Ísafold - 03.10.1900, Side 3

Ísafold - 03.10.1900, Side 3
243 verðhæð þeesara kúa . . kr. 1,685,700 Annar nautpeniugur er metinn á.....................— 199,000 Samtala kr. 1,884,700 Hve mikið allur þeBsi nautpeningur gefur árlega af sér, er eigi hægt að segja með vissu; um það vantar allar skýrslur. En ef mjólkin er að eins tekiu til greina og ráðgert að hver kýr mjólki 1500 potta um árið, þá hefir öll kúamjólk 1897 verið 25,285,- 500 pottar, eða, ef nýmjólkurpotturinn er látinn kosta 8 aura, verður öll mjólkin 2,022,840 króna virði. Ef smjör væri gert úr allri þessari mjólk og gert ráð fyrir, að úr hverjum 15 pottum fengist 1 pund af smjöri, verða það 1,685,780 pund smjörs. Af þessu sést, hve afarmikilsverð nautpening8ræktin er fyrir land vort, og mætti ætla, að mönnum væri mjög umhugað að bæta hana. En lítið vottar fyrir að svo só. þingið hefir ekkert gjört til að beina huga ma"na í þá átt. Kúakyn vort mundi geta tekið mjög miklum bótum, ef því væn nokkur sómi sýndur; en mjög lítið hefir enn verið gjört til að bæta það. Að visu er sumstaðar nokkuð farið eftir því, er kálfar eru aldir, hver móðirin er, en sjaldan er hugsað um það, hver faðirinn er, sem þó að sjálfsögðu er alt eins áríðandi.— Mjög óvíða eru mjólkur- og gjafa- skýrslur haldnar, og vita menn því mjög lítið um það, hvað hver einstök kýr gefur af sér, nerna eftir ágizkun- um. f>etta er þó alt afar nauðsynlegt, ef nautpeningsræktin á að taka nokkur- um framförum. í nágrannalöndum vorum, Noregi og Danmörk, er þetta nokkuð á annan veg. Víða eru þar samdar mjólkur og gjafatöílur, og á sumum stöðum þar að auki rannsak- að, hve mjólkin er feit úr bverri bú; og varðar það mjög miklu. fví það er arfgengt aunaðtveggja, að kýr mjólka feitri eða magurri mjólk. Stór- ar bækur eru hafðar, sem ritaðar eru í ættir nautpenings í löndum þessum; sýningar eru all tíðar og er þar dæmt um kosti og ókosti nautpenings, af mönnum, sem hafa vit á því, og mjög mikið er hugsað um að bæta kyn nautpenings, einkum með því að velja góð naut af góðu kyni, og eru þau þá oft látin verða gömul. Allar þessar framfarir og umbætur eru studdar af almannafé og yms félög hafa risiðupp til að vinna að því. Til skýringar má geta þess, að árið 1896 voru veittar 21,250 krónur af ríkÍ8sjóði Norðmanna til þessaðhalda sýningar á nautpeningi; en 44,000 kr. félögum, sem hafa verið stofnuð í þeim tilgangi að bæta nautpenings- rækt. En árið 1898 var þessi fjár- hæð 80,000 krónur. Má af því marka, hve mikilsverða Norðmenn telja naut- peningsræktina fyrir landbúnaðinn. |>ebsi styrkur er þó að eins veittur með því skilyrði, að hérað það, semá hlut að máli, leggi að. minsta kosti fram jafnmikið fé í sama skyni. Enn niá geta þess, að 1896 varstyrk- ur til umbóta á mjólkurgjörð 46,260 kr. af ríkisfé. Enn fremur styöur »Det kgl- Selskab for Norges Vel«, þessar framfarir, og ýms búnaðarfé- lög þar í landi, eu eg veit eigi, hve mikið fé það er samtals, sem þessi félög leggja fram. Móts við þetta hefir alþingi vort veitt 1899 2000 króuur til þess að út- vega d a n s k a n mjólkurfræðing til að kenna hér meðferð á mjólk. Enn má geta þess, að alþingi gaf leyfi til þess, að verja mætti 20,000 kr. að láni til stofnunar mjólkurbú- um. Lán þetta á að borgast á 20 árum með 3% vöxtum. Innsigling á Hornafjörð. Mælingaskipið »Díana« er búið að vera vikutíma við að mæla upp Horna- fjörð. Yfirmaður hennar, herra Hamm- er, fór fyrst inn á gufubátnum og kynti sór leiðina, og fór með »Díönu« inn síðar, og steytti ekki á neinu rifi; en það, sem vakti mesta furðu hér, var það, að »Díana« lét ekki stað- ar nurnið úti í ósnum, eða rétt fyrir innan sjálft ós-útfallíð, þar sem »Hól- ar« hafa legið, heldur hélt hún inn leugra á fjörðinn, þangað sem vöru fiutningsskip Thor E. Tuliniusar hafa legið. f>ar er ágætt skipalægi, straum- lítið og hlé fyrir öllum vindum, milli skrúðgrænna eyja. þegar »Díana« var langt komin með mælinguna, hafði eg, ásamt fleir- um, tal af yfirmanni hennar, og lét hann oss góðfúslega í té skýringar um höfnina og innsiglinguna. Vér spurð- um hann, hvort óainn væri eigi nógu djúpurog nægilega breiður fyrir »Hóla«. Hann svaraði: »Hornafjarðarós er eigi að eins nægilega djúpur og breiður fyrir »Hóla«, heldur einnig fyrir enn stærri skíp, ef þau fara rétta leið inn og út ósinn, og gæta þess, að fara hann á liggjanda*. þá spurðum vér hann, hvort eigi væri nægilegt dýpi fyrir »Hóla«, að fara inn á innri leguna, þar sem »Dí- ana« lægi nú; hann sagðist að svo stöddu eigi geta svarað því algjörlega; mælingunni væri enn ekki lokið á því svæði. En taldi miklu betra fyr- ir strandbátinn, að fara þar inn, ef auðið væri, og mikið hægra fyrir menn að ná til hans, þarna rétt fast við verzlunarstaðinn 1 Höfn. Hann kvaðst síðar, þegar mælingunni væri lokið, senda landshöfðingja og ráða neytinu ítarlega skýrslu urn mæling- una. Einnig sagðist hann væntanlega hitta landshöfðingja á Seyðisfirði í þessum mánuði og þá skyldi hann skýra honum frá, hvernig höfnin hefði reynst við mælinguna. Sömuleiðis bjóst hann við að hitta skipstjórann á »Hólum« og kvaðst þá segja honum, að ósinn sé nægilega djúpur fyrir »Hóla«. Yfirmaðurinu á «Díönu«, herra kap- tein Hammer, er mjög alúðlegur og lipur maður, og hefir auðsjáanlega mikinn áhuga á starfi sínu og að það verði að sem beztum notum, sem eg líka vona að verði, því eg tel vfst, að þegar herra Jacobsen fær fregnir af uppmælingunni, fari hann eigi fram hjá Hornafirði lengur. það væri þá víst einsdæmi, ef strandferðabátur neitar að koma á þá höfn, sem hann á að koma á samkvæmt áætlun og búið er að sanna með fullkominni mælingu, að er vel fær hverju skipi. þess skal getið, að »Díana« er hér um bil jafnlöng #Hólum«, svo að eigi er neitt hægra fyrir hana að fara um ós- inn en »Hóla«. Kunnugir vita það líka, að herra Jacobsen hefir ekki far- ið rótta leið í þau skifti, sem hann hefir lent þar á grynningu. Dýpið er alt af nóg, ef rétt er farið, eins og herra Hammer tók fram. |>að, sem vór Austur-Skaftfellingar munum leggja áherzlu á um ferðir strandbátsins eftirleiðis, er: 1. Að báturinn komi á Hornafjörð skilyrðislaust í hverri ferð að sumrinu. 2. Að áætlunin sé rýmkuð, lengd um 1 dag, rnilli Reykjavíkur og Djúpa- vogs. 3. Að báturinn komi inn á innri leg- una á Hornafirði, sem hann eflaust kemst með flóði. Hólum 3. ágúst 1900. þOKLEIFUE JÓNSSON. Alþingiskosningar. RaDgæingar kusu 29. f. mán. þá Þórð Guðmundsson hreppstjóra í Hala með 200 atkv. og Magnús Torfason sýslumann í Arbæ með 179 atkvæð- um. Tveir voru aðnr 1 kjöri: síra Éggert Pálsson á Brfiðabólsstað, sem fekk 158 atkv., og Tómas bóndi Sig- urðsson á Barkarstöðum, er fekk 111 atkv. Alls greiddu atkv. 324. • —■> • Friklrkjusöfnuðinum nýja á Melrakkasléttu kvað Halldór Bjarnarson, fyrrum prestur í Presthól- um, þjóna fullurn fetum, þótt''óíengin 8Ó staðfesting fyrir þeim prestskap. — Eftir því, sem skrifað var hingað að norðan í vor, átti systir hans, frú Guðrún Björnsdöttir, að hafa átt mik- inn þátt í að korua á stcfn þessum frí kirkjusöfnuði; en það bera nú skilorð- ir meDn aftur, —hún hafi ekkert verið þar við nðin. Flskiskipið Sjana, G. Zoega kaupmanns, skipstj. Jafet Olafsson, kom í fyrra dag eftir nokk- urra vikna útivist með allgóðan afla nær 9000 af vænum fiski. Hafði verið úti í rúm8jó í ofsaveðrinu mikla 20. f. m. fyrir Vestfjörðum, en ekkert sakað; enda mun veðrið hafa verið töiuvert vægara þar en hér eða fyrir norðan. Annars er framför í því, ef þilskip treystust til að halda alment áfram að stunda sjó fram undir sept- emberlok, í stað þess að hætta mán- uði fyr, enda virðist að minsta kosti fult eins álitlegt að geraþað einsog að vera að því í marzmánuði, er grimdar frost bætist oft ofan á tíð Stórviðri og jafnlangt næturmyrkur. Frá kjörfundunum. það var skotspónafrétt, sú um dag- inn, af atkvæðahlutfallinu í Húna- vatnssýslu. þar voru á kjörfundi 180 kjósendur alls, og kusu 135 þeirra Hermann Jónasson og 119 Jósafat Jón- atanson. Björn Sigfússon fekk 51 at- kvæði, síra Stefán M. Jónsson á Auð- kúlu 38 atkv. og Júlíus læknir Hall- dórsson í Klömbrum 17. þar hafði Árni Árnason (frá Höfnum) verið vik- um saman á þeysingi fram og aftur að eggja menn fram undir merki skrif- stofuvaldsins, en móti stjórnarbótinni. Svo óhentuglega var kjördagur valinn, að hann lenti í miðjum fjallgöngum í mörgum hreppum sýslunnar: Svínadals, Vatsndals, Víðidala o. ti., — einmitt þeim hreppunum, er B. Sigfússon hafði mest fylgi. Tvö þingmannaefni önnur, er til stóð að í kjöri yrðu, Halldór Briem kenn- ari á Möðruvöllum og Jósef bóndi Jónsson á Melum, hættu við, — tóku aftur framboð sín báðir; Jósef var og veikur og komst ekki á kjörfund, þótt viljað hefði. Af kjörfundi Austur-Skaftfsllinga svo sem ekki neitt sögulegt að frétta. Af frambjóðendum (tveimur) var þar að eins staddur hinn fyrv. þingmaður þar, Jón próf. Jónsson í Stafafelli, og stóð að því leyti til betur að vígi. Aftur höfðu stuðningsmenn hins þing- mannsefnisins, síra Ólafs í Arnarbæli, lagt sig meir fram um að afla honum fylgis — safnað vandlega liði um all- ar miðsveitir kjördæmisins, milli Al- mannaskarðs og Breiðamerkursands, með forgöngu |>orgríms læknis á Borg- um, að undangengnum áskorunar- undirskriftum og skuldbindingum, sem auðvitað er margfalt hægra að rétt- læta, þegar þingmannsefnið er ífjarska og vill þá eðlilega ekki við þing- menuskuáformið fást að öðrum kosti. Meðmælendur síra Ólafs voru þeir sfra Ólafur Magnússon í Sandfelli og Eyólfur hreppstjóri Runólfsson á Reynivöllum. Um hin hrapallegu kosningaúrslit í Árnessýslu — að þjóðólfsm. komst þar að í stað sfra Magnúsar á Torfastöð- um — olli miklu þetta fádæma-óveð- ur dagana á undan. Fyrir það sett- ust Tungnamenn aftur; vötn lítt fær fyrir þá, á sund, og hitt nær enn lak- ara, að skemdir höfðu orðið svo mikl- ar á heyjum og húsum í aftökunum aófaranóttina föstudagsins, en þeir mátu meira að laga þær en að ríða á stað á kjörfund. Hins vegar tók Flóa- lýðurinn, margt af honum, sviplegum og lítt skiljanlegum stakkaskiftum allra síðasta sólarhrÍDginn, að kunn- ugra sögn, — líkt og gerðist hér í Reykjavík. Fjöldi manna, er dagana áður höfðu tjáð sig einráðna að kjósa þá síra Maguús og Sigurð, lentu á hirium tveimur, er til kom. En síður en svo, að kjórfundarræðurnar gætu haft nein áhrif á skynsemi - gæddar verur öðruvísi eu í gagnstæða átt, svo snildarlega sem síra Magnúsi fórust þar orð og S. S. mikið laglega; en frammistaða þjóðólfsmannsins svo lé- leg, sem allir kunnugir gengu að vísu fyrirfram, og félaga nans ekki annað en staðlaust gaspur og þekkingarlaust, sjálfu sér ósamkvæmt. Suma furðaði á því, að enginn ympr- aði á kjörfundinum minstu vítund á nokkurri efasemd um kjörgengi Sig- urðar búfræðings, hvorki þjóðólfsm. né aðrir, og hafði hann þó gert mann suður gagngert daginn áður eftir blaði sínu með »vísdómnum« um ókjörgengi Sigurðar, sem koma átti eins og skruggu úr heiðríkju yfir kjörfundar- menn og fæla þá alveg frá að kjósa hann. En svo er að sjá, sem sú brella hafi verið almenmngi of ber til þess, að nokkur maður glæptist á henni, og því ekki þótt vænlegt að ala á henni frekara. Manntjónið með »Falken«. það er hér um slóðir alkunnugt orð- ið fyrir löngu, að fiskiskútan »Falken«, ein úr þilskipaflota Geirs kaupmanns Zoega, týndist í vor snemma, líklega úti í rúmsjó, með 15 mönnum á. Skip- ið lagði af stað héðan í aprílmánuði, í 2. útivist sína á árinu, og hefir eigi aést síðan. Var lengi fram eftir vor- inu verið að gera sér von um, að það kynni að hafa hrakist eitthvað óvenju- langt afleiðis, og skip eða skipshöfn að hafa bjargast; því skipið var vænt, þótt gamalt væri orðið, og útbúnaður vel vandaður. En nú er langt síðan, er allir urðu úrkula vonar um það. Skipið var um 30 smál. að stærð, keypt 1 Færeyjum fyrir 5 árum. Skipshöfnin hafði verið úrvalsmenn, á bezta aldri, 19 til 34 ára. Formað- ur hét Pétur Olafsson frá Tindstöðum í Kjós, og stýrimaður Jón Jónsson re- alstúdent, kvæntur maður (Rvfk); en hásetar: Albert Árnason frá Steins- holti í Gnúpverjahrepp; Daníel Guð- mundsson frá Litlu-Steinsstöðum í Rvík; Einar Ólafsson frá Tindstöðum, bróðir skipstj.; Gísli Gestsson frá Kiðjafelli í Kjós; Gísli Jónsson tré- smiðsnemi, Rvík; Guðmundur Jóhanns- son, ættaður úr ísafjarðarsýslu; Guð- mundur Magnússon frá Efri-Götu á Akranesi; Jón Eirfksson frá Kiðjafelli, kvæntur; Jón Eiríksson í Félagshúsi (Rvík), kv.; Sigurður Jóhannesson, Laugaveg (Rvík), kv.; Sigurður Odd- geir8son í Oddgeirsbæ (Rvfk), kv.; Sig- urður Sigurðason í Bergstaðastræti

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.