Ísafold - 08.09.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.09.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík laugardaginn 8. sept. 1900. 55. blað. Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/« doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. I. 0. 0. F. 8298ÍLI__________________ Forngripaxafnið opið md., mvd. og ld. 11—12.' Landsbanlánn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvfern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til dtlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þríðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Fjársölumálið Elnskisverð yfirlýsing Bráðónýtur handaþvottur Handa ritstjóra »|>jóðólfs«, vídalínska málgagnsins sjálfs, handa manni, sem ekki hefir vitsmuni til þess að taka sjálfstæðan þátt i nokkuru máli, ekki er fær um að íhuga neitt sjálfur, held- ur verður að láta aðra menn hugsa alt fyrir sig og stjórna gjörðum sín um, — handa honum er hún fullgóð, yfirlýsing þeirra Parkers & Frasers, sem nú er komin út í blöðunum. Annarra skoðunumbreytir hún naum- ast á því, sem auðvitað er aðalefni málsins — hvort það sé þeim félögum Zöllner & Vídalín að kenna, að vonir þær, sem Islendingar gerðu sér í sum- ar um sauðfjármarkað á Englandi, hafa að engu orðið. Hún kann í svip að sannfæra þá meun, sem hafa hugsað sér, að hr. Zöllner hafi farið til þeirra Parkers & Frasers og mælst til þess, að þeir hættu við það áform sitt að kaupa sauðfénað hér á landi, eða boðið þeim fé til að hætta því, eða beitt við þá fortölum í þá átt, að fyrirtækið u.undi ekki vera arðvænlegt. En slík aðferð nær engri átt. Eng- mn maður, sem hefir einveldisverzlun á einhverjum stöðvum, getur komið til keppinauts síns með slíka mála- leitan. Arangurinn af henni muudi að sjálfsögðu verða öfugur við það, sem til væri stofnað, og að öllum lík- indum yrði gesturinn rekinn út á miður eða ekki miður kurteislegan hátt. Oðrum eins manni og hr. Zöllner mundi ekki geta komið slfkur barnaskapur til hugar. Hvernig verða menn þá að hugsa sér, að háttað hafi verið þeim áhrif- um, er hr. Zöllner hafi haft á málið? því er fljótsvarað. það er vitanlegt, að honum bárust fregnir af fyrirætlun þeirra Parkers & Frasers, þegar umboðsmenn þeirra lögðu ástað frá Leith hingað til lands. þá bregður hann við tafarlaust og býður þeim fé fyrir lágt verð, mjög lágt verð, án þess að láta þess getið með einu orði, að hann hafi nokkura vitneskju fengið um fyrirætlun þeirra. Hann hafði, hvort sem var, sérstaka ástæðu til þess að snúa sér til þeirra með fjársöluboð, því að hann hafði selt þeim fé áður. Getur nokkur maður, sem athugar málið með nokkurri greind, gert sér í hugarlund, að hr. Zöllner hefði látið þetta ráð undir höfuð leggjast ? Hér var verið að stofna til fyrirtækis, sem vel var hugsanlegt, að kipti fót- unum undan öllum viðskiftum hans hér á landi. Landsmenn hefðu ekki lengur þurft að leita hans fulltingis til þess að fá markað fyrir sauðfé sitt og hross, fremur en þeir hefðu sjálfir kosið. Og gætu þeir s e 11 öðrum þessar vörur sínar fyrir peninga, þá fór þeim líka að gefast kostur á, að k a u p a útlendu vöruöa, hvar sem þeim sýndist. Hvers vegna hefði ekki maðurinn átt að afstýra þessari hættu fyrir viðskifti sín með öllum löglegum ráðum ? Og þetta ráð var ekki á nokkurn hátt ólöglegt. f>að var hart, voðalegt stórtjón fyrir oss íslendinga. En hr. Zöllner mun ekki líta svo á, sem það sé sitt verk, að gæta hags- muna vorra. Hann hugsar um sín viðskifti, sinn gróða. Annað kemur honum ekki við. Engin skynsamleg ástæða verður fyrir því færð, að hann láti þessa ráðs ófreistað, og það þvf síður, sem hann hefir beitt þessu sama ráði áður. Hvað verður maður nú að hugsa sér, að þeir Parker & Fraser hafi gert? þeir gera að sjálfsögðu enga samninga við Zöllner, fyr en umboðsmenn þeirra koma aftur. Og engin ástæða er til að ætla, að þeir hafi verið búnir að gera neina Samninga við hann 17. ágúst, þegar þeir eiðfesta yfirlýsing sína, né að þeir hafi gert það alt fram á þenn- an dag. En þegar umboðsmenn þeirra koma aftur, bera þeir eðlilega skýrslu þeirra saman við tilboð það, er þeir hafa fengið frá Zöllner, og þá komast þeir að raun um, að ekki muní svara kostnaði fyrir þá, að vera sjálfir að brjótast í fjárkaupum hér. Alt þetta er svo einfalt og óbrotið, sem það framast má vera — s v o einfalt og óbrotið, að það er alls ekki unt að hugsa sér, að Zöllner né þeir Parker & Fraser hefðu farið öðru vísi að ráði sínu. En yfirlýsingin? — munu nú nokk- urir segja — ríður ekki þetta bág við eiðfesta yfirlýsing þeirra Parkers & Fraser ? Nei ! Síður en svo. þessigrein.sem hér er gerð fyrir málinu, ríður ekki á nokkurn hátt bág við þá yfír- lýsing. þeir lýsa i fyrsta lagi yfir því, að þeir hafi hætt við fjárkaupin fyrir þá sök eina, að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu, að þau mundu ekki reyn- ast gróðavænleg. — Engum manni hefir dottið í hug, að þeir hafi gert það af neinni annari ástæðu. í öðru lagi lýsa þeir yfir því, að þeir hafi ekki staðið í neinu sambandi við þá Zöllner né Vídalín viðvíkjandi fjárkaupunum fyrirhuguðu, né heldur hafi þeir staðið í nokkuru sambandi við þá á yfirstandandi ári.—Eins og áður er sýnt fram á, liggur það í hlutarins eðli, að Zöllner nefnir ekki fjárkaupin fyrirhuguðu á nafn með nokkuru orði, og þar sem þeir Parker & Fraser hafa ekki tekið boðinu, er ekki heldur nokkurt s a m b a n d komið á milli þeirraog Zöllners og Vídalíns. Tilboð frá öðrum málsparti út af fyrir sig kallar enginn maður »samband«. I þriðja lagi lýsa þeir yfir því, að að enginn óviðkomandi maður hafi haft áhrif á þá, þegar þeir réðu af að hætta við fjárkaupin. — Auðvitað. þeir rannsaka þá að eins vandlega, hvað íslenzka féð muni kosta þá, ef þeir fara að sækja það sjálfir hing- að til lands og bera það sam- an við þær vonir, sem þeir geta gert sór um að fá fé á annan hátt. Nið- urstaðan verður sú, að þeir geti feng- ið fé með ódýrara móti en því að kaupa það hér sjálfir. Og við þessa rannsókn er enginn óviðkomandi mað- ur riðinn. Oss kemur ekki til hugar að rengja skjal þeirra Parkers & Frasers á nokk- urn hátt. Vér göngum að því vísu, að hvert orð í því sé satt. En á hitt bendum vér Islendingum, að ekki þarf nema ofurlitla athugun til þess að komast að raun um, að þessi yfirlýsing léttir ekki á nokkurn hátt af þeim Zöliner & Vídalín þeim ríka grun, sem á þeim liggur í þessu efni. Frá því sjóuarmiði, hvort það sé í raun og veru þeim að kenna, að fjár- kaup þeirra Parkers & Frasers hér á landi fórust fyrir, er yfirlýsingin a,lls- endis einkisverð. Eins og bent er á f upphafi þessar- ar greinar, er engin furða, að jpjóð- ólfur tekur í þetta mál á þann hátt, sem þeim Zöllner og Vídalín kemur bezt. Hitt skal ósagt látið, hvort það er vitBmunaskorturinn alkunni, sem þar ræður mestu, eða hin knýjandi nauð- syn blaðsins á því að hjálpa nú Vída- lín. það er ekki nema eðlilegt, að fyrir Vídalín rói nú blaðið lífróður. Allar þess tilveruvonir eru nú á því bygðar, að ekki verði kipt fótunum undan Vídalínsvaldinu hér á landi. Þingmálafundur í Ryík Hafi nokkuð á það vantað, sem til þess þarf, að Reykvíkingum ætti að vera innan handar að átta sig á því, hvorn þeirra þeir eigi að senda á þing, Jón yfirdómara Jensson eða Tryggva bankastjóra Gunnarsson, þá hefir fundur, sem haldinn var í Breiðfjörðs- leikhúsi á laugardagskveldið, vonandi verið nægileg árétting. Stuðningsmenn bankastjórans stofn- uðu til fundarins. En lítinn stuðning veittu þeir honum þar — þann einan nokkurir skósveinar hans, að reynaað hefja háreysti, sérstaklega sparka í gólfið, gegn mótmælum þeim, erkomu fram gegn bankastjóranum sem þing- manusefni. Sýnilega ætluðu þeir að leika sama Ieikinn eins og á þing- málafundinum hér á síðasta þingi. En f þetta sinn urðu ófriðarseggirnir of fáir. þeir fengu svo magnaða ofaní- gjöf og að kalla má allur fundurinn var svo ráðinn í því að hlusta með stilling á það, sem sagt var, að þeim þótti ráðlegast að hætta óspektunum. Enginn þeirra, er tóku til máls, lagði kosning bankastjórans nokkurt liðsyrði, nema hann sjálfur. Einn fundarmanna, Jón bókavörður Jakobs- son, leitaðist við að vísa honum leið út úr þeim stjórnarmáls-ógöngum, sem hann er kominn í. En það varð ekki til annars en að sýna mönnum enn á- takanlegar en áður, að í því máli veit bankastjórinn ekki fótum sínum for- ráð. Með kosning Jóns Jenssonar mæltu: Magnús bæjarfulltrúi Benjamínsson, Kristján þorgrímsson kaupmaður, Björn ritstjóri Jónsson, Einar ritstjóri Hjörleifsson og Hjálmar Sigurðsson amtsskrifari. Framan af fundinum gekk allmikill tími í það, að toga út úr bankastjór- anum yfirlýsing um það, hvort hann ætlaði að bjóða sig fram hér í kjör- dæminu, eða hvort hann ætlaði ekki að gera það. Fyrst afsagði hann að láta nokkuð uppi, þegar hann var um það spurð- ur, alveg eins og hann liti svo á, sem fundarmönnum kæmi það ekkert við og þeir væru ekki of góðir til að sitja fram á nótt á þessum fundi, sem hans eigin menn höfðu stofnað til, og þrefa um kosningu hans, án nokkurrar hlið- sjónar á því, hvort hann ætlaði sér svo að láta svo lítið að verða í kjöri, eftir alt þrefið! Hann ætlaði sér, með öðrum orðum, að halda í lengstu lög áfram þessum blindings- og blekkingarleik, sem hann hefir leikið frá byrjun kosningadeil- unnar, beita öðrum fyrir sig, en þykj- ast hvergi nærri koma sjálfur. Fyrir- ætlanin sýnilega sú, að segja ekkert af eða á, fyr en atkvæðasmölunin væri til fulls um garð gengin og hann vissi, hvort hér væri nokkur sigurvon, neita svo áskorun sinna manna hér í bænum, ef þunglega kynni að horfa, en steypa sér þá yfir annaðhvort sveitakjördæmið, Árnessýslu, eða Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Hitt óneitan- lega óaðgengilegra, að binda sig hér, eiga á hættu að verða hér undir og koma svo á eftir ósigrinum inn í ann- að kjördæmi með tilmæli til kjósenda þar um að senda sig á þing, þó að Reykvíkingar hefðu reynst ófáanlegir til þess. Svo fast var samt að honum geng- ið, að honum þótti að lokum ráðlegast að lýsa yfir því, að hann mundibjóða sig hér í bænum; jafnframt lét hann þess getið, að hann mundi ekki gera kost á sér í neinu öðru kjördæmi — hvernig sem nú gengur að efna það, ef horfurnar í nágrannasýslunum skyldu ekki verða fráleitar, þegar miðviku- dagurinn í næstu viku er um garð genginn. Um stjórn arskrármálið urðu langmestar umræðurnar. Jón Jakobsson ætlaði sýnilega að leggja brú yfir þann stjórnarmálshyl,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.