Ísafold - 24.11.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.11.1900, Blaðsíða 1
Kemnr ut ýinist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 11 /s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík: laugardaginn 24. nóv. 1900. 72. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, óg býr til óefáð hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XXVII. árg. 1. 0. 0. F. 82ll303'/2. Forngripasafnið opið mvd. og Id. 11—12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið livern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjnd. og föstnd. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. ' Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Svein6- aonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Tafirnar •Helmingur þess, sem að er hafst, •er sífeldar tafir fyrir framförum mann- kynsinsu, segir dr. Georg Brandes. Hvað mundi hann segja, ef hann ætti heima á íslandi? Ætli honum kynni ekki að finnast nokkuð torfund- inn hinn helmingurinn, sá helmingur* inn, eem e k k i er tafir fyrir framför- unum? Fróðlegt væri að minsta kosti að Tita, hvort nokkurri ariskri þjóð hefir "tekist jafn-vel eins og oss að haga nær öllum sköpuðum hlutum hjá sér á þann hátt, að það skuli verða til þess að tefja sem mest fyrir henni í framsókninni. Æðsta stjórnarstofnun vor, stjórnar- deiliin íslenzka í Kaupmc.nnahöfn hefir, öllum mönnum vitanlega, varla nokkurt annað verk með höndum, að kalla má, en þetta eina: að tefja fyrir css. Bnginn maður mun til þess vita, að henni hafi nokkuru sinni hug- kvæmst nokkurt ráð til þess að efla framfarir vorar og flýta fyrir þeim. Engum manni mun heldur um það kunnugt, að hún hafi lagt sérlegt kapp á að 8tuðla að framkvæmdum þeirra framfararáða, sem öðrum mönnum hafa hugkvæmst. En geti nokkur maður bent á nokkura stofnun í víðri veröld, sem leiknari sé í því að tefja fyrir mönnum, þá hefir hann meiri fróðleik til að bera í því efni en vér höfum keyrt getið um. 011 vor stjórn- arsaga um fjórðung aldar aannar það svo áþreifanlega og ómótmælanlega, eam framast er unt. Aðahnarkmiðið er vitaskuld að girða fyrir allar þess- ar tilbreytingar, sem verið er að brjóta upp é. |>yki það ógjörningur, þá er að tefja fyrir þeim af fremsta megni. Sé stafvilla í einhverjum lögum frá al- þingi, þá er nú svo sem sjálfsagt að nota hana til þess að tefja fyrir mál- inu tvö ár að minsta kosti. Sé stjórn- ardeildin beðin að rannsaka eitthvað, þá er fyrst og fremst jafnaðarlega sjálf- sagt að draga það svo lengi, sem nokkur kostur er á, og jafnframt oft og tíð- um að leita upp þá menn eina til við- tals eða ráðuneytis, sem hagsmunir vorir kynnu að koma eitthvað í bága við. Alt af tefja, tefja, — aftra, aftra, og annars hvíla sig, gera ekk- ert! Og hvað á þá að segja um alþingi og þau starfskjör, sem það á við að búa? Treystir nokkui* maður sér til að hugsa upp ráð til að gera starf þess tafsamara en það er? Er það ekki hámark tímaspjalla-snildarinnar, að geyma ráðgjafann úti í Kaup- mannahöfn um þingtímann — þann manninn, sem þingið á að semja við og gæti margoft Bamið við á svo sem fjórðungi stundar — en senda þinginu í hans stað til samninga mann, sem um ekkert getur samið af þeirri ein- földu ástæðu, að haun veit sjaldnast meira um vilja ráðgjafans en þingið sjálft? Er það ekki aðdáanleg fyrir- taks-ráðkænska, þegar um það er að tefla, að tefja fyrir þingi og þjóð, að senda svörin tveim árum eftir að spurt er, í stað þeirrar flasfengni að svara þeim samstundis, eins og tíðk- ast með öðrum siðuðum þjóðum? Og þá má ekki gleyma hinni ríkulegu og rökstuddu von um, að svörin dragi ekki til neins samkomulags, og að svo komi nýjar spurningar og ný svör — eft- ir tvö ár. — Og þetta áfram koll af kolli. Alveg sömu tímaspjalla-ráðkænsk- unnar gætir í fyrirkomulaginu á miklu af embættisrekstrinum hér á landi. Haganlegar tilbúna þröskulda fyrir fljótri afgreiðslu málanna getur ekki en allar bréfaskriftirnar fram og aftur milii málsaðila, sýslumanna, amt- gatnna, landshöfðingja, ráðgjafa út af nærri því hverju lítilræði. Skriffinskan er hið eina að kalla má, sem þróast og dafnar í þjóðlffi voru. En hún stendur Iíka í slíku gengi og svo gullnum blóma, að það liggur við’ að alt annað kafni. Vafasamt er þó, hvort tímaspjöllin eru nokkurstaðar jafn-sárgrætileg eins og í því, er til mentamálanna kemnr. Sjö til átta ár eru ungir menn að búa sig undir það að verða stúdentar. Og hvað gáfaðir sem námsmennirnir eru, verður naumast sagt, að þeir hafi á öllum þeim langa tíma numið nokkurn hlut svo, að það geti komið þeim sjálfum eða nokkurum manni öðrum að nokkuru haldiílífinu. þ>eir kunna enga tungu til nokkurrar hlítar, hvorki sína né annarra. þeir geta fæstir gert stórlýtalaust grein fyrir algeng- ustu sannindum í rituðu máli. |>eir eiga ekki skólanáminu að þakka, ef þeirgeta tekiðað sérnokkurt verk frem- ur en vel gefnir, óskólagengnir menn. Mestmegnis fyrir það, að þeir hafa verið neyddir til að verja tímanum til að þrælka við að læra dauðar tungur, sem talaður voru fyrir þúsundum ára, tungur, sem þeir hafa engin veruleg not af og—vita ekkert í eftir altstrit- ið. fpvílík tímaspjöll! þvílík óhemju- eyðsla á mannsæfinni! f>ó kastar fyrst tólfunum, þegar til alþýðumentunarinnar kemur. Mesti fjöldi barna á landinu verður að eyða Bvo æskuárunum, að hann fær ekkert nýtilegt að læra, sér ekki einu sinni nokkurn mann, sem k a n n að kenna því til bókarinnar almennilega, nema kristin fræði þar sem bezt lætur. Og jafnvel í beztu skólunum, sem stórfé er varið til, eins og hér í Reykjavík, er fyrirkomulaginu þannig háttað, að börnin eru naumast hafandi þar — sex til sjö ára ólæsir óvitar, til dæmis að taka, neyddir til að læra »kverið«, sem þeir skilja ekki eitt orð í, og komast svo ekkert áfram í því, sem þeir hafa skilyrði fyrir að læra á þeim aldri. þeir, sem veita stofnunum þessum forstöðu eða umsjón, sjá það vitan- lega engu síður en aðrir, hve fráleituí andhælisbragur þetta er og hve mikl- um tímaspjöllum það veldur; og þeir taka það nærri Bér, sumir hverjir að minsta kosti, að geta ekki kipt þessu í lag. En þeim er það um megn, vegna þess, hve nauða-ófullkomin lög- gjöf vor er, sú er að alþýðumontamál- um lýtur. t f>ó eru ef til vill timaspjollin við daglega, líkamlega vinnu manna til- finnanlegust, af því að þau ættu að geta legið hverjum einfeldningnum í augum uppi. f>að eru naumast miklar ýkjur, að þjóðin kunni varla nokkurt verk að kalla má eins og það er unnið í öðrum löndum, einsog þarf að vinna það nú á tímum til þess það geti svarað kostnaði. Hún hefir ekki peninga til neins, getur yf- irleitt ekki eignast nauðsynleg áhöld til neins, ekki sléttað þúfurnar, ekki veitt sér alment þau híbýli, se.n hún heldur heilsu f. Ekki er furða, þótt torsótt^ verði eftir framfarabrautinni! Og þegar svo einhverjum hugkvæm- ist að fækka töfunum, reyna að láta þjóðina verða ofurlítið greiðstígari — hvað verður þá? f>á rísa upp málgögn afturhaldsins, tafanna, tímaspjallanna, — hamslaus, froðufellandi, rægjandi, svívirðandi, ganga f bandalag við skriffinskuna og heimskuna til þess að tefja, hefta, binda. f>á er að telja þjóðinni trú um, að því, sem fækkað hefir töfun- um hjá öðrum þjóðum, knúið þær á- fram til aukinnar velmegunar og menningar, sé haldið her að mönnum því skyni einu, að flæma þá burt af l&ndinu! Auðvítað mistakast slíkar tilraunir. Auðvitað verða þær á endanum þeim einum til háðungar, sem beita þeim. S En stillingu þarf til að hugsa með köldu blóði um tímaspjöllin, sem þ»r valda. Ekki að eins tafirnár i þeiin málum, sem um er að ræða, heldur og tafirnar á öllum þeim nauðsynja- málum þjóðarinnar, sem enn eru ó- rædd og ekki komast að hjá henni fyrir þrefinu um það, sem öllum heíl- vita mönnum ætti að vara farið áð liggja í augum uppi. Að þurfa ár eftir ár að stritast við að koma mönnum f skilning um, að haganlegra sé að eiga tal um samn- ingaatriði viö þann mann sjálfan, er senaja á við, heldur en við einhvern annan, sem lftið eða ekkert veit um vilja hins samningaaðilans — það ar að minsta kosti eins hlægilegt eins og það er hörmulegt. Að þurfa að tön- last á þvf mánuð eftir mánnð, og skýra það vandlega frá öllum hliðum, að þjóð, sem ekki getur snúíð sér við fyrir peningaleysi, sé hagur að því en ekki óhagur, að nægir peningar séu á boðstólum, það virðist ganga barna- skap næst. Ætla mætti, að eitthvað þarfara umræðuefni væri til, eitthvað, sem þjóðinni væri óljósara en þessi barnalega einföldu sannindi, sem útrætt ætti að vera um á drykklangri stund. Og enginn vafi er heldur á þvf, áð þjóð vor væri lengra komin bæði í umræðum og framkvæmdum, ef ekki væri þe8si kappsamlega viðleitni við að tefja fyrir henni, tefja fyrir skiln- ingi hennar og tefja fyrir framkvæmd- um hennar. Hún er stödd í völundarhúsi fáfræði, fátæktar, framtaksleysis, hugleysis. Ariadne-þráðinn, sem á að vísa henni leið út úrþví, er búið að leggja. Hún ætti jafnvel að vera farin að eygja dagsljósið úti fyrir. En svo er reynt að teygja hana inn í hvern afkymann inn f allar dimmustu ógöngur heimsk- unnar, til þess að aftra því, að hún renni á ljósið. Og ótrúlegt er það, hve mikill hluti hennar lætur teym- ast. En út kemst hún þó áreiðanlega á endanum, ef ekki brestur þolinmæð- ina. Veðrátta mjög vanstilt, stormar miklir og rigningur. Líkt að heyra langt að með póstum. Norðanhríðin snarpa og skyndilega f öndverðum þessum mán. hefir valdið fjársköðum víða, meiri og minni. Segir póstur ýma dœmi þess úr Dölum meðal annara. Rúmlega 30 fjár fundið dautt f Olafa- dag. Minna á öðrura bæjum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.