Ísafold - 20.10.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.10.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 20. okt. 1900. 65. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. I. 0. 0 F. 8210268 11 , Forngripasafnib opið md , mvd. og Id. 11—12.’ Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis la/kning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mána'ðar kl. 11-1. Ókeypis tanniækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. gpjgT* Nýir kaupendur að ísafold, 28. árg., 1901, lá blaðið ókeypis til þ. á. loka frá því er þeir gefa sig fram og auk þess í kaup- bæti Vendettn alla, bæði heftin — annað út komið, hitt kemur í vetur —, um 40 arkir alls. Vendetta er heimsfræg skáldsagá, er seldust af 200,000 eiiftök í Vestur- heimi á örstuttum tima. Að öðru leyti fá sögu þessa allir skuldlausir og skilvísir kaupendur blaðsins, gamlir og nýir, þ. e. þeir sem nú eru kaupendur (1900) og verða það næsta ár (1901) Kís3’ Forsjállegast er, að gefa sig fram sem fyrst með pöntun á blaðinu, áður en upplagið þrýtur af sögunni. — þetta eru hin mestu vildarkjör, sem n o k k u r t blað hefir n o k k u r n t í m a boðið. Sunnanfari VIII 7. er nýlega út kominn. Inni- hald: Yngstu konungshjónin (Viktor Emmanúel III. Ítalíukonungur og He- lena drotning, með m y n d af þeim). Ljóðagerð Bjarna Thorarensens. Flug an (saga eftir E. Ii., niðurl.). Sög- ur af Bólu-Hjálmari. Stúdentaleið- angurinn danski með mynd (af bæj- arbryggjunni í Rvík, er stúdentasveit- in gekk á land). Ferðarolla Magnúss konferenzráðs Stephensens (upphaf). Breytingar á kosningarlögunum. 111. (Síðasti kafli.) Um þá tillögu amtmannsins, að at- kvæði hvera fulltrúa á þingi hafi gildi eftir þeim atkvæðafjölda, er hann hefir fengið við kosninguna, skal ekki fjölyrt hér. Ekkifyrir þá sök, að ekki megi töluvert um hana segja, með og móti, heldur vegna hins, aðóhjákvæmi- legt skilyrði fyrir slíkri breytingu er afnám kjördæmaskiftingarinnar, sem allmörgum orðum var farið um í kafl- anuna hér á undan. En ekki getum vér stilt oss um að mótmæla eftirfarandi ummælum höf., jafnframt því, sem vér minnumst á þessa tillögu. »Svo sannarlega sem menn trúa á, að hið sanna og rétta sé sigursælla í mannlífinu heldur en hið ósanna og ranga, svo sannarlega mun sá þíng- maður fá meira fylgi, sem meiri verð- leikana hefir«, segir bann. Os8 liggur við að segja, að slík trú á sigur hins sanna og rétta nái alls engri átt. Menu geta haft bjargfasta trú á sigur sannleikans og réttlætis- ins, þó að menn hafi enga trú á nein- um algildum reglum um það, h v e n æ r þeiin sigri fáist framgengt. Sann- leikurinn og réttlætið verða vitanlega oft að lúta í lægra haldi um langan aldur. Langvinnur og sárgrætilegur ósigur þeirra virðist meira að segja margoft vera óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að þau beri á sínum tíma af- dráttarlaust hærra hlut. Sú trú á sigursæld sannleikans og réttlætisins, að þeir menn njóti undantekningar- lítið mestrar almenningshylli, sem bezt eiga hana skilið, og geti gert sér mestar vonir um atkvæðamagn, hún fer beinlínis í bág við alla reynslu mannkynsins. Ekki svo að skilja, að slíkt geti ekki við borið eða hafi ekki borið við stundum, en það er sjálfsagt miklu fremur undantekning en venja. því að verðleikar einstaklinganna verða að eiga sérstaklega hægt aðstöðu, til þess að nokkur von sé um, að fjöldinn meti þá að fullu. þá eru þrjár tillögur amtmannsins eftir: a ð atkvæði þingmannsefna, er ekki hafa náð kosningu, skuli telja flokki þeirra til gildis, bætast við þingmenn í þeim fiokki; a ð sá flokks- maður, er fengið hefir atkvæðamagn við kosningar næst þeim, er kosning hafa hlotið, skuli koma á þing í stað- inn fyrir samflokksmann sinn, er lát- ist hefir milli þinga; og a ð sá þing- maður verði að víkja af þingi, sem gengur úr flokki sínum, og annar flokksmaður koma í hans stað. IJm allar þessar tillögur er það að segja, hvað sem annars kann að mega, mæla með þeim, að þær geta ekki átt við með öðrum þjóðum en þeim, er skifzt- hafa í ákveðna flokka. Að fara að setja þeirri þjóð, sem enga verulega fiokkaskifting hefir, slík lög, það væri mjög svipað atferli eins og að sníða- manni stakk án nokkurrar hliðsjónar af vextinum. Nú er það af oss íslendingum að segja, aem áður er á vikið og öllum er annars kunnugt, að flokkaskifting er ekki enn komin á hjá oss. Margir vænta þess sjálfsagt, að hún komi. En naumast getum \ér að svo komnu farið fram á löggjafarráðstafanir, og þær óreyndar og varasamar, út af þeirri eftirvænting. Stjórnarskrármálið eitt hefir skift flokkunum nú að undanförnu. Og í því máli hefir ekki verið að ræða um nein veruleg flokkasamtök, nema um sjálfan þingtímann. það sýndi sig meðal annars, þegar nokkurir stjórn- arbótarfjendur ætluðu að stofua til þingvallafundar 1898. það hefir líka sýnt Big við kosningarnar í haust, þar sem stjórnarbótarvinir hafa í sumum kjördæmum kept gegn flokksbræðrum sínum og stjórnarbótarfjendur eins. Og á þingi ná ekki flokkasamtökin lengra en til þess eina máls. þegar því sleppir, eru fiokksbræður roknir saman, þá er minst vonum varir. Og tækist nú svo til, að unt yrði að ráða því máli til lykta, þá verður ekki annað séð, enn sem komið er, en að allir þingmenn yrðu fyrsta sprett- inn fiokksleysingjar. En þó að flokkaskifting væri kom- in á með þjóð vorri, þá er að minsta kosti hin síðastgreinda tillaga amt- mannsins mjög svo varhugaverð. þar er sem sé um það að ræða, að leiða í lög svo harðan flokksaga, að hann mundi fara íbág við eðlilegt og sjálf- sagt frelsi þingmanna. Fastara er ekki auðvelt að binda flokk sinn en með því, að svifta þá þingmensku á miðju kjörtímabili og gera þeim ekki kost á að leita endurkosningar, hve nær sem þeim þykir flokkurinn fara svo að ráði sínu, að þeir sjá sér ekki fært, samvizkunnar vegna, að fylgja honum. Slíkri tilhögun mætti mæla nokkura bót, ef ekki væri uein hætta á, að þingmenn greini á um neitt annað innan flokkanna en það, er þeir hafa gefið kjósendunum skýlaus loforð um. í sjálfu sér er það eðlilegt, að þing- maður afsali sér umboði sínu, þegar honum snýst hugur um éitthvað, er hann hefir lofað kjósendunum, þó að ekki virðist að hinu leytinu nein gild rök gegn því, að leita endurkosningar; því að vel getur svo farið, að kjós- endur taki gildar ástæður hans fyrir sannfæringar-breytingunni. En hitt væri í vorum augum all-harðsnúiu flokkskúgun, að gera mann þingrækan fyrir þau afskifti hans af þjóðmálum, er ekki fara f bág við neitt það, er hann hefir lofað umbjóðendum sínum. En nú vita það allir, sem nokkuð eru kunnugir þingsögu þjóðanna, að hinn megnasti ágreiningur hefir þrá- sinnis risið upp út af því, sem kjós- endurnir hafa ekkert um sagt. Oft og mörgum sinnum ber það við á hverju þingi, og ef til vill tiltölulega oftar á alþingi Islendinga en nokkuru öðru löggjafarþingi veraldarinnar, að þingmenn verða að taka þær ástæður til greina, sem kjósendur hafa engan kost átt á að íhuga. Ný mál koma upp, sem órædd eru é kjörfundunum. Og gömul mál geta tekið meiri stakka- skiftum en svo, að nokkur kostur hafi verið á að gera sér hugmynd um það fyrirfram. það liggur í augum uppi, að þegar svo stendur á, er margfalt sanngjarn- ara og tryggilegra, að málin séu út- kljáð eftir viti og samvizkusemi þing- manua, heldur en eftir einhverjum gömlum kjósendavilja, sem ekki hefir orðið fyrir þeim áhrifum, sem stjórna gjörðum þingmannanna. En eftir viti og samvizkusemi þingmanna verða málin ekki útkjáð, nema vilji þeirra 8é frjáls. Eitt dæmi frá síðasta þiugi skýrir vonandi þetta atriði nokkurn veginn. Vér gerum ráð fyrir, að tveir stjórn- armálsflokkar hafi verið í neðri deild, þegar stjórnarskrárbreytingar-frumvarp- ið kom þangað frá efri deild. Annar þeirra vill samþykkja stjórnartifboðið; hinn vill hafna því. Og vér gerum jafnframt ráð fyrir, þó að því hafi í reyndinni ekki verið svo farið, að hver þingmaður í báðum flokkunum hafi verið í samræmi við vilja kjós- enda sinna í þessu efni. En nú vill svo til, áður en gengið er til atkvæða, að fulltrúi stjórnarinnar lýsir yfir því, að nú standi af stjórnarinnar hálfu til boða samningar um öll atriði stjórnar- skrárinnar, önnur en stöðu íslands í ríkinu. Óneitanlega horfði stjórnarskrármál- ið nú alt annan veg við en nokkuru sinni áður, alt annan veg en það hafði nokkuru sinni gert, er kjósend- ur höfðu rætt það úti um land. Sá flokkurinn, sem andvígur var Stjórnartilboðinu, hafnaði þessu nýja samningstilboði tafarlaust. Að eins einn maður skarst úr leik. Og vér trúum því ekki, að amtmaðurinn hefði með nokkuru móti viljað gera mann- inn þingrækan fyrir það — svifta hann þingmensku fyrií þá sök, að telja skýlaust samningatilboð stjórn- arinnar svaravert, vilja að minsta kosti forvitnast um, hverjar réttar- bætur mundu vera í boði, og forvitn- ast um það á hinn eina sæmilega, þinglega hátt, með því að taka hinu nýja samningatilboði kurteislega. f>að væri harðstjórn, ófrelsi, kúgun, að vera með lögum sviftur þingmensku fyrir slíkar sakir. Og áhrifin af því mundu verða alveg gagnstæð við það, aem amtmaðurinn ætlast til. Hann vill koma meiri siðferðis-alvöru inn í meðferð þjóðmálefnanna. En sú breyt- ing, sem hér er um að ræða, mundi verða mörgum manninum hin ríkasta hvöt til þess að teygja samvizkuna svo mikið, sem hún með nokkuru móti þyldi. Líta má á málið frá annari hlið, sem ekki ber síður með sér, hve við- sjárverð og ósanngjörn þessi breyting væri. Gerum ráð fyrir, að f þingflokki séu 20 þingmenn. Ágreiningur kemur upp

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.