Ísafold - 24.11.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.11.1900, Blaðsíða 2
r 284 Nokkur orð nm búnað Islands. Eftir Pál Brievi. III. £g hefi þegar farið Dokkurum orð- um um, hver nauðsyn beri til að vernda búnaðinn fyrir öllu því illu, er sið- menningu fylgir og samskiftum við aðrar þjóðir. Bn nú skulum vér ræða um, hvernig íslendingar eigi að færa sér siðmenninguna réttilega í nyt, og verður þá fyrst að athuga þekking- una; því að þekkingin er valf. •Blindur er bóklaus maður«, segir máltækið. Bf íslendinga vantar bók- lega þekkingu, þá eru þeir eins ósjálf- bjarga og blindir menn. þ>ó að þeir séu ekki líkamlega blindir, þá eru þeir audlega blindir, og þeir sem þekkja, hversu skaðvænlegt það er, að vera líkamlega blindur, ættu að gera sér í hugarlund, að það er ekki betra að vera andlega blindur, og að það er erfitt að leiða blindan lýð. |>að varðar mest til allra orða, að undir- staðan rétt sé fundin. En undirstað- an verður eigi fundin nema með þekk- ingu. Yér skulum nú bera dálítið saman, hvað gert er til að efla búnaðarþekk- ingu hér á landi og hjá samþegnura vorum í Danmörku. Skulum vér athuga hin helztu fjár- framlög í Danmörku, eins og þau eru f fjárlögunum fyrir fjárhagsárið 1900— 1901. í lögunum er veitt fyrir árið: 1. Til landbúnaðarhá- skólans ...... í. ... kr. 342,321 2. Til landbúnaðarskóla og lýðháskóla ...... — 321,500 3. Til fyrirlestra í biinað- arfélögum um búnað- armálefni ............. — 6,000 4. Til mjólkurfræðslu — 18,000 5. Til búnaðarkenslu handa húsmönnum — 2,000 6. Til landbúnaðarráðu- nauta.................. — 51,182 7. Til gróðrartilrauna og ráðunauta þar ......... — 63,415 8. Til ráðunauts í efna- fræði.................. — 3,000 9. Til smjörsýninga ... — 36,000 10. Til sýningar í Óðiní- vé (helmingur) ........ — 50,000 11. Til annarra sýninga — 241,000 12. Til að gefa út ættar- tölubækur búfjár ... — 10,000 13. Til iíffærafræðslu- stöðvar (biologisk sta- tioD) ................. — 24,382 Kr. 1,168,800 í raun réttri er veitt talsvert meira til búnaðarfræðslu í Danmörku; en það er samtvinnað öðrum fjárveiting- um. Bg verð að ætla, að þessar fjár- hæðir séu svo miklar, að fjárfram- lögin séu að minsta kosti 100—200 þús. kr., og kemur þá í Danmörku kr. 1,20 á hvern þann mann, er lifir á búnaði (landbúuaði og fiskiveiðum). Hér á landi er veitt til fræðslu í búnaði samkvæmt fjárlögunum fyrir 1900 og 1901 um árið 1900: 1. Til búnaðarskóla.. kr. 10,000 2. Til mjólkurfræðslu ... — 2,000 3. Til gróðrartilrauna ... — 2,000 4. Til búnaðarrits ....... — 240 5. Styrkur til dýralækn- inganáms .............. — 1,^00 6. Styrkur til búnaðar- náms .................. — 500 7. Til fiskiveiðarannsókna — 800 8. Til rannsókna á fóður- jurtum............... — 1,000 Kr. 17,740 Hér á landi koma því á hvern þann, er á búnaði lifir, tæpir 30 aur- ar. Bf fjárframlögin væru eins og í Danmörku, þá ættu þau að vera 72 þús. kr. Ef þessi fjárhæð væri lögð til búnaðarfræðslu hér á landi, þá væri eitthvað hægt að gera í þessu efni. Vel getur verið, að ýmsum þyki þetta of mikil fjárframlög; en það er þá sama sem að halda því fram, að búnaður hér á landi eigi og hljóti að standa íT lægra stigi en hjá sam- þegnum vorum í Danmörku. En hvers vegna eigum vér að vera hinir aumustu þegnar í hinu danska ríki að undanskildum Eskimóum? Og getur nokkur ipaður búist við því, að vér getum lyft atvinnuvegum þessa lands á hærra sig, ef vér viljum ekki taka á oss viðlíka byrðar að tiltölu eins og samþegnar vonr? Vér verðum ein- hvern tíma að læra að skilja það, að vér getum ekki fundið nýjar siðmenn- ingarleiðir. Vér getum ekki farið neinar aðrar leiðir en hinn þrönga og bratta stfg, sem samþegnar vorir hafa farið á undan oss. Danir leggja til búnaðarfræðslu meira en eina miljón kr. En getur nokkur maður ímyndað sér, að vér þurfum tiltölulega minna? |>að vita þó allir, að smábúskapur er tiltölu- lega dýrari en stórbúskapur. Pétur Jónsson, alþingismaður á Gautlöndum, hefir sagt mér frá því, að hann hafi í vetur átt tal við vin okkar íslendinga, P. Fejlberg í Sö- borg, um búnað DaDa, og spurt hann um það, hver væri ástæðan til þess, að Danir væru komnir á jafnhátt stig í búnaði. Fejlberg svaraði því þannig: »|>að eru alþýðuskólarnir*. Danir leggja mikið fé fram til að menta börnin, en vér lítið, mjög lítið. Vér leggjum fram 40—50 aura á mann, en Danir kr. 5,25, eins og eg hefi skýrt frá í Lögfræðingi 4. árg. Vér höfum, eins og eðlilegt er, mjög fátæk- legar bókmentir í búfræði. Vér erum mjög afskektir og skamt á veg komn- ir f siðmenningu. jþess vegna fer því svo fjarri, að fjárframlög til fræðslu í búnaði megi vera minni en í Dan- mörku, — það er að segja, ef vér viljum jafnaat víð Dani, — að þær þyrftu að vera talsvert hærri. J>ær mega alls eigi vera lægri og Búnaðar- félag íslands hlýtur að gera alvarleg- ar kröfur um, að fjárframlög til bún- aðarfræðslu verði aukin mjög mikið á næstu árum. Hér er eigi rúm til þess, að taka þetta til fullkominnar athugunar; en samt vil eg koma með nokkurar bendingarum, f hverja átt mér virðist vér eigum að halda. Vér verðum þá sérstaklega að gá að því, hvar skórinn kreppir mest, og ber þess þá fyrst að geta, að ef Búnaðar- félag íslands á að koma að fullum notum, þá þarf það að hafa vísinda- lega mentaðan ráðunaut. Búnaðarfé- lagið þarf að vera sambandsliður milli búnaðarins í útlöndum og búnaðaríns hér á landi. |>að þarf að hafa vak- andi auga á framförum annarra landa í búnaði og stuðla til þess, að vér getum tekið upp allar góðar nýjuugar í búnaði erlendis, hvort sem er í smjörgerð, fóðrun búfjár, kynbótum húsdýra, meðferð á afurðum búsins, o. s. frv. Svo þarf að leiðbeina mönn- um í þessu efni og búa búnaðarmál- efni undir búnaðarþing félagBÍng. Búnaðarfélagið getur ekki fullnægt þessu, nema það hafi á að skipa vís- indalega mentuðum ráðunaut, sem geti eingöngu gefið sig við búnaðar- málum. Fyrir því þarf Búnaðarfélag- ið um fram alt að fá fé til þessa. Enn fremur verður að geta þess, að hér er mjög, tilfiananlegur skortur á vel meniuðum búíræðingum. Bún- aðarskólarnir hafa gjört mjög mikið gagn, og ef þeir eru dæmdir með sanngirni, þá hafa þeir að öllum i(k- indum unuið fullkomlega það ætltfn- arverk, sem við hefir mátt búast. Sérstaklega hefir Ólafsdalsskólinn verið einhver hin þarfasta stofnun á þessu landi. Búfræðingarnir frá þeim skóla hafa verið verkstjórar og etað- ið fyrir jarðabótum, sem annars hefðu verið ógerðar á þessu landi. En það hefir verið heimtað langt of mikið af búfræðingunum. Af því að engum öðrum hefir verið á að skipa, hefir verið heimtað af þeim að standa fyr- ir hinum vandasömuatu verkum. f>að hefir verið heimtað, að þeir gerðu hinar vandasömustu mælingar, þó að þeir hefðu eigi einu sinni þau verk færi, sem eru skilyrði fyrir því, að mælingarnar geti verið áreiðanlegar. f>að hefir verið heimtað af þeim, að þeir væru kennarar við búnaðarskóla, þó að þeir hefðu að eins gengið á búnaðarskólann. f>að er eins og ef ætlast væri til, að barnið úr barna- skólanum gæti verið barnakeunari, stúdentinn gæti verið kennari við latínuskólann o. s. frv. fætta þykir alstaðar óhafandi. En hér á landi hefir þó þetta verið heimtað af bú- fræðingunum og það þó að skólarnir hafi átt við örðug kjör að búa. Pilt- ar, sem á þá hafa gengið, hafa verið illa undirbúnir, og bóklega námið á skólunum verið næsta lítið. f>að er tilfinnanlegur skortur á bú- fræðingum, sein hafa fengið frekari fræðslu en þá, sem búnaðarskólarnir veita og geta veitt. f>að verður ekki bætt rir þessum skorti, nema búfræð- ingarnir geti fengið sér frekari fræðslu, og þetta verður nú sem stendur ein- ungis á þanu hátt, að menn geti feng- ið ríflegan styrk til þess, að leita sér frekari búfræðismentunar erlendis. f>að er nú einu sinni svo í lífinu, að þeir sem eru efnaðastir hafa ekki að sjálfsögðu beztar gáfur, hæfileika, á- huga og iðjusemi. f>að er alloft svo, að þessa verður að leita hjá fátækum piltum. Ef l&ndið á að geta notið þeirra, þá verður landið að vejta þeim styrk til þess, að afla sér ment- unarinnar. Hér ræður sama lögmál og í búskapnum. Bóndi fær ekki á- gætan og arðmikinn grip, ef hann tímir ekki að verja neinu til uppeld- isins. Auk þessa þarf að vera fullkomnari búnaðarkensla í landinu sjálfu. Bú- fræðingarnir þurfa að fá frekari fræðslu en þeir eiga nú kost á, og þess vegna þarf nauðsynlega að stofna búnaðar- skóla, auk þeirra, sem nú eru, til þess að veita slíka fræðslu. Við búnaðar- skóla þá, sem nú eru, gengur ekki helmingur námstímans til bóklegs eða réttara sagt andlegs náms. fað er ekki þörf á að stofna nýjan sveita- búnaðarskóla; en það er þörf á frek- ari andlegri fræðslu, og því þarf slík- ur skóli að vera þar, sem hægast er að fullnægja slíkri þörf. Eðlilegast virðist, að þessi skóli væri í Eevkja- vík, svo að hægt væri að nota hina beztu kenslukrafta þar, og að söfnin þar gætu orðið skólanum að gagni. f>að virðist vera eitt af hlutverkum Búnaðarfélags Islands, að taka þessi atriði til rækilegrar fhugunar og und- irbúnings og að gera þær kröfur, sem landi og lýð eru fyrir beztu. »Heílbrigðir þurfa ekki læknis við«, segir máltækið. Margir íslendingar hafa hingað til varla fundið til þess, að þeim væri verulega áfátt í neinu. En vonandi fer hann að minka, þessi kínverski sjálfbirgingsandi hjá mörgum íslendingum. f>að er ekki hægt að byrgja augu sín fyrir sannleikanum. Jafnvel þeir, sem hafa verið alveg blindir eru að fá skímu. Menn játa nú að smjörinu sé áfátt, því að menn geta ekki annað. Eh getur nokkur í- myndað sér, að brauðgjörðin sé betri eða matreiðsla yfirleitt. Matreiðsla er að ýmsu leyti að breytast; eD fyrir vanþekkingu og vankunnáttu er hætta á, að breytingin sé eigi holl fyrir heilsu lýðsins. það er kvartað um þetta í Norvegi, og hér er engu síður ástæða til þesa. En þá er að auka þekking- una og kunnáttuna; menn eru farnir að sjá nauðsynina á þessu í öðrum löndum, og þess vegna eru hússtjórn- arskólarnir þar í miklum vexti og við- gangi. það er áríðandi, að hússtjórnarskól- arnir verði í réttu lagi. Meðan al- menningur er sem allra fáfróðastur, er hættau mest. f>á er mest sózt eft- ir prjálinu. f>ó að stúlka kunni ekki að gera við sokk, bæta bót eða sauma barnsskyrtu, þá er aðaláhuginn hennar stundum að fá tilsögn í vandasömustu hannyrðum, að sauma rósir í blaða- sliður o. s. frv. Hitt skiftir síður máli, hvernig rósin er. Hið sama kemur auðvitað fram á hússtjórnarskólanum. þ>að verður prjál- ið sem mest verður sózt eftir. Fyrir því þarf aðl gæta þess, að skólinn stefni að hagfeldu markmiði. f>að, sem verður aðalatriðið, er, að stúlkur geti lært að búa til á bezta hátt þann mat, sem heimilin þarfnast mest. f>að skiftir ekki litlu, að fólk hafi holt og gott brauð að nærast á. J>að skiftir ekki litlu, að fólk geti lært að nota síldina á sem beztan hátt, að harðfiskurinn verði vel verkaður, að þjóðinni lærist að leggja niður heilsu- spillandi kaffidrykkjur o. s. frv. Verið getur, að einhver segi, að þetta komi Búnaðarfélaginu ekkert við. En hver á þá að hugsa um það? Búnaðarfélag Norvegs hefir marga hússtjórnarskóla. |>að er meir en lít- ilsvert fyrir búnaðinn, að hússtjórnin sé í góðu lagi. f>ess vegna verður það að vera eitt af hlutverkum Búnaðarfélagsins að sinna slíkum skólum. Garðyrkja er á mjög lágu stigi, að minsta kosti á Norður- og Austur- landi. f>að hlýtur að verða eitt af hlutverkum Búnaðarfélaga íslands að fá komið á fót kenslu í garðyrkju. Skógana er búið að fara með hér á landi að miklu leyti; það hlýtur að verða eitt af hlutverkum Búnaðarfélags Islands, að taka það mál til rækilegr- ar íhugunar. Forfeður vorir hafa rú- ið hlíðarnar og dalina að skógi; vér verðum að byrja á því að klæða land- ið aftur. J>að skiftir ekki litlu fyrir þetta Iand, að bóndinn geti ræktað svo mikinn skóg, að hann hafi stuðn- ing af honum til eldiviðar og nægan raftvið í útihús, auk þess sem það er alls ekki óhugsandi, að vér getum með vaxandi þekkingu og reynslu feng- ið við til húsagjörðar alment, auk þess sem skógurinn veitir skjól og bætir loftslag landsins. Margt fleira mætti um þetta ræða, en mönnum mun nú víst þykja nóg um skólana og kröfurnar um þekkingu manna. Sný eg mér því að sýningun- um. Eins og áður er tekið fram, verja Danir meira en 300 þús. kr. til sýn- inga á ári. |>að er auðséð, að sýning- arnar eru aðallega til að þess að auka þekkingu manna. |>ær eru ráð til þess að kenna eldri mönnunum og sýna þeim með ljósum dæmum, hvern- ig búnaðurinn getur verið. Búnaðarfélag Suðuramtsins hefir einu sinni veitt fé til sýninga. Fyrsta árið, aem eg var sýslumaður í Bang- árvallasýsln, lét það halda sýningar í sýslunni. En svo datt botninn úr því. Sýslunefndin hélt þá sýningunum á- fram tvö ár, svo að þær voru þar alls 3 ár. f>á var þeim hætt, enda var þá fengin full reynsla fyrir því,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.