Ísafold - 03.10.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.10.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD XXYII. árg. Reyk.iavík miðvikudasrinn 3. okt. 1900. Kemar út ýmist einu sinni eoa tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */« doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram) I. 0. 0 F. 82I0581/., II_______________ Forngripaxafnid opið md., mvd. og ld 11—12! Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12-1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni st.undu lengur (til kl. 3) md., mvd. og Id. til út.lána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis angnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tanniækning 1 Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Kosning’arnar og stjórnarbótin. |>á eru alþmgiskosningarnar um garð gengnar, að Strandasýslu undan- skilinni; þar varð kosningu ekki á komið sökum illviðris Og kosninga- fréttir eru komnar úr öllum kjör- dæmum, nema Norðurþingeyjarsýslu og Barðastrandarsýslu. Nú er því nokkurn veginn unt að átta sig á, hvernig aðalmál landsins, stjórnar- bótin, muni eiga aðstöðu á næsta þingi. Af þeim 27 þingmönnum, sem frézt hefir að kosnir séu, hafa 14 tjáð sig fúsa á að þiggja stjórnarbótina, sum- part eins og efri deild gekk frá stjórn- arskrárfrumvarpinu 1899, sumpart með viðaukum, sem full vissa er fyrir að stjórnin gengur að. þessir 14 þingmenn eru: Axel V. Tulinius, Björn Kristjáns- son, Einar Jónsson, Guðl. Guðmunds- son, Jóhannes Jóhannesson, Magnús Andrésson, Magnvis Torfason, Ólafur Briem, Ólafur Ólafsson, Sigurður Sig- urðsson, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson kennari, Valtýr Guðmunds- son, þórður ThoroddBen. Auk þeirra eru að minsta kosti 2 þingmeun, sem, að því er næst verður komist, vilja semja við stjórnina á þeim grundvelli, sem lagður var með stjórnarbótartilboðinu, en gera ein- hverjar frekari kröfur, sem ekki er fullkunnugt enn, hverjar eru. og þar af leiðandi verður ekkert um það sagt að svo stöddu, hvort stjórnin muni ganga að þeim eða ekki. þessirþing- menn erui Bannes Hafstein og þórður Guð- mundsson. Sérstaklega leikur það orð á um |>. G., að ágreiningsefni hans við stjórn- bótarflokkinn sé nú orðið mjög lítil- vægt; og fyrir þá sök hefir það sjálf- sagc verið, að stjórnarbótarfjendur í Rangárvallasýslu skárust með öllu úr fylgi við hann og að stjórnarbótarvin- ir þar greiddu honum atkvsaði sín. Heyrst hefir um fleíri af hinum ný- kjörnu þingmönnum, sem ekki telja sig í stjórnarbótarflokkinum, að þeir muni vera samDÍngafúsir. En sönnur vitum vér ekki á því. |>eir 11 þingmenn, sem frézt hefir Nýprentuð íslenzk stafsetningarorðbók Rjörn Jónsson hefir samið að tilhlutun Blaðamannafélagsins Kostar innb. 80 a. Þótt fylgt sé i hók þessari, — seffi þeir Pálmi Pálsson og Geir T. Zo'éga, kenn- arar við latinuskólann, o. fl., hafa unnið að tneð aðalhöfundinum,—Blaðamannastafsetn- ingunni, sem svo er nefnd, þá er hún að kjörnir séu og telja verður and- stæðinga stjórnarbótarinnar, eru: Björn Bjarnarson sýslum., Björn Bjarnarson búfr.,Guttormur Vigfússon, Hannes þorsteinsson, Hermann Jón- asson, Jósafat Jónatansson, Klemens Jónsson, Lárus H. Bjarnason, Pétur Jónsson, Stefán Stefánsson (bóndi), Tryggvi Gunnarsson. í þennan hóp bætast að öllum lík- indum þingmenn Strandamanna og Norðurþingeyinga. þar á móti er með öllu óvíst, hvernig kosningin í Barðastrandarsýslu hefir farið, þó að meiri líkindi séu til þess, að Sigurður Jensson hafi verið kosinn. Vér göngum að því vísu, að allir hinir konungkjörnu þingmenn séu stjórnarbótinni sinnandi. |>ví að eins mun stjórnin bafa hafnað þeim þing- mönnum í fyrra, er greitt höfðu at- kvæði gegn stjórnartilboðinu, mönnum sem að öðru leyti voru óaðfinnanlegir, að hún mun ekki hafa viljað senda þá menn á þing af sinni hálfu, sem ætl- uðu sér að vera því til fyrirstöðu, að hennar eigið tilboð í aðalmáli lands- ins yrði þegið. Enda greiddi og- eng- inn hinna konuugkjörnu atkvæði gegn stjórnarbótinni 1 fyrra. Stjórnarbótarflokkurinn hlýtur því að skipa 20 sæti á næsta þingi að minsta kosti. Hafi hann unnið sigur í Barðastrandarsýslu, eða reynist samn- ingahugur þeirra Hannesar Hafsteins og þórðar Guðmundssonar annað en hégómi, þá verður fiokkurinn enn öfl- ugri. Af þeim 13 eða 14 þingmönnum, sem óhætt virðist að telja, að fylla muni fjandaflokk stjórnarbótarinnar, er það helzt að segja, að þeir lafa ekki saman á neinu öðru en fjandskap við þá stjórnarbót, sem fáanleg er. Nokkur hluti þeirra vill benedizkuna; eu bvo fáir eru þeir, að sú stefna er bersýnilega að verða að engu. Hinir vilja láta stjórnarfarið sitja í sömu skorðum sem nú. En þeir einir út af fyrir sig eru svo fámennir, að þeir fá engu til leiðar komið. Báðir flokkarnir, stjórnarbótarvinir og stjórnai bótarfjendur, hafa orðið fyr- ir allmiklu og ísjárverðu manntjóni á þingi. Ei' hver óhlutdrægur maður hlýtur við það að kannast, að and- in J ö g þ ö r f og gagnleg þeim, er skóla- stafsetningunni fylgja, vegna þess, að hvorirtveggju rita meiri hluta orða alveg eins, eða að minsta kosti mestalt það, er vandasamast er i ísl. stafsetningn, t. d. ber þeim alveg saman um, hvar rita skuli y 0g ý, og um z að allmiklu leyti. Með þvi að fjöldi lærðra manna, hvað þá heldur leikia, er i töluverðum vafa um allmörg orð i málinu, hvernig þau skuli rita, þá er stafsetningarorðhók ómissandi handhók fyrir hvorutveggja, með þvi að þarmá sjá v i ð s t ö ð ul a u st hinn rétta rithátt vandritaðra orða, að því er framast er kostur á að vita eða færustu stafsetningarfræðingar hafa orðið ásáttir um, 0g það hvorum hinna algengu rithátta sem fylgt er (Blaðam.fél. eða skóla- stafsetn.) stæðingaflokkur stjórnarbócarinnar er nú svo miklu ver mannaður en hinir, að þar kemst enginn samjöfnuður að. Til dæmis að taka eru Birnirnir báð- ir Bjarnarsynir, Hannes þorsteinsson, Jósafat og Lárus H. Bjarnason komn- ir í staðinn fyrir Ben. Sveinsson, Jónana Jónssyni (Múla og Sleðbrjóts), Ólaf Briem og þorlák Guðmundsson. Slíkum umskiftum getur enginn flokk- ur fagnað. Að afturhaldsmálgagnið skuli standa á öndinni af siguraerslum út af þess- um kosningaúrslitum, er vel skiljan- legt, af því að það er alkunuugt að því, að fara aldrei með annað en vit leysu. Meðalskynsömu blaði í þess sporum mundi nú ekki lítast á blik- una. þrátt fyrir þá afarmiklu örðugleika, sem stjórnarbótin hefir átt við að fást, skipar flokkur hennar helmiug þjóð- kjörinna þingsæta. Og engin ástæða er til að búast við öðru en að henni verði framgengt á næsta þingi. Onnur hliðin á málinu er sú, að þess mun ekki vera nokkurt dæmi, að nokkur maður, sam eitt sinn hefir að- hylst stjórnarbót þessa, hafi frá henni horfið aftur. þar á móti eru þess mörg dæmi, bæði með þingmönnum og öðrum, að þeir, sem í fyrstu hafa veitt henni harðsnúna mótspyrnu, hafa' eftir á gerst eindregnir formæl- eudur hennar. það leynir sér því ekki, hvert straumurinn hefir verið að stefna þessi BÍðustu þrjú ár. Og þegar menn íhuga örðugleikana vandlega, er miklu fremur ástæða til að furða sig á, hve mikið stjórnarbót- armálinu hefir miðað áfram með þjóð vorri á þessum árum, en á hinu, hve seinfara það hefir verið. Hér hefir fyrst og fremst verið um það að tefla, að beina stjórnarbótar- baráttu þjóðarinnar inn á nýjar brautir, uppræta úr huga hennar rótgrónar í- myndanir og fá hana tíl að hugsa sér alt aðra vegi en að undanförnu að sjálfstjórnartakmarkinu. Að slíku er aldrei auðhlaupið með nokkura þjóð, hvort setn hún er stór eða smá. í þeim efnum eru þrjú ár vitanlega skammur tími. Svo hafa fulltruar skrifstofuvaldsins Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. októher. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 61. blað. Sálmabókin nýja, allra nýjasta útgáfan (1899) hin vandaðasta af þeim öllum, í mjög snotru bandi 3 kr., 3 '/a kr., 4 kr. (eftir bandi). Passíusálmar Hallgr. Pétursson á 1 kr., 1 kr. 50 aur. og 2 kr. (skrautpr. og skraut- bandi) beitt sér svo ósleitilega á sumum stöð- um, að lengi mun að minnum haft. Hvar sem sýslumennirnir hafa verið fáanlegir til að ganga í þjónustu þess, hafa stjórnarbótarmenn ekki fengið rönd við reist. f>á hafa blekkingar og rangfærslur afturhaldsliðsins verið með öllu ótrú- legar. f>ær koma því auðvitað í koll eftir á. En þjóð vor hefir, fyrir margra hluta sakir, átt nauðalítinn kost á að afla sér þroska í stjórnmál- um. Og um stundarsakir hafa blekkmg- arnar vitanlega á sumum stöðum haft þau áhrif, sem til var ætlasL Og þar sem bvo peningavaldið hefir skorist í leikinn á sumum stöðum með slíkum aðförum, að vandaða menn hryllir við og þeir sjá beinan voða búinn þjóð vorri, þá leynir það sér ekki, að hér hefir verið við ramman reip að draga. En þrátt fyrir þetta alt verður næsta þing vonandi stjórnarbótarþing. Og sannarlega er líka mál til þess komið. Stúdentaleiðangurlnn danskl. Krökt var í dönskum blöðum síð- ustu dagana af ágústmán. af ferða- pistlum frá ýmsurn mönnum í hóp þeirra félaga, dönsku stúdentanna, er hér voru á ferð í sumar, fjörugum og skemtilegum yfirleitt og mjög góð- gjarnlegum í vorn garð. Tilkomu- mestir voru pistlarnir í höfuðblöðun- um í Khöfn: Berlingske Tidende, Na- tionaltidende og Politiken. Vér birtum hér á íslenzku í þetta sinn nokkura kafla úr pistlunum í Nationaltid., sem eru einna fjörlegast- ir og skemtilegastir. Fyrsti kaflinn er um ferðina héðan til þingvalla og dvölina þar; annar um ferðinaupp að Gullfossi (frá Geysi); og hinn þiiðji um heimkomuna til Reykjavíkur aftur. í flokkinum voru um 100 manDa og auk þess eitthvað 50 trússahestar og varahestar. Fyrst var farið hægt og gætilega, svo hraðara og hraðara eftir góðum, nýjum vegi, sem liggur yfir dapurlega, óbygða og óræktaða melafláka milli Reykjavíkur og f>ing- valla, einar 7—8 mílur. Hvað það var alt hressandi eftir áreynsluna um nóttina (dansinn)—ferðalagið á hestbaki, lands-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.