Ísafold - 08.09.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.09.1900, Blaðsíða 3
orð, að fá fært niðuv kaup sjóraanna. Er ekki eins mikil þörf á því nú eins og þá? Og er ekki rík ástæða til að setla, þar sem bankastjórinn er nú einu sinni búinn að snúast í málinu, rétt á undan kosningunni hór í bænum, aS hann muni ekkert fremur horfa f að scúast aftur, þegar hann sór sór færi á, að koma fram þessu mikla á- hugamáli sínu? Rétta leiðin að bæta kjör sveitabænaa var auðvitaS ekki sú, að tolla smjör- líki og lækka kaup skipstjóra og há- seta, heldur að veita verðlaun fyrir út- flutt smjör, eins og þingið líka gerði. Kj ó sandi. Af góðum gildum ástæðum. •Hvernig stendur á því, að ísafold hefir lagt meira kapp á að afstýra kosning bankastjórans en annarra þing- mannaefna, sem ekki fylla stjórnar- bótarflokkinn?« Á þá leið spyrja sumir menn, sem örðugt eiga með að átta sig á þessari hörðu kosningadeilu. f>að er af góðum og gildum ástæð- um. Af öllum kjördæmum landsins hefir ísafold mestar skyldur við sitt eigið kjördæmi, Reykjavík. Og fráleitt er í nokkuru kjördæmi landsins jafn-rík meðvitund um, að koma þurfi pen- ingamálunum í betra horf, eins og hér, af því að hér er mestur þroski í við- skiftalífinu. f>að væri því ekki að eins tjón heldur og óvenjuleg mink- unn, ef þetta kjördSemi yrði til þess að senda á þing ákveðnasta mótstöðu- manninn gegn nýtilegum umbótum á peningamálunum. Fyrir þá sök, meðal annarra, leggur ísafold sérstakt kapp á að aftra því, að Reykvíkingur kjósi bankastjórann. Af öllum þingmannaefnum landsins sækir bankastjórinn sína kosning fast- ast. Hvergi eru hafðar í frammi jafn-gífurlegar blekkingartilraunir við alþýðu manna eins og af skósveinum hans. Meðal anuars vegna þess, að s ó k n i n af hálfu bankastjóraliðsins er svo óvenjulega snörp, hlýtur v ö r n- in líka að vera einbeitt, svo framar- lega sem nokkurt lið á að vera að henni. Af öllum mönnum, sem nú leita þingkosningar hér á landi, hefir banka- stjórinn mest vald fyrir stöðu sinnar sakir. þetta vald er blátt áfram háskalegt á þingi, sé því á nokkurn hátt misbeitt þar. Og þar sem banka- stjórinn er atkvæðamaður, harðfylginn í hvívetna og mjög óhlífinn flokka- dráttarmaður á þingi, er engin trygg- ing fyrir því, að hann freistist ekki til að’nota þetta vald á þinginu um skör fram. því voðalegra er að hugsa til þeirrar misbeitingar, sem alkunnugt er, að bankastjóranum er hið mesta kappsmál að fá ónýtt tvö helztu fram- fara- og aauðsynjamál þjóðarinnar, stjómarbótina og peniugastofnun þá, sem nú er á dagskrá og miklar líkur eru til að fullnægi þörfum lands- manna. Af þessum ástæðum hefir ísafold talið óhjákværailega skyldu sína, að láta ekkert gott og sæmilegt ráð ó- notað til þess að hnekkja kosning bankastjórans. Hún telur miklu ver farið, ef hann kemst á þing en aðrir stjórnarbótarfjendur og afturhaldsliðar — þeim mun ver, sem vald hans og kappsmunir eru meiri en allra hinna. Hún hefði talið það svik við fram- faramál þjóðarinnar, að vinna á nokk- urn hátt ósleitilegar gegn kosning þessa manns. En hún hefir haft einlægan vilja á því, að beita engum þeim vopnum, sem ekki eru góðnm drengjum samboðin. Hún hefir ekki sagt nokkurt orð um bankastjórann, sem ekki kemur beint við kosningu þeirri, sem nú er í vændum, annað en lof. Og hún hefir ekki sagt nokkurt orð ósatt, er hún hefir að honum fundið, þrátt fyrir sí- feldan ósannindavef frá fylgismönnum hans. Hún hefir með öðrum orðum beitt við hann fágætri hlífð, miklu meiri hlífð en venja er til nokkurstaðar, þegar af jafnmiklu kappi er barist — margfalt meiri hlífð eu honum mundi með nokkru móti unt að hafa í frammi við andstæðinga sína, þó að hann væri allur af vilja gerður, sem hann er ekki að öllum jafnaði. Að ætlast til meiri hlífðar er ekkert annað en þoka, heimska — stafar eingöngu af þeirri háskalegu bernsku- skoðun, að kosningar séu aðallega greiði við þingmannsefnið, og að kjós- endur eigi að láta kunningsskap og annað af því tæginu sitja í fyrir- rúmi fyrir heill og þrifum þjóðarinn- ar. Bankastiórirm °g fjarmarkaðurinn. Vitanlega standa afskifti bankastjór- ans af sauðfjár- og hrossamarkaðinum á engu, þar sem enginn vafi getur á því leikið, aö þau hafa ekki reynst annað en vitleysa. En ummæli Þjóðólfs út af þeim eru einkennileg og lærdómsrík. ísafold staðhæfði í síðustu viku, að bankastjórinn hefði engan mann sent utan í þeim erindum að útvega markað og engum eyri kostað til slíkrar farar. Auðvitað var þetta nákvæmlega rétt, enda staðfest með yfirlýsing í Þjóðólfi sjálfum í gær. En í því trausti, að menn sóu nú búnir að gleyma því, hvernig þetta var orðað, byr nú Þjóðólfur til þá staðhæf- ing, sem hann hefir eftir ísafold, »að bankastjórinn hafi ekkert gert til, að útvega fjárkaupamenn hingað«, og lysir þ e 11 a, sem aldrei hefir í ísafold staðið, »tilhæfulaus ósannindi«. Svona eru a 11 a r umræður »Þjóðólís«. Og svona er ö 11 kosningavinna banka- stjóraliðsins. Eintómar blekkingar frá upphafi tii enda. Ekkert annað aðhafst en að kasta ryki í augu manna. En fyrst »Þjóðólfi« er svona einkar- lmglcikið að halda á lofti þessum af- skiftuníi bankastjórans af markaðsmálinu, þá er svo sem ekki nema velkomið, að ísafold hjálpi honum til þess. Sannleikurinn er þá sá, að hr. Sigfús Eymundsson lét það uppi í sumar, að hann ætlaði að bregða sór til Englands í sínum eigin erindum. Hann hafði og orð á því, að hann ætlaði að reyna að finna þá Parker & Fraser að máli og leitast við að komast eftir, hvernig lægi x afturkippinum með sauðfjárkaupin. Þegar bankastjórinn er búinn að frótta þetta, finnur hann S. E. að máli, dag- inn áður en hann lagði á stað, bað hann að reyna að útvega fjárkaupa- mann á Englandi eða annarstaðar og bauðst til að sjá honum fyrir borgun á þeim aukakostnaði, er af þ e s s u er- indi leiddi; ætlaði að verja til þess fó af varasjóði sparisjóðs Reykjavíkur með væntanlegu samþykki landshöfðingja. S. E. sá auðvitað, eins og hann tekur fram í yfirlýsing í »Þjóðólfi« í gær, að þetta var ekkert viðlit, jafn-áliðið og nú er orðið. En bankastjórinn stóð samt við þessa meinlausu og gagnslausu beiðni sína; hefir séð í hendi sér, að þarna var ekki óálitleg - kosningabeita, sem láta mátti »Þjóðólf« egna fyrir fólkið eftii á, en að hinu leytinu engin hætta á árangri, sem á nokkurn hátt gæti komið sór óþægilega fyrir vin hans og stuðningsmann Mr. Vídalín. Hi'. Sigf. Eym. gerði ekkert í málinu, eins og ekki var heldur von, og hefir ekki nokkurn eyri hjá bankastjóranum fengið. Einu áhrifin af þessum vaðli »Þjóð- ólfs« um afskifti bankastjórans af mark- aðsmálinu hljóta að verða þau, að vekja þessa spurningu í hugum manna: Sé bankastjóranum jafn-hugleikið eins og öllum öðrum íslendingum, að Vx'da- lín undanteknum, að útvega markað fyrir íslenzka sauði og hross, og eigi hann ráð á peningum, sem honum só heimilt að verja til þess að útvega þann markað — hvernig stendur þá á því, að honum hugkvæmist ekki öll þessi ár, sem vöntunin á sölumarkaði hefir krept að þjóðinni, að hafa neinar framkvæmd- ir í málinu, fyr en á þeim tíma, er hann sjálfur hygst að geta notað þær sór til kjörfylgis, án þess að þurfa að skerða neitt einokun Vídalíns vinar síns? Nú getur »Þjóðólfur« tekið þessa spurningu til íhugunar fram að kjör- fundinum. Alþingiskosningar. Vestur-Skaftfellingar endurkusu 1. þ. m. Guðl- Guðmundsson sýslumann með 52 atkv. Dr. Jón Þor- kelsson hlaut 8 atkv. Aðrir ekki í kjöri. Myramenn kusu 3. þ. m. fyrrum pró- fast síra Magnús Andrésson á Gilsbakka með 87 atkv. Síra Einar prófastur Friðgeirsson á Borg fekk 31 atkv. Fleiri ekki í kjöri. Mannalát. Kona Lárusar svslumanns H. Bjarna- sons í Stykkishólmi, frú Klín, and- aðist, 26. f. mán. Hún var dóttir Póturs heit. Havsteins amtmanns, hin yngsta, er á lífi var af 4 dætrum peirra hjóna, hans og frú Kristjönu Gunnars- dóttur, sem enn lifir. Frú Elín dó úr lungnatæring, rúml. þrítug að aldri, f. 2/2 1869. Hún var góð kona og gáfuð, sem það fólk annað. Líkið kvað eiga að flytja hingað til greftnmar með Skálbolti næst. V arasfe elfusmí ðar uar. Með því að alt kosningabrall banka- stjórans þarf að gerast í pukri, þrætir hann nú fyrir eða þrætti á þingmála- fundinum um daginn fyrir, að hann væri nokkuð að hugsa um Kjósar- og Gullbringusýslu. En — morguninn eft- ir trúði hann kunningja sínum fyrir þvl, að sór dytti ekki í hug annað en revna í sýslunni, ef hann fólli hér. Er- indreki hans suður með sjó kom aftur núna í vikunni. Hann hafði þar ýmist þá aðferð, að hann taldi beinlínis fyrir mönnum um að kjósa bankastjórann, en hafna fyrir alla muni Þórði J. Thorodd- sen; eða hann bað kjósendur fyrir að afráða ekki neitt um kjörfylgi fyr en síðar meir, með því að vel gæti svo far- ið, að þeir ættu kost á rétt fyrir kjör- futid »miklum manni, sem þá mundi sáriðra eftir, ef þeir gætu ekki greitt at- kvæði þá«. I sambandi við þetta mál hefir Þórð- ur nokkur frá Glasgow látið fleka sig til í gær í Þjóðólfi að leyfa að prenta undir sínn nafni ummæli í garð Isa- foldar, sem hafa í för með sér miður þægilega heimsókn hegningarlaganna. Inni í bíinkastofnnni, við borðið hjá bankastjóranum — sem auðvitað harð-þrætir fyrir alla vitneskju um smalamensku — gerðist eftirfarandi saga, sem skilorður maður hefir sent oss: »Kjósandi kom um miðjan ágúst inn í bankastjórnarstofuna. Bankastjórinn var þar einn fyrir með Gísla búfræðing, sem hafði áskriftarskjalið meðferðis. Tvær konur voru látnar bíða í biðstofunni. Gísli spyr komumann, hvern bann ætli að kjósa. — »Jón Jensson, þó Tryggvi só vinur minn«. -— »Af hvaða ástæðu?«—. Komumaður svaraði engu. »Já, eg hef nú nokkuð til að gera það með«, bætti Gísli þá við og klappaði á vasann. Eu komuniaður spurði hann ekki, hvað þetta »nokkuð til að gera það með« væri, en fór leiðar sinnár. Um Vatnsfjörö eru þessir 3 í kjöri, eftir úrskurði landshöfðingja 27. f. m.: síra Páll próf. Ólafsson á Prestbakka — Sigurður próf. Jensson í Flatey — Oddgeir Guðmundsen í Yest- manneyjum. Litilþægnl er það at höftxð-málgagni bankastjór- ans og þeim fólögum, er það hrósar í gær stórmiklu happi yfir því, að hafa komist fyrir leynilegt undirbúningsfundarhald núna á þriðjudagskveldið meðal nokk- ura mótstöðumanna bankastjórans. Það varar sig ekki á því, að fundur þessi var og er ekkert launungarmál. Því að eins var hann haldinti fyrir opnum dyr- um, en ekki lokuðum. Og hann var ekki fyrsti fundurinn og verður ekki hinn síðasti af því tægi, þ. e. til að ráðgast um varuir gegn hinni óskamm- feilnu ásókn bankastjórasmalanna á kjós- endur hér. Eti það var prívatfundur, sem einn bankasjórasmalinn, W. Ó Breiðfjörð kaupmaður, aðalráðunautur þetrra bankastjóra og Vídalíns í þessari kosir.ngabaráttu, annar en hinn löglærði gangnaforingi sjálfur, rakst inn á, líklega fremur óvart heldur en í njósnarskyni. En þá mannasiði kunni hann vitanlega, að hann gekk út aftur þegar í stað óð- ara en orðað var við hann kurteislega, að þetta væri prívatfundur. Betra hefði og verið fyrir W. Ó. Br., að vera ekki svo grannvitur, að fara að hlaupa með uppgötvan sína í Þjóðólf, svo lítilsverð sem hún var, þar sem ekkert fór það fram á fundinum nó átti fram að fara, sem ekki mátti hver maður vita, en svona löguð njósnarferð, ef njósn hefði verið, lítt samboðin virðingu jafnmikils báttar borgara. Fundarsnyrtimenska. Hr. ritstjóri! Eg veit ekki, hvort þér hirðið um að minnast þess atferlis bankastjóraliðsins á þingmálafundinum hér um daginn, að reyna að ónáða mót- stöðumenn sína á fundinum með stappi og óhljóðum, er -þeir tóku til máls. Þeir komust að vísu ekki langt með það, enda voru langsamlega í minni hluta á fundinum. En eg hugsaði kannske að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.