Ísafold


Ísafold - 27.10.1900, Qupperneq 1

Ísafold - 27.10.1900, Qupperneq 1
Kemur ut ýmist einu sinm eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgeíanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYII. árg. Keykjavík laugardaginn 27. okt 1900. 66. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. i. 0. 0. F. 82II28V2- H. Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundn lengnr (til kl. 3) md., mvd. og Id. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjnd. og föstnd. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjnd. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Bankavaxtabréf þau, hljóöandi á 1000 kr., 500 kr. og 100 krv sem gef- in hafa verið út samkvæmt lögum 12. janúar 1900. um stofnun veðdeildar við Landsbankann í Reykjavík, fást keypt á afgreiðslustofu hankans. Ársvextir af verð- bréfum þessum eru 4^2 a f hundraði. Landsbankinn 26. októbei 1900. Tryggvi Gurmarsson. A, xyx xtx. .xfx. .xfx. xfx xfx, xfx ,xtx, xfx, .xfx, ,xf>- ,xfX, xix' xíx xix' ■ v'' xjx' Xjv’ ■ iriv' ‘xiv' 'xjx 'XfX x+v ■■ r|x' 'xíx Bækur Þjóðvinafélagsins. An(lvarl. Tnttngasta og fimta ár. Almanak hins islenzka Þjóðvinafélags 1901. I»jóðmenniiiKarsaga Norðurálfunn- ar. Frásögur handa alþýðufólki. Ritað á íslenzku hefir Olafur Olafsson, prest- nr að Arnarbæli. Fyrsta hefti. Andvari byrjar á mynd af Bene- dikt Sveinssyni og æfiá- g r i p i eftir Hannes |>orsteinsson. Ritnefnd Andvara lýsir yfir því í athugasemd, að hún hafi talið »sjálf- gefið, að um Benedikt heitin Sveins- son ritaði maður, er honum stóð nærri í skoðunum«, en að hún beri engan veg eða vanda afj æfisögunni*. Með því að slíkur varnagli hefir al- drei verið sleginn áður í Andvara, virð- ist svo sem nefndinni hafi fundist þessi ævisaga nokkuð varhugaverð. Enda er og allmikill vafi á því, hvort minning hins látna þingmanns er gjörður nokkur greiði með öllu því líkræðulofi, sem þar er á hann borið, án þess að heita megi, að nokkur- staðar votti fyrir djúpsettari skilningi á manninum og málefnum þeim, er hann hélt fram, en hjá barni, sem þylur kverið sitfc upp orðrétt utan- bókar. Óneitanlega virðist þó svo, sem ævi- ferill Ben. heitins Sveinssonar ætti að verða hverjnm þeim, sem um hann fer að rita, tilefni til nokkurra vóiga- meirihugleiðinga en lofgjörðar-stóryrða. Og því einlægari sem ræktarsemin er við hinn látna því ríkari ætti hvötin að vera til þess að gera einhverja sæmilega grein fyrir þeim sífelda ósigri, sem auðkennir lífsstarf hans. |>ví að saga Ben. Sveinssonar er ekki annað en saga af sffeldum ósigri, að því er afskifti hans af landsmálum snerti, éftir því sem Andvarahöfund- urinn segir hana. Hann telur þessi aðal-áhugamál hans: stjórnarbótarmálið, lagaskóla- og háskólamálið, búsetu fastakaupmanna og Btofnun ullarverksmiðju. Allir vita, hvernig um þessi mál hefir farið. í stjórnarskrármálinu stóð hann að lokum að kalla má einn uppi á þinginu með sínar skoðanir, svo að ekki gat komið til nokkurra mála fyrir hann að halda fram sinni stefnu í því máli, á tveimur síðustu þingum. Og út um landið er trúin á þá stefnu sýnilega að engu orðin. Alt það, sem stjórnarbótarmáli voru hefir þokað áfram á síðustu árum, allar þær vonir, sem glæðst hafa um að því verði ráðið sómasamlega til lykta, og allur sá skilningur á því, sem vaknað hefir meðal þjóðarinnar — alt hefir það orðið, ekki með aðstoð og fylgi, heldur þrátt fyrir megnustu mót8pyrnu þessa látna þingmanns, sem um nokkur ár var talinn aðal- leiðtogi þeirra manna, er þrá umbæt- ur á stjórnarfari voru. Alda sú, er hann vakti f háskóla- málinu, hefir hjaðnað niður og er orð- in sléttasta ládeyða. Úr málinu um búsetu fastskaupmanna hefir ekkert orðið, enda andvana fætt; því að aldr- ei hefir tekist og óhugsandi er að nokkuru sinni takist að umskapa og endurbæta verzlunarástand nokkurs lands með ófrelsislöggjöf um heimilis fang manna. Og um ullarverksmiðju- málið er það að segja, hvernig sem á því hefir staðið, að þá fyrst var farið að sinna því, er annar maður varð til þess að bera það fram. B. S. skorti ekki audlega atgervi, né heldur áhuga á landsmálum. En hann brast gæfu til þess að láta þá atgervi og þann áhuga verða að nokk- uru verulegu gagni fyrir þjóð vora. Verði nokkur til að rita um B. S. það, er nokkuð só í varið, þá hlýtur það að verða aðalefnið að gera grein fyrir þessu rauna-atriði. Auk þess, sem nauðalítið er á ævi- sögu þessari að græða, frá ’hverju sjónarmiði sem á hana er litið, þá eru í henni mjög furðulegar staðhæf- ingar. Ein er sú, hvernig á því hafi stað- ið, að B. S. gekk af þingfundi 1875 í fjárkláðamálinu með flokk manna, þegar ræða var um að senda ávarp til konungs um að setjaþriggja manna nefnd til að sjá um útrýmingu fjár- kláðans. f>að á hann að hafa gert »til að venja löggjafarþingið á að skoða sig öðruvísi og rétthærra enráð- gefandi þingin áður, sem ávalt voru að senda þessar blessaðar, allra auð- mjúklegustu bænarskrár til konungs*. Gallarnir á þessari frásögn erutveir. Annar er sá, að enginn flugufót- ur er fyrir henni. B. S. gerði hvað eftir annað grein fyrir því, hvað hann fyndi þessu máli til foráttu, og mint- ist ekki á það með einu orði, sem Andvarahöfundurinn segir, að fyrir honum hafi vakað. Hinn gallinn á frásögninni er sá, að það er ekkert vit í henni. f>ví að B. S. hefði aldrei getað til hugar komið að koma inn virðingu hjá þing- inu fyrir sjálfu sér, koma því í skiln- ing um, að það sé »rétthærra« en það hafi meðvitund um, með því að af- stýra því með valdi, að það gæti gert þær ráðstafanir, er það vildi gera. Onnur kynja-staðhæfing höf. er sú, að óhætt só að fullyrða, að B. S. hefði orðið hlutafélagsbankamálinu andvígur, ef honum hefði orðið leugra lífs auðið. Hann flytur málið inn á þing, meðan allur þorri þingmanna er því andvígur, lítur á það tortrygnis- augum. Að flutningsmaður hefði svo að sjálfsögðu snúist gegn því, þegar búið var að sannfæra alt þingið um nauðsyn þess, það er í meira lagi hæpin fullyrðing, svo að ekki sé of djúpt tekið f árinni. Hún kann að sóma sér nokkurn veginn í f>jóðólfi; en í Andvara er hún ekki boðleg. Næsta ritgerðin er skýrsla Bjarna Sæmundssonar til landshöfðingja um fiskirannsóknir hans 1899. Hann skýrir þar frá fiskiveiðum í Vestmanneyjum og ritar all-langt mál og fróðlegt um botnvörpuveiðar og reknetaveiðar o. fl. f>á er ritgerð Halldórs Jónssonar um H 1 u t a f ó- lagsbankann, sem áður hefir verið allmikið ritað um í ísafold. — Jóhann Halldórsson, orðlögð refaskytta, sem drepið hefir 700 refi, en nú er blindur orðinn, ritar um r e f a v e i ð- ar. — Sigurður Sigurðsson frá Drafla- stöðum skrifar rækilega um s k ó g- anaíFnjóskadal að fornu og nýju. — Og svo rekur Sigurður Thor- oddsen mannvirkjafræðingur lestina með alþýðufyrirlestur u m v e g i og brýnir fyrir þingi og þjóð að halda áfram að leggja akvegina. í Almanakinu er ýmis konar hand- hægur fróðleikur, eins og að undan- förnu. J(ón) Ó(lafsson) ritar um tvo helztu Ieiðtoga Búa: Kriiger forseta og Joubert hershöfðingja. Árbækurn- ar eru sams konar og áður; mættu vera miklu styttri, einkum hin út- lenda. Svo er allmikið af skýrslum: um sparisjóði, verð á útlendum pen. ingum, þúfnasléttun, verðlagsskrár, sjávarhita, þilskipaafla og þilskipaeign. Við þessar skýrslur hefir formaður félagsins, Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri, samið nokkurar athugasemdir, og eru þar ýmsar góðar bendingar. Meðal þeirra verður þó ekki talin 8Ú endemis-tillaga, sem höf. hefir jafnframt verið með á þingi, og all- miklar umræður vakti hérum kosninga- leytið, að færa niður kaup skipstjóra og háseta á þilskipum í því skyni, að þilskipaútvegurinn skuli ekki verða jafn-örðugur keppinautur fyrir land- búnaðinn og hann nú er. Vegurinn til þess að hjálpa landbúnaðinum hlýtur að vera Bá, að efla hann sjálf- an — meðal annars með því, að gera bændum kost á nægum peningum, stuðla að því, að þeir leggi stund á að framleiða þær vörur, sem mark- aður er fyrir í útlöndum, kenna þeim að gera þær vörur svo úr garði, að þær séu útgengilegar og útvega þeim markað fyrir þær, að svo miklu leyti sem þörf er á og kostur er á — en ekki hinn, að hnekkja þeim ágóða, sem fátækir menn geta haft af hinum atvinnuveginum. Eiríkur Briem prestaskólakennari hefir skrifað stutta en góða grein um breytingarnar, sem orðið hafa hér á landi á 19. öldinni. — Og fleira er í Almanakinu, sem er vel þess vert að það sé lesið. þjóðmenningarsagan verður sjálf- sagt kærkominn gestur hjá mörgum fróðleiksfúsum mönnum. Hún er dreg- in .saman úr danskri bók, er getið hefir sér mikla hylli, eftir Gustav Baug. Fjörug er hún og skemtileg. En mikið mein er, að ekki skuli vera í henni myndir; fyrir bragðið hlýtur að verða miklu minna gagn að henni en ella hefði orðið. Félaginu hefir sjálfsagt verið ókleift fyrir kostnaðar sakir, að hafa myndirnar í bókinni. Stefnufestan afvelta. í 45. tölubl. |>jóðólfs víkur ritstjór- inn nokkurum orðum að framkomu minni á kjörfundi Árnesinga. Hann segist að vísu ekki vilja »upp kveða áfellisdóm yfir henui«, en ber mér að eins á brýn »furðulega vanstillingu«, »ósnyrtilegar og ókennimannlegar sam- líkingarc og »ótilhlýðileg orð um heima- stjórnarstefnuna«. f>etta finst mér nú raunar vera eitthvað í þá átt, að geta kallast áfellisdómur; það eru að eins dómsástæðurnar, sem vantar; mér finst fara betur, að láta þær líka sjást, og því vil eg setja hér orðin, sem að minni vitund voru þau einu orð mín á kjörfundinum, er hafa getað gefið ritstjóranum tilefni til ummæla þeirra um mig, sem að ofan eru rituð. Ann- ars kynni einhvorjum að detta í hug, að ritstjórinn væri ekki alveg óhlut- drægur dómari um þatta efni, þar sem við vorum andstæðingar á fundinum. Til skýringar verð eg að geta þess, að bæði á kjörfundinum og áður f f>jóð- ólfi hafði mér verið brugðið um skoð- anaskifti og stefnuleysi, og þeim brigzl- um svaraði eg með þessum órðum: »Ef þeir kalla það hringlanda skap og skoðanaskifti, að eg fylgdi áð- ur í stjórnarskrármálinu frumvarpi Benedikts Sveinssonar, en nú þessu, sem kent er við Valtý Guðmundsson, þá svara eg því svo: f>að vita þeir og allir menn aðrir, að breyttar kring- umstæður geta gjört stefnubreytingu — ekki að eins afsakanlega — held- ur beinlínis nauðsynlega og sjálfsagða. f>að vita þeir líka — og allir þeir, sem nokkuð vita um stjórnmál lands- ins — að horfurnar í stjórnarskrár- málinu hafa stórum breyzt á síðustu árum bæði af þjóðarinnar hálfu og Btjórnarinnar. Af þjóðarinnar hálfu

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.