Ísafold


Ísafold - 25.08.1900, Qupperneq 1

Ísafold - 25.08.1900, Qupperneq 1
Keybjavík laugardagmn 25. ágúst 1900. Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða l‘/» doli.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXVII. árg:. I. 0. d. F. 82979.____________________ Forngripasafnid opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Grýlurnar. Nú er flest orðið að voða í stjórn- arskrármálinu hér á landi. Síðasti voðinn, sem uppgötvaður hefir verið, er sá, að alþingi — sam- þykki fjárlög! Maður nokkur á Aust- fjörðum hefir fyrstur gert uppgötvan- ina og i.'Austri« flytur lesendum sínum spekina. Samkomulag manna á Eangárfund- inum í Norðurmúlasýslu hefir orðið tilefnið til þess að þessi frábærlega djúphygni var gerð almeuníngi kunn — samningurinn um að styðja stjórn- arbótina, sém oss stendur til boða, með þeirri viðbót, að ekki þurfi að vera nema helmingur þingmanna úr hvorri deild viðstaddur á sameinuðu þingi til þess að fundur verði lögmæt- ur, að því leyti, sem um fjárlög er að ræða, í stað þess sem nú þurfa að vera á fundi tveir þriðjungar þing- manna úr hvorri deild. |>að er þessi viðbót, sem á að vera hin mesta hætta fyrir land og lýð, eftir kenningunni í Austra. Vitanlega geta menn litið á það misjafnlega, hve mikil þörf sóáþess- ari viðbót. En alkunnugt er, hvað vakað hefir fyrir þeim mönnum, er hafa haldið henni fram. þeir hafa óttast, að ráðgjafi, er sæi fram á. að von væri á fjárlögum, er honum væri mjög ógeðfeld, kyn ni að geta feng- ið konungkjörna menn í efri deild til þess að sækja ekki fuíd, þegar fjár- iögunum ætti að ráða til lykta og á þann hátt girða fyrir það, að þinginu yrði unt að samþykkja uokkur fjár- lög. í vorum augum er þetta nú ekkert annað en ímyndun. Ekki að eins öll íslenzka þjóðin, heldur og allur hinn siðaði heimur mundi telja það stráks- legan glæp af ráðgjafa, að fá þing- menn til að afstýra samþykt fjárlag- anna með fjarveru sinni. Harla ólík- legt er það, að nokkur sá maður kæm- ist í ráðherrasess, sem gæti gert sig sekan í öðru eins. Og þó er hitt enn ólíklegra, að hann mundi geta fengið ð konungkjörna menn í lið með sér til þess fantabragðs, þar sem fyrir konungkjörinu verða að öllum jafnaði menn í æðstu virðingarstöðum lands ins. En þó að viðbótin sé í vorum aug- um ó þ ö r f, þá efumst vér mjög um, að margir séu því ímyndunarafli gædd- ir, að þeir geti gert sér í hugarlund, hvernig hún á að vera skaðleg — hvaða tjón það á að geta gert oss, að girða fyrir hættu, þó að sú hætta só svo ósennileg, að hún sé alt að því óhugsandi. En hvað sem því líður, hvort þeir eru margir eða fáir, þá þykist höf. í Austra sjá þennan voða. í hans aug- um er það »hinn mesti dýrgripur í stjórnarbót vorri«, að ekki skuli þurfa nema rúman þriðja hluta úr ann- arihvorri þingdeildinni til þess að girða fyrir það, að þingið geti samþykt nokkur fjárlög. Hitt á að vera »meiri hluta harð- stjórn í hennar verstu mynd«, aðþingið skuli eiga að geta látið nokkur fjár- lög frá sér fara, ef 5 menn í efri deild eru svo ósvífnir og strákslegir, aðþeir ganga af fundi til þess að afstýra því, að f járlögin sjálf gati orðíð afgreidd af þinginu! Ometanleg hlunnindi eiga það að vera fyrir þjóð vora, að 5 menn skuli geta ónýtt fjárúeitingarvald alþingis og lagt það í hendur stjórnarinnar! Margvíslegir og undarlegir taka að gerast »dýrgripirnir« í stjórnarskrá vorri. Margvíslegar og undarlegar taka að gerast hugmyndir Islendinga um frelsi og harðstjórn. Annað eins og þessi uppgötvun í Vopnafirðinum hefði naumast verið prentað fyrir svo sem þremur árum. Nú er því tekið fegins hendi sem ó- venjulega mikilli speki. það er eins og tilfinning afturhalds- blaðanna af því að flytja hið óvirðu- legasta fjarstæðubull og hinar ógeðs- legustu kúgunarskoðanir sé stein- dauð, hafi nokkuru sinni lífsmark með henni venð. Manni hlýtur að blöskra, þegar hug- anum er rent , yfir alla þá vitleysu, sem borin hefir verið á borð fyrir ís- lenzka alþýðu í þessari baráttu, sem hófst á þingi 1897 og endar nú von- andi farsællega í næsta mánuði. En ekki er ófróðlegt að rifja upp fyrir sér helztu fjarstæðurnar, sem reynt hefir verið að beita til þess að afstýra stjórnarbótinni. Eraman af var ríkisráðsseta íslandsráðgj afans aðalkjarninn í mótbárunum. Einhver fyrsta grýlan var sú, að vér lögíestum ráðgjafann í ríkisráðinu, ef vér færum að semja við hann áður en honum yrði þaðan kipt. — |>eim, sem því héldu fram, gleymdist með öllu, að vér höfum verið að semja við ráðgjafann um fjórðung aldar, svo að ef unt er að Iögfesta hann í ríkisráð- inu með samningum um landsmál, þá er hann fyrir löngu lögfestur þar. — |>etta skilur nú hvert mannsbarn á landinu. Lögfestingin hefir um lang- an tíma ekki verið nefnd á nafn. Jafnhliða þessari lögfestingargrýlu kom sú speki, &ð vér gætum ekkimeð nokkuru lifandi móti lögsótt ráð- g j a f a n n fyrir hæstarétti, ef hann væri í ríkisráðinu, af því að engin heimild væri til þess í grundvallarlög- um Dana. — Alveg athugalaust gengu mennirnir fram hjá því, að stjórnar- skrá vor heimilar þá lögsókn, að samkvæmt heuni er íslandsráðgjafinn skipaður, að hún ein kveður á um öll réttindi íslenzku þjóðarinnar and- spænis honum og að grundvallarlög Dana eru málinu gersamlega óviðkom- andi. — Afdrif þessarar grýlu hafa orðið hin sömu sem lögfestingarinnar. Hún er álíka rík í hugum manna nú eins og snjór sá, er lá á jörðunni fyrir mörgum árum. f>á var atkvæðagreiðslan í ríkisráðinu ekki lítið áhyggjuefni afturhaldssálunum um tíma. Öll stjórnarbót átti að vera ónýt vegna þessarar atkvæðagreiðslu. J>ví að ekkert gagn væri að því, að ráðgjafinn Jofaði alþingi fylgi sínu í áhugamál- um þess. J>egar hann kæmi með þau til ríkisráðsins, yrðu þau feld þar með atkvæðagreiðslu. Og svo hefði hann engin önnur ráð en að koma til næsta þings og tjá því, að málin hefðu verið feld fyrir sér með atkvæðagreiðslu. — En þegar svo var farið að athuga þessa röksemdafærslu, reyndust þeir agnúar á henni, að þessi atkvæða- greiðsla, sem mönnum stóð slíkur voða- stuggur af, var engin til í ríkisráðinu, að aldrei hafði komið til orða að láta nokkurn mann annan en íslandsráð- gjafa og konung fjalla neitt um nokk- urt alíslenzkt mál í ríkisráðinu, og að konungur getur ekki, samkvæmt stjórn- arvenju Danmerkur og allra annara landa, sem stjórnarskrá hafa, synjað staðfestingar nokkurri stjórnarráðstöf- un, sem hlutaðeigandi ráðgjafi mælir með, án þess að víkja þeim ráðgjafa tafarlaust frá völdum. Með öðrum orðum: engin heil brú reyndist í þeirri mótbáru, og nú reka menn upp hlát- ur um þvert og endilangt landið, þeg- ar á hana er minst — allir aðrir en þeir, sem hana fluttu á sínum tíma; þeir vilja sem minst láta á hana minna8t. Um tíma átti að vera loku skot- i ð fyrir allar frekari umbætur á stjórnarfarinu, svo framarlega sem stjórnarbótinni yrði ekki hafnað. — Nú sér hver heilvita maður jafn-auð- sætt mál og það, að með því að koma ráðgjafanum inn á þingið til samvinnu og samninga eru margfalt meiri líkur en ella fyrir því, að stjórnarskrár- breytingum fengist framgengt, eins og öllum öðrum breytíngum, sem þjóð og þingi kynni að leika hugur á. Enn settu nokkurir menn fyrir sig um tíma valdfærsluna útúr I a n d i n u. Einhver þokuslæðingur frá þeim skýjum virðist enn vera að sveima í hugum einstöku manna á Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 53. blað. Austurlandi. En óhætt er að fullyrða, að allur þorri manna á landinu hefir fyrir löngu látið sér skiljast það, að þegar verið er að koma ráðgjafanum inn á þingið, undir áhrif alþingis, neyða hann til þess að standa þar fyrir máli sínu, þá er verið að færa valdið inn ílandið, en ekki útúrþví. J>á voru áhyggjurnar út af 61. gr. stjórnarskrárinnar ekki neitt smáræði á sínum tíma. í augum ýmsra manna var þá kosturinn, sem þjóðinni gefst á því að löðrunga sjálfa sig með aukaþingskostnaði, þeg- ar hún getur engum löðrungi komið á stjórnina og engu um þokað fyrir henni, álíka mikill dýrgripur eins og það er nú í augum austfirzka mannsins í Austra, að geta látið 5 menn svifta alþingi fjárveitingarvald- inu! En áreiðanlega er nú mjög far- ið að falla á þann dýrgrip í augum þjóðarinnar. Eina vonin afturhaldsliðsins er nú í raun og veru orðin sú, að þjóðin láti telja sér trú um, að hún sé svo gjör- sneydd allri mannrænu og manndáð, að hún geti ekki sent aðra menn á þing en þá, er ofurselji velferðarmál hennar í hendur stjórnarvaldsins, hve nær sem ráðgjafinn eigi kost á að tala við þá. Yitanlega léti þjóðin þarmeð telja sér trú um, að hún ætti engan rétt á sjálfstjórn, vegna þess, hvert úrþvætti hún væri, og að forlög henn- ar um ókomnar aldir geti ekki orðið önnur en þau, »að lifa og deyja upp á kongsins náð«. Allar grýlurnar hafa verið rækilega niður kveðnar, að þessari síðastnefndu undanskildri. Hana getur enginnkveð- ið niður nema þjóðin sjálf. Og væntanlega gerir hún það í næsta mánuði. Alþýða smánuð. J>akklátur er eg alþýðumanninum sem ritar í 36. bl. Isafoldar: »AIþýða smánuð«. J>að eru ekki svo margir, sem taka öllu rösklegar málstað okkar alþýðu- mannanna, og sýna J>jóðólfsmanninum, hver hann er í raun og veru. En það hefir nú líka fokið í góð- mennið í 30. bl. J>jóðólfs. Má þar sem endranær sjá órækan vott um, hvert happaverk við alþýðumennirnir höfum unnið, er verið var að klekja þessum manni gegn um skólann með ölmusustyrk. J>að er mjög líklegt, að þessi alþýðrn maður hafi lagt sinn skerf til þess. J>jóðólfur ber það líka með sér, að ritstjóri hans, sem nú er, hefir ebki til einkis bomist í skóla; t. d. er í svari hans til »alþýðumannsins« þessi smekklegu orð: »Ljósfælið leigutól*, »skriðdýr, »myrkrapúki«, »atvinnuróg- beri«. Aumingja-alþýðumaðurinn, að verða fyrir slíkum ósköpum, og eiga svo á

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.