Ísafold - 08.09.1900, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.09.1900, Blaðsíða 4
220 yður og lesendum yðar þætti ef til vill eigi ófróðlegt að vita, hverjir voru frum- kvöðlar og forkólfar þess siðlega hátt- ernis. Mór er það kunnugt, með því eg sat aftarlega í fundarsalnum og kring um mig bankastjórasmalarnir helztu og aðrir stuðningsmenn hans. Verkstjóri við þessa iðju sá eg ekki betur en að væri sjálfur gangnaforingi bankastjórans, alveg ódrukkinn þó. En unair tóku með honum þeir Þjóðólfs- maðurinn og Þjóðólfsmágurinn; ennfrem- ur einn kennarinn við latínuskólann, er eg heyri menn ágæta öðru fremur fyr- ir frábæra fylgispekt við rektor sinn. Fleiri kann eg að nefna, ef þurfa þætti. Til dæmis á pallinum eitthvað af götu- drengjum, og þeirra fremstan í flokki skólapilt, sem er Þjóðólfsmanninum á- hangandi. Eitt þótti mór samt skrítnast, sem eg frótti síðar. Það er það, 'að banka- stjórinn veitti sjálfur manni ávítur dag- inn eftir fyrir það, að hann, sem var staddur aftast í salnum, hafði verið að skifta sér af ólátunum, reyna að sefa þau. Bankastj. taldi það gert til fylgis við sína mótstöðumenn. Hefir synilega ein- hver smalinn bankastjórans flutt honum þetta; ella gat hann ekkert um það vitað, með því hann var staddur í öðr- um enda salsins og sneri baki við. Það er með öðrum orðurn engu líkara en að ólætin hafi verið í frammi höfð að fyr- irhuguðu ráði og með vilja og vitund bankastjórans, og eins þá auðvitað sam- sinnisópin frá hans mönnum við öllu því, sem hann sagði. F undarmaður. Sala yeðdeildarbréfanna Veltuféö aukiö um einar 15,000 kr.! Sjaldan hefir öllu meira ryki verið þyrlað í augu almennings, heldur en þegar bankastjórinn á fundinum á laug- ardaginn var talaði um stofnun veðdeild- arinnar svo sem 1,200,000 króna viðbót við veltufó bankans. Sannleikurinn er sá, eftir því sem vór höfum fengið áreiðanlega vitneskju um, að veltufé bankans hefir ekki til þessa aukist um meira en 15,000 kr. fyrir síofnun veðdeildarinnar. Af veðdeildar-skuldabrófum er búið að selja fyrir kringum 30,000 kr. En helm- ingurinn af því fó er tekinn úr spari- sjóði. Eigendurnir hafa að eins flutt peninga sína yfir í veðdeildina, af því að hún greiðir hærri vöxtu en spari- sjóðurinn. Peningar þeir, er bankinn hefir á boðstólum, hafa ekki aukist um einn eyri við þann flutning. En bank- inn hefir að eins flutt þá peninga úr einni bókinni í aðra þar inni hjá sér. En hinn helminginn hér um bil hefir e i n n auðmaður keypt — maður, sem er í mikilli kosningavináttu við bankastjórann um þessar mundir og lætur sór því mjög ant um, að sú trú geti komist inn hjá alþýðu manna, að með veðdeildinni sé nægilega bætt úr peningaskortinum og að mótspyrna bankastjórans gegn öflugri peningastofn- un verði honum ekki að fótakefli við kosningarnar. Gangi ekki sala veðdeildarbréfanna örara hór eftir en að undanförnu, eykst veltuféð um rúmar 100,000 kr. á ári fyrir stofnun hennar. Það er alt og sumt. Þá þarf 11 ár til þess að selja þau öll, öðrum en þeim, sem inni eiga í sparisjóði. Með öðrum orðum: veltu- féð eykst ekki að þeim muu, að lands- menn verði þess að kalla má minstu vitund vaiir. Og eftir því sem salan hefir enn gengið,eru því miðurengarhorfurá því, að hún gangi e i n s greiðlega eftirleiðis. Að líkindum kaupir ekki þessi e i n i m a ð u r meira. Og þar sem naumast nokk- ur maður annar en hann hefir orðið til þess að auka veltufóð með veðdeildar- bréfakaupum og hann vitanlega hefir gert það af kosninga-flokksfylgi, en ekki í gróðaskyni, þá eru horfurnar sannarlega ekki vænlegar. Og því fráleitara er þetta atferli, að reyna að telja mönnum trú um, að með veðdeildinni hafi peningaforðinn aukist um 1,200,000 kr. Af Kínverjum Eins og frá var skyrt í skyndifregnar- seðli frá ritstjórn Isafoldar hér um daginn (þrd.),þáunnubandaveldin höfuðstað Kín- verja, Peking, 15. f. mán., eftir harða at- sókn, en skammaþó. Þau keisari ogekkju- drotningin voru flúin þaðan, en náðust skömmu síðar eða gáfust upp fyrir lið- sveitum Japansmanna, er sendar höfðu verið til að elta þau, fáeinar þingmanna- leiðir fyrir sunnan Peking og vestan. Þótt ótrúlegt þætti, reyndust sendi- herrarnir allir á lífi (nema sá þýzki?). En að þrotum komin vörnin fyrir þeim vegna vistarskorts m. fl. Látið höfðu þeir um 70 manna af heimilisvarnarliði sínu. Atsóknina eignuðu þeir keisara- stjórninni, þótt »hnefamenn« (uppreisn- arliðið) væri fyrir borið. — Síðustu fréttir frá Engl. ná til 26. f. m. Erá Búum Svo er sem Bretar höggvi æ í sama farið í viðureigninni við Búa. Hvorug- um vinst neitt til muna á nú orðið. En Búum tekst enn sem fyrr að ein- angra smásveitir brezkar við og við, og »höggva fyrir þeim mann og annan«. Róberts hershöfðingi tekinn til að beita harðýðgisráðum við vopnlausan Búalýð, er kúgaður hefir verið til að vinna Breta- drotningu hollustueiða; en rekur þá í útlegð, er eigi vilja eiða vinna. Skjóta lót hann þýzkan lautinant, Hans Cordua að nafni, er sakaður var um samsæris- tilraun i því skyni að höndla þá Roberts og fylgiliða hans. Herra ritstjóri! Eins og yður er kunnugt, hafið þér í sumar þrásinnis ráðist á mig og verzlunarfjelaga minn, L. Zöllner í Newcastle með ótvíræðum getsökum um, að við höfum ónýtt sauða- markað fyrir ísl. bændum á komandi hausti með því að fá þá herra Parker & Fraser til að hætta við fyrirhuguð fjárkaup hór á landi. Eg hefi áður sent yður mótmæli mín gegn þessum ósanna áburði, en þér hafið eigi feng- ist til að taka þau upp í blað yðar og barið því við, að mótmælin kæmu eigi frá réttum hlutaðeiganda, heldur fra einhverjum vini okkar félaganna, sem hefir viljað bera blak af okkur. Yður mun líklega eigi kunnugt — þótt það reyndar hafi verið auglýst hér á landi og só á flestra hérlendra manna vitorði — að síðan 1893 höfum við hr. Louis Zöllner í Newcastle rekið atvinnu sam- an undir nafninu Louis Zöllner, svo að það var fullkomlega réttmætt að svarað væri af mér með nafni félagsins (firma- sins) þeim árásum, er það hafði sætt. Nú leyfi óg mér enn á ný að skora á yður samkvæmt tilskipun um prent- frelsi 9. maí 1855, 11. gr., í þetta sinn, yður til geðs, undir eigin nafni, að taka þessa skýrigrein mína upp í fyrsta eða næstfyrsta tölublað af blaði yðar, er út kemur frá þessum degi, ásamt með- fylgjandi yfirlýsingu frá þeim Parker & Fraser, er eiðfestir hafa verið upp á framburð sinn, til þess sannleikanum í þessu máli yrði borið vitni á þann hátt, er eigi mætti vefengja. Reykjavík 29. águst 1900. Jón Vídalín. Til herra ritstjóra Bjarnar Jómsonar Rvík. * * * Við Edward Parker og Robert Cooper Fraser, sem erum félagar verzlunarhússius Parker & Fraser, nautgripa- og kjötsalar í Liverpool á Englandi, vinnum sam- eiginlega og hvor í sínu lagi eið að svo látandi yfirlýsingu: 1. Að fyrir fáum vikum var það ætl- un okkar að kaupa hesta og fó á ís- landi til útflutnings til Liverpool, og að hr. Thomas Fraser fór til Reykjavíkur í þeim tilgangi að gera nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings þessu á- formi. Ut af þessum rannsóknum og eftir nákvæma útreikuinga, sem bygðir eru á verðinu og kostnaðiuum á íslandi og hinu núverandi háa flutningsgjaldi, komumst við að þeirri niðurstöðu, að eigi væru líkindi til,að fyrirtækið mundi reynast gróðavænlegt, og þess vegna og eingöngu þess vegna hættum við við þetta áform. 2. Að hvorugur okkar hefir staðið í munnlegu eða skriflegu, beinu eða ó- beinu sambandi við hr. Louis Zöllner í Newcastle-on-Tyne á Englandi eða fólaga hans, hr. Jón Vidalln í Reykjavík, eða nokkurn umboðsmann eða starfsmann annarshvors þeirra viðvíkjandi áður- nefndu, fyrirhuguðu fyrirtæki eða áform- um okkar, og enn fremur, að hvorugur okkar hefir staðið í nokkuru sambandi við áðurgreinda herra Louis Zöllner og Jón Vídalín á yfirstandandi án. 3. Að í sannleika alls enginn óvið- komandi maður hefir haft áhrif á okk- ur, er við róðum af að hætta við hið áðurgreinda fyrirhugaða fyrirtæki. Edward Parker. Robert Cooper Fraser. Svarið af hvorum í sínu lagi í Liver- pool 17. dag ágústmánaðar 1900, frammi fyrir mér. IV. Artlmr Weightman, eiðfestingamaður (Commissioner for Oaths). Að ofanrituð undirskrift Arthurs Weightmans, málfærslumanns í Liver- pool, sé rétt, vottast hór með. í hinu konunglega, danska konsúlati í Liverpool 17. ágúst 1900. Fyrir hönd konsúlsins. A. F. Christensen. 4/6 ritari. Að ofanrituð þýðing á ensku skjali, sem mór hefir verið sýnt til saman: burðar, sé rétt, vottast hérmeð. Reykjavík 28. ágúst 1900. G. T. Zoega. Að tnór hafi verið sýnt frumrit þessa skjals, ritað á ensku og útbúið með vottorði og innsiglí hins danska kon- súls í Liverpool, vottast hór með notari- aliter. Notarius publicus í Reykjavík 29. ágúst 1900. Halldór Daníelsson. Borgað 25 — tuttugu og fimm aurar. H. D. Sveitamenn og aðr- ir fjáreigendur. TAKIB EFTIR! Undirskrifaðir kaupa sauðfé, bæði á fæti og eftir niðurlagi fyrir peninga. Port fyrir féð er látið í té ókeypis. Hvergi áreiðanlegri viðskifti né fljót- ari afgreiðsla fyrir alla. W. Ó Breiðfjörð. Magnús M. S. Blöndahl. Nr. 45 af handhafaskuldabréf- um bæjarsjóðs Reykjavíkur hefir ver- ið dregið út til innlausnar, og er hér með skorað á handhafa að vitja á- kvæðisverðs skuldabréfsins hjá bæj- argjaldkeranum og afhenda brjefið jafn- framt. Bæjarfógetinn í Rvík 7. sept. 1900. Halldór Daníelsson. Fundist hefii úr á götum bæjar- ins. Réttur eigandi getur vitjað þess á skrifstofu bæjarfógeta, gegn fundar- launum og auglýsingargjaldi. Burtfarartími póstvagns- íns frá Reykjavík er ákveðinn kl. 9 árdegis á þriðjudögum, en ekki kl. 6 síðdegis á mánudögum. Reykjavík, 4. sept. 1900. Þorst. J. Davidsson. Vlnnukona dugleg og þrifin sem er vön matartilbúningi getur fengið vetrarvist fra 1. október. Hátt kaup. Ritstj. visar a. Hér með tílkynnist vinum og vandamönn- um, að systir mín Markúsína Snæbjörnsen andaðist 7. þ m. Reykjavík 7. september 1900. Jónfna Magnússon. N Y T T og vandað íbúðarhús ásamt pakkhúsi, á góðum stað i bænum, er til sölu, með mjög góðum borgunarskilmálum. Ritstj. visar á. í Reykjavíkur apóteki íæst til fjárböðunar óhreinsuð karbólsýra og sdpub lönduð karbólsýra. Dýralækningaráðið í Kaupmanna- höfn hefir mælt fram með þessuin meðölum, þar eð þau hafa reynst skaðlaus fyrir ullina og eru bráðdrepandi fyrir kláðamaur- inn, fremur öðrum baðlyfum. Einnig fæst pur karbóIsýrusdpa, »Kresólsápat og Pr im a Kr eolin Leiðarvisir til notkunar fæst. Miehael L. Lund. Hjúkrunarnemi þrifin, greind stúlka getur fengið að læra hjúkrunarstörf í Laugarnesspí- talanum. Læknir spítalans gefurnán- ari upplýsingar. Uppboðsauglýsinií. Mánudaginu 24. september næst- komandi kl. 12 á hádegi verður hús- eignin nr. 13 í Vesturgötu (Dúkskot) tilheyrandi dánarbúi Jóns Oddssonar hafnsögumanns boðin upp og seld á opinberu uppboði, sem haldið verður þar á staðnum. Uppboðsskilmálar verða til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta 2 dögum fyrir uppboðið. Bæjarfógetinn í Rvík 29. ágúst 1900 Halldór Daníelsson Pundur um þingmál verður 1 samráði við þing- menn þessa kjördæmis haldinn laug- ardaginn 15. þ. m. kl. 4 e. m. í Hafn- arfirði, sunnudaginn 16. þ. m. kl. 4 e. h. á Brunnastöðum, og mánu- daginn 17. þ- m. kl. 4 e. h. í Gerð- um 1 Garði. Elliðakoti 3. sept. 1900. Guðm. Magnússon. H á b æ r Í Holtamannahreppi í Rangárvallasýslu 5 hndr. að dýrl. er til sölu. Lysthafendur snúi sér til Klemens Egilssonar í Minni-Vogum. Biðjið uro : Skandinv. Export kafTi Surrogat. Khavn K. F. ITjorth & Co. Ritstjórar: Bjðrn Jónssonfútg.og ábm.)og Einar Hjörleifsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.