagt svo frá í óspurðum fréttum, að vinur sinn, þjm-> hefði það í skil- yrði fyrir að gefa kost á sér, að hann fengi áskorun um það. Viðbótina, skuldbindinguna um að koma á kjör- fund og kjósa hann, er þá líklega ekki of djarft að gera ráð fyrir, að hann, þjm., hafi prjónað sjálfur aftan við um leið og hann gerði skjalið úr hendi til prentunar. þess skal getið, að prentsmiðjunafn mun ekki á skjalinu standa. SamkTæmni. ísafold hólt því fram í síðustu viku, sem auðvitaS hver heilvita inaöur á landinu er henni samdóma um, að minsta kosti í orði kveðnu, að þaö só sjálfsagt að bændur kjósi stóttarbræður sína á þíng, að öllu öðru jöfnu, — hve nær sem þeir geti fengið á þing bændur, sem líkindi sóu til að verði jafn-n/tir Athugasemdir frá Halldóei Jónssyni. I. »ísafold« flutti í 45. tölubl. ritdóm um grein mína, »Hlutafélagsbankinn«, er prentuð var í »Andvara« þ. á. Eink- ura vegna þess, að »Andvari« er svo nýlega prentaður, að hann mun ekki vera kominn almenningi í hendur, verð eg að biðja um rúm til þess að gjöra nokkurar athugasemdir við þenn- an ritdóm. Ritdóm. byrjar á því að segja, að eg hafi tekið til máls í því skyni að kveða niður hlutafélagsbankann vænt- anlega«. þetta er alls ekki rétt, eins og sérhver getur sannfært sig um, þá er hann les ritgerð mína. Hvorki mér né öðrum getur verið ljóst, hvernig hlutafélagsbanki »er væntanlegur«. Síð- asta alþingi. fól stjórninni málið, og hún hefir enn ekki, svo kunnugt sé, látið uppi álit sitt á frumv. því, er lá fyrir síðasta alþingi. Eg get því alls e'kki haft neina hugmynd um, hvernig sá hlutafélagsbanki muni verða, sem er »væntanlegur«, og ætla mér þess vegna alls ekki þá dul, að fara að kveða hann niður — svona fyrirfram. Enda er það einnig hulið í myrkr- um framtíðarinnar, hvernig hlutafélags- banka næsta alþingi, nú eftir nýar kosningar, vill láta verða «væntanlegan«. Ritgerð mín er skrifuð »í því skyni«, að skýra þeim, er ekki áður vissu, frá fyrirkomulagi helstu seðlabanka Norður- álfunnar, svo að þeim gefist kostur á að bera fyrirkomulag þeirra saman við það frumv. um hlutafélagsbankann, er síð- asta alþingi hafði til meðferðar. Eg hefi svo fundið ýmislegt að því frv., og breytingum þeim, er á því urðu í neðri deild alþingis, »í því skyni« að þeir agnúar, S9m eg bendi á, verði lagaðir, ef hlutafélagsbanki er stofnað- ur. En eg hefi hvergi eitt orð ritað í því skyni, að kveða niður hlutafélags- banka vfir höfuð — því síður hinn »væntanlega«, af þeirri einföldu ástæðu, að hvorki eg né aðrir vita, hvernig hann muni verða — en eg vil, að svo vel sé búið um alla hnúta, að hinar glæsilegu vonir, sem menn gjöra sér um áhrif bankans, bregðist ekki síðar. II. Ritdóm. hefir miklar dylgjur um ó- nákvæmni í röksemdum mínum, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.