Ísafold - 01.12.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.12.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin viít áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Auaturstrœti 8. Reykjavík langardaginn 1. des. 1900. 74. blað. Biðjið ætíd um OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJ0RLIK1, sem er alveg eias notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan jnli (erlendis fyrir fram). XXYII. árg. I 0. 0. F. 8212781/.,. Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11 —12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., ravd. og Id. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og fiístud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. ffy Nýir kaupendur að ísafold, 28. árg., 1901, fá blaðið ókeypis til þ. á. loka frá því er þeir gefa sig fram og auk þeea í kaup- bæti Vendettu alla, bæði heftin — annað út komið, hitt kemur í vetur —, um 40 arkir alls, um 600—700 bls- Vendetta er heimsfræg skáldsaga, er seldust af 200,000 eintök í Vestur- heimi á örstuttum tíma. Að öðru leyti fá sögu þessa allir skuldlausir og skilvísir kaupendur blaðsins, gamlir og nýir, þ. e. þeir sem nú eru kaupendur (1900) og verða það næsta ár (1901) Sjálft er blaðið, Isafold, hér ubq bil belmingi ódýrara, árgangurinn, en önnur innlend blöð yfirleitt, eftir efn- ismergð. fZS’ Forsjállegast er. að gefa sig fram sem fyrst með pöntun á blaðinu, áður en upplagið þrýtur af sögunni. — hetta eru hin mestu vildarkjör, sem nokkurt blað hefir nokkurn t í m a boðið. ÍSLENZK Stafsetningarorðbók nýprentuð, eftir Björn Jónsson, fæst í hókverzlur, Isafoldarprentsm., fyrir 80 a. innh. Það er mjög þörf og gagnleg hók, er þeir PálmiPálsson ogGeirT. Zoega latínuskólakennarar (o. fl.) hafa unnið að með aðalhöf., og hafa varað almenning við, að leggja nokkurn trúnað á það, sein stóð i ónefndu málgagni um hana 2. f. mán., frá rektor B. M. 0., en það var röklaus, hranaleg fordæming, er virðist upp kveðin í hefndar skyni meðal annars fyrir það, hve illa hefir verið tekið hinu alræmda stafsetningar-afskræmi hans (rektors), og er hann ekki farinn enn, eftir 4 vikur, að bera við að rökstyðja á prenti áminsta hrottalega fordæming, nema að þvi er 1—2 orð snertir (í Þjóð. i gær) — tvö orð af mjög mörgum þúsundum, og það með mark- leysu einni og hártogun. SUNNANFARI VIII io, 15. nóv.; Mikilhæfir kennimenn (síra Magnús Andrésson og síra Magnús Helgason, með m y n d af þeim). Hættu að vígja (kvæði, G. M.), Sög- ur af Bólu-Hjálmari. Presturinn (saga eftir Conan Dogle). Ferðarolla Magn- Stephensen. Hlöðver Abruzzahertogi (með mynd) og norðurför hans. Snotrasta húsið í Reykjavík (Asg. Sig- urðssonar, með mynd af því). SUNNANFARI VIII, xi, i.des.: Tveir jubilprestar (síra Davíð Guðmundsson og síra Hjörleifur Ein- arsson, með mynd af þeim). Prest- urinn (frh.). Ferðarolla Magn. Step- hensen. Patriksfjörður (með mynd). Sunnanfari kostar 2^/2 kr. árg., 12 arkir. xfx XTX, x|X. ,xfX, xfX, xfx. .xfx.. xfx,, xfx xfX., xfx. xfx. xfx, Island- Ræða eftir Georg Brandes. [Ræðu þessa hélt dr. G. B. í veizlu, sem Stúdentafélagið (Studenterforen- ingen) hélt þeim, er tekið böfðu þátt í stúdentaleiðangrinum til íslands 1 sumar. |>angað vóru boðnir allir is- lenzkir vísindamenn og stúdentar. — Skáldið Mylius-Eriksen gerði þar grein fyrir óánægjuefni íslendinga við Dani, og kvað stúdentaleiðangurinn sprott- inn af löngun danskra námsmanna til þess að bæta úr því, er Danir heíðu gert á hluta íslendinga. Meðal ann- ars, er fram fór í veizlunni, var ís- lenzkur tvísöngur, en dr. Angul Ham- merich, er ritað hefir fróðlega bók um söng hér á landi, skýrði frá tvísöngn- um á undan Ræðu dr. G. B. var tekið með hinum mesta fögnuði]. Á síðari árum hefir oss oft verið núið því um nasir, að það hafi verið fyrir tilviljun eina eða gleymsku, að vér héldum íslandi 1814, og auk þess því, að íslenzka sé forn-norska, ekki forn-danska. I dönskum bókmentum frá miðri öldinni var gripið til örþrifaráða til þess að sanna, að tunga vor og bók- mentir ættu beint kyn sitt að rekja til íslenzsrar tungu og Islenzkra bók- menta. Norðmenn hafa sannað, að því er ekki svo farið, hafa orðið fjöl- orðir um það og rétt Islendingum hendurnar sem hinir sönnu bræður þeirra. En Islendingar ættu ekki að mis- virða þetta við Dani. Er unt að sýna yður meiri sóma en þann, að gera þessar tilraunir til þess að verða enn nákomnari frændur yðar? f>ær sanna ekki annað en þetta, hve mikill höfð- ingjabragur oss finst að því, að mega telja oss yður svo nákomna. Eins og allir íslendingar eiga kyn sitt að rekja til forn-norskra konunga — sem get- ur vel verið, af því að sumir þeirra, eins og t. d. Haraldur hárfagri, voru nokkuð lausir á kostunum — eins vill dönsk menning eiga kyn sitt að rekja til Islands. f>að gerir minst til, þó að villur séu í ættartölunni; hitt er aðal- atriðið, að oss þykir metnaður að skyldleikanum! Jafnvel atkvæðamenn þykjast stund- um af skyldleika, sem ekki er annað en hugarburður. . Michelangelo þóttist alls ekki af hæfileikum sínum; enhanu þóttist af því að vera í ættvið markí. inn af Canossa, sem enginn fótur var fyrir. í skjaldariperki sitt setti hann hund með bein — fallegra skjaldar- merki hefði hann átt ekilið — af því að á miðöldunum héldu menn að Can- oasa væri sama sem Canis oesa (bein hundsins). En sannarlega er það enginnhugar- burður, að dönsk menning eigi ætt sína að rekja til forn-íslenzkrar menn- ingar. Systkinabörn eru ekki hvort öðru óskyld. Ekki eiga þeir, sem uú eru uppi, sök á því, að mestan hlutann af þeim 500 árum, sem Island hefir heyrt Danmörku til, hefir að eins verið á það litið frá því sjónar- miði, hvað upp úr því mætti hafa. Verzlun íslands var kúguð með ein- 0 okun. Enn í dag kemur það því miður oft fyrir, að stjórnin svarar ekki einu sinni sanngjörnustu kröfum og óskum íslendinga. En vér getum ekki að því gert og vér viljum fá því breytt. Á tímum ágengninnar var þessu gamla, metnaðarríka landi tenginn flattur þorskur að skjaldarmerki. Á vorum dögum hefir því merki verið breytt í tígulegan fálka. Vér vitum það nú, að menning ís- lands er aðalsbréf vort með þjóðum Norðurálfunnar; sæmdar vorrar vegna getum vér alls ekki án íslands verið. Ágreining þann, sem enn er milli ís- lands og Danmerkur, hljóta íslenzkir og dauskir menn í sameining að geta jafnað með sér. íslendingar eru eins og Færeyingar af óblöndnu úrvalskyni. Öllum mönn- um af úrvalskyni er hlýtt til þeirra. f>jóðin er ekki öllu mannfleiri en fólk- ið er í Aðalgötu og Borgaragötu. Berið þið hana samau við það fólk! Lítið á vesalings Danmörk á ver- aldaruppdrættinum! f>að er öllu til skila haldið að menn komi auga á hana. Alt af hefir hún verið að missa meira og meira. Loksins er hún orð- in svo vön því, að hún reynir sjálf að selja það, sem enginn tekur frá henni. Óflugu ríkin köllum vér rán- fugla. Betur að vér hefðum sjálfir meira til að bera af 'ránfuglaeðlinu! f>að er undur hætt við, að ríki, sem aldrei stækkar, fari minkandi, þang- að til ekkert er orðið eftir af því. — Danska ljónið er naumast til annars en hafa það á sýningu. Blóðið er ó- stýrilátara í íslenzka fálkanum. Og stundum þurfum vér á óstýrilætinu að halda, það er að segja, áræði og atorku, þurfum meira á þvf að halda en blessuðum fróðleiknum. Oft láta menn þó hugfallast á Is- landi. Sumir af beztu mönnum Is- lands, svo sem ágætasta skáld þjóðar- innar Matthias Jochumsson, hafa kom- ist að orði í bréfum til mín á þessa leið: Hvaða gagn er að þessu öllu! Við erum of smáir, of fáir! Stundum hefir vílsemin áhrif á mentalífið. Sumir þeirra, sem mest kveður að, eius og Hannes Hafstein, leggjast of snemmaútaf á koddann, af því að á- róðurmn vantar. Mesta mein íslendinga er að lík- iudum því miður það, að heyra til jafn-smáu og jafn-framkvæmdarlitlu ríki. En ef þið viljið kenna mönnum á Islandi að hafa mætur á Danmörku, þá viljum við taka það að okkur að ke^-na Dönum að þykja mikils vert um ísland. Og þá fáið þið ritsíma- sambandið við Norðurálfu og Vestur- heim. Og þá verður ekki lengur hálf* gert myrkur í smábæjunum ykkar í skammdeginu; við breytum fossunum ykkar tignarlegu í rafmagnsljós og hreyfingarafl. Auk þess hefir ísland alls ekki verið rannsakað að fullu enn. Ef þetta land heyrði Englendingum til, hver veit þá, hvað marga dýra málma væri búið að finna þar! Vér verðum að starfa í enskum anda á ó komnum tímum. Og þá verða líka gróðursettir skógar á íslandi. Og þá liggur Njála akrautbúin á borðinu hjá hverjum dönskum manni. Hvaða bók Norðurlanda skyldi eiga það skilið að verða myndum prýdd eins og hún! Ágætustu listamenn vorir ættu að keppa um að fá að búa til myndir í þá bók. |>á verður mönn- um líka jafn-ljúft að lesa ný-íslenzkar bókmenti j eins og danskar bókmentir og norskar nú. Hvað gerir það þá til, þó að þið séuð fáir! Auðvitað erað þið ekki sérlega mannmargir. það eru fleiri sauðir en menn á íslandi. En þeir eru líka fleiri í Danmörku, þó að það sé með öðru móti, og samt höldum við okkur uppi. Landið ykkar á alt það, sem tempr- aða landið oskar með sínum stilling- armönnum vantar: Snjóinn, sem býður öllu byrginn og bráðnar aldrei, hverina, sem aldrei kólna, eldfjöll, sem enn eru ekki útkulnuð. Lifi mótþróinn, sem aldrei bráðnar! Lifi ástríðan, sem aldrei kólnar! Lifi eldfjallið, sem enn getur gosið ! Lifi ísland! Saltflsksalan, ritsímiun — bankinn. Allsnörp samkepni var í saltfisks- verzluninni hér á landi síðastliðið sumar, svo sem kunnugt er, að minsta kosti sumstaðar. Kaupmaður einn hér íbænum hafði umboð til að kaupa fisk fyrir Spán- verja. Hann sendi mann með »Hól- um« fjórar ferðir norður á Akureyri og keypti fisk á þeirn stöðum, er þeir komu við á, alstaðar fyrir peninga. Auk þess gerði hann mann vestur á ísafjörð til þess að dvelja þar um nokkurn tíma og kaupa þar flsk. Sú verzluu þar varð stórkostlega lærdóms- rík fyrir oss.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.