Ísafold - 22.09.1900, Page 3

Ísafold - 22.09.1900, Page 3
231 Aflasbýrsla þessi er og að því leyti miður fullkomin, sein vigtina vantar á fiskinum. Vetrarvertíðarfiskurinn hafði þó verið vænni en í fyrra. Lágt mun í lagt, að gera þessar 2 miljónir, sem Eeykjavíkurskipin hafa aflað, = 10,000 skpd, sem verða með t. d. 50 kr. verði um f milj. kr. f>ar við bætist verkunarkaup, sjálfsagt 40,000 kr. Hér er yfirlit yfir aflahæðina 3 árin síðustu á Eeykjavíkurskipin, og sýnir það býsnamikla framför þetta ár: 1897 34 skip um 1,558,000 1899 33 — — 1,565,000 1900 37 — — 2,058,700 jpað erhr. Th. Thorsteinsson konsúll, sem vér eigum að þakfea þessa fróðlegu skýrslu. Hann hefir bæði safnað til hennar og samið töfiuna; sömuleiðis látið oss í té alla þá frek- ari vitneskju um þetta rrál, er hér er hagnýtt. Látlaust blekkingaryb. Samkvæmt gamalli og trúlegri blekk- ingariðju sinni reynir afturhaldsmál- gagnið í gær atS koma þeirri flugu inn hjá alþySu hér í bænum, aö Isafold hafi »kastað fyrirlitning sinni á hana<í meö ummælum sínum í kjörfylgisgrein- inni í síðasta blaði. Þótt óskemtilegt sé að þurfa að sinna jafn-ógeðslegum ósannindabrigzlum, gerð- um allsendis mót betri vitund, verðum vór að benda heilskygnum lesendum á það, að í grein þeirri stóð ekki nokk- urt orð í þá átt, að gera upp á milli alþ/ðu og annarra stétta. Þar voru taldir jafnt alþ/ðumenn sem annarra stétta í kjörsveit Jóns Jenssonar, þeir er að alþ/ðu dómi sjálfrar eru máls- metandi öðrum fremur, en sagt um fylgilið bankastjórans, að meðal almúga- stóttar hafi það einkum verið hinir yngri og fáþektari menn, eða mjög n/- legir í bæjarfélaginu. Enginn, sem ekki er allur af vilja gerður til að rangfæra og blekkja, getur gert einu sinni til- raun að fá út úr þessum orðum hinn minsta neista af fyrirlitningu á alþyðu. Að tala um, að einhverir kjósendur séu ungir (yngri), fáþektari og nylegir í bæjarfólaginu, á að vera sama sem al- þyðufyrirlitning ! Mikil er trúin afturhaldsmálgagnsins á hugsunarleysi og einfeldni lesenda sinna. Ekki er til nokkur sú fjarstæða, er það treysti þeim ekki til að renna niður. Eini hemillinn er hugmynda- skortur þess. Má nærri geta, hve blóð- ugum öfundaraugum það muni líta til ísfirðingsins eða ísfirðinganna, sem létu sór bugkvæmast að fleka Hornstrend- inga til að kjósa eins og þeir gerðu með því að telja þeim trú um, að stjórn- arbótin, sem verið er að berjast fyrir, só í því fólgin, að leggja á landsbúa herþjónustuskyldu og herskatt! Að geta ekki haft jafn-ljómandi ráð í tak- inu hór í sumar, þegar lífið reið á fyr- ir afturhaldsliðið að gera blekkinga- rykið sem allra þykkast,samfara hlífðar- lausu fargi» hins sameinaðapeningavaldso;! Því væri annars heilræði, afturhalds málgagninu og samþjónum þess, að vera ekki að raunarlausu að minnast mikið á kosninguna í þessu kjördæmi. Þeim er annað hollara umtalsefni en t. d. aðfarir bankastjóraliðsins við kjós- endur hér, fyr og síðar. Síðdegisguðsþjónusta í dómkirkjunni (kl. 5) hefst aftur á morgun, eftir nokkurra vikna hló. Eg get ekki leitt hjá mór að geta þess opinberlega, að þegar eg þann 7. marz síðastl. varð fyrir því slysi, að fót- brotna mjög stórkostlega, og hefi þar af leiðandi legið rúmfastur nálægt 4 mánuði, hafa margir orðið til þess, að kenna hóraðslækni hr. Ásgeir Blöudal, sem eg lét sækja til að binda um brot- ið, um, hvað lengi eg hefi átt og á í því, t. d. hefir eiun læknir sagt, að hefði hann bundið um brotið, þá hefði eg orðið jafngóður eftir 3 vikur. Hvað lækninum hefir gengið til þessa, má hann sjálfur bezt vita; hann sá mig aldrei og hafði því enga ástæðu til að segja neitt um þetta, og mundi hvorki hann nó annar læknir hafa »sett mig í stand« á 5 vikum. Það sem Ut af hefir borið með fót minn er einungis það, að eftir að losað var um umbúð- irnar, bognaði fóturinn; var þá ekki orðinn eins sterkur og til var ætlast. Hr. Ásgeir læknir á því alls engin ámæli skilið fyrir verk sín á mér; hann vitjaði mín þrisvar á 16 fyrstu dögunum og syndi nrér alla þá alúð og nákvæmni, sem honum er víst mjög lagin, og mundi eg ekki aðra fremur kjósa, ef slíkt kæmi aftur fyrir mig eða mína. Oðrum þvaðursögum í sambandi við slys mitt hirði eg ekki um að svara, eg veit ekki til að þær sóu svo vaxnar, að aðrir hafi ilt af þeim en höfundarn- ir sjálfir. Mástungu 1. ágúst 1900. Kolbeinn Eiríksson. Mannalát. Föstudaginn 24. ágúst þ. á. andaðist í sjúkrahúsinu í Eeykjavík merkiskonan Kristrún Helgadóttir frá Yill- ingaholti, 34 ára, eftir að hún hafði verið flutb þangað að heiman fyrir fám dögum fyrir ötula framgöngu manns hennar, merkisbóndans Jóns Gestssonar í Villingaholti og góðfúsa hjálp sveit- unga hans, í þeirri von, að hún fengi bata á þeim erfiða sjúkdómi, sem þjáði hana hina síðustu mánuði og leiddi hana til bana þrátt fyrir góðar til- raunir. Kristrún sál. var einkadóttir þeirra góðkunnu hjóna, Helga sál. Eiríkssonar og eftirlifandi ekkju hans Guðlaugar Jónsdóttur, er allan sinn búskap bjuggu í Villingaholti. Hún giftist eftirlifandi manni sinum, Jóni Gestssyni trósmið frá Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, og voru þau í hjónabandi í 7 ár. Þau eignuðust 3 dætur. Hin elzta þeirra dó á fyrsta ári, en hinar lifa, ónnur á fjórða ári, en hin að eins fárra vikna. Kristrún sál. var mesta atgerviskona í sjón og reynd, eins og hún átti kyn til. Hún var sórlega greind og glögg á alt það, er hún fekk náð til, og hafði yfir höfuð betri þekkingu og skilning á lífinu en alment er um konur í líkri stöðu, og hafði auk þess góðan mann að geyma. I. N. Bæjarbruni. Skrifað er af Akureyri 9. þ. m.: Bær brann nýlega að Felli í Sléttu- hlíð. f>ar býr efnaður og dugandi bóndi, Sveinn Árnasou frá Mói. Var timburhús áfast við bæinn og brann það ásamt honum til kaldra kola með öllummunum, er í voru, og varð bónd- inn þar fyrir miklu fjártjóni, því alt var óvátrygt, nema timburhúsið. Bónd- inn var eigi heima, og alt fólkið á engjum, nema einn kvenmaður, er heima var að gæta barna. Var hald- ið, að neistar frá ofnpípunni hefðu læst sig í þekjuna, en hvassviðri var mikið. Póstgufuskipið Vesta ókomið enn; orðið 3—4 dögum á eftir áætlun. Hefir sjálfsagt tepst eystra vegna illviðris. Veðrátta. Dæmafár illviðrabálkur hefir nú geng- ið, líklega um land alt, frá því um höf- uðdag. Fráleitt náðst nokkur tugga í garð og illstætt að vinnu úti við oft og tíðum. Ferðalög ill á sjó og landi, þar með ekki sízt fjatlgöngur. Einkum hafa þó illviðrin keyrt fram úr hófi þessa vikuna. Ofsarok dag eftir dag, á útsunnan, sem mjög er hætt við að valdið hafi slysum á sjó, frekari en til hefir spurst. Bkemdir á skipum, fiskiskiitum, urðu hér í fyrra kvöld, er rokið stóö sem hæst. Eitt sökk meira að segja alveg hór á höfninni, svo að ekki sór nema á siglutoppana um fjöru. Það hót Solid, fúin botnvörp- unga-ausa Magnúsar Blöndahl, þ. e. notuð að eins til að sækja »tröllafisk« hér út í flóann. Það rakst áður eitthvað á To Venner (T. Z.), og skemdi það skip dá- lítið. Þá rákust tvö skip á í Hafnarfirði, Palmen og Himalaya. Palmen skemd- ist dálítið, en Himalaya meira. Loks laskaðist eitt skip inni í Geld- inganesi: Egill, eign Jóh. Jósöfssonar smiðs. Botnvörpunga tvenna höndlaði Heimdallur í gær á Keflavíkurhöfn, eftir kærum fyrir áður framin landhelgisbrot, og hafði þá hingað inn eftir. Hafði verið gert viðvart hingað, að skipin lægju þar af sér storminn. Annar skipstjóriun þrætir fyrir brotið, og er málið óútkljáð að svo stöddu. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter, »Eg kom til þess að vita, hvort hingað hefði komið nokkurt símrit til frk. Enid Anstruther eða bróður hennar. f>au eru nýkomin með mér frá Nizza«. »Já, herra greifia, svarar sendillinn; því að Mússó er alþektur í eynni, vegna jarðeignanna miklu, sem hann á þar. »Eg var einmitt að fara til þess að skila því. |>að er til ungfrú- arinnar«. »þá get eg tekið af yður ómakið*, segir Danella brosandi. Um leið og hann tekur vió skeytinu, spyr hann, eins og ekkert sé um að vera: »Hvað- an kemur það?« »Frá Monte Carló«. Danella greifi reynir að láta ekkert á því bera, hve mjög hann furðar á þessu, snýr við og segir við sjálfan sig: Hr. Barnes er búinn að fá vitneskju um, hvar komið er. Monte Carló! Hm! Ef hann hefði staldrað við í Nizza á leiðinni frá París, þá hefði hann getað náð okkur. Sá er svei mér sporhundagáfum gæddur!« Dan- ella lítur á sfmritið og hlær við. »Nú getur hann ekkert skift sér af þeim, fyr en þau eru gift. Og svo----------- svo er öllu lokið !« Greifinn hefir haft viðbúnað allan af hinni mestu fyrirhyggju. Óþreytt- ir hestar eru til taks á póststöðvun- um, og ferð þeirra um þessa róman- tisku ey — þetta er í maímánuði og náttúran er í fegursta skrúða sínum — gengur fljótt og vel. Farangurinn er hafður á eftir í sér- stökum vagni. Tómassó situr þar á framsætinu með sama stillilegu, svefn- kenda brosinu á óbifanlegu andlit- inu, sem stöðugt hefir þar verið síðan Danella kom tíl Monte Carló. Við hlið hans er ferðapokinn með stöfun- um G. A. Hvernig sem á því stend- ur — ef til vill er það óftir fyrirmæl- um greifans — ereinsoghann haldi sér stakri verndarhendi yfír þessum gamla, óhreina poka; því að allan daginn hef- jr hann á hann blínt — bar hann sjálfur út á gufubátinn í Nizza ogeins á land aftur í Bastia. Snemma um kvöldið eru þau á leið- inni um bækiskógana í brekkunum við ræturnar á Del Oro og fara svo inn í hina víðlendu kastaníuskóga. Mússó segir: »Bocognano — loks- ins ! þarna uppi á hæðinni er húsið mitt. það er í tiltölulega nýjum stíl; eg hefi reist það sjálfur#. Hann bendir á steinhús, sem er ein- loftað að eins, eins og öll Korsíku- hús úti í sveitunum, en er annars með nútíðarlagi, frönsku. »J>ið borðið nú hjá mér miðdegismat#, segir hann enn fremur, »og svo flyt eg ungfrúrnar heim til Marínu. Húsið hennar er neðan í fjaliinu og falleg útsjón það- an yfir Gravónadalinn#. Nokkurum mínútum síðar nema þau staðar fyrir utan höfðingjasetur Dan- ellu. Ljós eru í öllum gluggum til að fagna þeim. Ekkert hefir verið ógert látið til að taka sem bezt á móti þeim. Meðan á miðdegismáltíðinni stendur, tjáir MÚ8SÓ þeim fyrirætlanir sínar viðvíkjandi morgundeginum. Anstru- ther á, að fornum Korsíku-sið, að fara ríðandi til kirkjunnar, í prósessíu, með brúður sinni, og flytja hana svo heim í hús greifans og ráða yfir því, eins og hann ætti það 3jálfur. »Og eg hygg«, segir Mússó, »að á morgun geti eg sýnt yður nokkuð, frk. Enid, sem ekki líkist neinu því, sem þér hafið augum litið — Korsíku-brúð- kaup með sannarlegri Korsíku-brúður«. Og greifinn hellir víni í glas sitt og drekkur Marínu til kurteislega. Marína svarar engu. Frá því er hún kom til Bocognano, hefir hún verið hnuggin og döpur íbragði. |>að er iíkast því, sem hún hafi mist glað- lyndi sitt með öllu. |>ar á móti leikur Enid á als oddi og svarar : »Auðvitað verður Marína sannarleg Korsíku-brúður. En bíðið þér við, hr. greifi, þangað til þér sjá- ið búning brúðarmærinnar. Verði eg ekki Korsíkukona á morgun frá hvirfli til ilja, þá eru ekki saumastúlkurnar hérna mikils virði. Ó — eg vildi óska að Barnes væri kominn !« »Já«, segir Anstruther upprifinn, »þá gætum við haldið tvöfalt brúðkaup — finst þér ekki Enid?« Frk. Anstruther svarar þessu ekki beint, heldur spyr hún greifann: »Finst yður ekki kynlegt, að hann skuli alls ekki hafa svarað símritinu, sem þér senduð honum til þess að bjóða honum í brúðkaupið?# »Jú-ú«, segir Mússó dræmt, »en hr. Barnes er nú að líkindum á leiðinni til Korsíku«. »En þó svo sé, þá hefir honum láðst að ná í gufuskipið frá Nizza og kem- ur svo of seint«. »Já, áreiðanlega — of seint!« »En sú vitleysa, Enid! Barnes erf alt of miklu annríki á undan sínu eig- in brúðkaupi til þess að vera að hugsa um brúðkaup annara manna«, segir Edvin. »Komið þér til Englands, Mússó, að mánuði liðnum, og gistið hjá mér, eins og eg gisti nú hjá yður, og þá skuluð þér fá að sjá enskt sveita- brúðkaup í kirkjunni litlu að Beech- wood, með reglulega yndislegri brúður« — hann lítur á Enid — »og elskuleg- ustu húsfreyjunni i sameinuðu konungs- ríkjunum í forsætinu við brúðkaups- morgunverðinn«. Um leið og hann segir síðustuorðin, lítur hann svo hlýlega og hjartanlega til konuefnisins BÍns, að Marína gleym- ir allri sorg sinni, man í svipinn ekki eftir öðru en sinni miklu hamingju, og Danella, sem borið hefir glasið upp að vörum sór, bítur í það með hvítum tönn- unum.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.