Ísafold - 20.10.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.10.1900, Blaðsíða 3
259 una — munnleg tilsögn fer íram eftir henni. Svo er til ætlast, að kensla þessi byrji á Hvanneyri 1. nóv. næstkomandi. Fjórum stúlkum verður veitt viðtaka. Kensluna fá þær ókeypis, eins og fjár- lögin ákveða, en 75 kr. eiga þær að borga fyrir fæði um 3 mánuði. Lengri á kenslutími þeirra ekki að vera. Auk þess á að gera búnaðarskóla- nemendunum kost á sömu tilsögninni. Einhvet'rar óánægju hefir orðið vart út af því, að stúlkurnar skuli eiga að borga fyrir sig, en piltarnir ekki. En hún virðist ekki vera a ueinum rökum bygð, þar sem þeir (en þær ekki) leggja fram ókeypis vinnu um langan tíma árs- ins. Enn mun engin stúlka vera farin að sækja um að njóta þessarar tilsagnar. Þjóöin 'er að líkindum enn ekki búin að átta sig á fyrirtækinu. Því að ó- trúlegt er það, að því verði ekki sint. Kensla þessi er auövitað fyrsta ráðið til þess, að von geti orðið um að Menzkt smjör hælcki í verði. Og sjálfsagt má búast við því, að stúlkur geti með þessu námi búið í haginn fyrir sór með lífvænlega atvinnu, og að þeim verði þessi tilsögn notadr/gri en margt það, er þær kosta fó til að læra hér í Reykjavík. Geðveikraspítali væntanlegur. Eitt af mestu líknarverkum, sem unt væri að vinna hér á landi, er það, að koma upp spítala fyrir geðveika menn. Þörfin er hin brynasta, hvort sem litið er til aumingja þeirra, sem bilaðir eru til muna á geðsmunum, eða al- mennings, sem við þá á að stríða. Meðferðin á geðveikum mönnum vor á meðal er, eins og fjölda margt annað hér á landi, 100—200 ár á eftir tíman- um. Hún vekur oft og tíðum megn- asta viðbjóð hjá hverjum manni með ó- spiltar tilfinningar. Og auðvitað er ekki um að kenna harðyðgi og miskunnar- leysi þeirra, sem við aumingjana fást, heldur hinu, að fólk hefir ekki nokkur sköpuð ráð til þess að fara með þá á siðaðra manna hátt. Nú er von um, að bætt verði úr þessari þörf. Iteyndar ekki fyrir fram- kvæmdir og framlög vor íslendinga. Allar horfur eru á því, að vér fánm hann að gjöf, eins og holdsveikraspítal- ann. Það er hr. cand. med. <£ chir. C h r . Sehierbeck, sem hefir í hyggju að stofna slíkan spítala liér á lendi og gefa landinu hann. Hann hefir, eins og mörgum er sjálf- sagt kunnugt, verið tvö ár hér á landi. Veturinn 1898—99 dvaldist hann í Höfn í Hornafirði. Mó'rgum mun og vera minnistæð saga, er hann ritaði sumarið eftir í ísafold um ferð sína upp á Oræfajökul. Síðastliöinn vetur var hann hér í Revkjavík, stundaði læknisfræði og lauk prófi með góðum vitnisburði í yor frá læknaskólanum. Áður hafði hann verið við læknisfræðis- nám á háskólanum í Kaupmannahöfn. Hann er gáfumaður mikill og fjör- maður, hefir víða farið, þótt ungur sé, þar á meðal dvalið um b>-íð í Suður- Ameríku (Argentina). Hór leizt honum allvel á sig og hafði snemma hug á að ílengjast hér. Verður væntanlega for- stöðumaður við stofnun þessa. Það er tengdamóðir hr. Schierbecks, ekkjufrú Hostrup-Schultzí Kaup- mannahöfn, sem ætlar að leggja fram peningaua til stofnunar þeirrar, sem hér er nm að ræða. Er þar auðvitað um stórfé að ræða, eftir íslenzkum mæli- kvarða, þar sem ætlast mun til þess, að stofnunin verði eins fullkomin og sams konar stofnanir í öðrum löndum, þótt ekki verði hún í mjög stórum stíl. Eina skilyrðið fyrir þessari höfðing- legu gjöf, sem kunnugt er um að svo stöddu, er það, að landið leggi til ein- hverja þjóðjörðina undir spítalann. Þar á móti er ófrétt enn, hvernig gefandinn muni ætlast til að til verði hagað um kostnaðinn við spítalahaldið. Frá útlöndum. Með botnvörpung hefir borist enskt blað frá 5. þ. m.; það eru nýjustu fréttir. þar segir frá, að sumt lið Breta frá Suðurafríku (Transvaal) só komið heim á leið, með þvi að ekki þurfi á því öllu að halda þar lengur; væntanlegt tii Englands undir mánaðarlokin. Ró- berts lávarðtfr einnig væntanlagnr heim í næsta mánuði. Buller tekur við herstjórn af honum syðra. Að öðru leyti líkt að segja og éður af viðureigninni við Búa; þeir þvælast þetta fyrir og gera hinum ýmsan ó- skunda; taka alla-jafna fjarri uppgjöf, en vinst ekkert á. Kosningabarátta stóð Bem hæst á Englandi. Barðist í bökkum með flokkunum að því leyti, sem hvorug- um vanst til muna frekara á en áður, framfaramönnum og íhaldsmönnum. Góður sigur þó vís talinn íhaldsmönn- um; en óvíst, að liðsmunur verði eins mikill og áður. Vilhjálmur keisari á þýzkalandi hafði fengið nýlega símrit frá tignar- bróður sínum Kínverjakeisara út af morðinu á Ketteler barón, þýzka sendi- herranum í Peking. Segir Kwang-su keisari sér þyki það illa farið, gerir grein fyrir blótsiðum þeim, er hann kveðst hafa fyrirskipað til friðþæging- ar fyrir þaó illvirki, og segist vona, að nú komist á friður hið bráðasta. Vil- hjálmur keisari svaraði svo, að ekki þætti sér bætt víg sendiherra síns með áminstum blótsiðum, og mintist á hin míklu kristniboðavíg í Kfna, er hann kveðst að vísu ekki kenna keis- aranum um, en segir, að valdsmenn þeir í ríki hans, er blóðsekir séu, megi til að sæta hegningu fyrir hermdar- verk þeirra. því að eins, að það verði, muni kristnum þjóðum þykja sem bætt sé fyrir illvirki þau, en annars ekki. Jökuiganga. þann 20. júlí síðastliðinn lögðu þeir á stað frá Ólafsvík upp á Snæfellsjök- ul, Björn Sigurðsson kaupmaður, Hann- es Ó. Magnússon skrifari hans, síra Helgi Árnason og bróðir hans Arnór Árnason frá Chicago. Fylgdarmenn höfðu þeir með sér, er gæta skyldi hestanna og ekki fara lengra en þeir kæmust. Björn Sigurðsson, sem er fullhugi mikill í hvers konar svaðilförum, var foringinn. Kl. 1,20 e. h. var Iagt á stað. Loft- vog stóð þá á 76,5 og hitinn var 12 st. á R. Hver þeirra hafði broddstaf og mannbrodda; svo yar og f förinni öxi, sextugt færi, loftvog og hitamælír. ís- lenzka skó höfðu þeir á fótum og sokkana utan yfir buxunum. Kl. 3 komu þeir að jökulröndinni, og eina klukkustund tókst þeim að halda áfram ferðinni á hestbaki upp jökulhallann. Hefir það verið lengst farið með hesta upp í jökulinn, svo kunnugt sé. Kl. 4 fóru þeir af baki við klett einn, er þeir skírðu Hrossa- hrygg, og skildu þar eftir hestana hjá fylgdarmanninum. því að þá var færð farin að spillast, klakahúðin orðin brochættari og jökulsprungur farnar að verða á leið þeirra. Frá HroBsahrygg lögðu þeir á stað kl. 4,15. Efst á jöklinum eru þúfur þrjár, tihýndar að sjá. Miðþúfan er hæst og á hana stefndu þeir. Fjórðung stundar gekk alt greiðlega. þá komu þeir að sprungu, sem eng- inn botn sást í. Yfir haua varð ekki komist nema á stöfunum; með þeirn brúuðu þeir sprUnguna, lögðu þá yfir á nibbu, sem hiuumegin var. Björn Sigurðeson skreið fyrstur yfir um, og undir honum brotnaði einn stafurinn. Auðveldara var að komast yfir um fyrir þá tvo, er næstir fóru, því að þeir gátu látið halda í færið beggja-megiti og haft stuðning af því. Síðastur fór síra Helgi yfir sprunguna á sama hátt og B. S. Nú gekk ferðin greiðlega um stund. þá varð aftur jökulsprunga fyrir þeim, og fengu þeir stokkið yfir hana. J>á voru þeir komnir í tungu, milli sprung- unnar, er þeir höfðu nýfarið yfir, og annarrar skamt fyrir ofan. Eftir þeirri tungu urðu þeir að halda um stund, til þess að komast fyrir efri sprung- una, og var það hin mesta glæfraför. Klakinn var þar svo háll, að höggva varð spor i hann með öxinni, en gín- andi gjáin fyrir neðan. Loks komust þeir af þessari tungu á hafti yfir efri sprunguna. Eftir það varð engin jökulsprunga fyrir þeim, en leiðin ákaflega brött og hál, ekkert viðlit að komast áfram nema með öxinni, og gekk því ferðin seint. Kl. 5,45 komust þeir upp á miðþúf- una. Hún er klettur, 50—60 feta hár að norðan, en á hinar hliðarnar liggur jökulbreiða lengra upp eftir henni, svo þar má komast upp. Loftvogin var þá á 67,3. Hitinn 0 í forsælu, en + 2 st. móti sól. Ofan jökulinn gekk ferðin miklu greiðara, vegna sporanna, sem þeir höfðu áður höggvið í jökulinn. Og heim til Ólafsvíkur komu þeir aftur kl. 9 um kvöldið. Holl áminning Yfirhershöfðingi Bretaveldis, hinn heimsfrægi ágætismaður Wolseley lá- varður, ritaði nýlega í ensk blöð eftir- farandi örstutta hugvekju, en mjög vel til fallna og ólíka því, sem mikils háttar höfðingjar eiga tíðast að sér: »Nú fer að líða að því, að vér eig- um að fagna heimkomu margra hraustra drengja, er barist hafa vask- lega fyrir oss í Suðurafríku. Eg veit, að þeim verður fagnað hjartanlega, og einmitt það knýr mig til að biðja þá, er veita vilja þeim sæmd, að varast að bjóða þeim áfenga drykki, um leið og þeir veita þeim alúðarviðtökur. Liðsmenn vorir eru upp runnir úr öllum stéttum meðal þegna hennar hátignar, og það eitt skilur í milli þeirra og bræðra þeirra utan hermanna- stéttar, að þeir hafa vanist á aga í hermenskunni. En þeim er freistinga- gjarnt, eins og oss öllum. Margir þeirra verða brátt að taka aftur til við iðju þá og atvinnu, er atvinnuveitendur þeirra hafa vcrið svo þjóðræknir að geymaþeim, og sum- ir verða að leita sér nýrrar atvinnu, og þarfnast þá þess, að greitt só fyrir þeim til þess. J>að er því tnjög áríð- andi, að þeir baldi allir góðum orðstir fyrir staðfestu og reglusemi, áður en þeir taka til borgaralegrar iðju sinnar. Eg treysti því, að vér kunnum betra lag á að fagna heimkomu hinna vösku hermanua vorra en að örfa þá til taumlausrar áfengisdrykkju, og að all- ir muni eftir því, að hver, sem að því styður, er fjarri því að vera vinur þairra, heldur er í raun réttri versti óvinur þeirra«. Húsabótarannsúknirnar. það er í ráði, að reyna að fá Knud Zimsen mannvirkjafræðing til að taka við og halda áfram húsabótarannsókn- um þeim, er Sig. heitinn Pétursson hafði á hendi og dauðinn kvaddi hann burt frá. Hr. Knud Zimsen (sonur konsúls C. Zimsen í Reykjavík) er sagður á- gætt mannsefni, mætavel að sér og með mikinn hug á að verða fóstur- jörð sinm að liði. En litlar líkur til áður, að hann ætti kost á því. Eng- in atvinna á boðstólum hór handa slíkum mönnum, þótt nóg værí fyrir þá að gera og meira en það. Hann kvað þó hafa verið beðinn í sumar af stjórnarinnar hendi fyrir að eiga eitt- hvað við undirbúning klæðaverksmiðj- unnar fyrirhuguðu. Við málssókn gegn Isafold er svo að sjá sem hann sé eittbvað að böglast, Snæfell- inga-yfirvaldið nafnkunna, eða hann 1 æ z t að minsta kosti ætla sér út í hana. En skykkjótt ganga fyrir hon- um fyrstu sporin, hvað sem síðar verður. |>að eru 11—12 dagar síðan er hann sendir stefnuvot'ta á fund á- byrgðarmanns blaðsins með hátíðlega tilkynningu um málshöfðunaráform sitt o. 8. frv., en láðist að senda með auglýsingu þess efnis til birtingar í blaðinu. þegar hann svo sér blaðið daginn eftir og ekkert á þetta minst þar, raknar hann við sér eða þá að einhver kemur fyrir hann vitinu, svo að þá sendir hann aftur á stað og hefir nú auglýsinguna skrifaða til birtingar, og dagsetta áður, sem só sama dag og stefnu- vottarnir voru fyrst á ferðinni, og heimtar hana birta í 1. eða 2. tbl. eftir dagsetninguna (!)— ætlar að ná sér þar niðri og jafna upp dráttinn, sem hann var sjálfur valdur að með klaufa- skap sínum eða athugaleysi. Loks virðist hún vera nokkuð lin eða seinskreið, »gangskörin«, sem vel- nefnt yfirvald tjáist hafa gert að um- ræddri lögsókn, þar sem engrar vatns- íns hræringar hefir vart orðir frá hon- um í þá átt til þessa, þótt sjálfur dveldist hann hór fulla viku og hefði tíma til ýmislegs óskyldara, þar á meðal að rita langt mál í þjóðólf út af kosningun í Snæfellsnessýslu. Var þó ekki langrar stundar verk, að rita eða láta rita stefnu og birta. Eða er þetta alt »humbúg» fyrir hon- um ? »Níðgrein« um sig nefnir hann í auglýsingu sinni kosningafrásögu E. H., sem er ekki annað en ein- föld söguleg skýrsla um það, er fram fór á kjörfundinum í Stykkis- hólmi 22. f. m. og á undan honum. |>á kastaði nú fyrst tólfunum fyrir veslings-manninum, ef hann hefði það eitt upp úr allri þessari lögsóknar- ráðagerð, að fá sjálfur meiðyrða- mál fyrir þessa ófimlega orðuðu aug- lýsing sína. J>að væri hlökkunarefni fyr- ir þjóðólfsmanninn með »almenna«(!) málið sitt — uppi í skýjunum! |>á er landlæknir á öðru leytinu með málabrask allmikið. Er svo að sjá, sem hann sé nú vondaufur orðinn um að hafa mikið upp úr málinu því

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.