Ísafold - 07.11.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.11.1900, Blaðsíða 1
Kemar út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árff. Reykjavlk raiðvikudag'inn 7. nóv. 1900. 68. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Fornqripasafnið opið mvd. og id. í 1 —12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11 — 2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókcypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókcypis tannlækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Kielland °g afturhaldsk erg j an. Napurt er það og fyndið, báðið í sögunni »Gætileg skipstjórn* eftir norska skáldið Kielland, sem nýprent- uð er í »Sunnanfara«, eins og vant er hjá þeim höfundi. Skiftar geta skoðanirnar sjálfsagt verið um það, hve vel það háð bitti þjóðina, sem það er stílað upp á, Norðmenn sem sé. í margra augum eru þeir verulega framfaraþjóð, sem eru óhræddir við að sigla út úr höfn- inni. En hitt er víst, að það hittir aftur- haldsliðið íslenzka engu ómjúkara en ef skáldið hefði verið landi vor og tek- ið sór fyrir hendur að gefa því ráðn- ingu. Sagan hittir afturhaldskergjuna fs- lenzku að kalla má hvar sem í hana er litið. Tökum tregðu skipstjóra og stýri- manns á því að fara nokkuð út úr höfninni. f>eir hafa alls ekkert fyrir aig að bera, hvers vegna þeir láti ekki sitt skip vera í förum eins og önnur skip — annað en þetta, að það geti verið hættulegt, og aðrir en þeir hafi ekki vit á að dæma um þá hættu. Minnir ekki þetta átakanlega á svör afturhaldsseggjanna í stjórnarskrár- málinu? Hverju hafa þeir getað svar- að, þegar því hefur verið haldið fram, að vér eigum að sæta því færi, sem 088 hefir boðist á því að komast á- fram í þvf máli? Að undanteknum vitleysunum — kenningunni um lög- festinguna í ríkisráðinu; um, að þegar oss sé boðinn ráðgjafi á þingið, þá sé þar með átt við það, að hann skuli e k k i koma á þingið; um lokuna, sem skotið só fyrir frekari umbætur á stjórnarskránni, ef vér fáum að tala við ráðgjafann, og þar fram eftir göt- unum — undanteknum öllum þeim vitleysuvaðli hafa þeir engu getað svarað öðru en þessu, að það geti ver- ið hættulegt að fá ráðgjafann á þing, og að þá hættu kunni þeir einir að meta og m e g i þeir einir meta; því að allir þeir, sem ekki sjái þá hættu séu landráðamenn og óþokkar, sem svíkja vilji landið í hendur Dönum. þess vegna eigum vér ekki að leggja frá landi í stjórnarskrármálinu. f>ess vegna eigum vér ekki að leitast við að koma stjórnmálum vorum í neitt svipað horf eins og aðrar siðaðar þjóð- ir. f>ess vegna eigum vér að láta alt sitja í sama horfinu um óákveðinn tíma. f>es8 vegna eigurn vér heldur að una við ókunnuga og framkvæmd- arlausa stjórn úti í Kaupmannahöfn, sem vér getum aldrei haft tal af, en að leggja út í það að fá ráðgjafa, sem vér gatum sjálfir knúið áfram. Ekki er örðugra að heimfæra háð Kiellands upp á atferli afturhalds- manna í bankamálinu. Engu skipi getur legið meira á að komast út úr höfn og hafast eitthvað að en oss ligg- ur á því, að koma peningamálum vor- um í viðunanlegt horf. Af peninga- skortinum stafar það að mjög miklu leyti, hvernig allir eru að sigla frá oss, skilja oss eftir í framtaksleysi, fá- tækt og aumingjahætti. Svo býðst oss öflug peningastofnun. Hverju svara afturhaldspostularnir ? f>eir svara því, að það sé ákaflega mikil hætta að fá peninga. Og þá hættu mega engir aðrir meta en þeir sjálfir. f>ví að allir þeir, sem vilja öfluga bankastofnun inn í landið, þeir vilji þjóðinni illa. Ekki er lengra síðan en á föstudaginn var, að sjálfur bankastjórinn lýsir yfir því f málgagni sfmi og annara svæsnustu afturhalds- manna með allótvíræðum orðum, að f>eim, sem vilja fá banka þann, er boðinn var síðasta þingi, geti ekkert annað gengið til en að sökkva lands- mönnum í stórskuldir. Yegna þessarar hættu megum vér ekki með nokkuru móti leggja frá laudi í bankamálinu. Vegna hennar eigum vér að una því, að landbúnaður vesl- ist upp fyrir peningaleysi, verzlunaró- lagið bylji á oss og drekki svo og svo mörgum, girt sé fyrir allar iðnaðar- framkvæmdir í landinu, fiskurinn leiki sér alt f kringum strendur landsins, áu þess vér getum fært oss hann í nyt, nema að nauðalitlu leyti, og að sú litla útgerð, sem vér höfum, verði oss mikln dýrari en húa annars mundi verða. Alt til þess að forðast þá hættu, sem afturhaldsmennirnir ís- lenzku hafa einir rétt til að meta, hættu, sem allar siðaðar þjóðir ver- aldannnar bjóða byrginn og telja ekki annað en hégóma í samanburði við þau ómetanlegu hlunnindi, sem af því stafa að eiga greiðan aðgang að pen- ingum til þess að geta hrundið nauð- synjamálunum áfram. Og hvar ættu afturhaldspostularnir að geta séð sjálfa sig í spegli, ef það er ekki í átölum skipstjórans á »óþrosk- uðu æsingarseggina, sem aldrei hafa eirð f sínum beinum og aldrei vilja láta framfarirnar verða á eðlilegan hátt*? »Æsingaseggirnir« vildu nú ekki ann- að en þetta, að skipið væri haft í förum, eins og önnur skip, og skip- verjar látnir bera sig eftir björginni. ísleDzkir framfaramenn vilja nákværa- lega hið sama. Og þeim dylst það ekki, sem engum heilvita manni ætti að vera ofætlun að sjá, að það verð- ur ekki á þann hátt að halda alt af kyrru fyrir, láta alt hólkast nákvæm- lega eins og að undanförnu. |>eir sjá það, að þegar allir aðrir eru í áköfustu framsókn, er óhugsandi fyrir íslend- inga að verða samferða með því að standa í stað. Og hve oft er þeim ekki svarað með því eða sams konar orðagjálfri: að framfarirnar verði að gerast á eðlilegan hátt. Eins ög nokk- urar e ð 1 i 1 e g a r framfarir verði, þeg- ar um engar frarafarir er að ræða! Eins og fyrsta skilyrðið fyrir því, að framfarirnar verði e ð 1 i 1 e g a r, sé ekki það, að þær verði e i n h v e r j- a r ! Eða líturu á niðurlag sögunnar. Skipstjóri og stýrimaður hafa ekki séð sér fært að halda kyrru fyrir með öllu. En svö leggjast þeir fyrir utan ströndina, innan um hólma og sker, á hættulegum stað, og þaðan dettur þeim ekki í hug að hreyfa sig. Hvað þetta á nákvæmlega við á- standið vor á meðal! Lítið eitt höfum vér óneitanlega færst úr stað á sfðari hluta þessarar aldar. Víð því hefir ekki orðið spornað. Svo mikið höfum vér að minsta kosti þok- ast til, að oss er ekki með nokkuru móti unt að lifa nú sama lífinu sem um aldamótin síðustu. Kröfurnar eru aðrar, alt aðrar kröfur, sem vér get- um ekki spyrnt á móti, þó að vér ættura lífið að leysa. Geti menn ekki fullnægt þeim kröfum hér á landi, leitast menn við að gera það í öðrum heimsálfum. Kyrstaðan er oss þvf margfalt hættulegri en áður. Og einmitt mi, mitt í allri þeirri hættu — fyrir utan ströndina, innan um hólmana og akerin, eins og í sög- unni — leggur afturhaldsliðið alc kapp á, að vér skulum eigi hreyfast úr stað. því að þess verða menn vandlega að gæta, að hér á landi er ekki um þessar mundir deilt um m i s m u n- andi leiðir að einhverju takmarki. Hér er enginn s t e f n u -munur, sem framfaramenn og afturhaldsmenn grein- ir á um. |>að er sjálfsagt merkilegasta atriðið í allri þeirri þjóðmálabaráttu, sem nú er háð hér á landi. Hér er eingöngu deilt um hið sama sem í sögu Kiellands — hvort vér eigum að liggja kyrrir, eða hvort vér eigurn að hætta oss út á haf fram- kvæmdanna og framfaranpa. það er framfaraþráin og afturhalds- kergjan, sem eru að togast á hér á landi um þesaar mundir, fastara að líkindum en nokkuru sinni áður í sögu þjóðar vorrar. ,Kosiiingaúrslitin‘ f skriffinsku-málgagninu. Æra mætti það óstöðugan vitaskuld, að mótmæla allri þéirri vitleysu, sem í sknffinsku- eða afturhaldsmálgagn- inu hefir staðið í haust um kosning- arnar nýafstöðnu. En naumast mun vera rétt, að láta póstana flytja mót- mælalauBt um landið jafn-gffurleg&r rangfærslur eins og standa í málgagn- inu í grein um k o s n i n g a-ú r s 1 i fc- i d 19. f. m. Málgagnið telur 16 þingmenn »vissat andstæðinga stjórnarbótarinnar. Og með hverjum ráðum? Með því að telja sér Axel Túliníus og þórð Guð- mundsson. Um Axel Túliníus er það víst, að hann hefir afdráttarlaust, bæði í heyranda hljóði og í samræð- um við einstaka menn, lýst yfir eindregnu fylgi sínu við stjórnar- bótina, svo að stjórnarbótarflokkurinn gæti alveg eins talið þjóðólfsmanninn með sér eins og stjórnarbótarfjendur geta talið Túlinfus sín megin. Um þórð Guðmundsson er það hvort- tveggja víst, að hann lýsti yfir samn- ingafúsleik sínum við stjórnarbótar- menn á kjördegi, og áð stjórnarbótar- fjendur efldu flokk á móti honum í kjördæmi hans og börðust með hnú- um og hnefum gegn kosningu hans. Auk þess telur málgagnið líklegt, að þeir Sigurður Sigurðsson og Einar Jónsson muni snúast gegn stjórnar- bótinni. Sigurður Sigurðsson lýsti yfir því á kjördegi, að hann hafi sömu skoðun á stjórnarskrármálinu sem sfra Magnús Helgason, sem talað hafði á undan honum — vill ekki fyrir þá sök tefja tímann á að fara frekar út í það mál, til þess að lengja ekki fundinn um of. Fyrir því höfum vór ekki að eins sögusögn síra Magnúsar, sem prentuð hefir verið hér í blaðinu, og annara beyrnarvotta, heldur og skýlausa yfirlýsing Sigurðar sjálfs, munnlega. Og um síra Einar Jóns- son er það alkunnugt um land alt, að hann gerir á Eangárfundinum í sumar samning um, með hverju skil- yrði hann vilji styðja stjórnarbótina og stendur við þann samning á kjör- degi. Jafnframt er vissa fengin fyrir því nú, að það skilyrði verður stjórn- arbótinni ekki að falli hjá ráðgjafan- um. Margt mætti fleira til tína úr hinni einkennilegu rökfærslu í hessari »þjóð- | ólfs«grein, sem sýnir jafn-áþreifanlega samvizkusemi ritstjórans sem vits- muni hans. Meðal annars á það, að þeir náðu ekki endurkosningu Jón prófastur Jónsson og Jón þórarinsson að vera sönnun þess, hve stjórnarbót-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.