Ísafold - 03.10.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.10.1900, Blaðsíða 2
 542 * Iagið svo ólíkfc því, sem vér höfðum vanÍBt, og ekki sízt morgunverðurinn úti undir berum himni, niðursoðin matvæli, pylsa, ostur, öl og brenni- vínsstaup, sem borðað var og drukkið utan i brekku einni. Blessaðir hestarnir bitu í makindum við hliðina á okkur. Blóðið rann hratt í æðum vorum. Reynt var að fylkja liði, en við það varð að hætta; það var svo yndislegt, að njóta frelsisins og vera í algerðri samvinnu víð hestinn sinn. Auk þess lék öllum mjög hugur á að fá að sjá fúngvöll, og vér hertum okkur enn betur en áður, þegar loksins fór að glitra á hinn mikla gljáandi flöt á |>ing- vallavatni. Há fjöll eru umhverfis það, og á dökkleitum fjallaásunum eru hér og þar snjóskaflar, sem aldrei tekur upp. Hestarnir þráðu líka hag- ana á f>ingvallasléttunni. Nú var riðið í loftinu; við og við bar smá- slys að höndum, en á svipstundu var úr þeim bætt; og svo var aftur haldið á stað. Allir mændu vonaraugum eftir hinni nafnfrægu Almannagjá, sem riðið er eftir ofan á sögustaðinn f>ingvöll. Sól var mjög farin að lækka á lofti, þegar vér loksins komum að merki- legustu gjánni, sem til er í veröldinni. f>á varð það kraftaverk, eins og fyrir eitthvert ósjálfrátt töfraafl, að jafnvel áköfustu reiðgaparnir og þeir, sem minst skynbragð báru á söguleg efni, hægðu á sér, urðu hljóðir og létu hestana fara fót fyrirfót. Mennvissu ekki afhestunum sínum eða neinu öðru og á leiðinni eftir hinni löngu djúpu gjá, ofan af hrjóstugri hraunsléttunni, fanst þeim þeir vera að fara inn um hlið að auðum helgidómi, þar sem hver blettur bar vitni um leynd öfl náttúrunnar og geymdi í skauti sínu þúsund ára gömul afreksverk og æfin- týri. Stórir svartir hrafnar flögrnðu uppi yfir oss og áttu góðan þátt í að flytja huga vorn aftur í heiðnar aldir, þegar Óðinn drotnaði. Að undanteknu garginu í þeim var alt hljótt um- hverfis oss, nema hvað diramur foss- niður heyrðist álengdar. En maðurinn lifir ekki á andanum einum og innan skamms vorum við seztir að borðum í *Valhöll«, og farn- ir að gæða oss á gullfallegum og afar- stórum silungum, nýveiddum. Fáum stundum síðar vorum vér allir sofn- aðir sætt og rótt, sumir f rúmunum í »Valhöll«, aðrir í dúnsængunum á prestsetrinu og enn aðrir í heyi á jörðunni inni í tjöJdum vorum. Daginn eftir fengu hestarnir að hvílt. sig. Prófessor Finnur Jóns- s o n var vor andlegi »fylgdarmaður« og undir forustu hans reikum vér nú um |>ingvöll — forum Romanum íslendinga, en að minsta kosti að einu leyti tilkomumeiri en rómverski stað- urinn; því að aldur hraunflákanna, sem vér göngum á, veggjanna miklu, sem Jpingvöllur er girtur ásamt tóftun- unum eftir «búðirnar« frægu og djúpi gjánna, sem fullar eru af vatni og með dásamlega fögrum litbreyt- iugum, — hann er ekki mældur á mælikvarða aldanna, heldur er þetta alt fram komið af afarmiklum eld- f jalla-u ubrotum, mörg þúsund ára gömlum. Örðugt er að segja um, hvort oss hefir meira þótt um vert hinar sögulegu endurminningar, sem prófessor F. J. rakti sunduríyrir oss, jafnframt því sem hann benti á stað- ina, þar sem atburðirnir höfðu gerst, eða árangurinn af þeim byltingum náttúrunnar, sem hér höfðu fram fárið. Afleiðingarnar eru hér svo auð- sæjar, að stundum fanst oss sem hamrarnir mundu á næsta augnabliki klofna undir fótum vorura. Hvað sem um það er, þá varð sá dagur oss ó- gleymanlegur. Og þegar prófessor F. J. stóð í flakandi reiðkápu, eins og lögsögumaður frá þeim tíma, á forna alþmgisstaðnum, Lögbergi, miklu hærra en vér allir hinir — eins og siður var í fornöld — og talaði fyrst rólega og smátt og smátt meira og meira hugfanginn um gullöld Islands, þá fekk lotningin vald yfir oss öllum ásamt honum. Vér tókum ofan höfuðfötin og rödd í brjósti voru hvíslaði að oss : »S á Btaður, sem þú stendur á, er h e i 1 a g u r«. fprjár ógleymanlegar endurminningar komum vér með úr ferðinni upp að Gull- fossi. Leið vorlá ekki nemaþrjár mílur frá hinum ægilega L a n g j ö k 1 i, glamp- andi í allri sinni geisladýrð bak við Jarlhetturnar svartar ogbrattar; — svo er hið eínkennilega íslenzka ferðalag yfir Tungufljót, sem var alls ekki hættulaust; vatnið fer fram hjá oss með járnbrautarhraða og er neðan á síður á hestunum, sem özla á- fram með miklum erfiðismunum; — og svo loks ekki sízt fossinn fagri (Gullfoss); vér reynum ekki að lýsa þeirri mikilfenglegu dýrð, sem þar er fyrir augum. Enginn foss í Norður- álfu getur jafnast við hann. Með klökkum hug hurfum vér frá Gullfossi og héldum aftur á leið til Geysis. Nú vornm vér komnir alla leið og ekkert n ý 11 gat nú hrifið huga vorn. Vér vorum komnir á heimieiðina. Meiri furðu þótti oss það gegna en frá verði sagt, er vér griltum í söðl- aða hesta á beit gegn um regnúðann og mannfjölda mikinn, þar á meðal mikið af kvenfólki; þá áttum vér enn eftir til Reykjavíkur bvo mílum skifti. þetta voru vinir vorir frá Reykjavík, er höfðu boðið veðrínu birginn og lagt á stað til þess að fagna oss og fylgja oss síðasta spottann, sem vér vorum á hestbaki, eins og fyrsta spottann. Nú voru þeir meira að segja enn fleiri en áður, svo vér urðum nú samtals um 300 karlar og konur á hestbaki — og mátti sannarlega sjá raannaferð, er vér héldum ofan í bæinn. Fögnuð- ur óumræðilega hjartanlegur með hvor- umtveggja yfir að hittast aftur. Auk þess var komið á móti okkur með vín og fleira til hressingar, svo að í rign- ingunni voru ræður haldnar og sung- in dönsk og íslenzk þjóðkvæði. |>ví næst var kveðið upp með, að stúdent- ar í Reykjavík hefðu fyrir búið oss dausleik sama kvöldið, og þá var enn lagt upp. í síðasta sinn fórum vér nú á bak hestum vorum, sem oss var öllum farið að þykja svo vænt um, og nú var riðið í loftinu ofan til bæj- arins. íslenzka kvenfólkið sat ljóm- andi fallega á hestbaki, með svomikl- um unaðsþokka og lipurð, að flestar danskar konur mundu líta slíkt öfund- araugum, þær er annars kunna að sitja á hestbaki. Skamt fyrir ofan Reykjavík stóðu þeir við, sem á undan voru, og fylktu lifii komum við svo inn á götur bæj- arins, sem voru fánum skreyttar. f>að var sannarleg sigurför. Vasaklútum veifað, höttum hampað, húrra hrópað og kvæði sungin! Svo kvöddum við fylgdarmenn vora með þakklæti og klöppuðum hestunum í síðasta sinn. Og þegar vér vorum aftur komnir inn 1 stofurnar hjá þeim, er vór gistum hjá, þá fanst osb vér vera komnir heim til sjálfra vor. Einkennilega þægilegt var það, að vera einni klukku- stund síðar búinn að þvo sér vel og kominn í hrein og þur föt. Margir af oss höfðu um 6 sólarhringa alls ekki farið úr fötunum, og öllum var 088 orðið svo tamt að lifa náttúrulíf- inu, að vér vorum hræddir um, að oss mundi veita ofurlítið örðugt að verða »sívilíseraðir« menn af nýju. Breyt- ingin gekk þó greiðara en vér böfðum búist við, og mesta furðan var það, að vér fundum svo lítið til þreytu eft- ir ferðavolkið, að vér dönsuðum við stúlkurnar langt fram á nótt með svo mikilli þrautseigju, að það gekk jafn- vel fram af þ e i m . Um landbúnað. Eftir S i g u r ð búfræðing Sigurðsson, frá DraflastöSum. II. Torfi Bjarnason hefir ritað f And- vara (X 148—215) mjög fróðlega grein um áburð. Hann telur áburðinn meira virði en hér er gjört. Hér á landi gengur áburður sjaldan kaupum og sölum; engar tilraunir hafa verið gjörðar, sem hægt sé að byggja á, um verðgildi áburðarins; og meðan svo er ástatt er eigi heldur hægt að segja um það með vissu, hvers virði hann er. Eg hefi sett verðið svo lágt, að tölur þær, sem eg hefi komið með, munu öllu heldur vera of lágar en há- ar. þetta hefi eg gjört til þess, að vera viss um að gjöra eigi of mikið úr tjóni því, sem stafar af slæmri hirð- ingu áburðarins. Eftir því, sem að framan segir, verð- ur þá tjón það, sem stafar af illri hirðing á áburði vorum, um 190,000 krónur árlega. Hér er þó að engu metið, hve hægt væri að fráthleiða af öðrum áburði í landinu, en það er hægast í sjávarsveitum, þar sera safna mætti afarmiklum áburði af fiskiúr- gangi og þara, sem er mjög góður áburður, en því miður óvíða notaður. Hirðing áburðarins tekur mjög litl- um bótum, enda styður landsstjórnin ekkert að því. þinginu hefir gleymst að ákveða í skilyrðum hinnar þörfu fjárveitÍDgar sinnar til búnaðarfélag- anna, að láta telja áburðarhús í skýrsl- unum. Bændur mættu því ætla, að þau væri gagnslítil, og að eigi svaraði kostnaðí að hafa þau, eða að vauda meðferð áburðarins, í samanburði við aðrar jarðabætur. En fátt er meira um vert fyrir bændur en að hirða vel áburð sinn, því að það er hyrn- ÍDgarsteinn undir velmegun þeirra. II. Grasræktin hefir tekið tölu- verðum framförum hin síðari árin, enda hefir land88tjórnin stutt að því, með því að þingið hefir veitfc búnaðarfélög- unum styrk nokkurn til þess að vinna ýmsar jarðabætur, sem miða í þá átt, að auka grasræktina. J>etta hefir og hepnast; menn eru farnir að slétta tún meita en áður. Eftir skýrslum bún- aðarfélaganna, voru siéttaðar árið 1893 um 253 vallardagsláttur á landinu, en árið 1897 nál. 424 vallardagsláttur, og má þetta heita allgóð framför. Ymislegt fleira hefir verið unnið til að bæta grasræktina, t. d. gerðir varn- argarðar, flóðgarðar, skurðir og lokræsi o. fl. En þrátt fyrir alt þetta verður þó eigi annað Bagt en að vér kunn- um mjög lítið til grasræktar enn. Aðferð sú, sem flestir hafa til að slétta, er mjög seinleg og dýr. Vér þyrftum að læra að plægja og herfa jörð vora og sá svo grasfræi, sem gæti sprottið hér á landi. f>essi aðferð myndi verða miklu ódýrari en að rista ofan af og til hennar mætti nota hestsafl, sem hjá oss er miklu ódýr- ara en mannsaflið. Vér ættum eink- um að leggja áherzln á það, að stunda grasræktina með alúð og reyna að gera umbætur á henni. Er það gleði- legt að síðasta þing virðist hafa haft vakandi auga á þessu. Fyrst með því að veita fé til búnaðarfélaganna, eins og að undanförnu, og í öðru lagi veitti það styrk til að rannsaka fóð- ur og beitarjurtir landsins, sem er mjög nauðsynlegt verk, ef því verð- ur haldið áfram. 1 þriðja lagi veitti þingið styrk til gróðrartilrauna. En eg veit eigi, hvernig það hefir hugs- að sér fyrirkomulag þeirra, svo að eg leiði hjá mér að tala um það nú. III. Garðrækt hefir töluvert aukist á síðari árum. í Stjórnartíðindunum er talið þannig: 1850—59, 366 þús. □ faðmar í kál- görðum á öllu landinu. 1876—80, 265 þús. □ faðmar. 1886—90, 384 þús. □ faðmar. 1897, 672 þús. □ faðmar. Garðræktin er mest í Suðuramtinu. í>ar er rúm 496 þús. □ faðmar rækt- að í görðum; en miklu minna í hinum ömtunum. Garðræktin ætti að verða miklu almennari en hún er nú. Vér ættum að geta aflað þeirra garðávaxta, sem vér þörfnumst, en árið 1897 hefir verið flutt til landsins 4646 tunnur af jarðeplum, sem hafa kostað 36,657 kr. Sama ár hefir verið aflað í landinu 11,951 tunnu af jarðeplum, en 9480 tunna af rófum, sem er samanlagt 21,431 tunna og verður þá af jarð- eplum og rófum tæp 2,5 skeppur á mann. Til samanburðar má geta þess, að í Noregi er árlega etið að meðal- tah á manD 288 pund af jarðeplum og 21 pund af rófum og öðru kálmeti (sbr. A. Helland: Hvad vi spise i Norge, og Hvad der spises i Paris, bls. 57). Af þessu sést, að það á nokkuð langt í land, að vér öflum eins mikils af jarðeplum og rófum og þörf er á. það er þó enginn efi á, að vér getum aflað oss þess sjálfir. f>að eru mörg dæmi þess, að hér hefir fengist eins mikil uppskera af jarð- eplum og rófum af jafnstóru svæði og í Noregi. í hinum harðindasamari sveitum ættu menn einkum að leggja meiri stund á rófnaræktina. f>ví að það er víst, að rófur geta þrifist um Iand alt, hvernig sem árar, ef rétt er að farið. það er mikið rnein að því á Norð- urlandi, hve lítil stund er Iögð á garð- yrkju víðast hvar. Dæmin sýna þó, að hún getur orðið þar að miklu gagni. |>arf eigi annað en benda á garðana á Akureyri, og gæti víðar sprottið engu síður en þar. í Axarfirði befir garð- yrkjan hepnast vel á nokkurum bæjum, þar sem hún hefir verið stunduð. Á nokkrum stöðum er jarðhiti, og er þar einkarvel fallið til jarðeplaræktar, sem aldrei þarf að bregðast, t. d. í kring- um hverína I Reykjahverfi í þ>ingeyj- arsýslu, þar eru góð garðstæði, og myndi engin galdur að búa svo um að 1000 tunnur af jarðeplum fengjust þar árlega. Við Reykhúsalaug í Eyja- firði eru og góð garðstæði, og svo mun vera víðar f>ar sem svo hagar til, að hægt er að búa til stóia garða, þar sem jarð- hiti er, ættu bændur að gera félög með sér til þess að koma þessu í framkvæmd. IV. Nautpeningsræktin er ein af máttarstoðum búnaðarins. Árið 1897 voru 15,857 kýr og kelfdar kvíg- ur á íslandi. í Stjórnartfð. er hver kýr virt á 100 krónur og verður þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.