Ísafold - 22.09.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.09.1900, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verft árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða l*/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (eriendis fyrir fram) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Audturxtrœti 8. Reykjavík laugardaginn 22. sept. 1900. 58. blað. XXYII. árg. 1. 0. 0. F. 829289. II Forngripasafnið opið md, mvd. og ld, 11—12.' . Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lana.sl)ókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og Id. til útlána. Alþingiskosningar. Dalamenn i^jisu á þing 15. þ. m. Björn Bjarnarson eýslumann með rúml. 90 atkvæðum. Síra Jens Pálsson hlaut 56. Eyfirðingar kusu 7. þ. mán. Klemens Jónsson sýslumann og Stefán Stefánsson bónda í Fagraskógi. Klemens hlaut 225 atkv., en Stefán 148. — Báðir eru þeir stjórnarbótar- mótstöðumenn. Sex voru alls í kjöri. Meðal þeirra, er ekki hlutu kosningu, hafði Jón A. Hjaltalín skólastjóri 108 atkv. og Frið- rik Kristjánsson kaupm. 47. Hinir enn minna. Atkvæði alls 290. Suður-jpingeyingar kusu 10. þ. m. Pétur Jónsson á Gautlöndum. Fleiri ekki þar í kjöri. Húnvetningar kusu 15. þ. m. þá Hermann Jónasson búfræðing á f>ingeyrum, og Jósafat Jónatansson hreppstjóra á Holtastöðum. Hann(J. J,) fekk um 150 atkv., Hermann eitt- hvað meira; en Björn Sigfússon um 100 atkv. og Júlíus læknir Halldórs- son 10 atkv. Frá kjörfundunum. Mýramenn sóttu prýðilega kjörfund, svo sem sjá má á eftirfaraudi yfirliti, er með sér ber einnig, hvernig atkv. skiftust á þingmannsefnin, þá prófast- ana Einar (E.)'ogMagnús(M.). Var þó versta veður daginn fyrir, er menn lögðu á stað á kjörfund, mesta hrak- viðrið, er komið hafði á sumrinu til þess tíma. Ereppar: M. E. Samtals. Alls á kjörskrá. Álftaness 9 11 20 28 Borgar... 4 18 22 29 Hraunhr. 15 1 16 31 Hvítársíðu 15 » 15 16 Norðurárd.12 )) 12 21 Stafholtst. 21 * 21 28 jpverárhl. H 1 12 17 87 31 118 170 |>ingmannsefnin sjálf eru ekki talin með í tölunni: »alls á kjörskrá*. J>að sé8t á þessu yfirliti, að Einar próf. hefir ekkert fylgi haft utan sinna sókna — að eins 2 atkvæði úr hinum hreppunum öllum, sitt úr hvorum. Hann hefir feDgið ur heimasókninni flestöll atkvæðin, er greidd voru þar, og helming fullan úr hinni. Virðist mega af þvf ráða greinilega, að atkvæði þau, er hann hlaut, hafi miklu fremur ver- ið umbun fyrir snjalla kennimensku og röksamlega sveitarstjórn, helduí en að þau hafi átt að sýna traust á þing- mannshæfileikum hans. Ef nýnæmi væri að heyra sannleiks- tólið fræga (|>jóð.) segja nokkuð ein- kennilega frá atburðum, er því líkar miður, mætti benda á, hverju þ a ð kennir kosningarúrslitin á Mýrunum. J>að segir biskupsliðið í úthreppunum hafa riðið baggamuninn; svo mun það hafa orðað það. Síra Magnús fær úr céðum úthreppum (Álftaneshr. og Hraunhr.) samtals 24 atkv., en hefir 56 atkvæði meirihluta. Sannleikstólið gerir að sjálfsögðu ö 11 þessi 24 atkv. »biskupslið«, af því að heima eiga í þessum hreppum 3 ættingjar biskups vors (á kjörskrá); og í öðru lagi virðist það láta töluna 24 vera stærri en 56! «f>ótti yður ekki höfuð á H.?« spurði faðir hans prest sinn, er hann hafði fermt piltinn, — hreykinn af gáfum sonar síns. »Jú, ekki vautar það stærð- ina«, anzaði prestur. Af Dalakjörfundinum skrifar mjög merkur maður og skilorður Isafold á á þessa leið: •Vitanlega eru þessir 56 kjósendur síra Jens sárgramir út af því, að missa af svo mikilhæfum manni og svo góð- um dreng, sem hann er, ekki sízt eft- ir hans prýðilegu framkomu á þessum kjörfundi og dagana, sem hann dvaldi hér fyrir fundinn. Með stillingu og hógværð lýsti hann skoðunum sínum á öllum helztu málunum, sem nú eru á dagskrá, og það svo ljóslega, að tvær grítnur munu hafa runnið á suma, sem áður voru b u n d n i r sýslu- manni. í talsverðum vafa eru menn um það, hvort kosning þessi muni verða dæmd gild þegar til þingsins kasta kemur, með því að misfellur voru á birtingu kjörfundarins og framkomu sýslumanns sem kjörstjórnaroddvita. í flestum hreppum sýslunnar mun fundurinn hafa verið boðaður með 13 —20 daga fyrirvara (í stað 4 vikna). í Laxárdalshrepp var þó ekki farið að boða fund — og ekkert fundarboð komið til hreppstjórans — 5 dögum fyrir fundinn; en hvort einhverju nafni hefir verið komið á það síðar, er mér ókunnugt um. Á kjörfundinum, eftir að fundur var formlega settur, mælti sýslumaður fram með sjálfum sér til þingmensku, en taldi annmarka á því fyrir sýslu- búa, að kjósa hinn frambjóðandann, einkum fyrir þá sök, að hann væri bú- settur utan kjördæmis. þrisvar sinn- um tók formaður kjörstjórnarinn til máls eftir að kjörþing var sett, og í eitt skifti með ofsahita og gremju yfir þeirri mótspyrnu, er hann hefði sætt sem þingmannsefni. þ>á er atkvæðagreiðsla skyldi byrja, lýsti hann því yfir, að hreppar sýsl- unnar yrðu raktir í venjulegri röð, og byrjað á syðsta hreppnum, Hörðudals- hreppi; skoraði á menn að vera til taks, svo atkvæðagreiðslan gengi greið- lega. Eftir hæfilega málhvíld kallaði hann svo fram með nafni Hörðdæling þann, er efstur stóð á kjörskrá hrepps- ins, og skoraði á hann að greiða at- kvæði sitt; en er kjósandinn ekki kom fram, kallaði sýslumaður hann aftur fram hátt og snjalt; var þá í heyranda hljóði skilað inn til sýslumanns, að kjósandinn vildi fá hann til viðtals; sýslumaður sinti ekki þeirri orðsend- ing fyrst, en kallaði kjósanda fram af nýju, og skoraði á hann að ganga fram fyrir kjörstjórnina og greiða at- kvæði sitt; kjósandi svaraði af nýju, að hann þyrfti að fá að tala við sýslu- mann áður. Gekk sýslumaður þá frá sæti sínu á eintai við kjósanda; gengu þeir spölkorn afsíðis frá mannþyrping- unni. Að lítilli stundu liðinni komu þeir aftur; gekk sýslumaður þá til sætis síns, og kallaði kjósandann enn af nýju fram með nafni; þá kemur hann tafarlaust og greiðir sýslumanni at- kvæði sitt«. Nærri má geta, hvort þetta hátterni hefir eigi vakið eftirtekt, og hana miður viðfeldna í garð sýslumannB. Atkvæðatala á kjörfundi ísfirðinga 1. þ. m. var 314. jpar af hlaut Skúli Thóroddsen 197, og Hannes Hafstein 168. Hinir frambjóðendurnir, sem ekki hlutu kosningu, fengu: annar, síra Sig- urði Stefánsson í Vigur, 140 atkv., en hinn, síra f>orvaldur próf. Jónsson, 123 atkv. — Áður höfðu mest 128 kjósendur sótt kjörfund. Svo er sagt, að hver maður hér um bil í þessu kjördæmi, sem nokk- ura stjórnmálasannfæring hefir, sé stjórnarbótarvinur, nema fáeinir em- bættismenn og kaupmenu á ísafirði. En, einsog víðar, voru kjósendur ýmist flekaðir eða kúgaðir til að kjósa eftir alt öðrum ástæðum. Síra þorvald, Bem afturhaldsliðið lætur bjóða sig fram að eins til að dreifa atkvæðum fyrir síra Sigurði, eru sóknarmenn hans fengnir til að kjósa, af því hann er sóknarprestur þeirra o. s. frv., og með- al annars eru 2 heilir hreppar hérum bil, Hornstrandahrepparnir, tældir til að kjósa hvorki Skúla né Sigurð með því að Ijúga að þeim, að hugmynd- in með valtýskunni, ssm þeir fylgja, sé að leggja á íslendinga herþjónustu- skyldu og herskatt! Áður en að þeim kom, hafði síra Sigurður miklu fleiri atkvæði en syslumaður. Et> þeir réðu úrslitum, Hornstrendingar, svona fag- urlega uppfræddir! Frá því er sagt áður, hverjir kosn- ingu hlutu í Skagafirði: ÓlafurBriem og Stefán Stefánsson. Fekk Ólafur 150 atkv., en Stefán 96. Alls greidd 178 atkv. f>rír voru aðrir í kjöri: Jón Jóns8on á Hafsteinsstöðum, er fekk 52 atkv.; síra Zophonías prófast- ur, 32; og Rögnvaldur Björnsson í Kéttarholti, 22. Jóni fylgdu hans nágrannar, Seilu- hreppsmenn og Staðar; enda hafði hann smalað þar mjög rækilega. Lít- ið sem ekkert fylgi hafði hann úr hin- um hreppnum. þar var almenningur á Stefáni. En úr úthreppunum sóttu örfáir kjörfund, sakir fádæma-illviðris daginn áður. Stefáni kennara þótti segj- ast mætavel á kjörfundinum. Er og full- yrt, að enn meira fylgi hefði hann haft, ef hann hefði verið á undirbún- ingsfundunum; hann var veikur þá. Hann er eindreginn stjórnarbótar- maður. Hnymáiafundir í Skagafirði. Skagfirðingar héldu undirbúnings- fundi undir þingkosningar þar á þrem stöðum í kjördæminu, dagana 23., 25. og 26. ágúst, til þess að ræða ýms landsmál og kynnast skoðunum þeirra manna, sem höfðu í hyggju að bjóða sig til þingfarar í kjördæminu. Fyrsti fundurinn var haldinn á Hofs. ós. Stýrði Konráð hreppstjóri Jónsson í Bæ þeim fundi, en skrifari var Guð- mundur hreppstjóri Davíðsson frá Hraunum. Annar var haldinn við Steinstaða- laug í Tungusveit; fundarstjóri Jóhann hreppstjóri Pétursson dbrm. á Brúna- stöðum og skrifari Árni bóndi Eiríks- son á Reykjum. Hinn þriðji og fjölmennasti fundur- inn var haldinn á Sauðarkrók; fundar- stjóri Eggert sýslumaður Briem, skrif- ari Árni preBtur Björnsson. Fjórir frambjóðendur sóttu fundina: Jón hreppstjóri Jónsson á Hafsteins- Btöðum, Ólafur umboðsmaður Briem, Rögnvaldur sýslunefndarmaður Björns- son í Réttarholti og Zofonías prófastur Halldórsson. Fimti frambjóðandinn, Stefán kennari Stefánsson á Möðru- völlum, gatekki komið sökum veikinda, lagðist skyndilega veikur þegar hann var ferðbúinn vestur, en sendi bréf vestur, sem lesið var upp á fundunum, þar sem hann skýrði frá skoðun sinm á nokkrum helztu landsmálum. Ályktanir fundanna í öllum aðal- málunum voru að mestu leyti sam- hljóða, og skal hér getið nokkurra hinna helztu. 1. Ístjórnarskrárínálinu, sem var all-ítarlega rætt, var samþykt á öllum fundunum svolátandi tillaga: a. Fundurinn lýsir yfir þvi, að hann vill að á næsta alþingi verði samþykt stjórnarskrárfrumvarp, bygt á þeim grundvelli, er lagður var 1897, með þeim viðauka, að 28. og 36. gr. stjórn- arskrárinnar sé breytt á þá leið, að þá er um fjárlög er að ræða eða kæru gegn ráðgjafanum, sé fundur í þing- deildum lögmætur, ef helmingur þing- manna mætir, og f sameinuðu þingi, ef helmingur mætir úr hvorri deild. b. Fundurinn álítur við eiga, að hlutfallinu milli þjóðkjörinna og kon- ungkjörinna þingmanna í efri deild samkvæmt 14. og 15. gr. stjórnar- skrárinnar verði breytt þannig, að þjóðkjörnir þingmenn séu meiri hluti. c. Fundurinn æskir þess, að 61.gr. stjórnarskrárinnar haldist óbreytt, en 8. gr. verði breytt þannig, að þá er alþingi er leyst upp samkvæmt 61. gr., þurfi eigi að stefna því saman næsta ár eða fyr en næsta reglulegt þing á að koma saman. 2. í bankamálinu var sam- þykt á Hofsós og Sauðárkróksfundunum svohljóðandi tillaga : »Fundurinn álítur, að til þess að bæta úr peningaþröng landsmanna og styrkja þá til arðvænlegra fyrirtækja, sem áhuga hafa og dug til framkvæmda, sé nauðsynlegt að komið verði á fót öflugum banka með nægu fjármagni, og að til þess sé að svo stöddu eigi annað ráð fyrir hendi en að ísland gangi í félag við útlenda peningamenn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.