Ísafold - 01.12.1900, Blaðsíða 2
294
Maðurinn hafði leyfi til að bjóða
60 kr. fyrir skippundið, sem var mikil
hækkain £rá því verði, sem fiskurinn
hefði annars verið í. Kaupmenn þar
á staðnum buðu þá sama verð, og
jafnvel hærra út í reikning.
þrátt fyrir þær mikiu umbætur,
sem orðið hMa á samgöngunum hér
við land á síðustn árum, eru þær enn
ekki betri en það, að fregnir bárust
ekki hing&ð af Isafirði fyr en eitthvað
mánuði eftir að kaupmenn þar höfðu
kveðið upp verð sitt á fiskinum. Um-
b^ðsmaður ítaykjavíkurkaupmannsins
hafði ekki leyfi til að bjóða meira en
sagt hefir verið. Og hann átti ekki
kost á, að gera umbjóðanda sínum við-
vart nó spyrjast fyrir hjá honum um,
hvað nú skyldi taka til bragðs.
Áreiðanlegar fregnir höfum vér af
því, að ef þá hefði verið rjtsímasam-
band við önnur lönd og milli höfuð-
staðarin8 og ísafjarðar, þá hefði fiski-
kanpamaðurinn á ísafirði tafarlaust
fengið fyrirskipan um að færa verðið
upp að minsta kosti um 3 krónur á
skíppundinu.
Óhætt er að fullyrða, að fiskurinn,
sem seldur var á íeafirði í sumar, hafi
numið 8000 skippundum. Sumir telja,
að hann hafi numið meiru. En kunn-
ugir fullyrða, að um minna en 8000
skippund hafi ekki getað verið að
tefla.
Tjónið, aem ísfirðingar einir hafa
beðið í sumar á saltfiskinum einum,
fyrir það að ritsíminn er ekki kominn
hingað til lands og um landið, nemur
þá 24 þúsundum króna.
Annað eins og þetta þarf ekki langra
athugasemda við. |>að sýmr svo á-
þreifanlega, að hvert barnið getur
skilið það, ekki að eins hver ódæma-
grunnhygni það er, að vera að sjá
eftir því, sem oss er ætlað til ritsím-
ans að leggja, heldur og það, hve
mikið er um teflt af þeim mönnum,
sem nú eru um það að deila, hvort
vér eigum að fresta landsímalagning,
þangað til einhverjir hugsaðir hentug-
leikar eru fyrir hendi, eða hvort vér
eigum að hraða henni sem mest að
kostur er á, svo framarlega sem oss
auðnast að fá sæsíma hingað til lands.
Með hverju árinu, sem símalagningin
dregst, bíðum vér fyrir dráttinn tjón,
sem skiftir að minsta kosti tugum en
vafalaust oft hundruðum þúsunda.
Onnur hlið er á saltfisksverzlun-
inni síðastliðið sumar, sem er jafn-
athugaverð og hún er auðskilin.
Ágætur markaður fyrir fisbinn bauðst
hér heima hjá mönnum, varan borguð
háu verði í peningum. Enginn vafi
er á því, að hinum smærri kaupmönn-
um, sem fisk áttu, hefði komið bezt
að nota þennan markað.
En þess áttu þeir engan ko8t.
|>að gerir peningaskortur þeirra,
bankaleysið. Af því að þeir eiga ekki
innanlands kost á þeim peningum, sem
þeim eru nauðsynlegir til þess að reka
verzlun sína, verða þeir að sæta lán-
um hjá umboðsmönnum sínum f öðr-
um löndum. En fyrir bragðið verða
þeir að skuldbinda sig til að láta vör-
ur þær, er þeir selja til annara landa
fara gegn um hendur umboðsmann-
anna.
Fyrir bankaleysið fer því svo fjarri,
að þeir geti keypt vörur sínar þar
Bem þeim hentar bezt, að þeir geta
ekki einu sinni selt það, sem þeir
sjálfir hafa á boðstólum, þeim, sem
bezt borgar, né á þeim tíma, sem bezt
er borgað fyrir vörurnar.
Fyr mega nú vera örðugleikar !
Og allir koma. þeir örðugleikar, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, mður á
íslenzkri alþýðu — þessari alþýðu,
sem verið er að telja trú um, að rit-
8Íma og ófluga peningastofnun eigi ís-
lendingar að forðast eins og heitan
eld — þessari alþýðu, sem víða á
landinu lætur hafa sig til þess, að
hamast gegn þessum lífsnauðsynjamál-
um sínum — þessari alþýðu, sem svo
er kúguð, að hún þorír ekki annað en
kjósa það þingmannsefní, sem hún
veit, að ætlar að vinna sór mein, og
tárfellir svo á eftir, eins og kjósand-
inn á Snæfellsnesinu, sem »f>jóðviljinn«
sagði frá.
Viðsjlárvert ástand er þetta sannar-
lega. Svo viðsjárvert, að ekki er van-
þörf á, að góðir menn og skynsamir
taki höndum saman til þess að ráða
bót á því.
ísfirzka kosningabrellan
m. m.
ísafold hefir of lengi láðst að leið-
rétta ummæli, sem standa í grein
þeirri, er Hannes Hafstein sýslumað-
ur skrifaði í blaðið 26. sept. í haust.
Drátturinn stafar, eins og menn
munu skilja, af því, hve mörgu hefir
verið við að snúast, hve margt hefir
þurft að leiðrétta af rangfærslum og
ósannindum á síðustu mánuðum —
miklu fleira vitanlega en komist hefir
verið yfir.
En ummæli þau, sem hér skal mót-
mælt, eru þess eðlis, að ekki tjáir að
láta þau afskiftalaus, þó að seint sé.
Annars má búast við því, að ósann-
indin læsi sig frá einum til annars og
verði komin inn í hugi hver veit hve
margra, sem áreiðanleg og ómótmæl-
anleg sannindi, áður en varir.
Hr. H. H. er í grein þeirri, sem
áður er nefnd, að bera af kjósendum
sinum söguna um herskattinn og her-
þjónustuna, sem höfð var til að blekkja
suma fáráðlinga þar í kjördæminu.
»Vitanlega get eg ekki sagt um,
hvað talað kunni að hafa verið manna
á milli«, segir sýslumaður, »og mér
þykir sennilegt, aðsá flugufótur kunni
að vera fyrir þessu, að einhverjir, sem
lesið hafa *Eimreiðina«, hafi átt tal
um þá skoðun, sem hr. Valtýr Guð-
mundsson kvað hafa látið þar í ljósi,
að heppilegt væri að íslendingar væri
settir á herskip Dana til æfinga«.
f> e s s i flugufótur getur ekki verið
fyrir sögunni af þeirri einföldu ástæðu,
að sá flugufótur er alls ekki til.
Dr. V. G. hefir sem sé ekki með
einu orði látið þessa skoðun í Ijósi í
»Eimr«. Né heldur hefir hann gert
það nokkurstaðar annarstaðar. þetta
er blátt áfram tilhæfulaus tilbúningur.
Ekki er og heldur ástæðulaust að
gera athugasemd við þau ummæli hr.
H. H. í téðri grein, er lúta að því,
að stjóruarskrárbreytingar frumvarpið
frá 1897 sé »ranglega« kent við dr,
V. G. og eigi að kennast við fyrv. ís-
landsráðgjafa Rump heitinn — þó að
minna geri til um þau en ósannindin,
sem áður eru nefnd.
Dr. V.(|G.j|hélt fram sömu siefnunni,
sem hann nú berst fyrir, í fyrirlestri
þeim, er hann hélt í «Juridisk Sam-
fundi 6. nóv. 1895 — nokkurum mán-
uðum áður en stjórnin hafði látið
nokkurn bilbug á scr finna í stjórnar-
máli voru. Hann var maðurinn, sem
fekk stjórnina til að hallast að þess-
ari stefnu. En honum tókst e k k i
að fá þáverandi íslandsráðgjafa, Rump,
til þe88 að leggja breytinguna fyrir
alþingi sem stjórnarfrumvarp, svo
hann varð að flytja hana inn á þing-
ið sem frumvarp frá sjálfum sér.
Meðalskynsamir menn ættu því ekki
að þurfa að eyða orðum að því að
deila um það, við hvorn þeirra eigi
að kenna frumvarpið, Rump heitinn
eða dr. V. G.
I augum þeirra manna, sem telja
frámunafegan baga að því fyrir landið,
að vér fáum sérstakan ráðgjafa, sem
mæti á alþingi og beri ábyrgð allrar
stjórnarathafnarinnar, er það auðvitað
vansæmd mikil fyrir dr. V. G., að
hann skuli hafa gerst flutningsmaður
þessa frumvarps. En það er þá van-
8æmd, sem ekki verður af honum
þvegm.
En f augum hinna, sem telja þetta
stórt spor áfram í stjórnarmáli voru,
er það heiður mikill fyrir dr. V. G.,
að hann skuli öllum öðrum framar
hafa komið stjórnarmáli voru það á-
Ieiðis, sem það nú er komíð. Og sá
hoiður verður ekki með nokkuru móti
af honum tekinn — hvað mikið sem
suma menn kann að langa til þess
nú, þegar stefna hans er vitanlega að
vinna sigur.
Stjórnarmál íslands
i blöðum Dana
Töluvert var talað um stjórnarmál
vort og alþingiskosningarnar síðustu
dönskum blöðum um síðustu mánaða
mót.
í Berl. Tid. er í stuttu máli gerð
grein fyrir stjórnmálaflokkunpm hér á
landi og líkindunum fyrir því að st.jórn-
arbótin nái fram að ganga á alþingi í
sumar, sýnt fram á það, sem öllum
mönnum er kunnugt hér, að verði
stjórnarbótarflokkurinn samtaka við
kosninguna til efri deildar, þá geti
ekki hjá því farið, að hann hafi sitt
mál fram. Greinin er rituð f vingjarn
legum anda að því er stjórnarbótina
snertir og lýst yfir því að stjórnin
vilji styðja málið.
í aðalblaði vinstrimanna *Politiken«
reyndu stjórnarbótarfjendur að liggja á
sama lúalaginu eins og félagar þeirra
hér á landi: að segja gífurlega ósatt
frá kosningaúrslitunum. þ>órður Guð-
mundsson, Ólafur Briem, Einar Jóns-
son, Sigurður Sigurðsson, Björn Krist-
jánsson, |>órður Thoroddsen, Magnús
AndrésBon, Stefán Stefánsson (kenn-
ari), Jóhannes Jóhannesson, Axel
Tulinius og Ólafur Ólafsson eru allir
látnir vera mótfallnir stjórnarbótinni
eða þá óráðnir í því, hvernig þeir
taki í málið.
þetta er nú fræðslan, sem þeir
piltar gefa Dönum viðvíkjandi málum
vorum! f>að væri ekki svo óefnilegt
að hafa þá eina til að færa fréttir
héðan af landi!
Auðvitað hafa þeir ekki verið einir
um hituna, sem betur fer. Dr. Valtýr
Guðmundsson hefir borið ofan í þá ó-
sannindin og jafnframt stungið upp í
þá bita, sem þeir hafa sýnilega ekki
getað kyngt — skorað á þá að koma
beldur fram drengilega og ræða það
í dönskum blöðum, hverri stjórnar-
bót þeir vilji fá framgengt, en þetta,
að breiða út slík ósannindi í nafn-
leysis-myrkrinu. En eins og nærri
má geta forðaát þeir eins og heitan
eldinn að leggja út í slíkar umræður
frammi fyrir dönskum lesendum.
I »Politiken« er og vel samin rit-
stjórnargrein um stjórnarmál vort.
Hún tekur eindregið í strenginn með
stjórnarbótinni. f>ar er það lagt til,
að Islandsráðgjafinn sýni nú einu
sinni rögg af sér og taki sér ferð á
hendur til íslands í sumar til þess að
semja við þingið. Annars g e t i svo
farið, að stjórnarbótarmálið fari enn í
mola á þinginu, þó að meiri hluti
þingmanca vilji komast út úr ógöng-
unum.
í lok greinarinnar er minst á hin
helztu mál, er rnuni verða á dagskrá
hér á landi, þegar stjórnarbótin sé
fengin. Stofnun lagaskóla, umbætur
á fátækralöggjöfinni og landbúnaðár-
lögunum, íslenzkur iðnaður (rekinn
með hinu afarmikla vatnsafli, sem sé
í ánum en nú látið ónotað), breyting
á skólafyrirkomulaginu (afnám grísku-
náms, latínunám minna en nrr, meiri
tilsögn í nýjum tungum o. s. frv.) og
stofnun hlutafélagsbanka, sem blað-
ið, segir að sé lífanauðsyn fyrir framfarir
landsins.
Framar öðrum segir blaðið, að minst
hafi verið í sumar á íslandi á dr.
V. G. sem væntanlegan ráðgjaia; en
auk hans á Hallgrím biskup Sveins-
son og Pál amtmann Briem.
Berklaveikisrannsóknirnar-
Háttvirti herra ritstjóri! Hér með
layfi eg mér að biðja yður um, að
taka eftirfylgjandi leiðréttingu í blað
yðar.
í einni af greinum amtmanns Páls
Briems í »ísafold« um ástand lands
og lýðs og væntanlegar framkvæmdir
Búnaðarfélags íslands er sagt svo frá
um berklaveikina í skepnum og ráð-
stafanir gegn henni, að félagið hafi
þegar tekið þetta málefni í sínar heud-
ur, og sent dýralækninn til þess, að
rannsaka berklaveiki í Múlasýslunum.
Eg veit ekki nema af einum dýra-
lækni hér á landi nú sem stendur,
Magnúii Einarssyni, og var það eftir
beiðni sýslumannsins í Buður-Múla-
sýslu, Axels Tuliniusar, fyrir hönd
sýslunsfndarinnar þar, í bréfi ti mín
dags. 25. júní þ. á., að dýralæknirinn
fór austur þangað á síðastliðnu sumri,
til þess að rannsaka þar berklaveiki
á kúm og ærpeningi. Mér er ekki kunn-
ugt um, að Búnaðarfélagið kæmi þar
neitt að, enda hefir það engan dýra-
lækni til þess að senda út. þ>að er
sýslunefndin í Suður-Múlasýslu, sem
þessi rannsókn er að þakka.
Reykjavík 27. nóv. 1900.
/. Havsteen.
Hr- Hallgrímur Melsteö,
landsbókavörður, er kom heim aftur
með Ceres um daginn frá Khöfn,
hefir allvíða farið í sumar, — suður
um England, Frakkland, Ítalíu, Aust-
urríki og þýzkaland. Stóð við 1—2
vikur á sumum stöðum: Eundúnum,
París, Vín; örfáa dagaíMilano, Turin,
Venezia, Dresden, Berlín. Hann læt-
ur mætavel yfir ferðinni.
Laust prestakall.
Holtaþing í Rangárvallaprófastsdæmi
(Marteinstungu, Haga og Árbæjarsókn-
ir). — Láu til húsbyggingar hvflir á
prestakallinu, tekið 1897 og 1899, upp-