Ísafold - 17.11.1900, Side 2
278
ur eða ofbeldi, getur enginn haldið
því fram, að úrakurðarvaldið aé bezt
komið í höndum þingsins. þó er hitt,
ftð því er oss virðist, enn fráleitara,
að láta þingið hafa með höndum að
rannsaka kjöraeðla. Til þess þarf
meiri nákvæmni og óhlutdrægni en
búast má við af hverjum einstökum
þingmanni, og það ekki sízt, þegar
úrsiitin geta staðið á miklu fyrir þing-
flokkana, eins og oft getur að borið.
Hér er auðsjáanlega um dómara-
verk að ræða. Óhentugt væri, að vísa
slíkum málum frá einum dómstóli til
annars, mundi oft taka of langan
tíma. I hendur sýslumannauna einna
mundi þjóðin fráleitt vilja leggja þetta
vald, enda gætu athafnir sjálfra þeirra
verið ágreiningsefni, ef þeir væru aðal-
kjörstjórar. Fvrir því virðist osa
eðlilegast að leggja slík mál undir
landsyfirréttinn einan.
Nýr Vesturheimsa^ent.
Nú er víst málgagni skriffinskunnar,
þjóðólfi, ekki farið að lítast á blik-
una.
Binn af æðstu og mikilhæfustu em-
bættismönnum landsins, Páll Briem
amtmaður, orðinn Vesturheimsagent!
Hvernig þá?
Hann lýsir mjög afdráttarlaust yfir
þeirri sannfæring sinni í síðustu ísa-
fold, að ástandið hér á landi sé fjarri
því að vera glæsilegt.
|>að eitt, að hann skuli láta aðra
eins skoðun eftir sig sjást á prenti,
er nú svo sam full-ískyggilegt.
En hann gerír það sem lakara er.
|>ann framfaraskort, sem hann hygg-
ur eiga sér stað hér á landi, setur
hann í samband við Vesturheimsferð-
irnar, skirrist ekki við að telja mönn-
um trú um, að menn leiti héðan af
landi burt vegna þess, að ástandið
sé lakara hér en í öðrum löndum.
•Alþýða ber hag sinn hér á landi
saman við hag manna í Vesturheimi,«
segir hann. »0g hún gerir þetta al-
veg hlífðarlaust. Á mannfundum geta
menn klappað lof í lófa yfir framför-
um landsms á síðustu 25 árum; en
þegar Vesturheimshugurinn kemur í
þá, þá er þetta gleymt. Ef þeir ímynda
sér, að þeir muni hafa betri húsa-
kynni f Vesturheimi, ef þeir ímynda
sér, að börnin geti átt betri kost á
að mentast, eða í einu orði, að hagur
þeirra verði betri f Vesturheimi, þá
fer að koma los á þá. f>á stoðar ekki
frftmfarahjal eða frelsisglamur. f>á
stoða ekki hamlandi og heftandi laga-
fyrirmæli*.
f>ó er enn ótalið bað Ijótasta, sem
amtmaðurinn segir.
Hann dirfist að halda því fram, amt-
maðurinn sjálfur, að fari menn að
gera sér það ljóst, hvernig hagur ís-
lenzku þjóðarinnar sé í samanburði
við hag annara þjóða, reyna af alhuga
að bæta hag manna hér á landi og
vekja trú og traust alþýðunnar á
slíkum tilraunum — þá séu «allar
skaðlegar Vesturheimsferðir hættar af
sjálfu sér«.
f>að stendur þá ekki á öðru en
þessu, að fá Vesturheimsferðunum
aftrað, eftir skoðun amtmannsins.
Skaðlegar Vesturheimsferðir stafa
þá e k k i af mann vonzku og heimsku
— mannvonzku Vestur-íslendinga,
sem vilja fyrir hvern mun draga skyld-
menni sfn og kunningja út f sömu
hörmungarnar, sem þeir hafa sjálfir
lent í, og heimsku manna hér á landi,
■em láta tælast af slfkum ginningum.
f>ær Stafa, eftir þvf sem amtmaðurinn
hyggur, af því e i n u, að leiðtogaruir
íslenzku gera ekki nógu mikla gang-
skör að því, að kynna sér hag þjóð.
arinnar og samanburð á honum og
hag annara þjóða og reyna ekki af
alhug að bæta hag mannahérá landi.
Er það þá með þessum ummælum
sínum, að amtmaðurínn norðan og
austan er orðinn Vesturheimsagent ?
Óneitanlega!
f>að er að segja — e f nokkur snef-
ill af viti, samvizku eða sannleika
er í brigzlum þjóðólfs til Isafoldar
um það, að hún sé að stuðla að Vest-
urheimsferðum.
Efnið í því, sem ísafold hefir sagt
um þetta mál, er nákvæmlega hið
sama, sem kemur fram í ummælum
amtmannsins.
Svo framarlega sem ekki sé gerð
gangskör að því að bæta hag þjóðar-
innar, eigum vér á hættu að missa
skaðlega mikinn hluta hennar í aðra
heimsálfu.
f>etta er mergurinn málsins í því,
sem Isafold hefir sagt, og þolað fyrir
hin hörðustu ámæli, brigzl og dylgj-
ur um að hún sé að reyna að koma
mönnum burt af landinu.
f>etta er og mergurinu málsins í
þvf, sem amtmaðurinn segir. Beiti
afturhaldsmálgagnið við hann sömu
samvizku8eminni og viS ísafold, getur
ekki með nokkuru móti hjá því farið,
að það dembi agentstitlinum á hann.
Svo langt er sem sé frjálslyndið — að
vér ekki tölum um vitsmunina — kom-
ið hjá málgagui því, er heldur uppi
svörum fyrir afturhaldsliðið, að só því
haldið fram, að hætta vofi yfir þjóð
vorri og þess krafist, að reynt sé að
verjast þeirri hættu, þá er af öllu
afli kappkosiað að bæla niður slíkar
umræður með hinum ógeðslegustu
getsökum.
Skýlausari afneitun alls umræðu-
frelsia er ekki unt að hugsa oér. Og
þar sem það frelsi er undirstöðuatriði
og skilyrði alls frelsis þjóðarinnar, þá
ætti það ekki að dyljast neinum, hve
þarft verk afturhaldsmálgagnið er lát-
ið vinna og hve heillavænlegt það
er, að það hafi áhrif á hugi manna
hér á landi.
Armenía.
Eftir Georg Rrandes.
Armenía er Svíss Litluasíu, fjall-
lendi sins og Sviss, en ófrjáls, þjökuð,
kvalin. Land mergðarvíganna. Fjall-
ið hátignarlega, Ararat, með tindunum
tveimur, gnæfir þar upp úr öllu, og
fjallgarðar Mesópótamíu og Persalands
mætast umhverfis það. Hvert barn
hefir lært, að örkin hans Nóa hafi
Strandað þar. í Armeníu er mergð af
stöðuvötnum, og þrjú þeirra eru afar-
stór; en meira er þar af uppsprettum
en nokkuru öðru. Alstaðar koma þær
upp, hreinar og tærar, alstaðar auða
þær og niða. Og alstaðar eru ár og
lækir, verða fyrir manni við hvert
fótmál og fossa ofan eftir hverri fjalls-
hlíð. þar eru engjar miklar og akrar
frjóir, gnægð af eplatrjám og peru-
trjám, víneplum og granateplum. Og
alstaðar syngja næturgalarnir. Alstað-
ar spóka sig fasanar og páfuglar; í
skógarbrúnunum nemur yndisleg skóg-
argeitin stað, í fjallahlíðunum ótamin
steingeit; en birnir, úlfar, hýenur og
sjakalar eru lfka á vakki kringum
þorpin.
Alt þangað til sfðasti áratugur ald-
arinnar hófst, átti þjóðin, sem þar á
heima, ekki á hættu að verða upp-
rætt, þó að hún ætti sífeldum ofsókn-
um að sæta og oft 'væri róstusamt.
|>að er lítil þjóð, nokkurar miljónir
manna, á tiltölulega háu menningar-
stigi, ein með elztu þjóðum veraldar-
innar, með sjálfsagt 4000 ára sögu,
arisk þjóð, sero snemma tók kristni.
Múhameðstrúar-menn drotna yfir
henni, menn, sem fyrirlíta hana og
hafa s'kömm á henni vegna ’trúarbragða
hennar, og vegna þess að menning
hennar er menningu þeirra fremri.
Landið liggur milli Bússlands, Tyrkja-
veldis og Persalands, og mentaðir Arm-
eningar kunna tungur allra þessara
landa. Altltt er, að fullorðnir menn
kunni einhverja Norðurálfutunguna
áuk móðurmálsins, að líkindum flestir
frönsku. Fjórir fimtu hlutar þjóðar-
innar eru bændur; en verzlunarvits
munum ermskra kaupmanna er við
brugðið og þjóðin á vfsindamenn, rit-
höfunda og skáld eins og framfara-
þjóðir Norðurálfunnar.
Á Berlínarfundinum 1879 tóku stór-
veldin að sér að vernda kristna menn
í Armeníu og Gyðinga í Búmeníu, svo
að loksins yrði bundinn endir á þján-
ingar þeirra, og, eins og nærri má
geta, lofuðu Búmeníumenn og Tyrkir
bót og betrun. Auðvitað var þetta
alt hræsni og yfirdrepskapur. þeir,
sem heitin unnu, létu sér ekki einu
sinni til bugar koma að efna þau;
þeir, sem heitin þágu, létu sór ekki
til hugar koma að neyða hina með
hervsldi til að standa við þau. Af-
leiðingin hefir orðið sú, að Gyðingar
í Búmeníu hafa síðan lifað í sllku
helvíti, að kvalastaður sá er Dante
lýsír, er svalur og friðsæll í saman-
burði við það, og að á síðustu 7 ár-
unum hefir eitthvað 300,000 Armen-
ingum verið slátrað með slíkum pynd-
ingum, að menn hafa hingað til hald-
ið, að engir nema böðlar rannsóknar-
réttarins mundu beita öðru eins.
Algengum oddborgurum, rithöfund-
um eða blaðamönnum finst ekkertum
þessar voðatölur einmitt fyrir þá sök,
hve háar þær eru. J>ær hafa ekki á-
hrif á hugsjónaaflið, af því að þær
setja enga glögga mynd fram fyrir
hugskotssjónir manna. Hver getur
hugs&ð sór nokkur hundruð þúsundir
af líkum, eða þær ógnir, sem svívirt-
ar og hrjáðar konur urðu að þola, áð-
ur en þær gáfu upp öndiua, eða hung-
urkvalirnar, sem fjötraðir bandingjar
liðu í St. Jean d’Acres fangelsunum,
áður en þeir létust?
Ungur dan8kur rithöfundur hefir
jafnvel sætt lagi að sýna fyndni sína
í tilefni af þessu, látið þess getið, að
Armeníumenn »hefðu getað haft tíma
til aö losna við lífið á kvalaminni
hátt en þann, að fá böðlunum verkið
í hendur«. Ekki vantar glaðlyndið
hjá æskulýðnum danska!
Sannleikurinn mun vera sá, að í
Danmörk láta menn sór ekki um ann-
að hugað en Kaupmannahöfn með
undirborgum hennar, í Noregi ekki
um annað en þennan utanríkisráðgjafa
og þessa konsúla, sem sjálfstæðis-
sómatilfinning þjóðarinnar er bundin
við. Á Norðurlöndum er það dr.
Hans Kaarsberg einn, sem sýnt hefir,
að hann láti sér nokkuð verulega ant
um Armeníumenn, en þar sem hann
hefir þá skoðun, að unt sé að hjálpa
þeim með blaðagreinum, þá er barns-
legur trúarstyrkur hans ekki síður
furðanlegur en glaðlyndið í hinum
mönnunum.
Nítjánda öldin verður að sjálfsögðu
á ókomnum öldum talin hin mikla
öld náttúrufræðilegra uppgötvana og
uppfundninga, og í því efni munu menn
dást að henni jafnmikið eins og menn
dást að tímabilinu fyrir og eftir 1500
fyrir myndlist. En að nálegu öllu
þvf, er að stjórnaratferli lýtur, mun
mönnum finnast hún hafi verið hrein
og bein skrælingjaöld. Naumast verð-
ur sagt, að þessi öld taki lifandi vit-
und fram skuggalegustu tímabilum
mannkynssögunnar að því er snertir
frelsisfirring, fékúgun, pyndingar og
mergðarvíg. Blóðsúthellingar Nerós
eru beinlíuis barnaleikur í samanburði
við það, sem Abdúl Hamíd hefir að
hafst, grimdarverk Nerós viðvanings-
kák f samanburði við þá snilli, er
Abdúl Harníd hefir sýnt í pyndingum
og manndrápum. Og svo er þess
gætandi, að á Nerós dögum var morð-
iriginn mikli dýrið í opitiberunarbók-
inni í augurn kristinna manna, þó að
ekki væri unt aó láta ltann sæta hegn-
ingu; en á vorutn dögum eru öll krist-
in stórveldi beztu vinir Abdúl Hamíds
og engum hefir orðið að vegi að leit-
ast við að aftra honum minstu vitund.
Jafnframt gæti menn þess, að þesBar
sömu kristnu Norðurálfuþjóðir, sem
ekki hafa hrært legg nó lið, þó að
þær hafi vitað 300 þúsundir kristinna
manna pyndaðar og líflátnar í löndum
Tyrkja í Norðurálfu og Austurálfu,
þær hugsa með viðkvæmum áhyggjum
um vesala og hlægilega trúarboðsstarf-
semi í Kína. |>á má fá mælikvarða
á hyldýpi stjórnvizku-yfirdropskapar-
ins og trúmálahræsninnar núna um
aldamótin.
|>egar öldin, sem nú er að kveðja,
snerist um möndul sinn árið 1848,
gerðu menn sér í hugarlund, að síð-
ari helmingur hennar mundi verða
notaður til að meðhöndla vandrædd-
ustu málin, sem tímabær voru þá,
félagsleg, stjórnfræðileg, heimspekileg,
uppeldismál einstaklingsins og mann-
kynsins. Hin gömlu, einföldu, stór-
gerðu mál um sjálfsforræðisrótt og sjálf-
stjórn þjóðanna, friðhelgi þjóðflokka
og einstaklinga, prentfrelsi og frjálsa
verzlun, trúarbragðafrelsi og hugsun-
arfrelsi, umræðufrelsi og fundafrelsi o.
s. frv. — slíkum málum hugðu menn
þá til lykta ráðið fyrir fult og alt,
og að enginn ætti framar að eyða
neinum orðum að þeim.
Og meira en 50 árum síðar eru
langt fram yfir 100 miljónir ánauðugra
og réttarvana manna á Bússlandi,
menn, sem þar af leiðandi eru hættu-
legir fyrir samvistamenn sína, menu,
sem ekki mega lesa nokkura bók
eða nokkurt blað, því siður rita nokk-
ura bók eða nokkurt blað, nema stjórn-
endur þeirra meti þann lestur eða
þau ritstörf meinlaus. Ög það eitt,
að meira en hundrað miljónir sætta
sig við önnur eins kjör, hefir gjörspilt
hinum helmingi Norðurálfunnar. Alt
í kringum mann er verið að brjóta
þjóðerni manna á bak aftur, alt í
kringum mann eru hugsanir beztu
mannanna að bisa við gömul trú-
arkreddu- og þjóðernismál, sem fyrir
löngu hefði átt að vera búið að ráða
fram úr, mál, sem ekki er unt áð
segja nokkurt nýtt eða skynsamlegt
orð um framar. Enn vekja þessi mál
eldlegan áhuga, gera menn að hetjum
og svikurum, verða tilefni til afreks-
verka, sem áttu heima hundrað árum
áður í mannkynssögunni, og valda
böli og skelfingum, sem hefðu átt að
vera undir lok liðnar naeð miðöldunum.
Að því er snertir margar, margar
miljónir manna, er lífi og hugsun nú-
lifandi kynslóða eytt í gersamlega úr-
elt efni, er deilt hefir verið um alt
það, er una þau verður deilt. Hver
einstakur maður lifir að eins þessu
eina lffi, og helmingur þess, sem að
er hafst, er sífeldar tafir fyrir fram-
förum mannkynsins.
Undarlegt kann það nú að virðast
og bera vitni um harðlyndi, að hafa
um langan tíma verið að hugsa
um meðferðina á Armeníumönnum,
þekkja nokkura af hinum beztu mönn-
um þeirra, körlum og konum, hafa
verið vottur að því, hvílíkar þrautir
mennirnir hafa þolað, hvílíka hug-
prýði þeir hafa sýnt, og hverníg öllu
lýkur eftir margra ára baráttu með
almennum manndrápum — og binda