Ísafold - 24.11.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.11.1900, Blaðsíða 3
285 að þær voru ómögulegar, ef svo mætti að orði kveða. |>að, sem varð þeim aðallega að fjöilesti, var vanþekking- in. IVÍenn höíðu ekki næga þekkingu til að dæma um búféð eftir ákveðn um reglum. Sýningarnar í liangár- vallasýslu sýna því alls eigi, að sýn- ingar séu hér á Iandi ómögulegar, heldur að eins, að það þarf að setja þekkinguna þar í öndvegi eins og annarstaðar. f>að verður að vera hlutverk Búnaðarfélags Islands að koma þessu í gott lag, því að sýning- arnar eru mjög mikilsverðar fyrir landslýðinn. En í sambandi við sýn- ingarnar þurfa að vera bændafundir. Eins og nú er ástatt, hafa bændur ekki næga þekkingu til þess að halda fróðlega búnaðarfundi, og þeir hafa ekki þekkingu til að dæma búfé. jpess vegna þarf Búnaðarfélagið að senda fróða menn á sýningarnar og fundi þeirra til þess, að halda fyrir- lestra um búnaðarmál, og til þess að dæma um sýningargripina aamkvæmt réttum reglum, er séu í fullkominni samkvæmni við kenningar vísinda- mannanna. Menn eru farnir að finna til þess, að nauðsynlegt er að koma saman og heyra eitthvað annað en hina venju- legu sveitasuðu. jpetta sýna hátíðirn- ar, sem sveitamenn eru farnir að halda hér og hvar. jpað er meinið um þær, að menn hafa þar ekkert reglulegt hlutverk. jpegar til lengdar lætur, verður þar lítið annað að hafa en meir og minna vel til fundið framfara- gum, sem verður jafnvel til þess að auka enn þá meira kínverskan sjálf- birgingsanda hjá lýðnum. Hór er að ræða um þörí þjóðarinn- ar, og það er hlutverk Búnaðarfélags- ins að sjá um, að henni verði fullnægt á réttan hátt. f>að verður að fá sér fullnægjandi vitnesfeju um það, hvern- ig sýningar eru í öðrum Iöndum, og ákveða svo með hliðsjón á þeim, hveruig sýningar eigi að vera hér á landi, semja reglur um það, hvernig eigi að dæma um gripi á sýningunum, útvega fróða dómendur, senda menn, sem haldi fyrirlestra fyrir bændum um búnaðarmálefni, laggi verbefni fyr- ir búnaðarfundina og hafi yfirleitt um- sjón með sýningunum. Eg vonast til þess að menn hafi tekið eftir upphæðinni, sem Danir veita til að gefa út ættartölubækur hesta og kvikfjár. jpessi styrkur er 10 þús. kr. Eftir sama mælikvarða ætti að veita til þessa hér á landi 600 kr. á ári. jpetta er bending um það, hversu Danir meta fróðleikinn og þekkinguna mikils. Eg get ekki sagt, hversu mikið þeír veita til bóka og styrktar búnaðarfræðslu á þennan hátt. En eg gæt ímyndað mér, að það væri alls yfir af ríkissjóði o. s. frv. um 50 þús. kr. og væri það þá tiltölulega hér á landi um 3000 lrr. Auðvitað þurf- um vér vegna mannfæðar tiltölulega talsvert meira fé til bókaútgáfu. Bún- aðarfélagið hefir þegar tekið að sér útgáfu búnaðarritsins, en það þarf með tímanum að gjöra kröfur til þess að lagt verði mikið meira fé fram til þess að efla búnaðarfræðslu í landinu með útgáfum á hentugum búnaðarbók- um fyrir bændur um meðferð á sauð- fé, kúm og hrossum, mjólk og öðrum afurðum búsins, um garðrækt, túnrækt skógrækt o. s. frv. j>að er margt fleira, sem Búnaðar- félagið þarf að takast á hendur, að þvf er snertir búnaðarfræðslu, ef vér eig- um að komast á jafnhátt stig sem Danir í búnaði. jpað þyrfti að stuðla til þess að búsáhöld bænda bötnuðu og til þess að fundin yrðu upp hent- ug verkfæri eða útlend verkfæri löguð eftir þörfum okkar. j>að þyrfti á sín- um tíma að stuðla til þess, að hér á landi yrði stofnað búnaðarsafn o. fl. En það er ekki ástæða til þess að fara frekar út í þetta að sinni. Vér viljum snúa huga vorum að því að athuga ýmsar verklegar framkvæmdir, sem Búnaðarfélagið þyrfti að sinna. Útlendingahatur Kínverja. II. (Síðari kafli.) Annað deiluefni og gremju er til- raunir útlendinga til að fá afnuminn innanlandstollinn á útlendum vörum. A leiðinni frá hafnarborginni, sem vör- urnar koma fyrst í, og þangað sóm þær eiga að fara, á hér og þar að greiða aukatoll af aðfluttum vörum, sem kall- aóur er »likin». Aukatollur þessi er tilfinnanlegar álögur fyrir verzlun út- lendra þjóða og samningar hafa kom- ist á um það, að »likin« toll skuli ekki greiða af aðfluttum vörum, svo fram- arlega sem fjárhæð, er nemí helmingn- um af honum, só greidd þar, ssm vör- urnar eru fluttar á land. En þessum samningum kunna mandarínar (o: embættismennirnir) hið versta; því að »likin»-tollurinn rennur í vasa sjálfra þeirra, en aukagjald það, sem greitt er í hafnarborgunum, fær stjórnin í Peking. Oft er því haldið fram, að >likin«-tollurinn sé ekki annað en fó- fletting af hálfu mandarína, og að ekki sé nema sanngjarnt að svifta þá þeim tekjum. Enda er það hverju orði sannara, að mandarfnar féfletta menn, hvenær setn þeir fá höndunum undir komist, en jafnframt verður að gæta þess, að stjórnarfyrirkomulagið neyðir þá íil að afla sér fjár ólöglega og óráðvandlega. Áður en samning unum um afnám »likin«-tollsins verður komið í framkvæmd að fullu og öllu, verður að gera þær breytingar á um- boðsstjórninni, að embættismennirnir þurfi ekki að beita féflettingum sér til viðurværis. þeim breytingum fæst ekki framgengt, nema aðrar þjóðir skerist í leikinn, en meðan þær gera það ekki, verður »likin«-tollurinn stöð- ugt og alvarlegt ýfingarefni milli mandarína og útlendra embættismanna og kaupmanna. Trúboðsstarfsemin og trúboðarnir, bæði kaþólksir og mótmælendatrúar, hafa og átt mikinn þátt í að blása að hatrinu gegn útlendingúm. Auk þess sem það særir þjóðardramb Kínverja, að boðuð sé trú í lanainu, sem er æðri en trúarbrögð sjálfra þeirra, þá verða menn og að gæta þess, að trú- boðinu er samfara undirokun þjóð- arinnar, og að það er eingöngu fyrir sigurvinningar útlendinga, að það er látið viðgangast. Að því er til trúmála kemur, eru Kínverjar meðal hinna umburðarlynd- ustu þjóða í allri veröldinni; en því miður verður kristindómurinn að berj- ast gegn helgisiðum, er tíðkast hafa með Kínverjum frá ómuna tíð, siðum, er þeir telja undirstöðu þjóðfélagsfyr- irkomulagsins. |>að er forferðatignan- in; og ekkert er það, er Ivínverja tek- ur sárara, en árásir útlendinga á hana. Trúboðarnir vita þetta vel, og flestir þeirra tala því um hana með gætni í pródikunum sínum. En samt berja3t þeir gegn henni, kirkjudeildirnar kveða upp skýlausan áfellisdóm yfir henni og þetta veit þjóðin. Af þessu stafar að langmestu leyti fjandskapur þjóðarinnar við útlendinga, og úr þessu verður ebki bætt, nema kristnir menn vilji fara að sýna af sér svo mikið umburðarlyndi, að gagnstætt verði anda kristindómsins. Onnur orsök útlendingahacursins er hlunnindi þau, er þeir Kínverjar njóta, Bem Bnúast til kristinnar trúar; þeir losna sem sé við ýmsar álögur, er aðr- ir landar þeirra verða að greiða. Samningar hafa verið um það gerðir, að kristnir Kínverjar skuli ekki sæta ofsóknum vegna trúarbragða sinna, og að þsir skuli lausir við fjárframlög til viðhalds goðahofum, og til heiðinna skrúðgangna. Eins og nærri má geta, hatast þjóðin og embættismennirnir við þau fyrirmæli. Almúgamönnum of- býður, að útlendingar skuli fá því til vegar komið, að nágrannar þeirra losni við skatt, er þeir verða sjálfir að gjalda, skatt, er verður því þyngri sem kristnir menn verða fleiri. Og embættismönnunum gremst það, að verða að kveða upp dóm, sem gagn- stæður er vilja þjóðarinnar í hvert skifti, sem brotið er gegn þessum fyr- irmælnm. Svo bætist það ofan á, að kristnaðir Kínverjar koma oft trúboð- unum til þess að kæra brot gegn þess- um samningafyrirmælum, þegar það sannast að engin brot hafa framin verið. þetta veldur æsingum miklum í þorpunum, og kristnir Kínverjar eru sakaðir um að nota vald útlendinga til þess að kúga landa sína. Mjög víða stafar útlendingabatrið af þessu. En hvernig á að komast hjá því? Sumar Norðurálfustjórnir hafa og beitt óvenjulegri grimd við Kínverja á síðari árum. Árið 1884 sökuðu Frakkar Kfnverja um það, að þeir hefðu veitt Tonkinmönnum lið, og sendiherra Frakka í Peking krafðist skaðabóta fyrir. Stjórn Kínverja tald- isfe undan að greiða þær skaðabætur. þ>á hélt franskur floti upp eftir Mi- fljóti, án þess friði væri sundur sagt áður, og tók að skjóta á kínverska flotann, sem þar lá, og eyddi honum á tæpri klukkustund. |>rjár þúsundir Kínverja féllu. Fljótið var fult að líkum, og marga daga varð ekki yfir það komist, án þess menn rækju sig á einhvern líkama þeirra manna, er þar höfðu orðið grimd Frakka að bráð. Lýðurinn þar í grendinni varð hams- laus, og vafalaust hefði hann ráðió á útlendinga þá, er þar höfðust við, hefði ekki bomið amarískir og enskir fallbyssubátar þeim til verndar.. Ekki sýndu Frakkar minni hrotta- skap í Shanghai tveim árum slðar. |>eir vildu færa borgarhlut sinn út og í því skyni langaði þá til að ná í stóran kirkjugarð, sem heyrði til borg- arlýðnum í Ningpo. Samningar um þetta mál tókust ekki, svo konsúll Frakka gerði sér þá hægt um hönd og lét rífa múrana utan um kirkju- garðinu. Lýðurinn snerist til varnar. Konsúllinn lét þá setja sjóliðsmenn á land; þeir Bkutu á múginn og drápu tvo tugi manna. jpjóðvérjar hafa og eigi alls -fyrir löngu farið svívirðilega að ráði sínu í Kiautsjau. Kínverjar höfðu ráðið á þrjá jpjóðverja, sem farið höfðu spotta- korn upp í landið. jpeir (þjóðverjar) komust lífs af. En til hefnda fyrir þetta tiltæki sendi þýzki höfuðsmað- urinn í Kiautsjau hersveitir þangað, sem árásin hafði verið gerð, og þær brendu tvö þorp þar. Út af þessum hrottalegu aðförum, sem beitt var jafnt við saklausa menn sem seka, varð lýðurinn tryltur, og enginn vafi er á því, að þær hafi vabið hnefamanna- óeirðirnar, enda eru þær runnar frá Shangtun, þar sem þýzka nýlendan er. Mannalát- í síðastl. júnímánuði önduðust að Böðmóðstöðum í Laugardal sómahjón- in Bjarni Snorrason og Sig- ríður Eiríksdóttir, er þar höfðu búið allan búskap sinn, milli 30 og 40 ár. J>au hjón voru bæði alþekt að dánumensku, trúrækni, stillingu og góðsemi, og þótt þau jafnan væru frem- ur efnalítil, voru þau ætíð fremur veit- andi, framiirskarandi gestrisin og góðviljuð og hjálpsöm við þurfandi, og voru því virt og elskuð af öllum, sem kyntust þeim. í Melbæ við Reykjavík andaðist síðastl. sumar eftir langar og þungar þjáningar heiðurskonan Guðrún O- feigsdóttir, Vigfússonar fráFjalli á Skeiðum,— sama konan sem »f>jóðólfur« ekki alls fyrir löngu taldi albata af tómum Ameríkuhug! Guðrún sál. giftist ung Sigurði Sig- urðssyni frá Votumýri á Skeiðum, dugnaðar- og sómamanni, sem nú er í Ameríku hjá syni sínum. þau bjuggu fyrst að Svínavatni í Mosfellssókn og síðan að Út-Ey í Miðdalssókn, alls um 40 ár. jpau áttu mörg bötn, sem öll dóu ung, nema 4, sem enn lifa, þar af 2 synir og dóttir í Ameríku, og son- ur hér hoima. Guðrún sál. var at- gerviskona bæði til sálar og líkama, en misti heilsuna á ungum aldri, og bar þann kross með þreki og stillingu. Hún var siðvönd og trúrækin, reglu- sötn og stjórnsöm; en þó glaðvær, framúrskarandi góðviljuð og gestrisin og stóð yfir höfuð í stöðu sinni, sem oft var vegna vanheilsu hennar mjög erfið, með miklum sóma. St. Úr Skagafirði er ísafold skrifað 30. f. m.: »Tveir af merkustu bændum hér í sýslu eru dánir nái. miðjum þessum mánuði (okt.) — Gunnar Ólafs- s o n í Ási í Hegranesi, bróðir Bjarn- ar augnalæknis; og Guðmundur Pétursson í Hofdölum. Er að þeim báðum mikill mannskaði. Sér í lag sakna menn Gunnars sárt«. * _ _ _ Heilsufar vísinda-stórmeistarans. Lækningatilraunin við hinn geð- sjúka vísindastórmeistara, sú er getið var um daginn, — sjúkan af geðofsa, — hefir tekist eftir öllum vonum. Hon- um er miklu rórra síðan. Hann er hættur að rása um bæinn með í- myndaðar stafvillu-uppgötvanir, á- sækjandi með þær nótt og dag unga og gamla, karla og konur, útlenda menn og innlenda. Andlitið er orðið aftur eins og tungl í fyllingu, og upp- ljómað af sæluríku sigurbrosi. Hann hafði líka unnið glæsilegan sigur •— glæsilegri en dæmi er til í vísindasögu þessa lands. Ekki ein- ungis í sjálfu leikhúsinu um daginn, heldur utan þess; áhrifin langt um víðtækari — þar sem t. d. nál. 20 lærðir menn hér í bæ þeirra á meðal, er við ritstörf fást eða kenslu, og það rnargir hinna helztu í þeim flokki, sem höfnuðu boði stórmeistarans á fund- inn og sátu heima, gerðu það af ógn, skelfingu og kvíða við að eiga að standa augliti til auglitis við hinn ó- skaplega vísindajötun, en alls ekki af því, að þeir hefðu megna skömm á öllu hátterni mikilmennisins hór að lútandi (auglýsingunni o. s. frv.). f eir léku og snildarlega í móti, áheyr- endurnir í leikhúsinu, þessir sem hann hafði annars útvalið til að hlusta á eintal sálar sinnar. f>eir létust sam- Binna hj&rtanlega sérhverju atriði í staffræði hans m. m., bæði þeir, sem allgott vit höfðu á því, sem hann var að fara með, þeir er lítið vit höfðu á því, og loks þeir sem alls ekkert vit höfðu á því — þeim varð það auðvitað tiltölulega óörðugast. |>eír lótust samsinna því, að kver- inu, sem stórmeistarinn gerði að um- talsefni, hefði verið ætlað að geyma öll þau orð, er íslenzk tunga á til, jafnt þá miklu mergð íslenzkra orða, sem varla verður nobkuru læsu barni á að skrifa öðru vísi en rétt, og hitt, sem allcítt er, að mikið vel læsir menn og skrifandi villist á; en úr því kverið gerði það ekki, á 4 örkum og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.