Ísafold - 24.11.1900, Blaðsíða 4

Ísafold - 24.11.1900, Blaðsíða 4
286 fyrir avo sem Yio hluta verða á við hitt, þá væri það miklu verra en ekki neitt. þeir létust samsinna því, að rétt- ara væri að halda sér við bögumæli og dönskuslettur heldur en að nota fornar orðmyndir, hve lftið sem frá- brugðnar eru daglegu tali, þó að stórmeistarinn beri jafnan ekki síður en aðrir fyrir sig fornan rithátt til sönnunar því, hvernig orð eigi að rita — eftir þvl sjálfsagt réttara að rita «hjirti« heldur en »hirti«, »miskun« og »vorkun« heldur en »miskunn« og »vor- kunn«, og líklega lieldur »þekir« en »þykir« (af »að þykja«). f>eir létust trúa því, að þeir Pálmi Pálsson og G. T. Zoega væru alls ekkert eða sama sem ekkert við kver- ið riðnir, þrátt fyrir það sem í for- málanum stendur með þeirra sam- sinni, og þrátt fyrir það, hvernig þeir tóku yfirlýsingu stórmeistarans í málgagninu ónefnda (sbr. lsafold 3. þ. m.). |>eir samsintu því, að örfáar, hverju barni auðráðnar prentvillur í bókinni væru engu öðru um að kenna en frámunalegu þekkingarleysi höfundar- ins og aulaskap. |>eir samsintu því, að úr því að hinar örfáu línur aftan við formálann — »nokkurar stafsetnÍDgarreglur*, sett- ar þar að eins til bendingar um, hverjum helztu meginreglum hefði verið farið eftir í bókinni, — úr því að þess- ar línur hefði eigi inni að halda full- komna íslenzka staffræði, með öllum þar til heyrandi útlistunum, un’dan- tekningum o. s. frv., þá bæru þær vott urn ódæma-fákænsku höfundarins og asnaskap. Ollu þessu samsintu þeir hver með öðrum, einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og til stóð, meðal anDarrat. d. tveir norir nafnfrægustu málvitring- ar og staffræðingar, þeir Valgarður Breiðfjörð og Tryggvi Gunnarsson; svo vandlega sátu þeir á sinDÍ vísindalegu samvizku, og virðast þó hafa verié sér- staklega tilkvaddir á þessa minnilegu hátíðarsamkomu, jafnframt og þeim Jóni Ólafssyni og Einari Hjörleifs- syni var beint b a n n a ð þar að koma. |>að er vel farið, að þessi snjalla og hugvitsamlega lækningatilraun tókst avona vonum framar. því kastið v a r alæmt, hálfu verra en það í hitt eð fyrra f>að mátti og ávalt við því bú- ast, er farið væri að gera frekari gang- skör að almennri upptöku Blaðam,- stafsetningarinnar með dálitlu orða- gafni, h v e r svo sem það gerði. |>að v a r einstök ógætni; nærri ;því sam- vizkulaus ógætni, hver svo sem verið hefði höf. slíks safns. En þá kastaði samt fyrst tólfunum, er til þess varð maður, sem annað eins hafði fyrir sér gert í garð stórmeistarans og kunnugt er að bann hefir gert síðustu missir- íd, og eigij þarf hér að lýsa, nema ef til vill síðasta tilviki hans — að neyða stórmeistarann til að bera vitni í máli í móti einkavin hans og fóstbróður, landlækninum! Vonandi tefur það ekki fyrir bata stórmeistarans, þótt ísafold yrði það á um daginn — hún er svo málug — að geta um návist nál. 20 skólapiltaí leikhúsinu »til að klappa«, f>ví nú er þ a ð lagað — nafnlaus náungi akýrir frá því í n a f n i þeirra allra í málgagninu ónefnda í gær, að þeir hafi e k k i verið sendir í leikhúsið til að klappa fyrir rektor sínum! ----- — m ------- Úti varð gömul kona 8. þ. mán. á leið frá Olafsdal út í Saurbæ, þar sem hún átti heima, Kristín Hanneadóttir; það var daginn sem hríðin skall á. Skarlatssóttin er Isafold skrifað austan yfir fjall, að geri alvarlega vart við sig bæði í Villingaholtshreppi og Gaulverjabæjar; á öðrum staðnum dáinn úr henni maður á 19. ári; en bæirnir í strangri sóttkvíuD; hefir læknir gengið rögg- samlega fram þar. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter, Ofurlitla stund stendur hann graf- kyr og er enn meira forviða en nokk- urt hinna. »í>ú hér, Enid !« segir hann. »Mar- ína! Hvað gengur á ?« því að brúður- in hefir fært sig einu skrefi nær hon- um með skelfingarsvip í augunum, starir framan í hann og æpir: »f>etta er svipurinn hans — kominn hingað til að saka mig um líflát hans!« • Marína mfn elskuleg, þekkirðu mig ekki, manninn þinn?« Hún slítur sig áf honum, hrindir honum frá sér með ákefð^og hrópar: »f>ú ert ekki maðurinn minn! f>ú ert svipurinn hans! Lík mannsins míns liggur þarna fyrir utan dyra- tjöldin!« »Guð almáttugurh segir Anstruther og stendur á öndinni; »konan mín er orðin brjáluð!« »Nei«, segir Barnes og gengur til hans; »en hún verður það, ef þessu heldur áfram«. »Hver eruð þér?« spyr Edvin; hann hefir ekki séð Barnes fyr en nú. »Guði almáttugum sé lof fyrir það, að þér þekkið mig ekki«, segir Vestur- heimsmaðurinn; síðan Anstruther kom inn, hefir hann horft á hann alvöru- og forvitnisaugum og nú léttir honum fyrir brjósti. »Eg heiti Barnes !« »Ó — Barnes, unnusti systur minn- ar!« »Já, eg kom hingað til þess að tálma þessu. Eg skal 6kýra það fyrir yður síðar. Við systir yðar heyrðum hljóð, og þegar við komum inn, finnum við brúðurina í óviti á gólfinu. HúnTiélt, að þér hefðuð verið myrtur!« »Eg myrtur! Nú sér hún sjálf að eg er lifandi«. »Já, en hún trúir ekki sínum eigin augum. f>ér vitið að eg hefi numið lækn- isfræði?« »Já«. »Lofið þér mér þá að vera læknir yðar og hennar í kvöld«. »Viljið þér gera það"« segir Anstru- ther og tekur innilega í höndina á Barnes. »Eg skal muna yður það alla mína æfi, ef þér gefið konunni minni vitið aftur«. Honum vöknar um augu. •Viljið þér þá hlýða boðum mínum í blindni? »Auðvitað!« »pott og vel, eg ætla þá að reyna«, segir Barnes. Farið þér nú til kon- unnar yðar og reynið aftur að faðma bana, en neyðið hana ekki, ef hún vill það ekki. Lítið þér nú framan í hana og hlustið á það, sem hún segir yður». Meðan hann er að segja þetta, tek- ur hann eftir þvi, að Marína hrindir Enid frá sér — Enid hefir, meðan á þesBU stóð, verið að reyna að sann- færa hana um, að Edvin sé lifandi — og að hún færir sig um nokkur skref nær dyratjöldunum. En hún þorir ekki að sjá það, sem er fyrir utan þau, hrollur fer um hana og hún hop- ar aftur á bak frá tjöldunum aftur. Anstruther færir sig þá nær brúður- inni, eins og honum hefir verið sagt, nefnir hana á nafn ástúðlega og ætl- ar að faðma hana að sér. Hún hörf- ar frá honum, eins og áðar, en lítur þó í þetta sinn á hann vingjarnlega og segir : »Okkur auðnast aftur að láta okkur þykja vænt hvoru um ann- að, þegar eg er líka dáin«. Eétt á eft- ir æpir hún, eins og hún sé dauð- hrædd: »Nei. nei ! Ekki núna! f>ú ert svipurinn hans. Líkið hans er þarna fyrir utan dyratjöldin!» Edvin hefir gengið fast að henni meðan hún lét dæluna ganga, og nú fyrst sér hann dökkrauða rákina eftir fingur Tómassós á hálsinum á henni. •Einhver manndjöfull hefir ætlað að myrða konuna mína«, segir hann hræddur og reiður; »en honum hefir ekki tekist meira en að svifta hana vitinu!« Hann blótar þessum fanti hranalega og hún svarar: »Já, það eru rákir á hálsinum á mér eftir höndma á honum. Vei hon- um — hann drap Gerard minn!« Barnes bindur enda á þessa óvið- feldnu samræðu með því að taka í handlegginn á Anstruther og segja við hann í hálfum hljóðum : »Er þetta hlýðnin, sem þér hétuð mér? Hvern- ig á hún að geta náð sér aftur, ef þér eruð ekki annað en vanstillingin ?« Hann gerir Enid bendingu um, að hún skuli aftur reyna að stilla Mar- ínu, sern er að tauta sundurlaus orð fyrir munni sér. Anstruther starir á hana og svarar: »J>ér fynnið að því, að eg sé vanstilt- ur! Hvernig ætti eg að vera stiltur upp frá þéssu? Eg hefi nú einskis annars að leita en hefndar. Hver er fanturinn, sem hefir svift hana vitinu? Vitið þér, hver það er?« Kjöt og slátur á máuudaginn kemur í verzl. Jóns Þórðarsonar. Föstudaginn 23. þ. m. tapaðist kvenngalosja frá Hafnarstræti upp til Jóns |>órðarsonar. Skila má í af- greiðslu ísafoldar. ___________ ,Aldan4 Pundur næstkomandi miðvikudag á vanalegum stað og tíma. Allir félags- menn beðnir að mæta. S t j ó r n i n. Uppboðsanglýsing. Eftir kröfu kaupmanns og kaupfé- lagsstjóra Skúla Thoroddsen á ísafirði og að undangengnu fjáraámi verður huseign Guðmundar skipasmiðs Guð- mundssonar, virðingarnr. 68 hér í kaupstaðnum, boðin upp við 3 opinber uppboð, er haldinn verða laugardagana 22. desbr. þ. á. 12. og 26. janúar 1901 til lúkníngar dómsskuld, að upphæð 2953 kr. 21 eyri og áföllnum kostnaði; tvö hin fyrstu uppboð verða haldin á skrifstofu bæjarfógeta, en hið 3. við húseignina. Á þriðja uppboðinu verða ennfremur seldar nokkrar útistandandi skuldir, ýms stofugögn og aðrir munir. Á húseigninni hvíla þessar þinglesn- ar, óaflýstar veðskuldir : með öðrum veðrótti til Guðm. Árna- sonar á Nauteyri kr. 135, með 1. veðrétti til Vilhjálms’ Pálsson. ar frá Hnífsdal kr. 700, með 2. veðrótti til Jóns JónBSonar á Hrauni kr. 800 og verður húseignin því að eins seld, að bærra boð fáist en veðskuldum nemur. Uppboðin byrja kl. 11 f. h.ogverða söluskilmálar lagðir fram á skrifstofu bæjarfógeta degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógetinn á ísafirði, 7. nóv. 1900. H- Hafstein Gráhryssa 2 vetra með mark: heilrifa hægra, er í óskilum í þormóðs- dal. Jörðin Bjarnarhöfn í Snæfells- nessýslu fæst til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum (1901). Gangi ekki saman með kaupin, fæst jörðin eigi að síður til ábúðar. Semja verð- ur um kaup og ábúð við Stefáu Bene- diktsson í Bjarnarhöfn, helzt Sem fyrst- Uppboðsauglýsing. ViS opinbert uppboð, er haldið verð- ur á Garðskaga í Rosmhvalaneshreppi fimtudaginn hinn 6. desbr. næstk., verða seldir ýmsir munir frá botn- vörpuskipinu »SpanieI» frá Hull, er þar strandaði síðastl. sumar, svo sem keðjur o. fl. Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi og veröa söluskilmálar þá birtir. Skrifst. Kjósar- ogGullbr.s. 20.nóv.l900. Páll Einarsson- Pað er alkunnugt meðal skipstjóra hér við Faxaflóa, að kompásarnir í fiskiskipunum, því nær öllum hér, eru að meira eða minna leyti óáreiðanlegir sökum segulvillu (Devi- . ation), er orsakast af járni i skipuDum. Til þess að koma í veg fyrir hættu þá, er segulvillan getur haft í för með sér, leyfir undirskrifaður sér að bjóð- ast til þess, að rannsaka villuna á hverju skipi og búa til töflu (o: Devia- tionstabel), er sýuir, hve mikil hún or fyrir hvert einstakt strik á kompásn- um. j?eir útgerðarmenn eða skipstjórar, sem kynnu að vilja sinna þessu til- boði fyrir næstkomandi vertíð, bið eg að geri mér sem fyrst viðvart um það, eða Hjalta skipstjóra Jónssyni í Reykjavík. Aug. Flygenring. TAPAST hefir á síðastliðnu sumri rauðskjóttur fóli 4 vetra, taumvanur, gæfur, vakur, með miklu faxi, taglskeltur, og skorið innan úr taglinu; mark: standfjöður fr. vinstra, (kannske óglögt). Foli þessi er á síðastliðnu vori fenginn af suðurlandi Hver sem hitta kynni fola þennan er beð- inn að gera sem fyrit aðvart Goðna Guðna- syni á Keldum i Mosfellssveit, eða eiganda folans Gísla Jónssyni i Stóradal í Húna- vatnssýslu. Tombóla kristilegs íélags ungra stúlkna byrjar í kvöld kl. 5 og verður í dag og ó morgun. Góðir drættir. Gagn- legir munir. Núllalaus barna- kassi- Tombólan stendur frá 5—7, 8—10 í dag og á sama tíma á morgun. Fr. Fr. porbjörn pórðarson stud. med. óskar eftir einu herhergi til leigu í 2 mánuði: desember og janúar, helzt í austurbænum. Húsgögn verða að fylgja- Með því eg hef heyrt víða utan úr bæ, að eg ætti að vera veikur af skarlatssótt, vil eg tilkynna heiðruð- um almenningi, að það er tilhæfulaus ósannindi, eins og meðfylgjandi vottorð sannar. Reykjavík 16. nóv. 1900. Reinh. lAndcrson. Veiki bú sem skraddari Reinh. And- erson hefir verið lasinn af nú um tíma, er ekki skarlatssótt; það vott- ast hér með. Reykjavík 16. nóv. 1900. Guðm. Magnússon læknir. Ritstjórar: Björn Jónsson(út,g.og ábm.)og Einar Hjörleifsson. Isaf o! darprcntsmiðj a.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.