Ísafold - 20.10.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.10.1900, Blaðsíða 2
258 í flokkinum um eitthvert vafamál. í meiri hlutanum verða 11, f minni hlutanum 9. Minni hlutinn vill ekki láta undan og verður að ganga úr flokki sínum. Bn nú er ékki að sjálf- sögðu nein trygging fyrir.því, að vilji meiri hlutans sé samkvæmari vilja kjósendanna en vilji minni hlntans. Vel getur, til dæmis að taka, svo stað- ið á, að meiri hlutinn hafí komist að þeirri niðurstöðu, að þær ráðstafanir, er kjósendur hafa ætlast til að gerð- ar væru, séu fyrir einhverra hluta sakir ónýtar eða skaðlegar, en að minni hlutinn vilji halda fast við fyr- irmæli kjósendanna. Væru það nú ekki gersamlega fráleit lög, er neyddu þessa 9 menn til að leggja niður þing- mensku fyrir það eitt, að þeir reynd- ust ófáanlegir til að víkja frá því, er kjósendur höfðu fyrir þá lagt? Aðalgallinn á röksemdafærslu amt- mannsins i þessu efni er sjálfsagt sá, að hann gerir alt of mikið úr því, hve miklu kjósendur e i g i að ráða og g e t i ráðið á þingi. Hann hugsar sér þingið eins og nákvæman uppdrátt af þjóðarviljanum. En 1 mörgum mál- um g e t u r enginn þjóðarvilji verið til á þeim og þeim tíma; til þeas að vekja viljann þarf rannsókn og um- ræður, sam þjóðin á ekki æfinlega kost á, stundum fáir eða engir aðrir en þingmenn. í enn fleiri málum e r þó þjóðarviljinn ekki til. Hjá því verður aldrei komist, að eiga mikið undir vitsmunum og samvizkusemi þingmanna. En eitt sjálfsagðasta skilyrðið fyrir því, að það sé óhætt, er það, að þingmennirnir séu frjálsir menn. Um landbúnað. Eftir S i g u r ð búfræðing Sigurðsson , frá Draflastöðum. VIII. Munaðarvöruk aupin eru nú víða orðin langt fram yfir efni og á- stæður, — menn ættu þó að hafaþað hugfast, að bezt er í þessu sem öðru, »að sníða sér stakk eftir vextit. Til skýringar má geta þess, að til Islands hefir verið flutt að meðaltali á mann: kaffiog sykur tóbak ár kaffirót 1816 . pd. 0,18 0,17 1,41 1840 . — 1,54 1,81 1,46 1862 . — 6,01 6,01 1,53 1881- -85 meðalt. —10,60 15,18 2,48 1897 . —10,90 28,51 2,54 |>að virðist svo sem vér ættum að geta haft viðunandi líf, þótt vér t. d. eigi notuðum meira af kaffí og sykri en frændur vorir Norðmenn. En hvað gjörum vér? Árið 1897 hefir hver maður á ís- landi eytt 3 pundum meira af kaffi og 10 pundum meira af sykri en tal- ið er að Norðmenn eyði árlega að meðaltali á mann (sbr. A. Helland: Hvad vi spiser i Norge og Hvad der spises i París). Eeikni maður nú, að hvert pund af kaffinu kosti 65 aura, en af sykrinu 25 aura, kostar þetta fyrir alt landið: Kaffið ............. 123,750 kr. Sykrið............. 187,500 — Samtals 311,250 kr. |>etta eina atriði sýnir, hver útgjöld menn sjálfir leggja sér á herðar, þeg- ar eigi er gætt hófs í öllu. Sú stefna sýnist að verða meir og meir ríkjandi, að búnaðurinn borgi sig eigi. Menn flykkjast hópum saman til kauptúnanna; en því miður virðast þar eigi heldur glæsilegar horfur, á meðan enginn iðnaður er í kauptúnun- um, sem menn gætu haft stöðuga at- vinnu við alt árið. Á sumrurn er oft- ast nóg að gera; en á vetrurn fara margar stundir til ónýtis, og menn venjast á iðjuleysi, svo Btarfsþrek manna minkar. Fyr á tímum keyptu menn lítið af vefnaðarvöru frá útlöndum, en mest- allur klæðnaður var þá unninn í land- inu, og töluvert flutt burt. Árið 1855 er talið að flutt hafi verið frá íslandi til annara landa: sá, sem búnaðarskólarnir hafa nú allir, er álíka og einn sams konar skóli hefir í Noregi. Árið 1898 voru 18 búnaðar- skólar í Noregi. Styrkur sá, er þeir fá af ríkisfé, er bundinn því skilyrði, að ömtin styrki skólana sem svarar % hlut móts við það, sem þeir fá af ríkissjóði. f>etta ár var allur styrkur til bún- aðarskólanna af ríkisfé 134,835 krónur eða að meðaltali til hvers þeirra kr. 7,481 200 eingirnÍ8-peysur á 5—6sk. 2330 tvíbands — - 1 rd.2— 27109 pör sjóvetlinga . 8 — 4229 — eing. sokka - 21 — 55492 — tvíb. — - 32 — 9584 — háleistar 2602 álnir vaðmáls - 34 — parið. al. fetta ár er talið að flutí hafi verið til íslands 5609 álnir af klæði; aðrar vefnaðarvörur eru eigi nefndar. Árið 1897 eru þessar tóvörur flutt- ar út úr landinu. 20551 pör tvíbandssokka 5087 — eingiruis — 258 — hálfsokka 8522 — belgvetlinga 4923 — fingravetlinga Samtals = 8311 kr. = 2786 — = 158 — = 3263 — = 2586 — 17,104 kr. En sama ár kaupum vér vefnaðar- vörur og vefjagarn fyrir 9 2 7,16 6 kr. Eg ætla, að þessi miklu kaup á vefnaðarvörum eigi ekki rót sína að rekja til þess, að nú sé ekki vinnukraftar til í landinu, sem gætu stundað tóvinnu, heldur hins, að nú sé fleiri stundum eytt til ónýtis en áð- ur. Margir eru of »fínir« til þess að fara að vinna að almennum bústörf- um, eða of heimtufrekir með að fá vinnu sína vel borgaða. Vilja heldur ekkert gera en vinna fyrír lítið kaup. IX. það hafa verið gjörðar ýmsar til- raunir af því opínbera til að bæta búnað vorn, eins og þegar hefir verið á minst. Ein af þessum tilraunum er stofnun búnaðarskólanna. f>að virðist víða eins og menn hafi fengið nokkurs konar ótrú á skólum þessum og álíti að þeir hafi lítið gagn unnið. Eg ætla mér eigi að dæma um þetta. En þess ber að gæta, að þá er um ein- hverja nýjung er að ræða, er eigi nóg að koma því í framkvæmd á þann hátt, að setja einhverja stofnun á fót með veikum kröftum, en hugsa síðan lítið um þrif hennar og þroska. f>etta hefir því miður að nokkuru leyti átt sér stað með búnaðarskólana. f>eir hafa eigi verið styrktir svo, að þeir hafi séð sér fært að gjöra nokkurar verulegar eða meiri háttar tilraunir, sem til framfara gætu horft. f>eir hafa haft ónóga kenslukrafta, því öll búsumsýsla og kenslustörf hafa aðallega verið falin hlutaðeigandi skólastjóra. Og þarf hann að vera meira en meðalmaður, ef hann á að leysa öll þau verk vel af hendi. Á skólabúunum ætti að gera ýmsar tilraun- ir með grasrækt, garðyrkju og skóg- rækt. f>að færi því vel á því, að hin- ar fyrirhuguðu gróðrartilraunir, sem alþingi veitti fé til á síðasta þingi, væru settar í samband við búnaðar- skólana. Einnig ætti kensla í mjólk- urfræði að vera í þeim. I skólunum ætti að láta smíða hin algengustu verkfæri, sem menn þarfnast við bún- að. Einnig ættu þar að vera til öll áhöld og vélar, sem hægt væri að nota á einhvern hátt við bústörf hér á landi. X. Niðurl. Eg hefi að eins bent á þessi atriði, til þess að vekja eftirtekt manna á því, að eitthvað þarf að gjöra til þess að bæta búnað vorn. En að hafa góða búnaðarskóla er eitt af hinum fyrstu sporum 1 þá átt. Pjárstyrkur Móts við það hefir hver skóli fengið úr amtsjóðum — 2,493 Samtals kr. 9,974 Sama ár veitti ríkissjóður Norð- manna 413,550 krónur til búnaðar- háskólans í Ási. f>að væri vel til fallið, að hafa í sambandivið búnaðarskólana hússtjórn- arskóla, þar sem stúlkum væri kend matreiðsla og ýms bústörf. Einn þess konar skóli er á Mæri í Noregi og þykir það fyrirkomulag reynast vel. Sumir vírðist ætla, að framfarir í búnaði sé undir því einu komnar, að þingið grípi duglega í taumana, og finni einhver ráð til að hrinda bú- skap manna í betra horf. En lengi munurn vér mega bíða eftir þeirri úr- lausn. Hvernig búnaðurinn lánast, er meira komið undir ýmsum smá-atrið- um, sem sumum virðast litlu skifta, en eru mjög mikilsverð að öllu saman- lögðu. f>essi smá-atriði eru á valdi einstaklinganna. Hins vegar er það skylda þingsins, að beina stefnu bún- aðarins í rétt horf, með því að styrkja þau fyrirtæki, sem til framfara horfa, og láta gjöra tilraunir, sem líkur eru tii að gætu orðið búnaði vorum tii bóta. í nágrannalöndum vorum eru marg- ir menn launaðir af almannafé til þess að gefa bændum ráð í búnaðar- efnum. |>eir eru látnir ferðast um og halda fyrirlestra, og eru skyldir að veita öllum, sem þess æskja, ókeypis leiðbeiningar í öllum efnum, er að búnaði lúta. Mönnum þessum veitist kostur á að sjá og bera saman bú- skap bænda á ýmsum stöðum, og ættu því sérstaklega að vera færir um, að gefa bendingar um það, hvað bezt hentar á hverjum stað. Til skýringar má geta þess, að rík- issjóður Norðmanna galt 1896 um 134,000 kr. í Iaun og ferðakostnað manna, er á einhvern hátt vinna í almenningsþarfir að búnaðarmálum. f>ó eru hér eigi talin laun kennara við búnaðarskólana né skógræktar- manna. f>ótt búnaður vor sé á lágu stigi, þá eru þó til skilyrði fyrir því, að hann geti tekið framförum, ef rétt er á haldið, og hefi eg í undanfarandi línum bent á nokkur atriði, er þurfa umbóta við. Hepnist að koma bún- aði vorum í rétt horf, mun þess eigi langt að bíða, að jarðeign hér á laudi hafi meira verðgildi en nú er alment talið, Sumir tala um, að vér þurfum að gera eitthvað til að vekja eftirtekt erlendra þjóða á oss. Ekki mun ann- að ráð til þess vænna, en að vér reyn- um að gera eitthvað til að efla verk- legar framfarir og velmegun í land- inu. Innsigling á Hornaíjörð Vór höfum átt kost á að sjá skýrslu yfirmannsins á herskipinu »Diana«, kapt. Hammers, til landshöfðingja um mælingu hans á Hornafjarðarós í sumar. Hann segir ósmynnið sjálft vera hér um bil 150 álna breitt og dýpið 3 — 6 faðma. Enginn tiltakanlegur vandi að sigla þar um í góðu veðri og með kunnugra manna leiðbeiningu ístraumlausu; ella óvarlegt hverju skipi. Til að greiða fyrir inn- siglingunni lét hann setja leiðarmerki austan við ósinn, tvo staura, annan- hinn innri, svartan og að lögun eins og lokað Y, en hitt rnerkið, hið ytra, er hvítt krosstré. Staurarnir hvor f annan sr rétt stefna inn sjálfan ósinn; óhætt þá fyrir öllum grynningum. Ytra lægið er, með 3—4 faðma dýpi, miðið: «Gölturinn yfir saðurhliðina á Helli«. Botn haldgóður og svifrúm nóg, en straumur getur orðið þar af- armikill og þá ilt að ferma og afferma. Tvö sund liggjá lengra inn frá ósn- um eða innsiglingunni, og er hið eystra betra; á að fara rétt norðan við aust- uroddann og þá suðaustan am Helli og inn milli Mikleyjarog Óslands. |>að er 100 álna breitt, þar sem það er mjóst, og 10 fet grynst um fjöru, en 13—15 um flóð. Milli Mikleyjar og Óslands er gott lægi með ágætum akkerisbotni, og straumar baga þar ekki mjög fermingu eða affermingu. f>aðan og inn að verzlunarhúsunum verður ekki komist öðru vísi en á bátum. Vestari leiðin, útnorðan með Ós- landi og Akurey, er 2—5 faðma djúp, en rif þar í milli og aðalleiðariunar, meo mjórri rennu og ekki nema 8 feta djúpri um fjöru. þar verður því ekki farið nema á smáskipum. Ósinn er því fær skipum, sem rista 16—17 fet, hvort heldur er um flóð eða fjöru, en með því einu móti, að bíða á ytra lægínu eftir liggjandanum, og verður að segja til hans af landi, því ekki er hægt að sjá það frá skip- inu. jparf því að reisa merki og stöng á eystri tanganum, með tveim kúlum, og sé önnur þeirra dregin upp, þýðir það, að nú só strauminn að lægja og óhætt að búast til ferðar inn, en báðar, að kominn sé liggjandi og megi fara inn tafarlaust. jþetta er ágrip af skýrslu kapt. Hammers, og segir hann, að gerður muni verða í vetur uppdráttur af ósn- um og mælingum þessum. Kensla ímjólkurmeðferð. Svo sem kunnugt er, var veittur í síðustu fjárlögum 4000 króna styrkur á fjárhagstímabilínu til kenslu i mjólk- urmeðferö. Styrkur þessi var veittur »Búnaðar- félagi íslands« með því skilyrði, að fé- lágið útvegáði mann frá Danmörku, er hefði fullkomna kunnáttu og góða æf- ingu í mjólkurmeðferð samkvæmt því, sem gerist á góðum mjólkursamlagsbú- um i Danmörku. Maður þessi skyldi ráð- inn til 2 eða 4 ára, til þess að kenna á góðu mjólkurbúi í landinu, helzt við Hvanneyrarskóla, tilbúning osta og smjörs með þeim áhöldum og aðferðum, sem hægt er að koma við á hinum stærri sveitabúum hér á landi, og fari kenslan kostnaðarlaust fram fyrir nem- endur. Kennari sá, er fjárlögin gera ráð fyr- ir, kom í júlímánuði í sumar, eins og ísafold hefir áður frá skvrt. Ilann heitir Grönfeldt og var ráðinn af Búnaðarfélaginu danska handa Búnað- arfélagi íslands og sendur hingað með beztu meðmælum. Hann er nú langt kominn að semja kenslubók í allri meðferð mjólkur. Bók- in byrjar á tilsögn í að mjólka — Og til þess að gera mönnum skiljanlegt, hve mikilsverðar Danir telja mjaltirnar sjálfar, má geta þess, að þeir hafa stofnað mjaltaskóla, styrkja hann af almanna- fé og veita verðlaun þeim, er bezt geng- ur; þar fá mörg lmndruð manga til- BÖgn á ári. — 1 bókinni er kend smjor- gerðin og öll meðferð á smjöriuu, þang- að til það er komið á markað á Eng- landi. Þessa bók á að nota við kensl-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.