Ísafold - 08.09.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.09.1900, Blaðsíða 2
218 sera þingmenska bankastjórans og ýmissa annara stjórnarbótarfjanda nú er að drukna í. Hann fagnaði mjög út af því, að hafa losnað undan fargi benedizkunnar, og kannaðist við að Btjórnartilboðið væri spor í rétta átt og að það gæti orðið landinu að miklu liði að þiggja það. En honum stóð stuggur af því valdi, er ráðgjafinn gæti haft á þingi, ef stjórnin mætti einsog að undanförnu skipa helming efri deildar. Samkvæmt því lagði hann þá spurning fyrir þingmannaefnin, hvort þau vildu styðja stjórnartilboðið með þeim viðauka, að skipan efri deildar verði breytt. Jón Jensson lýsti yfir því, að stefna sín í stjórnarskrármálinu væri óbreytt frá því sem verið hefði. Hann vill styðja allar verulegar umbætur á stjórnartilboðinu, þar á meðal þá breytingu, sem Jón Jak. mintist á. En hann taldi ekki agnúann, sem J. J. setti fyrir sig, svo hættulegan, að hann vildi gera breyting á skipun efri deildar að beinu skilyrði fyrir Stjórnarbótinni; með þau miklu hlunn- indi, er henní væru samfara, vildi hann ekki tefla á tvær hættur. Tryggvi Gunnarsson aftur á móti vildi engar breytingar á stjórnarskránni að sinni. Hann vildi ekki einu sinni láta stjórnina staðfesta stjórnarskrár- breyting, þó að þingið samþykti hana, ef ekki væru s/4 hlutar þingmanna henni samþykkir, eða að minsta kosti 2/3. Kvaðst hafa sjálfur fært það í tal við Hörring, meðan hann hefði verið Islandsráðgjafi, og hann verið á sama máli. Auðheyrt var, að honum þótti miklu meira um það vert, sem þeir Hörring kæmu sér saman um, en það sem meiri hluti þings og þjóðar samþykti, samkvæmt tilboði stjórnar- innar sjálfrar. Jafnframt því sem hann er að segja frá þessu makki sínu við íslándsráð- gjafann um að synja væntanlegum stjórnarskrárbreytingum staðfestingar, fór haun mjög hörðum orðum um þann »slettirekuskap« dr. Valtýs Guð- mundssonar, að h a n n skyldi hafa garst svo djarfur að eiga tal við ráð- gjafann um stjórnarmál vort, fá hann til að hætta. að neita öllum stjórnar- bótarkröfum vorum, en koma í þess stað með ákveðið stjórnarbótartilboð! Fleira var í ræðum hans alveg ó- trúlega fráleitt og óskiljanlegt, að gam- all þingmaður skyldi geta látið það út úr sér. Svo sem það, að oss lægi ekkert á að fá stjórnarbót, með því að stjórnarskráin, sem vér hefðum, bannaði engum að róa, stunda smíðar og reka aðra atvinnu — eins og nokk- urt stjórnarfar í veröldinni, hve mikil kúgun sem því er samfara og hve mjög sem það stendur þjóðunum fyrir þrifum, banni það. — Svo mikil var fáfræðín um þetta stjórnartilboð, sem hann var að andmæla, að hann hugði, að í því stæðu einhver fyrirmæli um samband vort við ríkisráðið, alt önnur en í stjórnskrá þeirri, sem vór nú höfum. Frumvarpið ætti að lögfesta hann í ríkisráðinu! Svo lét hann, sem hann vildi ólm- ur fá stjórnarbót — einhvern tíma síðar, þegar að kalla mætti öll þjóðin væri orðin sammála um, hvernig hún ætti að vera. En ekki fyr, ekki þó einhver dálítill meiri hluti af þjóðinni vildi fá hana. Og ófáanlegur var bann til þess að láta þess getið, hverja stjórnarbót hann sjálfur teldi æski- lega. Auðvitað gat það ekki dulist nokkrum heilvita manni á fundinum, enda á það bent rækilega, að þetta væri að vilja enga stjórnarbót. Eng- inn maður er svo ákveðinn stjórnar- bótarfjandmaður né svo eindreginn afturhaldssinni, að hann beri á móti, að rétt kunni að vera að gera ein- hverjar breytingar á ókomnum tímum, þegar sú gullöld er upp runnin, að allir eru orðnir sáttir og sammála um breytingarnar—sem vitanlega er dæma- laust um stjórnar8krárbreyting ínokk- uru landi. Um smjörlíkistollinn urðu nokkurar umræður. Bankastjórinn taldi sér það til mikils lofs, að hann hefði gert það fyrir hina fyrri kjós- endur sína, Arnesinga, að vera m e ð 8mjörlíkistolIi. Nú kvaðst hann ætla að verða m ó t i þ6Ím tolli, og var auðheyrt, að hann bjóst þá ekki síður við lofi fyrir það, að ætla sér að liðka sannfæringuna til á þennan hátt eftir vilja Beykjavíkur-kjósendanna. I sambandi við þetta mál kvartaði Hjálmar Sigurðsson undan þeirri til- hneigíng, sem bankastjórinn hefði til þess að bera fremur fyrir brjósti hags- muni efnairanna en fátæklinga. þ>að þótti bankastjóranum í meira lagi ó- sanngjörn og fráíeit ásökun. Auðsætt er, að hann hefir verið bú- inn að gleyma ummælum sínum á síð- asta þingi um þörfina á að f æ r a niður vinnulaun manna við sjóinn. Meðal annars til þess, að þau skuli lækka, þessi gífurlegu laun, sem hásetar hafi, útvegsmenn skuli neyð- ast til að færa þau niður, vill hann leggja toll á smjörlíkið (Alþt. B. 718). Svo mikið ánugamál er honum þetta, að hann áréttar það í jpvf.alman- akinu fyrir næsta ár, sem prentað var í sumar, vill þar ekki láta sitja við kauplækkun hjá hásetum, heldur eink- um færa niður kauphjá skipstjór- u m og setur það einkum fyrir sig, að skipaeigendum verði þetta mikla kaupgjald »yfir megn, þegar fiskverðið lækkar mjög og afli bregzt*. Skiljanlega koma þessi ummæli sér miður þægilega nú, þegar sannfæra þaif skipstjóra og háseta um það, hví- lík lífsnauðsyn þeim sé að koma bankastjóranum á þing. En við því verður ekki gert og ekki til neins að vera að þræta fyrir þær skoðanir, sem maðurinn hefir afdráttarlaust látið uppi í nýprentuðum bókum. Vegna þess, bve framorðið var, þeg- ar bankamálið komst að, var ekk- ert um það rætt, nema hvað þing- mannsefnin svöruðu fyrirspurnum. Jón Jensson kvaðst ekki hafa vilj- að, að neítt frumvarp fæn frá síðasta þingi um málið, af því að það hefði ekki verið undirbúið né rannsakað til fulls. KannaðÍ8t við það, að tilfinn- anlegur peningaskortur hefði að und- anförnu verið í landinu og ekki væri ástæðulaust að ætla, að þær ráðstaf- anir til að auka peningaforðann, sem gerðar hefðu verið á síðasta þingi, mundu reynast ónógar. Málið væri nú væntanlegt frá stjórninni fyrir næsta þing, og eftir þeirri reynslu, sem vér hefðum af henn einmitt í bankaniál- um, væru líkindi fcil þess, að vel yrði unandi við tillögur hennar; því að fyr- ir undirbúning hennar og tillögur hefði Landsbankinn verið stofnaður, og hann hefði gert þjóðinni mikið gagn. En ekki kvaðst hann geta bundið atkvæði sitt, á því stigi, sem málið væri nú, áður en ksmnar væru fram þær rann- sóknir, sem búist væri við að fram mundu fara. Aftur á móti lýsti bankastjórinn yf- ir því afdráttarlaust, að hann væri málinu andvígur. Kvaðst staðráðinn í því, að greiða atkvæði móti því frum- varpi, sem væntanlegt mundi vera frá stjórninni. Hann hefði verið með frumvarpinu, eins og það hefði verið samþykt í neðri deild — sem öllum mönnum vitanlega er tilhæfulaust —, en nú mundi stjórnin ætla að fella burt fyrirmælin um, að landssjóður ger- ist hluthafi í bankanum, og fyrir þá sök greiði hann atkvæði á móti mál- inu á þingi. þrátt fyrír það, þótt hann lýsti þannig yfir því, að hann ætlaði að stemma stigu við eina fær- inu, sem Islendingum hefir boðist á því að fá næga peninga inn í landið, tjáði hann sig, eins og nærri má geta, afarbliðhollan því, að einhver peninga- lind opnaðist. En hins láðist honum að geta, á hvern hátt sú lind ætti upp að lúkast, með þeirri stefnu, sem hann hefir tekið í baukamálinu. Með stofnun veðdeildarinnar taldi hann af- dráttarlaust 1,200,000 kr. hafa bæzt við peningaforða Landsbankans; og er það til dæmis um, hve nákvæmlega réttorður hann var í þessu máli. I ritsímamálinu fórust Jóni Jenssyni svo orð, sem hann teldi því máli ráðið til lykta með fjárveitingum þingsins og að við þau úrslit væri sjálfsagt að una. Aftur á móti var ekki annað að heyra á bankastjóranum en hann vildi skilyrðislaust taka aftur fjárveit- inguna til landsíma, hætta alveg við að hugsa um að leggja ritsíma hér um land, en bíða eftir því að takast kunní að senda skeyti símalaust — sem eng- in líkindi eru til að verði um fyrir- sjáanlegan tíma. Fjárveitinguna til sæsímans virtist hann vilja láta standa því að eins, að síminn yrði lagður í sjó hingað til Beykjavíkur. Honum er það með öðrum orðum áhugamál að gera það alt ónýtt, sem nú er bú- ið að vinna fcil þess að þoka áfram þessu mikla nauðsynjamáli þjóðar vorrar. Samkvæmt því, sem ómótmælanlega kom fram í ræðum bankastjórans á þessum fundi, ber alt að sama brunni fyrir honum eins og margsinnis hefir verið tekið fram hér í blaðinu. Er- indi hans á þing er að aftra öllum helztu framfaramálum þjóðar vorrar, fá þingið til, að hafna stjórnarbót, þegar oss loksins býðst hún; hafna nægum peningaforða inn í landið, þegar hann býðst oss loksins; og hafna ritsíma, ef vér skyldum nú loksins innan skamms eiga kosc á honum. Nú sýnir það sig á miðvikudaginn, hvort Bevkvíkingum leikur hugur á að koma manni á þing í þeim erinda- gjörðum. Ht.iórnfræðileg' vísindamenska. Vísindarit það um stjórnraál vort, sera Jón Bjarnason emeritprestur hefir samið, með tilstyrk Þorbjargar Sveins- dóttur að sögn, er nú alprentað. En til allrar óhamingju á sá fróðleikur að líkindum ekki að birtast monnum fyi en — eftir kosninguna hér. Einar Benediktsson hefir sem só komist að þeirri niðurstöðu, að berist þessi vísindi út um bæinn, sé þar með fokið í öll skjól fyrir bankastjóranum, að því er kosningarhorfur snertir, og lagt blátt bann fyrir, að nokkur maður fengi í þau að hn/sast. Væntanlega verður höf. samt ekki til æviloka meinað að safna sór þeim 25-eyringum, sem ha,nn í eftirmála eftir ritið mælist til að menn verði svo »höfðinglyndir« að stinga að sér. Höf. hefir áfr/jað máli sínu til banka- stjórans sjálfs, en dómur var ekki upp kveðinn, þegar sfðast fróttist. Gengið er satnt að því vísu, að bankastjóranum muni þykja vissara að draga útkomu ritsins fram yfir þ. 12. þ. m. Og víst er um það, að enn eru vísindi þessi hulinn fjársjóður. Skarlatssóttin Tvö börn hafa enn veikst hér í bæn- um í viðbóo, bæði um helgina sem leið, annað á nýjum stað í Skugga- hverfi, hitt í húsi, þar sem veikin hafði gengið áður, í þingholtum; eru þó 6—7 vikur síðan, er þar var sótt- hreinsað eftir hana, enda að dómi hér- aðslæknis miklu meiri líkur til að þetta barn hafi fengið veikina úti, í leik við Skuggahverfisbarnið t. d. Börn þessi bæði voru þegar látin í Framfarafólagshúsið, en heimilin sótt- hreinsuð. þessa viku hefir enginn veikst. Nú eru að eins 12 sjúklingar í Fram- farafélagshúsinu og losna 2 þeirra nú um helgina; en enginn í heimahúsum í þessu læknishéraði (Beykjavíkur). Þjóðólíur, bankastj. °g smjörlíkisverksmiðjan. ÞjóS. gerir sór mikið far um, að sýna fram á, að smjörlíkisverksmiðja só stór-nauðsynleg, og ber fyrir sig þau ó- grynni, sem flytjist út af tólg og hrossa- feiti árlega til útlanda. Útflutt var af tólg á árunum 1895, 1896, 1897 og 1898 samtals 153,266 pd., en ekki eitt pd. af hrossafeiti, það verða til jafnaðar á ári, þessi 4 ár, rúm 38 þús. pd. af tólg. En aðflutt voru á þessum sömu 4 árum 531,743 pd. af smjöri eða smjörlíki, eða til jafnaðar á ári 132,937 pd. Nú átti eftir frumvarpi því, sem lá fyrir þinginu síðast, að gjalda 15 aura toll af hverju aðfluttu pundi, og barð ist bankastjórinn vasklega fyrir því. Eftir því mundi tollurinn á smjör- líkinu hafa numið 19,940 kr. 55 a. á ári. Bankastjórinn vildi með öðrum orðum leggja ncer 20 pús. króna skatt á sjávarútveginn, til þess að svaraði kostn- aði fyrir einhvern stórefnamanninn, t. d. Vídalín, að koma hór upp smjörlíkis- verksmiðju, sem gat notað að eins 38 þús. pd. á ári af hérlendu, óhœfilegu efni t.il þess að búa til úr smjörlíki. Allir hljóta að sjá, að hann gat ekki haldið þessu fram til þess, að auka að mun atvinnu í lar.dinu. Með venjuleg- um vólum mundu svo sem 1—2 menn búa þetta smjörlíki til á ári. Tolhrr þessi gat því ekki verið annað en gífurleg hlunnindi fyrir einn ein- stakan mann, líkt og botnvörpu-Iand- helgisveiðamálið og Batteríismálið, sem hann var svo hlyntur. Og svo fast sótti bankastj. þetta mál á þinginu síðast, að honum farast þannig orð í ræðu sinni B-deild þingtíðindanna bls. 719 (leturbreytingin ekki höf.): '»Eg sé því ekkert óeðlilegt við það, að þeir, sem sjó stunda, verði að bera dálítið meiri kostnað en áður, og lcaupa margarínið dýrara............... Ef útvegsbœndur þykjast ekki þola þenna kostnað, þá liggur beint við, að þeir setji niður kaupið við háset- ana«- Það er ekki lítil framsyni, sem þeir hafa, þessir tollmálamenn, l’jóðólfsritstj. og bankastjórinn, að vilja verja um 20 þús. kr. á ári til þess að búa til smjör- líki úr 38 þús. pd. af tólg,— sem mundi öll vera borðuð hér, ef henni væri dreift hyggilega til sölu urn landið!! Eftir því, sem bankastjóranum fórust orð á fundinum, sem haldinn var á laugardagskvöldið, virðist hann reyndar nú horfinn frá smjörlíkistollinum, vegna þess að ekki muni tiltök að koma hér upp smjörlíkisverksmiðju. En má eg spyrja; Hvað er treystandi á aðra eins yfirlysing og þessa? í ræðu þeirri, sem bankastjórinn hólt i smjörlíkistollsmálinu á þingi, minnist hann ekki einu orði á smjörlíkisverksmiðju. Hann vill þá fyrir hvern mun fá tollinum framgengfc, hvað sem verksmiðjunni líður. í hverju skyni? í því skyni framar öllu öðru, eftir því sem honum farasfc

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.